Dagblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981.
3
Kfíppt i myrkri
Arnar Jóhannsson hringdi:
— Ég vil gjarnan koma á fram-
færi þakklæti fyrir góða þjónustu
sem ég varð aðnjótandi um daginn.
Þannig er mál með vexti að ég þurfti
að láta klippa mig og fór 1 þvi skyni á
rakarastofuna Rómeó i Glæsibæ.
Þetta væri e.t.v. ekki i frásögur fær-
Þessi mynd var tekin áður en „spánska veikin”, hin nýrri, gerði vart við sig. Ekki
er víst að allir ferðalangar flatmagi jafn grandalausir i sólinni í dag og stúlkan á
þessari mynd.
Engin sprauta við
„spænsku veikinni”
andi, nema að í þetta sinnið var ég að
flýta mér og þurfti að ná strætis-
vagni. Ég komst strax að á rakara-
stofunni, þegar rakarinn frétti að ég
var að flýta mér, og svo byrjaði hann
að klippa. Þegar ég hafði setið'
skamma stund í stólnum fór raf-
magnið af húsinu, þannig að ég sá
ekki fram á að ég næði strætisvagnin-
um. En viti menn. Rakarinn hélt
áfram að klippa mig eins og ekkert
hefði ískorizt, þrátt fyrir að á rak-
arastofunni væri svartamyrkur, enda
er stofan gluggalaus og niðri í kjall-
ara. Það var þvi ekki laust við að ég
væri hálfsmeykur með árangurinn,
en ótti minn var ástæðulaus. Raf-
magnið kom á, rétt i þann mund að
klippingunni Iauk og hef ég sannast
sagna sjaldan verið eins vel klipptur.
Ég vildi bara vekja athygli á þessu
því að ég hefði ekki trúað að óreyndu
að þetta væri hægt.
Raddir
lesenda
— Rakarinn hélt áfram að klippa
mig þrátt fyrir að á rakarastofunni
væri svartamyrkur.
Spánarfari (0329—3955) hringdi:
Við erum hér nokkur sem langar til
að beina þeirri spurningu til land-
læknis, eða þeirra sem þekkja vel til,
hvað þeir geti frætt okkur um þessa
smitandi lungnapest, sem sögð er
ganga á Spáni. Er hægt að fá ónæm-
issprautur við þessari veiki?
Hjá landlæknisembættinu fengust
þær upplýsingar að ekki væri hægt
að fá neinar ónæmissprautur við
veiki þessari. Guðjón Magnússon hjá
embættinu sagði að enn sem komið
væri vissi enginn hvað véikinni ylli og
þvi ekkert mótefni til. Að öðru leyti
vísaði Guðjón til þeirrar fréttatil-
kynningar sem landlæknisembættið
hefur sent frá sér og birzt hefur í
fjölmiðlum.
Innleggs-
nóta í
óskilum
Kona nokkur kom að máli við
Dagblaðið og vildi koma því á fram-
færi, að í hennar fórum væri inn-
ieggsnóta i óskilum. Konan fann inn-
leggsnótuna sl. miðvikudag, en nótan
er útgefin af ákveðinni verzlun hér í
bæ.
Þeir sem þekkja eitthvað til þessa
máls geta snúið sér til Dagbiaösins í
sima 27022.
„Tromm-
arapari”
stolið
Aðfaranótt sl. laugardags var
brotizt inn í dúfnakofa við Smiðju-
veg i Kópavogi og stolið þaðan
dúfnapari. Eigandi kofans, ungur
piltur, Unnar Sigurður Hansson
hafði samband við DB í gær og bað
blaðið að koma því á framfæri, að
þeir sem gætu gefið upplýsingar um
þjófnaðinn gætu haft samband við
hann í sima 31835. Unnar sagði að
hér væri um svonefnt „trommara-
par” að ræða, en innbrotsmaðurinn
hefði skilið þriggja daga unga einan
eftirikofanum.
NM ©pnast þér
Ínu samfaandi vM
Ákveðið hefur verið að
m/s Mánafoss komi við
í Þórshöfn í Færeyjum
í annarri hverri ferð
fram til áramóta.
Brottfarardagar skipsins
Reykjavík verða sem hér
Þórshöfn
18. júní
16. júlí
13. ágúst
10. september
8. október
5. nóvember
3. desember
ömboósmaóur:
EA. H.C. Möller
Havnen
3800 Torshavn (Þórshöfn)
Telex 81237
Símar 11511 & 11716
Vinsamlegast hafið samband við Norðurlandadeild félagsins,
innnanhússsímar 227 (Jóhannes), 230 (Sigurður), 289 (Magnea).
Vörumótttaka í Sundaskála. Opið kl. 8.00 - 16.30. Sími 27794
Leynast e.t.v. nyir vióskiptamöguleikar
fyrir þig í Færeyjum?
Alla leió meó
EIMSKIP
*
SIMI 27100
dagsins
Hvað hækkuðu
launin mikið
1. júnísl.?
(7,40% og 8,10%)
BJörn Friðriksson gjaldkeri, Vik i
Mýrdal: Ég man það ekki nákvæmlega.
Var það 8.40% á lægri laun og á milli
lOog 11% áhærri laun?
Johann Uuðnason: Maður verður bara
aðskjótaá það. 3.5% og4.5%.
Sigurbjörn Árnason húsasmiður:
Lægri launin hækkuðu um 8.10% og
þau hærri hækkuðu um 7,40%.
Ágústa Haraldsdóttir bankastarfsmað-
ur: Ég hef ekki hugmynd um það.
Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir: Ég
hef bara alls ekki fylgzt með þessu.
Stefán Sigurjónsson: Var hún ekki úm
8%.