Dagblaðið - 04.06.1981, Side 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ1981.
27
(i
Útvarp
Sjónvarp
D
ÞRIR ÆTTUÐIR, ÞRENNS KONAR AST - útvarp kl. 21,25:
Alexandra Mikhailovna Kollontaj
—sendiherra og mikill kvenskörungur
Unnur María Ingólfsdóttlr fiOluIelk-
ari.
Leikritið í kvöld, Þrir aettliðir,
þrenns konar ást, er eftir Alexöndru
Kollontaj.
Fullu nafni hét hún Alexandra
Mikhailovna Kollontaj, var hers-
höfðingjadóttir, fæddist í Pétursborg
1872 og var finnsk í móðurætt. Hún
skrifaði þó nokkuð. Ekki sízt fjallaði
hún þá um stöðu konunnar i þjóðfélagi
kommúnismans en Alexandra lét til sín
taka i stjórnmálum, var mjög gagnrýn-
in á stefnu bolsévika og Ienti í deiium
við Lenin vegna afstöðu hans tii fjöl-
skyldumála.
Fyrst framan af hafði hún fylgt
sósialdemókrötum en gekk til liðs við
byltinguna 1917. Árið 1922 gekk Alex-
andra i utanríkisþjónustuna; varð fyrst
sendiherra i Noregi og síðan í Svíþjóð
frá 1930 til 1945. Jafnframt gegndi hún
mikilvægu hlutverki í friðarsamningum
Rússa og Finna 1944 og því verður ekki
neitað að mikill kvenskörungur var
hún.
Alexandra Mikhailovna Kollontaj
lézt í Moskvu 1952, áttræð að aldri.
-FG
MORGUNSTUND RARNANNA—útvarp ífyrramálið kl. 9,05:
STUARTUTU
—Anna Snorradóttir þýddi og les
Anna Snorradóttir sem les Stuart
litla I Morgunstund barnanna.
Flestir kannast við Önnu Snorra-
dóttur sem um þessar mundir les þýð-
ingu sína, Stuart litla, í Morgun-
stund barnanna.
Anna ólst upp á Akureyri. Að af-
loknu stúdentsprófi, 1942, ætlaði
hún sér út í hinn stóra heim til þess að
nema innanhússarkitektúr. Það var
hægara sagt en gert á stríðsárunum,
þegar skipunum var sökkt hverju af
öðru og enginn gat vitað sig óhultan.
Anna varð þvi að láta sér lynda að
fresta slfkum ráðagerðum og fór að
kenna við barnaskólann á Akureyri,
þar sem faðir hennar, Snorri Sigfús-
son, var þá skólastjóri.
Sumarið 1945 fór hún til Reykja-
vikur og gerði þá 3 barnatíma, svona
rétt sem upphaf að útvarpsþáttagerð
er átti eftir að verða töluverð. Um
haustið rættist draumurinn um utan-
ferðina. Ekki fór Anna þó í hið fyrir-
hugaða nám sitt, heldur hélt hún til
Englands og var eitt ár hjá BBC að
læra flutning barnatimaefnis og upp-
setningu leikrita. Anna minnti á að i
þá daga var allt flutt beint, svo engu
mátti skeika. Bakgrunnshljóð, eins
og hestar á sundi í stórfljóti, var þá
hressilegt busl i vaskafati og stórhrið
var hrísgrjón á uppspennta regnhlif.
Anna sá um barnatíma útvarpsins í
ein tiu ár og hefur unnið að gerð
fjölda annarra þátta. Jafnframt hefúr
hún verið iðin við ritstörfin; skrifaði
fasta liði fyrir Dag á Akureyri, einnig
í tíu ár, skrifaði fyrir Samvinnuna í
tvö ár og hefur verið i ritstjórn Hús-
freyjunnarísjöár.
Hún er óvenju viðförul kona, fór
•m.a. í hnattferð áður en þotanna
naut við og slíkt var ekki gert í neinu
hasti. Hún kann frá mörgu að segja,
segist mundu vilja leggja fyrir sig
nám 1 fjölmiölun, ef hún væri að
leggja út i lífið i dag, og ef einhver er
hress þá er það Anna Snorradóttir.
-FG.
FRÁ TÓNLEIKUM SINFÓNÍUHUÓMSVEITAR ÍSLANDS,
FYRRIHLUTI - útvarp kl. 20,30:
Unnur María Ingóllsdóttir
—leikur með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld
Einleikari með Sinfóníuhljómsveit
íslands í kvöld er Unnur María Ing-
ólfsdóttir.
Hún hóf snemma fíðlunám, þá
fyrst hjá Birni Ólafssyni, frv.
konsertmeistara við Tónlistarskólann
í Reykjavík. Þaðan lauk hún einleik-
araprófí 1972. Unnur Maria hlaut
styrk til Bandaríkjanna, var fyrst við
tónlistarstofnunina í Fíladelfíu, þá
gerðist hún nemandi Dorothy DeLay
við Julliard skólann í New York.
Þaðan lauk hún einleikaraprófi (BA)
1976. Rotary International veitti
henni siðan styrk til náms hjá rúss-
neska fiðlusnillingnum Nathan Mil-
stein, i London. Þar hefur hún verið
búsett síðan.
Unnur María hefur komið fram á
tónlistarhátiðum víða um heim og
hlaut m.a. Sonningverðlaun til ungra
hljóðfæraleikaraáriö 1980.
Stjórnandi er Jean-Pierre Jacquil-
lat og fluttur verður Fiðlukonsert í D-
dúr op. 35 eftir Pjotr Tsjaíkovský.
-FG
Höfundur leikritsins i kvöld, Alexandra Mikhailovna Kollontaj.
TÓNLISTARKENNARAR
Skólastjóra og kennara vantar að Tónlistarskólanum á
Dalvík.
Umsóknarfrestur er til 20. júní. Uppl. veita: Jóhannes
Haraldsson eða Rögnvaldur Friðbjörnsson í síma 96-
61200 eða í síma 96-61415 eftir kl. 19.
Bæjarstjóri
Viö gerum við rafkerfið í bílnumþínutn.
rafvélaverkstæði. Sími 23621.
Skúlagötu 59,
i portinu hjá Ræsi hf.
VI
Video — Tæki — Fiimur
Leiga — Saia — Skipti
Kvikmyndamarkaðurinn — Simi 15480.
Skólavörðustíg 19 (Klapparstígsmagin).
KVIKMYNDIR
önnumst kaup og sölu allra almennra
veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla.
Getum ávallt bœtt við kaupendum á við-
skiptaskrá okkar.
Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin.