Dagblaðið - 13.01.1981, Page 15
14
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981.
15
d
íþrótfir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
BaltkMnip íhandknattleik
Sovétríkin unnu
stórsigurá
heimsmeisturum
Þjóðverja
Heimsmeistarar Vestur-Þýzkalands I handknatt-
leiknum fengu heldur betur skell I Baltic-keppnlnni
sem háð var I Sovétrfkunum f sfðustu viku. Sovétrfk-
in sigruðu Þjóðerjana með 22-13 f B-riðlinum. Þá
sigraði sovézka liðið það norska f keppninni með 28
mörkum gegn 13 og virtist mjög sterkt f Baltic-
keppnlnni, 15-5 i hálfleik. Vestur-Þjóðverjar
sigruðu Norðmenn 21-18.
Leikið var i tveimur riðlum; Island og Svíþjóð
ekki með að þessu sinni. Úrslitaleikurinn var milli,
Sovétrikjanna og Austur-Þýzkalands.
I A-riðllnum sigraði Austur-Þýzkaland Pólland
24-20 og unglingalandslið Sovétrikjanna 24-13.
Danir unnu unglingalandsliðið með 24-21 og lentu
þar i erfiðri raun. Pólland sigraði Danmörku 24-22.
Einliðaleikur
íbadminton
Meistaramót TBR i einliðaleik var haldlð nó um
helgina. Alllr beztu badmintonmenn landsins mœttu
þar til leiks og var keppnin hörð og jöfn að vanda.
í B-flokki kepptu 27 frá 6 félögum. í einliðaleik
karla sigraði Þórhallur Ingason ÍA Svavar Jóhann-
esson Gerplu, 15/11 og 15/7. Þórhallur keppti hér i
fyrsta sinn i flokki fullorðinna og sigraði samt sem
áður. í B-flokki kvenna sigraði Elin Helena Bjarna-
dóttir TBR Drffu Danielsdóttur TBR, 11/5 og 11/7.
í A-flokki kepptu margir ungir og efnllegir ieik-
menn. Margir þeirra eiga rétt á að keppa i B-flokki
en kjósa samt sem áður að „keppa upp fyrir sig”.
Einn þeirra, Pétur Hjálmtýsson TBR, gerði sér Iftlð .
fyrir og sigraði i flokknum en hann tók nú i fyrsta
sinn þátt i fullorðinsmóti. Hann sigraði Gunnar
Björnsson TBR 15/10 og 18/16. Elfsabet Þórðar-
dóttlr TBR sigraði i A-flokki kvenna. Hún sigraði
Ingu Kjartansdóttur TBR11/3,6/11 og 11/3.
Meistaraflokkakeppnin var hörð að vanda.
Jóhann KJartansson TBR endurheimti nú TBR-
meistaratltilinn frá félaga sfnum, íslandsmeistaran-
um Brodda Krlstjánssyni. Jóhann sigraði f úrslitun-
um eftir aukalotu, 15/11, 14/15 og 15/9. Kristfn
Magnúsdóttir TBR var ósigrandi. Hún sigraði stöllu
sina, Kristinu Berglind TBR, i úrslitum, 11/1 og
11/9. Þetta var i þriðja sinn í röð sem Kristfn
Magnúsdóttir varð TBR-meistari og vann hún þvi
bikar til eignar.
Þórhallur Ingason — Sigurvegari I B-flokki.
Þróttur-Víkingur
íkvöld
Stórleikur verður i handknattleikn-
um i Laugardalshöllinni i kvöld. Þá
hefst 13. umferð mótsins með leik
Þróttar og Víkings. Það má búast við
skemmtilegum leik þessara efstu liða i
1. deild þó svo úrslit séu ráðln: Vik-
ingur Íslandsmelstari — Þróttur f öðru
ssetl.
HALLUR
SÍMONARSON,.
„Verðum að ná okkar
bezta leik til að eiga
Sff
möguleika gegn Lugi
—segir Páll Björgvinsson, fyrirliði íslandsmeistara Víkings. Fyrri leikur Víkings og
Lugi í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik á sunnudag
Frábær þjálfari bak-
við árangur Víkings
I Segja má að þáttaskil verði i hand-
knattleiknum hjá Vikingi þegar Pól-
verjinn Bogdan Kowalczyk ræðst til
félagslns sem þjálfari haustið 1978.
