Dagblaðið - 07.04.1981, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981.
13
Kjallarinn
Tryggvi L Skjaldarson
að boða stefnu niður á fjóra faetur
aftur.
Það er óhugsandi að ætla
nokkrum manni að draga fram lífið
með sölu á handuppteknum
kartöflum á síðasta hluta tuttugustu
aldar. Boðskapur sama manns um
heppilegt landrými fyrir hvern bónda
í Þykkvabæ, þ.e. 5—6 ha., er varla
svara virði. Hann er ekki dómbær.
Enda hlýtur það að vera matsatriði
hvers og eins með hvaða hætti helst
er hægt að ná endum saman. Það er
fleira kostnaður en áburður.
Yfirmatsmaðurinn gerir svo
samanburð á hve mörg kg af
kartöflum danskir og íslenskir verka-
menn geta fengið fyrir klukkustund-
arvinnu, en hann bætir við i dæminu
að niðurgreiðslum sé sleppt. Þar með
skekkir hann dæmið um 2 nýkrónur
á kg. Yfirmatsmaðurinn hlýtur að
vita að niðurgreiðslupólitík er aðferð
til að halda almennum kauþtöxtum
niðri. Þar fyrir utan er svo gott sem
sama hvaða vörutegund er nefnd,
oftast er samanburðurinn þeim
íslensku í óhag.
Það skýtur skökku við þegar hvatt
er til stóraukinnar ræktunar á Bintje
kartöflum, þegar allir sem vilja
þekkja, vita að geymsla á Bintje
hefur reynst erfið og að í meðalári er
stór hluti uppskerunnar undir þeim
stærðarmörkum sem Grænmetis-
verslunin vill taka til sölu.
Að lokum þetta: Ég vona að
Edvald B. Malmquist yfirmatsmaður
taki nú kipp og dragi sverð úr slíðri
til að höggva okkur Þykkbæingum
betri braut að diskum neytenda, ef
hann þarf að opna munninn á annað
borð.
Með vinsemd og virðingu,
Tryggvi L. Skjaldarson,
Þykkvabæ.
OPH) BREFTIL
IÓNASAR KRISTJÁNS-
SONAR R1TSTJÓRA
Kæri Jónas,
Það er leitt til þess að vita að Dag-
blaðið hefur tekið opinbera afstöðu
gegn starfsemi Flugleiða, sbr. leiðara
ritaðan af þér í blaðinu 23. marz sl.
Ég hefði komið linum þessum til þin
fyrr ef ég hefði ekki verið fjarverandi
af landinu vegna starfa í þágu
félagsins.
Vissulega harma ég þessa afstöðu
þína því mér finnst að þeir sem staðið
hafa að uppbyggingu flugstarfsemi á
íslandi frá byrjun eigi skilið meiri
skilning og meiri stuðning þeirra sem
um þessi mál fjalla opinberlega. Ég
vil benda á að það er einsdæmi að svo
öflug flugstarfsemi hafi verið byggð
upp án ihlutunar ríkisvaldsins eða
teljandi aðstoðar þess. Á ég hér við
samanburð t.d. við granna okkar hin
Norðurlöndin. Þar sem ég veit að þú
ert fylgjandi stefnu frjálsræðis í
viðskiptum og hérlends einkafram-
taks hefði ég búist við því að þú
hefðir sýnt þessu máli meiri skilning
og meiri stuðning.
Vissulega er það svo að Flugleiðir
hafa lent í miklum erfiðleikum á
undangengnum tveimur árum, og
mikið hefur verið um þá erfiðleika
fjallað í fjölmiðlum — kannski of
mikið. En allar atvinnugreinar lenda
stundum í erfiðleikum, og fyrirtæki
að sjálfsögðu líka. Flugrekstur á alls
staðar við erftðleika að etja eins og
stendur. Önnur nærtæk dæmi héðan
er sú bylting sem varð er síldin hvarf
skyndilega og lagði heilan atvinnuveg
í rúst. Nærtækari dæmi eru núver-
andi erfiðleikar vissra hérlendra iðn-
greina og verðfall sjávarafurða, sem
hafði víðtækar afleiðingar hér á landi
árin 1967 og 1968. Fjölmörg dæmi
mætti nefna til erlendis frá um hlið-
stæða erfiðleika en ég læt þetta
nægja.
Leitum nýrra leiða
Nú er það hins vegar svo að venju-
lega eru þessir erfiðleikar tímabundn-
ir, og það verður ekki of sterklega að
orði kveðið að erfiðleikarnir eru til
að yfirstiga þá. Það er gamalt mál-
tæki sem segir að enginn verður
óbarinn biskup. Hinu má heldur ekki
gleyma að oft felast tækifæri í erfið-
leikum, þ.e.a.s. erfiðleikar knýja
menn til athafna, til að leita nýrra
sviða og nýrra tækifæra, og það tel
ég að við hjá Flugleiðum höfum gert
nú þegar. Sem dæmi um það má
nefna að vegna mikils samdráttar í
Norður-Atlantshafsfluginu höfum
við leitað verkefna víða erlendis.
Árangurinn hefur orðið mjög góður,
því félaginu hafa verið falin hvorki
meira né minna en fjögur ný verk-
efni. Ástæðan til þess að okkur hefur
tekist að afla þessara verkefna er sú
að við búum yfir mikilli reynslu,
þekkingu og kunnáttu á sviði flug-
rekstrar almennt. Við höfum yfir að
ráða vel þjálfuðu og færu starfsfólki
á þessum sviðum, og það er ástæðan
fyrir því að okkur hefur tekist að
viðhalda starFi allra þeirra tæknilega
þjálfuðu manna sem hjá okkur
starfa. Á ég hér sérstaklega við flug-
áhafnir okkar og flugvirkja.
Kjallarinn
SigurðurHelgason
Ósanngjörn
skattlagning
Ég er sammála flestum þeim
atriðum leiðarans sem fjalla um upp-
byggingu ferðamála, m.a. með
auknu ráðstefnuhaldi hérlendis og
áherslu á þá ferðamenn sem eyða hér
mestu fé á sem stystum tíma. Vand-
inn verður hins vegar ekki leystur
,,Það er skoðun mín, að starfsfólk
^ okkar komi til með að sýna það svart á
hvítu,að Flugleiðir séu verðugar þess trausts,
sem hið opinbera og meirihluti allra lands-
manna hefur sýn't félaginu.”
með því að leggja niður flugfélag
með langa og ómetanlega reynslu í
öllu sem snýr að flugrekstri og öflun
erlendra farþega í þvi augnmiði að
stórauka þá atvinnugrein sem lýtur
að móttöku ferðamanna hér á landi.
Nýlokið er ráðstefnu um ferða-
mannaþjónustu og þar kom í ljós að
ein aðalástæðan fyrir því hversu
erfiðlega gengur að efla þessa at-
vinnugrein eru hinar miklu álögur og
skattar sem hið opinbera leggur á
þessa þjónustu. Má ég því ekki í allri
vinsemd benda þér á að kunngera al-
menningi hvernig þessar álögur eru
og jafnframt að beita þér fyrir
afnámi þeirra.
Traustir starfsmenn
Leiðast er þó að heyra tóninn í
leiðaranum, sem hlýtur að beinast
gagnvart starfsfólki félagsins. Eg er
þeirrar skoðunar að fólkið, sem
vinnur fyrir Flugleiðir, bæði hér-
lendis og erlendis, sé óvenjulega
traustur hópur sérþjálfaðs fólks, sem
vinnur störf sín af ósérhlífni og
samviskusemi, og það þrátt fyrir
ósanngjarna gagnrýni og á ýmsan
hátt erfiðar aðstæður.
Ef eitthvað eitt er hægt að telja
Flugleiðum til góða er það án vafa
traust og gott starfsfólk. Það er
skoðun mín að starfsfólk okkar komi
til með að sýna það svart á hvítu að
Flugleiðir séu verðugar þess trausts
sem hið opinbera og meirihluti allra
landsmanna hefur sýnt félaginu.
