Dagblaðið - 04.06.1981, Síða 10
10
Til sölu Willys
árg. 1966, allur ný-
standsettur.
Uppl. í síma 39607
eftir kl. 18.
Tónlistar-
kennarar
Tónlistarskóla Siglufjarðar vantar kennara næsta skólaár
til að kenna á blásturshljóðfæri.
Upplýsingar gefur skólastjóri Elías Þorvaldsson í sima 96
71224.
TTTTTI ■■■■■■■■!
FILMUR QG VÉLAR S-F.
a •
UUUUUUUUIUUUUUUAAJ
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235.
BMW 520
BMW 320
Renault 20TL
Renault 14 TL
Renault 4 TL
Renault 12 station
árg. 1980
árg.1979
árg.1979
árg. 1979
árg. 1971
árg. 1974
Renault 4 TL árg. 1980
Renault 4 Van F6 árg. 1978
RenaultVanF4 árg. 1977
Vantar BMW bifreiðar
á söluskrá.
Opið laugardaga frá kl. 1—6.
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
FÉLAGSMÁLASTOFNUN
AKUREYRAR
óskar að ráða hið allra fyrsta
FÉLA GSRÁÐGJAFA
(75% starf) menntun svo sem BA-próf í sálar- eða félags-
fræðum frá H.í. kemur einnig til greina, og
REKSTRARFULL TRÚA
(50% starf) er annist skrifstofustörf og umsjón með rekstri.
Þekking og reynsla á sviði bókhalds og reksturs nauðsyn-
leg.
Fyrirspurnum um störf þessi er svarað í síma 96-25880 kl.
10—12 alla virka daga. Skriflegar umsóknir, er geti mennt-
unar og fyrri starfa, sendist Félagsmálastofnun Akureyrar,
Strandgötu 19 b, Pb. 367, Akureyri, fyrir 20. júní nk.
Félagsmálastjóri
Góðursendibfll
i
M. Benz 608 árg. ’77. Disilbill, lengri gerð, ekinn 137 þús. km. Gcgnumtek-
inn. Gulur. Kr. 140 þús.
DAGBLADIÐ. FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ1981.
Allt í óvissu um f iskverð:
Fundur í verðlags-
ráði á föstudag
Enn hefur ekki verið ákveðið nýtt
verð á fiski upp úr sjó, en yfirnefnd
verölagsráðs sjávarútvegsins sat
síöast á fundi á mánudag. Næsti
fundur verðlagsráðs verður að öllum
líkindum á föstudag en ekki var búið
að tímasetja hann 1 gær. Sem kunn-
ugt er átti að vera búið að ákveða
nýtt fiskverð 1. júni sl.
Þá liggur heldur ekki fyrir nýtt við-
miðunarverð frá stjórn verðjöfnun-
arsjóðs en þaö verð átti einnig aö
taka gildi 1. júnl og gilda til loka
september. Að sögn Olafs Davlðs-
sonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar,
sem sæti á i stjórn verðjöfnunar-
sjóðs, verður nýtt viðmiðunarverð
líklega ekki ákveðiö fyrr en hið nýja
hráefnisverð á fiski liggur fyrir.
-SA.
„Frystihúsin geta ekki
tekið á sig
fiskverðshækkanir,?
—sagði Gunnar Guðjónsson, f ormaður stjórnar Sölumið-
stöðvar hraðf rystihúsanna á aðalf undi samtakanna í gær
„Vegna þeirra verðhækkana, sem
nú eru að koma til framkvæmda á
. þorsk- og karfaflökum í Bandaríkj-
unum, er afar mikilvægt að menn
skilji að þessar hækkanir koma
frystihúsunum sjálfum að litlum
notum. Þær gera lítið meira en að
bæta stöðu verðjöfnunarsjóðs miðað
við skuldbindingar sem hann tók á
sig í ársbyrjun. Afkoma frystihús-
anna i heild er enn ekki það sterk að
þau geti tekið á sig fiskverðshækk-
anir,” sagði Gunnar Guðjónsson for-
maður stjórnar Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna i ræðu á aðalfundi
samtakanna, er hófst að Hótel Sögu i
gær.
