Dagblaðið - 07.04.1981, Side 27

Dagblaðið - 07.04.1981, Side 27
OPIÐ Á LAUGARDÖGUM Söluskrá okkar veröur í Dagblaðinu á laugardaginn, KJÖREIGN SF. ÁRMÚLA 21 - SÍMAR 85988 85009 DAN V.S. WIIUM LÖGFRÆÐINGUR VIDEO Video — Tæki — Fiimur Leiga — Saia — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — Simi 15480. Skólavörfiustig 19 (Klapparstigsmegin). KVIKMYNDIR INNI- OG ÚT/LUKTIR Hermenn hennar hátignar nefnist sjötti þátturinn i myndaflokknum Litið á gamlar Ijósmyndir sem er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Að sögn þýðandans, Guðna Kol- beinssonar, verður litið á ljósmyndir sem teknar voru í herförum brezka hersins til Indlands, Egyptalands, Súdans og í Búastríðinu. Myndirnar tóku foringjar í hernum, ýmist af öðrum foringjum eða af „furðuleg- um þjóðum’’ en foringjar í brezka hernum á Indlandi höfðu fyrirmaeli landstjórans um að mynda fólkið sem bjó í landinu. Hallmar Sigurðsson er þulur með myndaflokknum. -KMU KRISTJÁN MÁR UNNARSSON Alvopnaðir Búar reiðubúnir að mæta brezka hernum. Myndin er tekin í Búastríðinu. PÉTUR PÉTURSSON SUÐURGÖTU 14. HEILDVERZLUN - SÍMAR S NÚ ER HANN ENN Á NORÐAN - útvarp kl. 22,40: Landsmót skáta haldið í Kjarnaskógi í sumar - sagt f rá undirbúningi þess og ýmsu f réttnæmu nyrðra LITIÐ Á GAMLAR UÓSMYNDIR - sjónvarp kl. 20,45: Myndir teknar af brezkum hermönnum f þættinum Nú er hann enn á norðan sem Guðbrandur Magnússon annast í útvarpinu í kvöld verða þrjú mál. Rætt verður við Gunnar Jóns- son um landsmót skáta sem haldið verður í Kjarnaskógi, útivistarsvæði .Akureyringa, í sumar. Gunnar segir frá undirbúningi skátamótsins og þeim dagskráratriðum sem þar verða. Blásarasveit Tónlistarskóla Akur- eyrar hyggur á tónleikaför til Hamar í Noregi í sumar til þátttöku í keppni blásarasveita víðs vegar að úr heimin- um. Verður rætt við Árna V. Frið- riksson um ferðina. Þá mun formaður nýstofnaðrar ALFA-nefndar á Akureyri, Þor- valdur Jónsson spjalla um hlutverk MINJAR 0G MERKIR STAÐIR í KÓPAV0GI — sjónvarp kl. 21,50: SAGT FRÁ JÁRNBRAUTAR- LAGNINGU TIL SUÐURNESJA og graf reit sakamanna sem er við f jölfarnasta þjóðveg landsins í sjónvarpinu í kvöld kl. 21.50 verður endursýndur þátturinn Minjar og merkir staðir í Kópavogi. Hann var áður sýndur 5. október í fyrra og kom þá inn í dagskrána án fyrirvara í stað myndar um Vestmannaeyja- gosið. Valgeir Sigurðsson fv. blaðamaður ræðir við Adoll' J.E. Petersen, sem lengi var vegavinnustjóri i Kópavogi, um leið og þeir fara á milli merkra staða i landi Kópavogs. Þeir staldra meðal annars við á stað sem heitir Borgir en það eru friðlýstir klettar við Kópavogskirkju og þykir þar mjög fagurt um að litast. Hinn forni þingstaður Kópavogs kemur eðlilega mikið við sögu í þætt- inum. Flestir vita sjálfsagt að þar gerðist einn af örlagarikari atburðum íslandssögunnar er 109 Islendingar sóru þar erfðahyllingareiða í umboði lansdmanna. En á þingstaðnum voru menn einnig dæmdir og teknir af lífi, oft fyrir litlar sakir. Vita sjálfsagt fáir að rétt við fjölfarnasta þjóðveg landsins eru sakamenn grafnir. Einnig verður litið á gamalt járn- brautarstæði en árið 1918 voru hafnar framkvæmdir við járnbraut sem liggja átti til Suðurnesja. Þær framkvæmdir lognuðust út af, lík- lega vegna fjárskorts, en leifar þeirra má enn sjá í holtinu á milli Garða- bæjar og Hafnarfjarðar. - KMU m----------------->■ Valgeir Sigurðsson. DB-mynd Bjarnleifur. Þessi 22ja feta bátur er tilsölu. Báturinn er nyr. Góður færabátur á góOu verði. Uppl. hjá augl.þjónustu DB í síma27022. H-547 nefndarinnar og um ALFA-nefndir í landinu en það eru nefndir sem settar voru á stofn til að annast verkefni í sambandi við alþjóðaár fatlaðra. Hann mun einnig ræða málefni fatlaðra á Akureyri og lýsa starfsemi þeirra samtaka sem starfa að málefn- um fatlaðra í bænum. - KMU Guðbrandur Magnússon, umsjónarmaður þáttarins Nú er hann enn á norðan. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.