Fækkar þá væntanlega þeim sem
skrifa opinberlega um Flugleiðir i
niðurrifstón, sem engum er til gagns.
Með bestu kveðjum og fyrirfram
þökk fyrir birtinguna.
Sigurður Helgason
forstjóri.
d) Noti læknirinn skurðstofu sjúkra-
hússins til aðgerða fyrir sjúklinga
sem ekki vistast á sjúkrahúsinu
greiðir hann sjúkrahúsinu 25% af
aðgerðargjaldi en 75% renna til
hans sem aukatekjur.
e) Læknirinn hefir einn frídag í viku
hverri, þ.e. fjögurra daga vinnu-
viku.
f) Læknirinn fær 10 virka daga ár-
lega frí vegna félagsstarfa.
g) Læknirinn skal eiga rétt á náms-
ferð til útlanda einn mánuð annað
hvert ár.
Hér að ofan hafa verið rakin
grunnlaun læknisins ásamt með
hlunnindum. Um orlof fer eins og
venja er í samningum opinberra
starfsmanna. Bein launagreiðsla fyrir
marz 1981 verður því.
................ 3.062.006,00gkr.
Þar sem hér er ekki nema
um 80% vinnu að ræða vegna
eins frídags í viku
bætast við þetta.
.................... 306.200.00 gkr.
Samtals má því meta
föstlauntil 3.368.206,00 gkr.
Hlunnindi mætti vægt áætla
................... 500.000.00 gkr.
eða laun og
hlunnindi á mánuði
.................. 3.868.206.00 gkr.
Það sem er athyglisvert við þennan
samning er auk þess frídagar og er
sérstök ástæða til þess að reikna
fjölda þeirra þar sem læknirinn er
ekki búsettur á Selfossi en nærvera
hans á staðnum hefir verið talin ein
aðalforsenda ráðningar handlæknis
við sjúkrahúsið.
Frídagar verða:
a) einn virkur dagur
ivikuhverri............. 52dagar
b) orlof................. 24 dagar
c) ferð til útlanda
annað hvert ár 24/2 ..... 12 dqgar
d) frídagar v/félstarfa ... 10 dagar
Samtals verða þetta virkir 98 dagar
Við þetta bætast að sjálfsögðu
helgir almanaksdagar og fríir laugar-
dagar sem eru með tvískiptri vakt 52
dagar. Samtals hefir læknirinn því frí
frá störfum samkvæmt gildandi
samningi 150 daga. Það eru 5
mánuðir á ári hverju.
sjúkrahúsinu endurgjaldslaust, hann
greiðir því aðeins til sjúkrahússins að
hann noti skurðstofuna og starfsfólk
hennar. Hann gerir sjúkrasamlagi
reikning fyrir alla móttöku og vinnu
sína samkvæmt taxta sem miðaður er
við það að læknirinn standi sjálfur
undir rekstri læknisstofunnar svo
sem er í Domus Medica svo að dæmi
séu nefnd.
Ef tekið er sem dæmi úr taxta sér-
fræðinga sem reka eigin stofur fram-
handleggsbrot og sérfræðingstaxtinn
borinn saman við gildandi taxta
heilsugæzlulækna liti dæmið svona
út:
Sérfræðingstaxti
1. viðtal með skoðun
2. aðgerð á broti
3. gips lagt á lim
Taxti heilsugæzlulækna fyrir
sömu meðhöndlun
1. viðtal og skoðun
2. aðgerð og gips
3 deyfing
1—3(8 einingar)
11-64(40 einingar)
11-62(16 einingar)
9624,00 gkr.
48120.00 gkr.
19248.00 gkr.
Samtals
76992.00 gkr.
103
211
301
2291.00
6244.00
1168.00
gkr.
gkr.
gkr.
samtals
9703,00 gkr.
