Dagblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ1981.
Blaðamaður DB heimsótti Þorvarð Stefánsson á Landakot 11. mai. Þá rifjaöi hann
þaö upp að hann hefur aðeins veríð rúmfastur vegna veikinda fjóra daga á ævinni! Það
var þegar hann veiktist af mislingum um fermingaraldur.
DB-mynd Sig. Þorri.
Sjúklingurinn sem gekkst undir
einstæða augnaðgerð á Landakoti fær
góðanbata:
Þorvarður út-
skrifaður og
kominn heim
— „læknirinn gaf mér von um að geta
bráðum lesið eitthvað,” sagði hann
í símtali f rá Homaf irði
„Þetta er allt á framfaraleið. Sjónin
er að koma smám saman og læknirinn
gaf mér góða von um að ég gæti bráð-
lega lesið eitthvað mér til gagns með
hjálp gleraugna,” sagði Þorvaldur
Stefánsson 87 ára Hornfirðingur sem
gekkst undir einstæða skurðaðgerð á
auga fyrri hluta maimánaðar. Það var
Óli Björn Hannesson læknir sem fram-
kvæmdi aðgerðina. Hann fjarlægði 8
millimetra af hornhimnunni í vinstra
auga Þorvarðar og um leið var fjar-
iægð skýmyndun úr augasteininum.
Hliðstæð aðgerð er einsdæmi hérlendis
og gefur mörgu fólki góðar vonir um
að þurfa ekki lengur að leita sér lækn-
inga, með slíkum aðgerðum, erlendis.
Þorvarður var útskrifaður af Landa-
kotsspítalanum á þriðjudaginn og fór
samdægurs heim að Setbergi i Horna-
firði. Hann lét vel af heilsu sinni i
samtali 1 gær; sagði að efni stæðu ekki
til annars en að vera i sólskinsskapi!
„Ég fékk með mér meðul en svo ætl-
ar Óli Björn að lita á augað þegar hann
kemur austur i sumar.”
Sauðburðurinn er langt kominn i
Hornafirði að sögn Þorvarðar. Þar var
kyrrt veður og bjart i gær en gras-
spretta-lítil. Enda vorið fremur kalt þar
um slóöir.
-ARH.
Atvinnuástand á Höfn er gott, bæði fyrir unga og aldna, og framkvæmdir miklar.
Góðæri á Höfn
Góð veiði hefur verið hjá humarbát-
um á Höfn undánfarið. í maílok voru
komin 30,6 tonn á land í fjórum lönd-
unum. Alls hafa 15 bátar stundað veið-
ina. Á sama tíma í fyrra voru komin
33,9 tonn á land í þremur löndunum.
Æskan hefur fengið mestan afia í
einum róðri, eða 2.700 kg.
Sveitarfélagiö er að fara að steypa
hluta af Vesturbraut og Silfurbraut i
sumar. Það er mikið fagnaðarefni ibú-
anna, því göturnar hafa oft verið nán-
ast ófærar öllum bilum. Varið er einni
milljón króna i varaniegt slitlag i
bænum.
Verið er að ljúka vatnsveitufram-
kvæmdum. Lögnin er 8—9 km á lengd
og 12 tommu víö. Hún ætti þvi að bæta
ástandið í vatnsveitumálum.
Unglingavinnan er byrjuð á fullum
krafti. Krakkarnir hreinsa fyrir hádegi
en eru í ýmsum iþróttum eftir hádegið.
Starfsvöllur verður siðan opnaður i
sumar. Þá verður unnið aö endur-
bótum á sundlauginni i sumar og er
vonazt til þess að hún verði opnuð i
júli.
Byrjað verður á verkamannabú-
stöðum i sumar ef leyfi fást. Byggja á
bæöi raðhús og parhús við Austur-
braut.
-Júlia/Höfn.
5
íbúar Garðabæjar kref jast lögbanns á breikkun
Hafnarfjarðarvegar:
„Viljum úrskurð fógeta
um hvort þetta sáu lög-
legar framkvæmdir”
—segir Jón Baldur Sigurðsson, einn íbúanna
„Við gengum þrir á fund bæjarfó-
geta i Hafnarfirði og kröfðumst lög-
banns á breikkun Hafnarfjarðarveg-
ar,” sagði Jón Baldur Sigurðsson
einn íbúi i Garðabæ 1 samtaii við DB i
gær. íbúar i Garðabæ eru óánægðir
með þær framkvæmdir sem nú
eru hafnar við Hafnarfjarðarveg og
telja þær ólöglegar þar sem aðal-
skipulag bæjarins vantar. Þeir krefj-
ast þess að framkvæmdirnar verði
stöðvaðar.
„Undirskriftasöfnun um þetta mál
gekk árið 1978 og þá skrifuðu um
2000 manns undir. Þessi aðgerð er
ekki undirskriftaraðgerð heldur lét ég
útbúa lögbannsbeiðni og fékk nokkra
íbúa hér í kring tii að skrifa undir
hana. Með þessu viljum við fá úr-
skurð fógeta um hvort þessar fram-
kvæmdir séu löglegar. Ef svo er
gerum við ekkert frekar í málinu,”
sagöi Jón Baldur.
„íbúarnir hér vilja ekki fá hrað-
braut hér i gegiyim mitt hverfið og
rjúfa það í tvennt. Austan megin í
hverfinu er öll þjónusta m.a. skóli og
þessi nýi vegur mun auka slysahætt-
una að mun. Auk þess höfum við
ákveðinn umfjöllunarrétt um skipu-
iagsbreytingar sem við höfum ekki
fengið. Við getum alls ekki sætt
okkur við að þetta séu kallaðar
bráðabirgðaframkvæmdir þar sem
þessi nýi vegur mun binda skipulagið
áratugum saman,” sagði Jón Baldur.
DB leitaði til Skipulagsstjórnar
rfkisins og spurðist fyrir um þetta
mál. Baldur Andrésson, einn starfs-
manna þar, sagði að Skipulagsstjórn
teldi þessar framkvæmdir ekki ólög-
legar. „í 5. gr. laga um skipulags-
breytingar segir að sé skipulag ekki
fyrir hendi i sveitarfélagi eða hluta
þess geti sveitarstjórn eða byggingar-
nefnd að fengnum meðmælum
Skipulagsstjórnar leyft einstakar
byggingarframkvæmdir sem um
kann aö verða sótt,” sagöi Baldur.
„Það eru vissulega skiptar
skoðanir um þessar framkvæmdir.
Ástand Hafnarfjarðarvegar hefur
ekki verið gott og hefur hann ekki
getað annað þeim umferðarþunga
sem þar hefur verið. Það sem málið
snýst um er hvort leggja ætti brautina
þarna eöa leggja sjávarbraut. Þá er
spurningin hvenær og hvar leggja
ætti þá braut,” sagði Baldur enn-
fremur. „Niðurstaða skipulags-
nefndar var sú að breikka ætti Hafn-
arfjarðarveginn, eða endurbæta veg
sem er til staöar. Meirihluti i bæjar-
stjórninni samþykkti breikkunina
með ákveðnum skilyrðum og er því
talið aö hér sé um löglegar aðgerðir
að ræða. Siðan er öllum frjálst að
hafa sfnar persónulegu skoðanir
hvort breikkunin sé rétt eða ekki. ”
-ELA.
KJÖTBORG
í vesturborgina að
Ásvallagötu 19
OPNUÐUM í MORGUN
að Ásvallagötu 19 (áður verzlun Péturs Kristjánssonar) eftir flutninga
. frá Báðagerði 10.
KJHAiI Gjörið svo vel og lítið
inn
V1A
KJÖTB0RG
Ásvallagötu 19.
Jónas Gunnarsson
Símar 14925 og 15690
.—
____Jil viðskiptamanna__________________
banka og sparisjóóa
Vaxtabreytingin
1. iúni og Spariinnlán
Nú er aóalf lokkun spari-
innlána og vaxtakjör þessi:
Jk Sparisjóðsbækur eru allar með sömu kjörum, þ. e. nú með 34% ársvöxtum frá
1. júní. Ákveðið hefur verið, að uppsagnarákvæði í öllum sparisjóðsbókum (6 og 12
mánaða og 10 ára bókum) verði felld niður og innstæðan laus til ráðstöfunar fyrir
eiganda eins og hann óskar, þar með talið til flutnings innstæðu inn á eftirtalda
innlánafiokka. Vextir sparisjóðsbóka eru færðir um áramót eins og verið hefur.
D Sparisjóðsreikningar með uppsögn eru til 3ja mánaða á 37% ársvöxtum eða 12—
” mánaða á 39% ársvöxtum, en voru áður kallaðir vaxtaaukareikningar. Vextir eru
færðir tvisvar á ári, 30. júní og 31. desember ár hvert, og eru lausir til útborgunar í
næstu sex mánuði þar á eftir, en síðan bundnir uppsögn eins og höfuðstóll. Athygli
skal vakin á því, að heimild til flutnings innstæðna af 12 mánaða sparisjóðsreikn-
ingum yfir á verðtryggða reikninga rennur út um næstu áramót.
^ Verðtryggðir reikningar eru með 6 mánaða bindingu, lánskjaravísitölu og 1% árs-
vöxtum með óbreyttum vaxtareikningi.
1. júní 1981
— Samvinnunefndbankaogsparisjóða —