Dagblaðið - 07.04.1981, Page 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981.
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I
Bandaríkjamenn ekki trúaðir á innrás í Póíland á næstunni:
„Kínverjar notfæra sér
ástandið í Póllandi"
—segir Izvestia, málgagn sovézku stjórnarinnar—Ræðu Brésnef s í Prag beðið
með eftirvæntingu
Izvestia, málgagn sovézka komm-
únistaflokksins,sakaði í gær Kínverja
um að notfæra sér erfiðleikana í Pól-
landi til að hlaða vegg á milli Moskvu
og bandamanna Sovétmanna i A-
Evrópu. Sagði blaðið að fréttaflutn-
ingur í Beijing af gangi mála í Pól-
landi sýndi, að Kínverjar hefðu tekið
svipaða afstöðu og óvinir sósíalism-
ans. Afstaða Kínverja væri enn sem
fyrr sú að egna eitt sósíalskt riki upp
á móti öðru. Þannig sæju Kínverjar
sér nú leik á borði að gr'afa undan
vináttu Sovétríkjanna og Póllands.
Bandarískir embættismenn sögðu í
gær að ekkert lát væri á heræfingum
Varsjárbandalagsherjanna í og
umhverfis Pólland. Eftir að hafa alla
síðustu viku látið í ljós ótta um að
innrás kynni nú að vera á næsta leiti í
Pólland sögðu bæði talsmenn Hvíta
hússins og bandaríska utanríkisráðu-
neytisins í gær, að þeir væru ekki
trúaðir á að Sovétmenn réðust inn í
Pólland á næstunni. „Það er hins
vegar ljóst,” sagði Larry Speakes,
talsmaður utanríkisráðuneytisins, ’ ’
að Sovétmönnum er nú ekkert að
vanbúnaði að ráðast inn í Pólland ef
þcir ákveða að gera það.” Hann
íf-ekaði alvarlegar afleiðingar inn-
rásar Sovétmanna og sagði að vart
þyrfti þá að búast við afvopnunarvið-
ræðum stórveldanna á næstunni.
Hann sagði að hugsanlegt væri að
með hernaðarumsvifum sínum upp á
síðkastið hefði Sovétmenn brotið það
ákvæði Helsinki-sáttmálans, sem
kveður á um að stórveldin láti hvort
annað vita ef þau hefja heræfingar
sem fleiri en 25 þúsund hermenn taka
þátt í.
í dag mun Leoníd Brésnef ávarpa
þing tékkneska kommúnistaflokks-
ins og er ræðu hans beðið með eftir-
væntingu. Þetta er i fyrsta sinn síðan
1975 sem Brésnef er viðstaddur þing
útlends kommúnistaflokks.
Laurie og Kevin Garnett með mynd af syninum Kevin, sem lézt fyrir þremur vikum. Það var dauði hans sem leiddi til handtöku hjúkrunarkonunnar.
Hjúkrunarkonan myrti
bömin „í liknarskyni"
— H júkrunarkonan Susan Nelles ákærð fyrir að hafa myrt fjögur böm á hinu
þekkta bamasjúkrahúsi íToronto íKanada
Jozef Slipyi kardináli.
Kaþólikkar
strádrepnir í
Úkraínu?
Jozef Slipyi kardináli heldur því
fram að um 1400 prestar, 800 nunnur
og tugir þúsunda annarra kaþólikka
hafi „dáið fyrir trú sína” siðan sovézk
yfirvöld hófu ofsóknir á hendur kirkj-
unni í Úkrainu árið 1945.
Kardínálinn skýrði þetta ekki nánar
en sagði að þessar upplýsingar hefði
hann úr bréfum frá kirkjunnar
mönnum í Úkraiinu.
Jozef Slipyi er sjálfur frá Úkraínu og
hefur árum saman búið í útlegð í Róm..
Fullyrðingar þessar setti hann fram í
skýrslu samtaka sem nefna sig Aðstoð
við þá kirkju sem þjáist.