Bogdan hafði hin beztu meðmæli, m.a.
frá Janusi Cerwinski, fyrrum landsliðs-
þjálfara íslendinga. Er skemmst frá því
að segja að árangur meistaraflokks
Vikings undir stjórn Bogdans hefur
farið fram úr björtustu vonum allra
Vikinga enda er maðurinn frábær
þjálfari. Tvisvar hafa Vfkingar orðið
íslandsmeistarar undir hans stjórn,
tvisvar Reykjavfkurmeistarar og einu
sinni bikarmeistarar.
Á meðfylgjándi töflu má sjá árangur
Víkingsliðsins undir stjórn Bogdans,
þ.e. frá haustinu 1978 til og með 11.
janúar 1981. Þar má m.a. sjá að Vík-
ingur hefur á þessu tímabili leikið 40
leiki í íslandsmótinu, hlotið 74 stig af
80mögulegum, sem er92,5% árangur:
rií ’g £ g. S
J D H -5
Timabilið 1978—’79 26 2l 14 82,7%
Tímabilið 1979—’80 21 20 0 1 95,2%
Tímabilið 1980—’81 18 16 1 1 91,7%
Samtals: 65 57 2 6 89,2%
I þessari töflu eru taldir upp leikir
gegn íslenzkum liðum, þ.e.a.s. i
íslandsmóti, Reykjavíkurmóti og
bikarkeppni. Ef aðeins eru taldir með
leikir íslandsmótanna 1978—1'81 hefur
Vikingur leikið 40 leiki, unnið 36, gert
2 jafntefli og tapað 2 leikjum sem er
92,5% árangur.
Vikingar hafa leikið 6 Evrópuleiki
undir stjórn Bogdans, unnið sænska
liðið Ystad tvívegis, tapað tvívegis fyrir
sænska liðinu Heim og í leikjunum við
Tatabanya á dögunum tapaðist leikur-
inn í Ungverjalandi með einu marki en
leikurinn hér heima vannst með einu
marki.
Þegar Bogdan tók við þjálfun
meistaraflokks var Víkingsliðið ann-
álaö sóknarliö en varnarleikurinn hafði
lengi verið höfuðverkur liðsins.
Bogdmn Kowakzyk, þjálfari Vikings.
Bogdan hefur aukið fjölbreytni sóknar-
leiksins og gjörbreytt vörninni til hins
betra svo að í dag er Víkingsvörnin
stundum kölluð „járntjaldið” hans
Bogdans.
Þá er aðeins ógetið starfs Bogdan
fyrir aðra handknattleiksflokka en
meistaraflokk. Hann hefur frá upphafi
haft yfirumsjón með þjálfun allra
flokka félagsins og unnið þar frábært
starf eins og á öðrum sviðum. Víkingar
standa þvi í mikilli þakkarskuld við
Bogdan Kowalczyk.
Jón Hjaltalfn Magnússon.
Lugi eru i sænska landsiiðinu og Riben-
dahl er styrkasta stoð þess. Það segir
sína sögu um styrkleika Lugi og við
höfum ails ekki efni á að vanmeta Sví-
ana,” sagði Páll ennfremur.
Lugi er sænskur meistari i hand-
knattleik. Liðið byrjaði keppnistíma-
bilið heldur illa en er nú heldur betur
komið i gang, hefur unnið sjö síðustu
leiki sína t Allsvenskan, síðast Hellas sl.
sunnudag í Lundi með 24-20. í þeim
leik skoraði Ribendahl 11 mörk og er
hann langmarkahæstur í Allsvenskan.
SPAR UM URSUT
„Ég spái þvi að Vikingur sigri 23-20 í
leiknum i Laugardalshöll en jafntefli
vcrði hjá Lugi og Vikingi i Lundi, 20-
20,” sagði Jón Hjaltalin Magnússon,
fyrrum landsliðsmaður með Víkingi og
leikmaður með Lugi um árabil, á
blaðamannafundi Vfkings f gær.
