Dagblaðið - 07.04.1981, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981.
WMBIAÐIB
Útgefandi: DagbUOið M.
Framkvœmdastjóri: Svelnn R. EylóHeaon. Ritatjóri: Jónaa Kristjónsson.
Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgaaon. Fréttastjóri: Ómer Valdlmarsson.
Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal.
(þróttir: Hallur Slmonarson. Menning: Aðalstelnn IngóHsson. Aðstoðarfróttastjórl: Jónas Haraldsson.
Handrit: Asgrfmur Pélsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Atti Rúnar HaUdórsson, Atll Steinarsson, Asgolr Tómasson, Bragl Sig-
urðsson, Dóra Stafénsdóttlr, Elln Albertsdóttlr, GisU Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hékonardóttir, Kristjén Mér Unnarsson, Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjamleifúr Bjamlelfsson, Elnar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Siguröur Porrl Sigurðsson
og Sveinn Þormóflsson.
Skrífstofustjóri: Ólafur EyJóWsson. GJaldkerí: Þrálnn ÞoríeHsson. Auglýsingastjóri: Mór E.M. Halldórs-
son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverhohi 11.
Aflalskni blaflsins er 27022 (10 línur).
Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Slflumúla 12. Mynda* og plötugerfl: Hilmir hf!, Siflumúla 12. Prentun:
Arvakur hf., Skeifunnl 10. ^—
Smjörfyrirslikk
Efnahagsbandalag Evrópu ákvað á t
fimmtudaginn að stuðla að aukinni of- i
framleiðslu landbúnaðarafurða í þátt- i
tökuríkjunum. Það ákvað að hækka
verð til bænda um 12% og almennt ,
matvælaverð um 3%.
Þetta er örlagaríkasta ákvörðun, sem
Efnahagsbandalagið hefur tekið um langt skeið. Með
henni stefnir bandalagið eindregnar en nokkru sinni
fyrr í þá átt að verða hreint landbúnaðarbandalag.
Landbúnaðurinn gleypir þegar 70% af þeim 17,5
milljörðum nýkróna, sem bandalagið hefur til ráðstöf-
unar á ári hverju. Með ákvörðun fimmtudagsins mun
þessi hlutur aukast enn um sinn.
Ráðamönnum bandalagsins er vel kunnugt um af-
leiðingar þessarar ákvörðunar á öðrum sviðum. Þeir
vita, að þeir verða að leggja á hilluna ráðagerðir um
annað samstarf og draga úr því, sem þegar er til.
í vetur neyddist bandalagið til að skera niður fjárlög
sín, þar sem efnahagsástand þátttökuríkjanna hefur
aukið tregðu þeirra við að greiða af naumu fé sínu til
sameiginlegra þarfa bandalagsins.
Við slíkar aðstæður hefði mátt ætla, að þrýstihópar
landbúnaðar í ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu yrðu
að sætta sig við samdrátt í styrkjum, uppbótum og
niðurgreiðslum. En sú hefur ekki orðið raunin.
í haust deildu talsmenn íslenzks landbúnaðar við
Dagblaðið og héldu því fram, að ekki mætti taka mið
af núverandi landbúnaðarstefnu bandalagsins. Það
mundi innan tíðar stefna að minni offramleiðslu.
Dagblaðið hélt því hins vegar fram, að bandalagið
væri fangi landbúnaðarstefnunnar og mundi nauðugt
viljugt halda áfram að stuðla að offramleiðslu um alla
fyrirsjáanlega framtíð.
Til þess að átta sig á þessu verða menn að skilja, að
staða landbúnaðar sem þrýstihóps er svipuð í ríkjum
Efnahagsbandalagsins og hún er hér á landi. Hann
hefur bæði tögl og hagldir.
í flestum ríkja bandalagsins kemur landbúnaðarráð-
herrann fram sem umboðsmaður þrýstihóps en ekki
kjósenda almennt, nákvæmlega eins og hér á landi.
Hann telur sér skylt að standa vörð um landbúnað.
Þegar allir þessir landbúnaðarráðherrar koma
saman í Efnahagsbandalagi Evrópu, ráða þeir ferð-
inni. Aðrir ráðherrar verða að beygja sig fyrir því, að
hinir fyrrnefnu ráði landbúnaðarstefnunni.
Þetta skiptir íslendinga miklu, því að stefna banda-
lagsins hefur leitt til gífurlegra birgða af óseljanlegum
landbúnaðarafurðum i iðnríkjum Vestur-Evrópu. Og
þetta er reynt að selja fyrir slikk.
Bandalaginu gengur illa að selja afurðirnar til ann-
arra heimsálfa. Mikið af þeim eru sömu vörur og
íslendingar framleiða, kjöt eða mjólkurafurðir, sem
þriðji heimurinn hefur ekki efni á að kaupa.
Til viðbótar kemur svo samkeppnin við gífurlega
hagkvæman landbúnað Bandaríkjanna, þar sem hver
starfsmaður í landbúnaði brauðfæðir 60 manns, á
meðan starfsbróðirinn í Vestur-Evrópu brauðfæðir 20
og á íslandi 10.
Dagblaðið hefur margoft bent á, að tilgangslaust sé
að reka hér sömu stefnu og Efnahagsbandalagið og
kasta offramleiðslu okkar á alþjóðamarkað, sem gefur
ekki nokkuð í aðra hönd.
Við ættum miklu fremur að hagnýta okkur hið mikla
framboð alþjóðamarkaðarins af óseljanlegum og
hræódýrum landbúnaðarafurðum. Við ættum að gefa
innflutning þeirra frjálsan.