Líbanon:
Reynt að stilla
til f riðar
Tilraunir ýmissa utanaðkomandi aðila
til að binda enda á styrjöld Sýrlendinga
og hægri manna í Líbanon hefjast fyrir
alvöru í dag. Bardagar hafa nú staðið í
eina viku. Meðal þeirra sem munu
reyna að stilla til friðar er frönsk sendi-
nefnd sem kemur til Beirút í dag ásamt
utanríkisráðherra Sýrlands. Þá mun
Haig, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, ræða þetta mál í Amman í dag.
Pólverjar f lýja
Meira en 500 pólskir flóttamenn
komu til Austurríkis í siðasta mánuði.
Á fyrsta fjórðungi síðasta árs komu alls
650 flóttamenn frá allri A-Evrópu, þar
á meðal Sovétríkjunum, til Austurríkis.
Nú munu um 1900 Pólverjar biða þess í
Austurríki að fá endanlegan dvalar-
stað.
Los Angeles:
Ræninginn
kom of seint
Vopnaður maður, sem réðst inn í
banka í Los Angeles í gær, uppgötvaði
sér til undrunar að hann var of seinn á
ferð. Annar byssumaður hafði þegar
rænt bankann. Lögreglunni tókst að
hafa upp á bankaræningjanum og
þýfinu svo og konu sem var ræningj-
anum til aðstoðar.
Seinni ræningjanum, sem raunar
tókst ekki að ræna neinu, tókst að
komast undan í allrf ringulreiðinni sem
varð við bankann.
Fjöldamorð hafa verið uppgötvuð á
velþekktu sjúkrahúsi í Toronto, og
hafa þau vakið mikinn óhug manna. Hin
24 ára gamla hjúkrunarkona Susan
Nelles er grunuð um að hafa drepið
fjögur börn á hjartadeildinni. 40 börn
hafa látizt á deildinni síðustu 17
mánuði og ekki er ljóst hve mörg þeirra
kunna að hafa orðið fórnarlömb
líknardráps.
Hjúkrunarkonan gaf fórnarlömbum
sínum banvænan skammt af meðalinu
digoxin.
Hjúkrunarkonan kom fyrir rétt í síð-
ustu viku og kvaðst vera saklaus.
Hún hefur fengið taugaáfall út af
þessum ásökunum, segir verjandi henn-
H.
Susan Nelles hjúkrunarkona sem
ákærð hefur verið fyrir morð á fjórum
bömum.
ar, William Cooper, sem er mjög
þekktur lögfræðingur í Kanada.
Susan Nelles hefur unnið við hjarta-
deild sjúkrahússins Torontos Hospital
for Sick Children.
Grunur vaknaði er 23 daga gamalt
barn lézt skyndilega fyrir nokkrum vik-
um. Læknir gerði lögreglunni viðvart
og við krufningu kom í ljós að dánaror-
sökin var of stór skammtur af lyfinu
digoxin, lyf sem notað er til þess að
setja hjartastarfsemina í lag.
Samkvæmt reglum sjúkrahússins
skulu tveir aðilar vera viðstaddir er lyf
þetta er gefið.
Við síðari rannsókn á máli þessu
kom í ljós að þrjú önnur börn hafa
einnig látizt af of stórum skammti af
lyfi þessu nú nýlega. Böndin bárust
fljótt að Susan Nelles sem alin er upp i
læknafjölskyldu, faðir hennar og
bróðireru læknar.
Ákveðið hefur verið að rannsaka lát
þeirra 40 barna sem látizt hafa sl. 17
mán.
Lögreglan vill einnig rannsaka lát á
fyrri vinnustað hennar í Vancouver sem
kunna að þykja tortryggileg.
Talið er að ástæða þessa verknaðar
sé líknarhvöt. Þessi börn, sem rann-
sóknin hefur leitt í ljós að hafi látizt af
of stórum skammti af lyfi þessu, þjáð-
ust öll af sama hjartagalla. Álítið er að
þau hefðu ekki lifað nema fram að tíu
ára aldri og hefðu auk þess þurft að
þjást mjög mikið.
Er mál þetta varð opinbert hefur
fyrirspurnum frá áhyggjufullum for-
eldrum rignt yfir sjúkrahúsið. Sjúkl-
ingar koma víðs vegar að úr heiminum
til þessa sjúkrahúss sem að sjálfsögðu
hefur beðið mikinn álitshnekki vegna
þessa máls.