Menn voru þar beðnir að spá um úr-
slit. Árni Indriðason sagði: ,,Ég held
að möguleikar Svíanna til sigurs séu sex
á móti fjórum — en þó verður ekki
nema eins til tveggja marka munur á
iiöunum eftir báða leikina. ”
,,Ég vil ekki spá — ekki vera með
neinar tölur — en við stefnum að því að
gera okkar bezta. Ef við hljótum góöan
stuðning áhorfenda — eins og verið
hefur í vetur — einkum i leiknum gegn
Tatabanya — þá er það stuðningur upp
á 4—5 mörk,” sagði Páll Björgvinsson.
,,Ég tel að Víkingur sigri með eins til
tveggja marka mun,” sagði Kristján
Sigmundsson, landsliðsmarkvörður
Víkings.
„Vikingur sigrar 20-15 i fyrri leikn-
um,” sagði Þorbergur Aðalsteinsson,
aðalmarkaskorari Víkings.
Þeir Bogdan Kowalczyk, þjálfari
Víkings, og Eysteinn Helgason, for-
maður handknattleiksdeildar Vikings,
vildu engu spá og vöruðu við of mikilli
bjartsýni. Hins vegar sagði Rósmundur
Jónsson stjórnarmaður og fyrrum
landsliðsmaður: „Vikingursigrar 18-16
í fyrri ieiknum á sunnudag.”
sama félaginu eriendis
j Knattspyrnubræðurnir þrir, Ársæll,
Sveinn og Karl Sveinssynir, voru heima
f Vestmannaeyjum um jólin og ára-
mótin en hafa haldið á ný til Sviþjóðar.
þeir munu leika þar allir með sama
félaginu næsta keppnistimabil, Jön-
köping, sem leikur i 2. deild. Arsæll og
Karl léku með liðinu sl. keppnistimabil
en Sveinn bætist nú við i hóp leik-
manna Jönköping.
Þeir bræður hafa allir getið sér gott
orð á knattspyrnusviðinu og mikið er
þvi tjón Vestmannaeyinga að hafa séð
á bak þeim til Svíþjóðar.
Þeir eru allir fjölskyldumenn og
starfa að iðngreinum sínum ytra.
Ársæll er trésmiður, Karl og Sveinn
rafvirkjar. Ársæll er elztur, fæddur
1955 — Sveinn fæddur árið eftir og
Karl 1957. Þeir hafa alltaf verið miklir
félagar, bræðurnir, og aðeins rúmlega
tveggja ára aldursmunur er á þeim elzta
og yngsta. Myndina aö ofan tók Ragn-
ar Sigurjónsson af bræðrunum í
íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum ný-
lega. Frá vinstri Sveinn, Ársæll og
Karl. Faðir þeirra, Sveinn Ársælsson,
var kunnur íþróttamaður hér á árum
áður, einkum í golfi, og er það reyndar
enn. -FÓV/hsím.
Enginn þekkir lið Víkings og Lugi
betur en Jón Hjaltalín Magnússon sem
var landsliðsmaður með Víkingi en hélt
til verkfræðináms í Svíþjóð. Lék hann
með Lugi um árabil og á blaðamanna-
fundinum í gær sagði Jón Hjaltalín
meðal annars:
„Ég spilaði siðast með Lugi keppnis-
tímabilið 1977—78 og þjálfaöi síðan
Malmö FF í eitt ár. Talsverðar breyt-
ingar hafa orðiö á Lugi-Iiðinu síðan ég
lék með því, að loknu siðasta keppnis-
tímabili hættu t.d. 4—5 ieikmenn hjá
Lugi og sumir þeirra fóru til annarra
félaga, t.d. Thomas Gustavson. Hann
hefur um árabil verið einn bezti mark-
vörður Svía en ákvað að leika sín
siðustu ár með Warta, sem nú er efst í
Allsvenskan, en með því félagi lék
Gustavson upphaflega. Vegna þessara
breytinga fékk Lugi til liðs við sig tvo
markverði frá öðrum félögum en að
öðru leyti hefur félagið notað mikið
yngri menn sína í vetur. í liöinu eru
margir bráðefnilegir leikmenn sem
jafnvel hafa þegar leikið i landsliði en
veturinn í vetur er að mörgu leyti tíma-
mótavetur fyrir Lugi.
Hjá féiaginu byggist þó allt í
kringum einn mann, Claes Ribendahl.
Það er of mikið að segja að hann sé frá-
bæriega snjall handknattleiksmaður en
sannarlega verður að hafa á honum
góöar gætur. Hann er stór og sterkur,
mjög kröftugur og skotfastur, en eng-
inn afburðamaður með boltann. Hlut-
verk annarra leikmanna i liðinu er
meira og minna að spila hann uppi. Ég
tel styrkleika Lugi fyrst og fremst liggja
í sterkum varnarleik og einir sjö leik-
menn liðsins eru yfir 1,90 m á hæð
þannig að þeir leika yfirleitt flata vörn
sem erfitt er að komast í gegnum.
Þjálfari Lugi er Bertil Andersen sem
hefur verið með liðið í 7 ár. Hann er
mjög vel menntaður íþróttakennari og
vel að sér í handknattleik. Hann gerði
liðið í fyrsta skipti að meisturum í Sví-
þjóð í fyrra en þegar ég lék með Lugi
urðum við tvisvar sinnum meistarar i
útihandknattleik og í Allsvenskan
náðum við einu sinni 2. sætinu.
d Lugi á sér á margan hátt svipaða
sögu og Víkingur síðustu 10—15 árin.
Félagið var í 2. deild lengi vel en 1971
tókst Lugi að komast upp í 1. deildina.
Framan af barðist liðið í neðri helmingi
deildarinnar en með því að kaupa
nokkra leikmenn frá öðrum félögum
tókst að byggja upp mjög sterka heild
og síðustu árin hefur liðið alltaf komizt
í 4-liða úrslitakeppnina i Sviþjóð.”
— í hverju eru möguleikar Víkinga
gegn Lugi fólgnir?
,,Það er ekki aðeins þróun undanfar-
inna ára sem er svipuð hjá Víkingi og
Lugi. Varnarleikur beggja liða er
sterkur og bæði lið hafa lagt mikla
áherzlu á að hafa toppþjálfara.
Framan af vetri átti Lugi í erfiðleikum
vegna mannabreytinga og einnig er
Ribendahl í íþróttaháskóla í Stokk-
hólmi í vetur þannig að hann æfir ekki
sem skyldi með liðinu.
Styrk Víkinga og möguleika þeirra
tel ég því fyrst og fremst liggja í því hve
vel samspilað Víkingsliðið er. í byrj-
unarliði Víkings er enginn veikur
hlekkur og liðið er að verða eins og lið
frá A-Evrópu, það gerir lítið af mistök-
um og til lengri tíma litið vinnur lið ein-
mitt á stöðugleikanum eins og við
getum séð á árangri liðsins í 1. deildinni
hér heima í vetur og í fyrravetur.
Ég sá Víkingana spila við Heim i
lega sigur því þeir vilja heldur leika
sínum raunverulega heimaveili, en sú
höll tekur mest 1500 manns, í stað þess
að leika í 4.000 manna höll i Malmö
sem er rétt hjá,” sagði Jón Hjaltalin að
lokum.
Guðrún Karlsdóttir, UBK, sigraði í Stjörnuhlaupi KH i kvcnnaflokki á iaugardag.
hljóp vegalengdina á 11:22.00 min. — tæpa þrjá kílómetra. Onnur varð Laufe.v Krist-
jánsdóttir, HSÞ, á 11:31.00 og þriðja Hrönn Guömundsdóttir, UBK. á 11:57.00 min.
Á myndinni að ofan er sigurvcgarinn að koma i mark.
l)B-mynd S.
FORSALA A EVRÓPULEIK VÍK-
INGS OG LUGIHEFST í DAG
Jón Gunnar Zoéga, formaður knattspymudeildar Vals:
Vísa þessum órum heim
til föðurhúsanna...
Dagblaðinu barst um heigina eftir-
farandi bréf frá Jóni Gunnari Zoéga
lögfræðingi, formanni knattspyrnu-
deildar Vals.
„Á íþróttasíðu blaðs yðar sl.
