Dagblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. JÚNt 1981. Dag- bókarbrot blaðamanns Kl. 15 Blaðamaður DB hringir i hljóð- varp og spyr eftir Sigmari B. Hauks- syni. „Ég held hann sé alveg að koma, við eigum von á honum á hverri stundu”. Kl. 15.30. Blaðamaður DB spyr aftur um Sigmar B. Hauksson hjá hljóðvarpi: „Hann var hérna rétt áðan. Hann hlýtur að koma rétt strax”. Kl. 16 Blaðamaður DB hringir í þriðja sinn í hljóðvarp og spyr um Sigmar B. Hauksson. „Hann Sigmar? Hann eríSádi-Arabfu”. Kl. 16.05 Blaðamaður DB fer heim. NA TO-þingmenn í sólinni í komma- borginni Lignano Þingmennirnir Ólafur G. Einars- son, Lárus Jónsson, Sighvatur Björgvinsson og Jóhann Einvarðsson eru um þessar mundir með fjölskyld- um sínum á sumarleyfisstaðnum Lignano á Norður-ítaliu — í góðu yfirlæti að sjálfsögðu. Aðalerindi a.m.k. flestra þeirra til Ítalíu var þó það að sitja fund þingmanna sem vin- veittir eru Atlantshafsbandalaginu. Fundurinn sá var haldinn í gondóla- bænum Feneyjum. NATO-sinnuðum þingmönnum (og öðrum sama sinnis) er yfirleitt litið um gefið allt það er bendlað er við kommúnisma. Þeir landar vorir virtust þó una sér vel i Lignano þegar siðast fréttist. Og það þó að bæjar- stjórnin þar sé talsvert í rauðari lagi. Kommúnistaflokkur Ítalíu hlaut nefnilega hreinan meirihluta í bæjar- stjórn Lignano i síðustu sveitar- stjórnakosningum fyrir þremur árum. Kristilegir demókratar stjórn- uðu áður Lignano. Bæjarfulltrúar þeirra fundu þá upp á að kaupa land- spildur utan við bæinn undir því yfir- skini að byggja á þeim verksmiðjur. Ekkja ein sem seldi landið frétti svo af því að þeir kristnu kratar voru byrjaðir að braska með landið 1 eigin þágu. Hún krafðist rannsóknar málsins. Þetta komst upp á versta tíma, enda fór svo að rétt fyrir kosn- ingarnar voru fulltrúar meirihlutans settir í fangelsi á einu bretti! Og kommarnir unnu svo kosningarnar fyrir vikið. Nú verður bara að vona að þingmennirnir okkar fjórir komist heim heilir heilsu áður en þeim verður meint af pólitísku andrúms- lofti í þessari rauðu ítölsku borg. með tvær mynda sinna. Sýning hans hefst ú Sel- DB-mynd: Sigurður Þorri. Bannoröin þrjú Útvarpsmönnum hjá útvarp Kefla- vík er bannað að nefna þrjú orð er þeir láta frá sér heyra á öldum ljósvakans. Þessi orð eru rocks (grjót), trees (tré) og dogs (hundar). Stafar þetta væntan- lega af því hversu mikið er af grjóti á Islandi, lítið af trjám og ströngum lögum um hundahald víðast hvar. Einhverju sinni amaðist islenzkur pólitíkus við því við sendiherra Bandaríkjanna að lag var leikið í Kananum sem byrjaði á miklu hunds- gelti. Sendiherrann hafði síðan milli- göngu um að útvarpsmennirnir voru snupraðir fyrir tiltækið. — Er það- nema von að aumingja mönnunum þyki undarlega margt skrýtið í kýr- hausnum hér á landi? Taugadeildin sendir senn jrá sér litla hljómplötu — Kemur frum á „Hvítasunnu- rokki” Taugadeildin er ein þeirra hljóm- sveita sem hefur vakið verðskuld- aða athygli hér á landi. Til þessa hefur hún mestmegnis leikið á Suðurlandsundirlendinu en senn gefst landsmönnum öllum kostur á að láta taka sig á taugum. Fjögurra laga hljómplata er sumsé væntanleg með Taugadeildinni seinni partinn í þessum mánuði. „Tildrögin að stofnun Tauga- deildarinnar voru eiginlega þau að tveir okkar byrjuðu að semja lög saman síðastliðið haust. Málin þróuðust siðan þannig að um ára- mót var komin fullmótuð hljóm- sveit,” sögðu vistmenn Tauga- deildarinnar er blaðamaður DB hitti þá að máli. Síðan um áramót hafa orðið smábreytingar á liðs- skipan hljómsveitarinnar en kjarn- inn hefur verið sá sami frá upphafi. Lögin fjögur á plötunni eru öll frumsamin. Þar af er eitt með enskum texta. Það er Fálkinn hf. sem gefur plötuna út. Taugadeildin leikur á „Hvita- sunnurokki” i Laugardalshöllinni á laugardaginn ásamt Bara flokknum frá Akureyri, Start, ensku hljóm- sveitinni Any Trouble og fleirum. Hingað til hefúr deildin lítið gert að því að troða upp á stórstöðum. „Við höfum aðallega leikið á Hótel Borg hingað til,” sögðu liðs- menn hljómsveitarinnar. „Einnig höfum við komið fram á hljómleik- um i Hafnarbiói, í Breiðholtinu, Kópavogi og viðar. ” Á prógrammi Taugadeildarinnar eru mestmegnis frumsamin lög. örfáa gæðastandarda annarra hafa þeir þó kópierað. -ÁT- Málverkasýning í Sajhahúsinu á Selfossi: Taugadeildin á hljómleikum á Hótel BorS- DB-mynd. „Meðalfellsvatnið er minn Canal Grande” segir Kristinn Morthens, listmálari B-vaktín, sigursveit lögreglunnar i skotfimi. Magnús aðalvarðstjóri er fyrir miðju, fjórði frá vinstri i fremri röð. Honum tíl vinstri handar stendur Jón Pótursson og fyrir aftan þá er Ingólfur Sveinsson aldursforsetí skotsveitarinnar en samt ein bezta skyttan. DB-mynd: S. „Hamingja mín um þessar mundir er í yndislegum fjallakofa við Meðal- fellsvatn í Kjós. Með trönurnar, penslana og strigann geng ég þaðan út I vorkvöldið á vit þeirrar gáfu, sem guð gaf mér til að festa I litum náttúrufegurðina. Þessa fegurð himins og jarðar, sem islenzkt múga- fólk hefur sótt úr eggjárnið til að verja sjálfstæði þjóðar sinnar um aldir, ” sagði Kristinn Morthens, er íréttamaður DB leitaði hann uppi í tilefni þess, að hann opnar sýningu i Safnahúsinu á Selfossi næstkomandi laugardag, hinn 6. júní. „Meðalfellsvatnið er minn Canal Grande, þar sem Matthlas Jóhannes- sen og fleiri skáld ganga um í mistr- inu eins og andlegir gondólar,” segir Kristinn Morthens, þessi íslenzki alþýðukúnstner, sem flutti fjögra ára gamall úr Firðinum á Skothúsveginn i Reykjavik. „Ég dró upp myndir frá barns- aldri, en fór ekki að mála f'Tr en ég var 18 ára gamall. Þá gerðu. t stórar stundir á litlum tíma, , ;gir Mristinn. Diddi Morthens hefur teygað lífið i stórum sopum og notið flestra sviða mannlegrar hamingju, — lengst af með einni fegurstu konu landsins. Hún var af erlendu bergi brotin. Þá voru tæmdir í botn bikarar ástar og vins. „Hvað varðar þá um vatnið, sem vinið rauða teyga?” sagði maður þá. Ég ætlaði mér að reyna sem flest svið hamingjunnar, ” segir Diddi Mort- hens, „en til þess þarf bæði þá sjálfsafneitun, sem sumir kalla sjálfs- elsku — og kannski þá sjálfselsku, sem aðrir nefna sjálfsafneitun.” „Það er til einskis að trega horfinn dag, og þegar á allt er litið er einskis að iðrast. Þetta gat ekki Ööruvísi verið. Ég gef mér í stððugt ríkara þarna Ingólfur Sveinsson ljóðskáld og tónskáld sem er enn með þeim al- hæstu þó að hann sé orðinn 67 ára gamall. Flestir á vaktinni okkar ná yfir85.” Skotkeppnin fer þannig fram að. skotskífu er komiö fyrir I fimmtán metra fjariægð frá skotmönnunum. Fyrir að hitta i miðpunktinn fást hundrað stig. Miðpunkturinn er lítið stærri en nögl á -þumalfingri. Við þetta nota lögreglumennirnir venju- Iegar byssur og skjóta fríhendis. Allt byggist þvi á handstyrk skotmann- anna. Á alþjóðamótum eru notaðar sérstakar markbyssur sem eru stilltar allt öðru visi en þær sem notaðar eru' í keppnum hér. Jón Pétursson sagði að skotkeppni milli sveita lögreglunnar í Reykjavik hafi tíðkazt allt siöan á striðsárunum. Til þessa hefur engin sveit náð jafn langt og B-vaktin. Aðalvarðstjóri hennar er Magnús Gunnar Magnús- son. -ÁT- í sjö ár 1 röð hefur B-vakt lögregl- unnar I Reykjavík sigrað í skotkeppni vaktanna. i siöustu keppninni sem fram fór fyrir nokkrum dögum vann sveitin sinn stærsta sigur til þessa og hlaut 84.53 stig I meðaltal. „Við stefnum á að vinna tiu ár í röð og það eru allar líkur til að við náum því marki,” sagði Jón Péturs- son varðstjóri á B-vaktinni í samtali við blaðamann DB. „Við erum með nokkra afburða skotmenn í sveitinni sem skjóta á yfir níutiu. Til dæmis er Kristinn Morthens fossi á laugardaginn. mæli tíma til þess að sitja við lindir listarinnar, ” segir kunstmaler Morthens. legum fjölda mynda til að halda stóra sýningu. Nú sýnir Kristinn Morthens 40 myndir, olíu og vatnsliti í Safnahús- inu á Selfossi. Á um það bil 20 einka- sýningum, sem hann hefur haldið, hefur aldrei verið jafnmikið af myndum frásjávarsiðunni. ..Þetta verður opið hús, ” segir Morthens.,,Ég nenni ekki að selja fólki aðgang að minum verkum. Sýningin stendur til sunnudagskvölds þann 14. júni. Þeir sem vilja horfa lengur á þessar myndir geta einfald- lega keypt þær einhverju verði og farið með þær þangað sem þær njóta sin ef til vill betur en í sýningarsaln- um. ” -BS. Hann hefur málað þú.vundir mynda á hálfraraldarlisiamann ferli. Honum hefur sjaldan haldizt á ;ægi- FÓLK Skotkeppni lögreglunnar í Reykjavík: B-vaktin sigraöi sjöunda áriö í röö — Ætlum að vinna tíu ár í röð, segir Jón Pétursson varðstjóri fleira . FOLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.