Með því að draga sem mest úr eigin landbúnaði
getum við beint kröftum okkar að arðbærari verk-
efnum á sviðum, þar sem við erum samkeppnishæfir.
Smjörið getum við um ókomin ár fengið fyrir slikk hjá
Efnahagsbandalagi Evrópu.
Arás á Þykk-
bæinga svarað
1980. Og að ætla að bera það saman
við þá tíma er bændur almennt
sópuðu rykið úr geymslum sinum um
mánaðamót febrúar-mars er engan
veginn raunhæft. Nú þarf að geyma
kartöflur mun lengur og því samhliða
að glíma við áhrif veðurfars á útlit og
þróun sjúkdóma. T.d. höfðu þurrkar
í sumar þau áhrif á gullauga-
kartöflur, að a.m.k. tvær gerðir
kláða höfðu góð skilyrði til að herja á
hýði þeirra.
AUt hefur þessi ágæti maður á
hornum sér varðandi sandblendinn
jarðveg, þó það séu viðurkennd
sannindi að þar eru bestu skilyrði
fyrir rauðar kartöflur hvað varðar
bragðgæði uppskeru. í stað þess að
lofa framsýni vélvæddra
framleiðenda, sem eru í örri þróun
með góðri aðstoð ungra og vaxandi
sérfræðinga, kýs yfirmatsmaðurinn
Mánudaginn 30. mars flutti yfir-
matsmaður garðávaxta erindi í út-
varpi er bar yfirskriftina „Uppskera
og markaðssveiflur”.
Sem kartöfluframleiðandi settist
ég við útvarpstækið til aS nema
fróðleik hans. En því miður fór sem
mig hafði grunað. Erindið var bein
og óbein árás á okkur sem
kartöflurækt stunda í Þykkvabæ.
Yfirmatsmaðurinn bítur of nærrj
mínu gren; til að hægt sé að láta
orðum hans ósvarað.
Það er út i hött að kenna
kartöfluframleiðendum í Þykkvabæ
um allt sem aflaga fer í meðhöndlun
kartaflna á leiðinni frá görðum
framleiðenda til diska neytenda, þótt
Þykkbæingar framleiði helming
markaðsframleiðslunnar.
Geymsluvandamál stórræktenda
er vissulega fyrir hendi svo sem hjá
öðrum ræktendum, enda með
eindæmum mikil uppskera sumarið
„Yfirmatsmaðurinn kýs að boða stefnu
niður á fjóra fætur aftur. ...”
f
V
Læknamáliðá
Selfossi:
■ UM HVAÐ
ERBARIZT?
Það er full ástæða til að skyggnast
um í Flóanum um þessar mundir,
reyna að rýna í landslag og leiti.
Læknadeila er enn einu sinni upp
komin á Selfossi, sem minnir
óneitanlega á hina frægu Húsavíkur-
deilu sem endaði ekki fyrr en með
hæstaréttardómi. Læknir á Selfossi
hefir verið úthrópaður sem orsök
allra deilna lækna á milli síðastliðin
10 ár en þær væringar verða þó að
teljast til smáskæruhernaðar miðað
við núverandi deilu og deilu þá sem
reis á Húsavik. Sú spurning hlýtur að
vakna í þessu sambandi hvort hér sé
á ferðinni deila sem eigi sér orsaka-
samband en sé ekki af eins miklum
persónutoga og ráðsmaður Sjúkra-
húss Selfoss, Hafsteinn Þorvaldsson,
vill vera láta. Er hér deilt um málefni,
sem hægt væri að fá botn í? Af
hverju neitar núverandi yfirlæknir
Sjúkrahúss Selfoss svo staðfast að
láta endurskoða gildandi samning
sinn, þó að augljóst sé að hið nýja
sjúkrahús sé önnur stofnun, sem lúti
nýrri reglugerð og öðrum starfs-
háttum? Það hlýtur að vera forsenda
alls skilnings á þessu máli að skoða
að nokkru starfssamning þann, sem
yfirlæknirinn ver I líf og blóð og vill
ekki með nokkru móti sleppa, en
rekstrarstjórn hins nýja húss neitar
með öllu að taka við eða endurnýja
óbreyttan.
Hér verða því kaup og kjör yfir-
læknis Sjúkrahúss Selfoss gerð að
umræðuefni.
Kaup og kjör læknastéttarinnar
Kjallarinn
Eggert Jöhaimesson
eru að visu meiri frumskógur en
flestra, ef ekki allra annarra stétta
.þessa lands, og er þá mikið sagt. Hér
verður stuðzt við sérsamning
læknisins og gildandi samning um
greiðslur vegna sérfræðistarfa
læknis.
Núgildandi starfs-
samningur Daníels
Daníelssonar yfirlækn-
is við Sjúkrahús Sel-
foss
I. Kaupgreiðsla miðað við 1. marz
............... 1.531.003,00 gkr.'
Gæzluvaktir og yfirvinna fast.
............... 1.531.003,00 gkr.)
Samtals 3.062,006,00 gkr.
II. Hlunnindi
a) Frítt húsnæði, hiti og rafmagn.
b) Aðstaða til sérfræðingsmóttöku
á sjúkrahúsinu endurgjaldslaust.
c) í veikindum og öðrum forföllum
greiðist yfirvinna og gæzluvaktir
óskert, þ.e. læknirinn heldur
óskertu tvöföldu yfirlæknis-
kaupi.