Dagblaðið - 13.01.1981, Síða 20
20
1
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR |3. JANÚAR 1981.
Mertning
Menning
Menning
Menning
D
OLDRUÐ FRÆNKA A FERÐ
Hundrað fimmtugasti og fjórði Skímir kominn út
Ólafur Jónsson, stýrir Skirni.
Bók
menntir
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Mitt i síöasta bókaflóði birtist
Skírnir, tímarit hins virðulega is-
lenska bókmenntafélags, og reyndist
þá erfitt að sinna honum sem skyldi.
Skal það nú reynt eftir megni.
Timaritið er nú orðið 154 ára og
ber aldurinn nokkuð vel undir stjórn
Ólafs Jónssonar. Stundum minnir
það á aldraða og lftt tilhaldssama
frænku sem þó er bæði fróð og úr-
ræöagóð þegar á reynir. Hún hugsar
litt um útlitiö, iklæðist að staöaldri
hversdagslegum einlitum drögtum
(með siðum pilsfaldi að sjálfsögðu)
— en þeim mun betur ræktar hún
sálartetrið. Hún virðist heldur ekki
þurfa að halda sér ýkja mikið til þvi
fastir stuðningsmenn maddömunnar,
sem nú eru komnir yfir 2000, gera
henni kleift að halda ótrufluð áfram
róli sínu um bókmenntavegina, enda
hefur slík nægjusemi tiltölulega lítil
útgjöld í för með sér.
Þörf fyrir
andlitslyftingar
Nú má kannski segja að bók-
menntarit hafl takmarkaöa þörf fyrir
nútímalegar andlitslyftingar — notk-
un á myndefni, útlitshönnun, nýtt
,,leiát” og annað i þá veru. Er ekki
ástkæra ylhýra málið, eitt og sér,
alveg nóg? Erlend bókmenntasamtök
láta sig þó hafa það að birta myndir,
línurit og teikningar i árbókum sín-
um, lesendum til frekari fróöleiks og
augnayndis. Eiga þau rit sér þó engu
ómerkari uppruna og markmiö en
Skírnir.
Hvað Skírni snertir er þetta ekki
bara spuming um að fylgjast með tim-
anum, laða aö fleiri félaga, metnaö. I
seinni tið hafa forsvarsmenn tímarits-
ins og bókmenntafélagsins sýnt
áhuga á að gera Skírni að menningar-
riti á breiðari grundvelli en áður. T.d.
hafa a.m.k. tveir vísindamenn tekið
virkan þátt í stjórn félagsins, einn
heimspekingur sömuleiðis.
Vöngum velt um
framtíðina
Og nú er nýr Skírnir eingöngu helg-
aður leiklist i samræmi við bók-
menntalegan skilning ritstjórans á
þeirri listgrein. Kalla ekki þessar
greinar, visindi, heimspeki og leiklist
á myndefni, einkum og sérilagi sú
siðastnefnda?
Oftsinnis hefur Ólafi Jónssyni
verið álasað fyrir sinn bókmennta-
skilning á leikhúsverkum af ýmsum
þeim sem benda vilja á sjónræna
skirskotun þeirra — nú siðast Messi-
ana Tómasdóttir leikmyndahönn-
uður í kjallara hér i DB. Nú hefði
verið upplagt að fá þau sjónarmið
inn í sérrit Skírnis um leikhús en af
því hefur ekki orðið að sinni. Áfram
mætti svo velta vöngum: Ef Skírnir
getur orðið tengiliður milli bókar og
sviðs, hví ekki milli bókmennta og
kvikmynda? Hér er að verða til álit-
legt safn íslenskra kvikmynda og er-
lendra eftir íslenskum skáldverkum
— sú hefð er reyndar orðin gömul,
sjá kvikmyndir eftir skáldverkum
Gunnars Gunnarssonar, Kambans,
Jóhanns Sigurjónssonar — og því
fyllilega tímabært að ræða trúnað
kvikmyndaleikstjóra við þessi verk.
Af tur í gráa
forneskju
Og áfram mætti láta sig dreyma:
tengsl myndlistar og bókmennta, á
árunum milli stríða eða í seinni tíð,
gætu þau ekki fengið inni á síðum
Skírnis?
Hvað um tónlistina og bókmennta-
leg viðfangsefni hennar, eða líbrettó
úr skáldverkum? Síðan liggja saman
leiðir margra vísinda og bókmennta-
gyðjunnar svo af nógu er að taka.
Mundi ekki Skírnir geta orðið
áhrifameira rit með þessum bræð-
ingi? Sjálfur efast ég ekki um það. En
margir talsmenn hreinnar bók-
menntastefnu eru eflaust á öðru máli
og geta m.a. bent á þann auka-
kostnað sem sambræðingur hefði í
för með sér. Svo eru til félagsmenn
eins og Selfyssingur sá sem ritar nýj-
um Skírni bréf og vill helst fá efni frá
forn- og miðöldum, ekki úr skríl-
mennsku nútímans — „jazz, popp,
rokk og s.k. nýlist, svo fátt eitt sé
talið”.