þriðjudag er fjallað um viðtal sem
Gunnar Sigurðsson stjórnarmaður
Knattspyrnusambands íslands átti
við Bæjarblaðið á Akranesi, þar sem
hann segir það sannfæringu sína að
Valsmenn kaupi tii sín knattspyrnu-
menn með einhverjum ráðum. Það er
ekki nýtt að þessi maður, sem nú er í
forystusveit íslenskrar knattspyrnu,
öfundist út í Val, en það er hans
vandamái, ekki Dagbiaðsins né okk-
Knattspyrnufélagið Valur hefur át
miklu brautargengi að fagna á
undanförnum árum, sem þakka má
þrotlausu starfi íþróttamanna þess og
fjölmenns hóps stuðningsmanna sem
er reiðubúinn til að leggja félagi sínu
öflugt lið í starfi.
Það er eitt sinn svo, að það virðist
eðlilegt með íslendingum að öfunda
þá sem vel gengur og brýst sú óáran
út á ýiiisan hátt. Þetta hafa Valsmenn
látið sem vind um eyru þjóta enda
haft öðrum hnöppum að hneppa en
eltast við mismunandi ómerkileg og
léttvæg skrif. Þegar hins vegar slík
ummæli og að framan getur eru höfð
eftir stjórnarmanni KSÍ verður ekki
hjá því komist að vísa þessum órum
islenskrar knattspyrnuforystu heim
til föðurhúsanna, þeir hafa við alls
engin rök aðstyðjast.
Á það skal að lokum lögð áhersla
að Knattspyrnufélagið Valur tekur
fagnandi hverjum þeim unga karli og
konu, sem vill ganga til liðs við
okkur, og við leggjum okkur fram
um að veita okkar félögum þá aðstoð
sem unnt er. Þetta gera að sjálfsögðu
öll önnur íþróttafélög, enda í anda
íþróttahreyfingarinnar að hlúa sem
best að því unga afreksfólki sem fylk-
ir sér undir merki hennar.”
Jón Gunnar Zoéga
Þrír bræður—allir í
„Við verðum að ná okkar bezta
bæði i vörn og sókn ef við eigum að
eiga möguleika gegn Lugi. Leikirnir við
Lugi verða ekki síður erfiðir en gegn
ungversku meisturunum Tatabanya,”
sagði P6I1 Björgvinsson, fyrirliði Vik-
ings og margreyndur landsliðsmaður, á
blaðamannafundi sem handknattleiks-
deild Vikings efndi til i gær.
„Ég vil eindregið vara við of mikilli
bjartsýni en þess hefur mér fundizt
gæta — bæði meðal sumra leikmanna
okkar og eins stuðningsmanna. Það er
alls ekki sjálfgefið að við komumst
áfram þó við höfum borið sigurorð af
Tatabanya — einu sterkasta félagsliði
Evrópu. Raunar tel ég að Lugi eigi
meiri möguleika en við að komast í
undanúrsiit Evrópukeppninnar.
Ástæður þess eru einfaldar — íslenzk
lið hafa ávallt átt erfitt uppdráttar gegn
sænskum liðum og Svíar hafa yfirleitt
borið sigurorð af okkur. Fyrir skömmu
unnu Svíar okkur i landsleik með átta
marka mun — 22-14. Þá skoraði Claes
Ribendahl tíu mörk. Fjórir leikmanna
—Grfurlegur áhugi á leiknum. Jón H jaltalín Magnússon, sem
leikið hef ur með báðum félögunum, verður heiðursgestur
íslandsmeistarar Víkings og sænsku
meistaramir Lugi frá Lundi mætast i 8-
liða úrslitum Evrópukeppni meistara-
liða i handknattleik i Laugardalshöll
sunnudaginn 18. janúar og hefst leikur-
inn klukkan 20. Seinni leikur liðanna
verið ákveðið að forsala aðgöngumiða
hefjist í dag, þriðjudaginn 13. janúar,
og verða miðar seldir á þremur stöðum,
Karnabæ, hljómtækjadeiid, Laugavegi
66, Fáikanum, Austurveri, og Sam-
vinnuferðum—Landsýn, Austurstræti
12. Miðar verða seidir daglega klukkan
16—18 fram að leik. Með því að kaupa
miða í forsölu losnar fóik við að standa
í biðröðum daginn sem leikið er.
fer fram f Lundi viku seinna eða sunnu-
daginn 25. janúar.