„Við gerum þær kröfur til stjórn-
valda að þau sjái til þess að sérhverri
vinnslugrein séu búnar rekstrarað-
stæður, sem leiða til jákvæörar af-
komu,” sagði Gunnar Guðjónsson
ennfremur. Síöan sagði Gunnar:
„Krafa okkar er sú aö vegna inn-
lendrar verðbólguþróunar sem gerir
söluaðilum íslenzkra sjávarafurða er-
lendis ókieift að mæta innlendum tii-
kostnaðarhækkunum, með hækkun
söluverða erlendis, verði að tryggja
sérhverri vinnslugrein, fyrstingunni
sem öðrum, viðeigandi rekstrar-
grundvöll. Það er hart að þurfa að
setja þessar staöreyndir fram um
erfiða afkomu á sama tima sem sölu-
menn okkar erlendis boöa miklar og
stórfelldar verðhækkanir á veiga-
miklum afurðum eins og 5 lbs. þorsk-
flökin eru i Bandarikjunum. En betra
er að greina umbúðalaust frá hlutun-
1»
Beðið er ákvörðunar fiskverðs, sem átti
að liggja fyrir 1. júní sl.
um eins og þeir eru, frekar en aö láta
fólk lifa í sjálfsblekkingu.
Því miður koma frystihúsin ekki til
með aö njóta þessara hækkana nema
að takmörkuðu leyti. Enn hefur fisk-
verð ekki verið ákveðið. Við vitum
þó hverjar eru kröfur seljenda og
einnig er þekkt sú hækkun sem varð á
launakostnaði frystihúsanna 1. júní
sl. vegna visitöluhækkana. Á enn að
neyða húsin til að halda áfram fryst-
ingu með tapi. Sumir, sem eru meö
söltun og frystingu, geta ef til vill
bjargað þessu eitthvað um tima en
valt er að treysta á það auk þess sem
það er rangt. Sérhver vinnslugrein
veröur að standa undir sér sjálf.
Frystingin a grundvallaratvinnugrein
á fslandi, þess vegna verður að skapa
henni viðunandi rekstrargrundvöll á
hverjum tima,” sagði Gunnar
Guðjónsson, formaður stjórnar
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna.
-SA.
Skólahljómsveit Mosf ellssveitar
leggur upp í hljómleikaferð
„Skólahljómsveitin fer i hljómleika-
ferð um hvitasunnuhelgina, förum við
á sömu slóðir og við fórum árið 1974.
Fyrstu tónleikarnir okkar verða í
Sindrabæ á fimmtudagskvöld kl.
20:30,” sagði Birgir Sveinsson, hljóm-
sveitarstjóri Skólahljómsveitar Mos-
fellssveitar, í samtali við DB. Þrjátiu
hljóöfæraleikarar eru f hljómsveitinni á
aldrinum 11 —15 ára. Skólahljómsveit-
in í Mosfellssveit fer í svona ferðalag á
hverju vori. Krakkarnir vinna fyrir
þessu sjálf með því að ganga i hús í
sveitinni og selja blóm á veturna og
vorin.
Á föstudag verður hljómsveitin 1
Neskaupstað og verða hljómleikar þar
um kvöldið kl. 20:30.
„Við Lárus erum fæddir og uppaldir
í Neskaupstað og erum þvi komnir á
heimaslóðir er við komum þangað
austur. Við hlökkum til að hitta þar
gamla kennarann okkar, Harald Guð-
mundsson, sem er skólastjóri Tónlist-
arskólans í Neskaupstað. Hjá honum
fengum við Lárus okkar fyrstu tónlist-
arkennslu,” sagði Birgir.
„Við ætlum að dveíja á Neskaupstað
fram á sunnudag. Við munum leika á
sjúkrahúsinu og auk þess leikum við
fótboltaleik við heimamenn. Þá langar
hljómsveitarmenn til þess að komast út
á bát og renna fyrir fisk. Við komum til
Akureyrar á sunnudag og ef veður
leyfir ætlum við að leika undir berum
himni á Ráðhústorginu á Akureyri. Svo
höldum við heimleiðis á mánudag og
komum heim á mánudagskvöld,”
sagði Birgir Sveinsson.
Lárus Sveinsson trompetleikari og
bróðir Birgis er með i förinni sem að-
stoðarhljómsveitarstjóri. -A.BJ.