Það er því augljóst af þessum
samningi, sem skyldar lækninn ekki
að búa á Selfossi, að hann getur verið
annars staðar en á Selfossi fimm
mánuði ársins t.d. í Reykjavík, en
ekki í námunda við sjúkrahúsið.
Gerðu þeir sem þennan samning
undirrituðu sér þessa staðreynd
tjósa?
Aukatekjur
Samkvæmt samningnum hefir
læknirinn .rétt til að reka móttöku I
Til þess að sérfræðingur geti beitt
sérfræðingstaxta við verðlagningu
þarf hann að hafa tilvísun frá öðrum
lækni, þessu ákvæði beitir þó Trygg-
ingarstofnunin ekki út í æsar.
Samkvæmt gildandi samningi ber
sérfræðingi sem vinnur störf heilsu-
gæzlulækna að taka sama taxta og
heilsugæzlulæknir nema tilvísun
komi til. Mismunurinn á verðlagn-
ingu samkvæmt sérfræðingstaxta og
heilsugæzlutaxta er (I dæminu) gkr.
67.289.00 og þess viröi er því
tilvísunin fyrir sérfræðinginn, þ.e.
yfirlækni Sjúkrahúss Selfoss í þessu
tilfelli, þar sem hann hefir sjálfur
engan kostnað af móttökunni ef hún
er á stofu sjúkrahússins. Hér er um
hreinan ávinning að ræða.
Að endingu
Það ætti engan að furða sem
skoðar þennan samning þó að
ábyrgir menn í rekstarstjórn hins
nýja Sjúkrahúss Suðurlands vilji ekki
taka við slíkum samningi óendur-
skoðuðum enda sögðu þeir honum
upp. Um hann stendur I rauninni hin
mikla læknadeila.
Læknirinn fær samkvæmt
samningnum hátt í fjórar milljónir
gkr. fyrir fjögurra daga vinnuviku og
15 gæzluvaktir i mánuði. Helmingur
þessara launa er greiðsla fyrir gæzlu-
vakt og yfirvinnu og er sú greiðsla
,,Læknirinn fær samkvæmt samningn-
um hátt í fjórar milljónir gkr. fyrir
fjögurra daga vinnuviku, og 15 gæzluvaktir í
mánuði. . . . Við þessi laun bætast svo
hlunnindi og aukatekjur. ...”
óháð því hvort um nokkra yfirvinnu
er að ræða eða útköll á gæzluvakt.
Verða þetta að teljast mjög góð kjör
við lítinn spítala. Við þessi laun
bætast svo hlunnindi og aukatekjur
sem vel gætu numið meir en þriðj-
ungi hins fasta kaups, þ.e. 1—2
milljónumgkr.
Það gefur augaleið að sjúkrahús
sem ekki er stærra en 30 rúm og
meira en helmingur sjúklinganna
langlegu- og hjúkrunarsjúklingar
hefir ekki verkefni fyrir tvo lækna í
fullu starfi og hafa þeir því góðan
tíma til vinnu á stofu. Aukatekjur
þessar eru fengnar með aðstöðu og
hjálp sem sjúkrahúsið veitir endur-
gjaldslaust og er auk þess aflað á
sama tíma og læknirinn tekur há laun
frá sjúkrahúsinu, þ.e. í vinnutima
hans við sjúkrahúsið.
Hér virðist því um hreina
tvíborgun að ræða.
Það eru margar spurningar sem
vakna þegar samningur af þessu tagi
er skoðaður.
Hvað kom stjórn Sjúkrahúss
Selfoss að gera slikan samning?
Hvers vegna ver stjórn gamla
sjúkrahússins slíkan samning og
styður að því að hann verði látinn
gilda við hið nýja sjúkrahús?
Hvernig komast slíkir samningar í
gegnum eðlilega endurskoðun ríkis-
valdsins?
Eru reikningar Sjúkrahúss Selfoss
endurskoðaðir af löggiltum endur
skoðanda?
Margar fleiri spurningar vakna.
Efnisleg umræða væri hér að miklu
gagni og raunveruleg skoðun máls-
atvika.
Eggert Jóhannesson
Selfossi