Víkingar sátu yfir í 1. umferð keppn-
innar en slógu ungversku meistarana
Tatábanya út í 2. umferð eins og frægt
varð. í 2. umferð sló Lugi út færeysku
meistarana.
Dómarar leiksins eru danskir, Hjöler
og Jörgensen, en sá fyrrnefndi dæmdi
leik Víkings og Tatabanya í Laugar-
dalshöll ásamt Ohlsen og þótti dóm-
gæzla þeirra með því bezta sem hér
hefur sézt.
Jón Hjaltalín
heiðursgestur
Heiðursgestur leiksins verður Jón
Hjaltalin. Hann hóf feril sinn með Vík-
ingi og varð fljótt aðalskytta Víkings
og landsliðsins. Þegar Jón var rúmlega
tvítugur hélt hann tii Svíþjóðar til að
nema rafmagnsverkfræði og gerðist
jafnframt leikmaður Lugi og lék hann
með félaginu um margra ára skeið. Jón
er nú búsettur hér á landi.
Forsala hefst í dag
Forráðamenn Víkings hafa orðið
þess áþreifanlega varir að gífurlegur
áhugi er á leik Víkings og Lugi. Hefur
VIÐ MUNUM SIGRA
VÍKING ÖRUGGLEGA
—segir sænskilandsHðsmaðurinn
Claes Ribendahl h já Lugi
„Víkingur var okkar óskalið og við
munum sigra þá örugglega og þannig
komast f undanúrslit Evrópukeppni
meistaraliða,” sagði Claes Ribendahl,
skærasta stjarna sænsks handknatt-
leiks um þessar mundir, í viðtali f
sænska sjónvarpinu fyrir
skömmu.Ribendahl er nú markahæstur
í Allsvenskan og hann er jafnan marka-
hæstur þegar hann leikur með sænska
landsliðinu. Þannig skoraði hann 10 af
22 mörkum Sviþjóðar þegar sænska
landsliðið sigraði hið íslenska 22-14 á
Norðurlandamótinu í Noregi fyrir
skömmu.
„Ég tel það tilviljun að Víkingar
slógu ungverska liðið Tatabanya út úr
Evrópukeppni meistaraliða. Víkingur
er alls ekki eins sterkt iið og af er látið
og við munum örugglega tryggja okkur
sæti í undanúrslitum,” sagði Riben-
dahl ennfremur í sænska sjónvarpinu. í
sænsku blöðunum hefur mikið verið
skrifað um viðureign Víkings og Lugi
og blöðin eiga það sammerkt að telja
sigur Lugi næsta vísan.
Hið sama er uppi á teningnum í
Lundi. Svo langt hefur jafnvel gengið
að settur hefur verið á stofn veðbanki
meðal áhangenda félagsins. Og þá er
ekki veðjað um hvort Lugi beri sigur-
orð af Víkingi og með hve miklum mun
heidur hverjir verði mótherjar Lugi í
undanúrslitum Evrópukeppni meist-
araliða. Slík er bjartsýnin í Svíþjóð.
Páll Björgvinsson.
Evrópukeppni bikarhafa i fyrra og því
miður var það heldur sorglegt. Víking-
arnir ætluðu hreinlega að keyra yfir
Svíana með hraða sínum strax frá
fyrstu mínútu. Siðan kom í ljós að Vík-
ingarnir réðu ekki við eigin hraða og í
stað þess að hægja ferðina héldu þeir
sama „tempói” allan leikinn. Nú sýnist
mér meiri yfirvegun komin í Víkings-
liðið, þetta er orðið hörkulið.
Það skyldi þó enginn vanmeta Sví-
ana og sízt af öllu Víkingar sem hefur
bitra reynslu af leikjum sínum gegn
þeim undanfarin ár. Ef áhorfendur
standa með Víkingum hér heima og
láta Sviana finna að þeir eru að leika á
erfiðum útivelli, líka þó Víkingar verði
kannski undir einhvern tima, þá hef ég
trú á íslenzkum sigri. Útivöllurinn þarf
ekki að verða nein ljónagryfja, íslen-
dingar eru fjölmennir í Lundi og ná-
grenni og þeir munu hvetja Víkings-
liðið. Þar ætla Svíarnir sér þó greini-