Dagblaðið - 07.04.1981, Síða 6

Dagblaðið - 07.04.1981, Síða 6
‘6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981. Sölu- og þjónustuskrá verður í Dagblaðinu á fimmtudag & Eiqna markaðurinn NYJA HUSINU V/LÆKJARTOR(í. SÍMI 26933. Ath. Vegna nýrrar söluskrár vantar allar gerðir fasteigna á skrá Kreditkorthafar velkomnir Laugalæk 2, Reykjavík, Sími 86511 Starfsmanna- fétagiö Sókn Aðalfundur Starfsmannafélagsins Sóknar verður að Hótel Esju fimmtudaginn 9. apríl nk. kl. 20,30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál, Sýnið skírteini. Stjórnin Orðsending frá Hellusteypunni á Uda-Hrauni Til þess að lengja dreifingartíma okkar á gangstéttar- hellum höfum við ákveðið að selja þær með 10% stað- greiðsluafslætti allan aprílmánuð. Einnig bjóðum við greiðsluskilmála og akstur með vöruna á Stór-Reykja- víkursvæðið. Allar upplýsingar í síma 99-3104. 07800 Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í lagningu 5. áfanga dreifikerfis á Keflavíkurflugvelli. í 5. áfanga eru o20—0250 mm víðar einangraðar stálpípur í plastkápu. Allt kerfið er tvöfalt og er lengd skurða alls um 7,8 km. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Suðurnesja, Brekkustíg 36 Njarðvík, og á Verkfræðistofunni Fjar- hitun hf., Álftamýri 9 Reykjavík, gegn 1000 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja miðvikudaginn 22. apríl 1981 kl. 14. SKÍÐAKENNSLA SKÍÐASKÓLI SIGURÐAR JÓNSSONAR Kvöld- helgar- og dagkennsla. Allt innifaliö. INNRITUN í SÍMA 76740 EFTIR KL: 17.00 I Erlent Erlent Erlent Yfirvöld greina frá átökunum í Kossovo: Mamrfaf/ / óeirö um íJúgóslavíu — ellef u sagöir hafa látizt og 57 særðir EUefu menn hafa látið lífið og 57' hafa særzt í mótmælum Albana í héraðinu Kosovo í suðaustur Júgó- slavíu, að því er einn af kiðtogum Kommúnistaflokksins sagði í gær. Þetta er í fyrsta sinn, sem yfirvöld greina frá því að mannfall hafi orðið í óeirðunum en neyðarástandi var lýst yfir í Kosovo eftir að mótmæli þjóðernissinna í Kosovo hófust. Stane Dolp.nc, einn af stjórnar- mönnum í 24 manna miðstjórn Kommúnistaflokksins, sagði á blaða- mannafundi í gær að ástandið í Kosovo væri að færast í eðlilegt horf. Hann neitaði óstaðfestum fréttum um að sautján manns hefðu fallið í átökum í einu þorpi héraðsins. Meðal þeirra, sem létust voru tveir lögregluþjónar. Annar þeirra lézt af völdum skotárásar sém hann hafði orðið fyrir. Að sögn Dolanc hafa 22 menn verið fangelsaðir fyrir þátt sinn í óeirðunum. Einn af þeim ,,kom að vestan”, að því er Dolanc sagði. Hann sagði að þjóðernissinnar, gagnbyltingaröfl og aðskilnaðar- sinnar hefðu notfært sér bágborið efnahagsástand í Kosovo til að ala á vandræðum. Kosovo er eitt fátæk- asta hérað Júgóslavíu. Daglega hefur mikill fjöldi manna safnazt utan sjúkrahúss George Washington háskólans þarsem Ronald Reagan liggur eftir skotárásina sem hann varð fyrir i sfðustu viku. Þar biður fólkið þess að heyra nýjustu tilkynningarnar um líðan forsetans. Talsmaður Hvíta hússins sagði i gær, að forsetinn kynni að verða kominn til starfa I Hvíta húsinu siðar í þessari viku. Tók þátt i kynsvalli og reykti marijuana —lestarræninginn Ronald Biggs undi sér vel hjá mannræningjunum—Réttað verður í máli hans í dag Kynlíf, fyllerí og fíkniefnaneyzla settu svip sinn á hið furðulega mann- rán í Brasilíu þar sem lestarræninginn Ronald Biggs var fórnarlambið. í viðtali við brezka dagblaðið Sunday Mirror segja tveir mann- ræningjanna undan og ofan af rán- inu á hinum heimsþekkta lestarræn- ingja, frá því að hann var sleginn niður á veitingahúsi í Rio de Janeiro og þar til hann var handtekinn á Bar- bados-eyjum. Eftir að Biggs hafði verið keflaður og bundinn og settur inn í bíl sem beið hans var flogið með hann norður í landið þar sem skútan Nowcani II beið hans. Þangað var hann fluttur með hinni mestu leynd. Ferðin var ákaflega lífleg. Fjöldi fagurra kvenna var fenginn um borð og lestarræninginn var beðinn um að neita sér ekki um neitt það sem boðið var upp á, hvort sem það var áfengi, fikniefni eða kvenfólk. Mestum hluta ferðarinnar eyddi kappinn raunar við bjórdrykkju og marijuanareykingar. Meðan hann var í vímunni voru settar af stað hinar mestu kynlífs- veizlur og gleðin var öll fest á filmur. Það var maður að nafni, John Miller sem skipulagði ránið. Ástæðurnar til þess að Miller lagði út í þetta ævintýri eru að hans sögn þær einar að viðskiptavinur fyrirtæk- is hans, ónafngreindur, óskaði eftir því að sjá Biggs koma til Englands á nýjan leik og afplána þar fangelsis- dóm sinn sem upphaflega hljóðaði upp á 30 ár. Biggs hafði aðeins setið inni i tvö ár þegar honum tókst að strjúka úr fangelsinu. ' Miller vill ekki láta neitt uppi um hver það hafi verið sem réð hann til að ræna Biggs. Þeirri spurningu svarar hann með annarri spurningu: „Hver græðir mest á því að Biggs fari afturí fangelsi?” Sennilega mun Biggs nú fá góðan tíma til að íhuga þá spurningu í brezku fangelsi, kannski 28 ár. Dómstóll á Barbados mun i dag ákveða hvort Biggs verður framseld- ur til Bretlands. Ronald Biggs ásamt Miller, sem skipulagði mannránið. Biggs á nú yfir höfði sér 28 ára fangelsi i Bretlandi.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.