Brautryöjendastörf
Annað finnst mér Skírnir rækja
fremur slælega og það eru bókaum-
sagnir. Á vettvangi Skírnis nær ein-
um geta fróðir menn þanið sig yfir
margar síður, gert bókum verðug
skil, og því finnst mér bagalegt hve
tilviljun ræður miklu um umsagnir.
Væri ekki hægt að velja 10—15
merkustu bækur hverrar bókaver-
tíðar til rækilegrar umfjöllunar í
Skírni haustsins á eftir? Hér lýkur
svo almennum athugasemdum um
Skírni.
Margt fróðlegt er að finna í 154ða
árganginum, hafi menn á annað borð
áhuga á leikritum.
Sveinn Einarsson rabbar um leik-
stjórn og gerir það skilmerkilega þótt
pistill hans sé háður annmörkum
erindisins, enda var hann fluttur á
aðalfundi Hins íslenska bókmennta-
félags árið 1979. Okkar helsti leik-
hústeoretiker í dag er án efa Jón
Viðar Jónsson og hann á hér prófrit-
gerð um túlkun á Galdra Lofti frá
upphafi, sem er merkilegt brautryðj-
endastarf i islenskum leikhúsfræð-
um. Prófritgeröir eru ekki alltaf
skemmtilegar aflestrar — þær halda
til haga ýmiss konar upplýsingum
sem lesandi hefur lítinn áhuga á.
Skarplega ályktað
Ég gæti trúað að ritgerð Jóns
Viðars hefði grætt á styttingu og um-
skrifum, auk þess sem sjónarmið
höfundar hafa e.t.v. breyst frá því
1977 er ritgerðin var skrifuð. Mér
finnst t.d. marxísk túlkun hans á
stéttaskiptingunni í leikritinu einum
of einstrengingsleg og ekki auka við
skilning okkar á Lofti. Aðra ann-
marka mætti og benda á. Þar sem
Gísli Halldórsson reyndist ófáanlegur
til aö segja höfundi frá meðferö sinni
á Lofti og sleppa varð sýningu Sjón-
varpsins vegna kostnaöar hlýtur
stakkur Jóns Viðars í rannsókn sinni
að vera þrengri en ella. Annað kemur
mér svolítið á óvart. Höfundur segir
um Gunnar Eyjólfsson (bls. 32) að
hann hafi „trúlega” ekki séð Loft
leikinn áður en hann lék hlutverkið
sjálfur. Var ekki Gunnar sjálfur
spurður um þetta atriði? En margt er
í ritgerð Jóns Viðars svo skarplega
ályktað að sérhver lesandi hlýtur að
hafa af henni gagn, líka slakt leikhús-
fólk eins og undirritaður.
Hlœðu Magdalena ...
Síðan er birt leikrit Jökuls Jakobs-
sonar, Hlæðu Magdalena, hlæðu,
eitt naprasta leikverk hans, en ef ein-
hver höfundur verður að teljast
„lykilpersóna” í íslenskri leikritun
hin síöari ár þá er það Jökull eins og
Ólafur Jónsson lýsir í grein sinni á
eftir. Að öðru leyti er ég ekki alveg
viss um hvað þetta leikrit er að gera
þarna.
Ágrip Páls Baldvins Baldvinssonar
af sögu reviunnar á íslandi, Og þú
skalt sofa f hundrað ár, er líkt og
grein Jóns Viðars samið upp úr próf-
ritgerð en virðist prýðilega aðgengi-
legt venjulegum lesanda. Ekki er ég
rétti maðurinn til að fjalla um skil-
greiningar hans og niðurstöður, þó
fara þær velímig.
Aðaltromp Skírnis í þetta sinn er
ritgerð Ólafs Jónssonar, Leikrit og
leikhús, Um íslenska leikritagerð eftir
1950, en þar er í fyrsta sinn mér
vitanlega reynt að lýsa þróun og eðli
nútímaleikhúss á islandi og veit ég
ekki hver er betur til þess fallinn en
einmitt höfundur. Fyrir leikmann er
grein Ólafs mikill fróðleiksbrunnur
og erfitt að hnekkja þeim niður-
stöðum sem hann kemst að um hina
ýmsu leikritahöfunda — nema þeir
vilji sjálfir reyna það. Grein Ólafs
fylgir svo listi yfir prentuð og fiutt
leikrit þeirra 13 höfunda sem hann
fjallar um.
I Skírnislok eru svo bókadómarnir,
fáir og tilviljunarkenndir að því er
virðist, og helsta púðrið er að finna í
umsögn Helgu Kress um bók Gerðar
Steinþórsdóttur sem áður hefur verið
getið héríblaðinu.
D-19.00
Fundurumii
taiuuuæfliUBu
Leiðir tölvuvæðingin til atvinnuleysis - styttri vinnutíma -
bœttra lífskjara. Leysir tölvuvæðingin starfsgreinar af hólmi?
FRAMSÖGUERINDI:
Magnús L. Sveinsson Pótur H. Blöndal Sigfinnur Sigurösson Reynir Hugason
formadur VR. framkv.stj. Lifeyrissj. VR. hagfræðingur VR. verkfræðingur
Hótel Saga, Súlnasalur
fimmtudaginn 15. janúar 1981, kl. 20.30
Fundurinn er öllum opinn
Ycrlmarmannufchm Reykjavikur