Dagblaðið - 10.06.1981, Síða 3

Dagblaðið - 10.06.1981, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1981. 3 l| ' ......................' Tilgangurínn helgar medalið: - Jónas Jónsson, Brekknakoti, skrifar: Tilgangurinn helgar meðalið, segir gamalt máltæki er Iengi hefur verið' umdeilt, jafnvel á okkar litla íslandi. Það er þvi full ástæða til að gera sér grein fyrir giidi þessarar fuliyrðingar. Tökum dæmi: Stór hópur islenzkra lækna riftar samningum og fer í eins konar verkfall. Til þess að forða frá neyð á sjúkrahúsunum stofna þeir sitt eigið fyrirtæki og með aðstoð þess gefa þeir kost á þjónustu sinni gegn óheyrilega háu gjaldi. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Læknarnir reyna að benda á að þeir séu órétti beittir samanborið við einhverja aðra hópa (ganga- stúlkur á sjúkrahúsum?) og verði þvi að fá grunnkaupshækkun. En þeir reyna víst ekki að benda á það að læknar fá oft fría aðstöðu til starfa, nauðsynleg tæki, vinnuföt og bíla- styrk, allt eftir margra ára fríðindi við nám sitt. Nafn fyrirtækis þeirra er Læknaþjónustan sf. og hæfir það nafn þeim vel, því að þeirra skoðun er að það eigi að þjóna læknunum á undan hinum sjúku. Fjórir skæruliðar eru nýlátnir á N- frlandi en allir lifðu þeir samkvæmt kenningunni tilgangurinn helgar meðalið. Hryðjuverk, þ.e. eyðing verðmæta, árásir, mannrán og morð eru ávextir stefnunnar og ég hygg að við séum flest á sama máli og „járn- frúin” brezka, að sifkum beri engin forréttindi i fangelsinu. Með slíku væri ofbeldinu ívilnað og dregið úr öryggi fólksins. Bæði læknunum og skæruliðunum LÆKN AÞJÓNUSTAN ÞJÓNAR LÆKNUNUM Svavar á þakkir skildar fyrir ákveðin vinnubrögð, segir bréfritari. Það skai tekið fram að myndin er ckki tckin á fundi með læknum. mun hollara að mæta ákveðnum hindrunum á leið sinni og samlönd- um þeirra mun það sérstök nauðsyn. Ég vil þakka Svavari ráðherra og Þresti fulltrúa fyrir ákveðin vinnu- brögð og sköruleg orð í þessu sambandi, svo og „járnfrúnni” í trausti þess að réttlætis sé gætt í dómsorði skæruliðanna. En ber ekki læknum skylda til að viðhalda lífi sjúklings svo lengi sem mögulegt er? Hví má þá ekki viðhalda lifi i þeim sem neita að borða? Ef ég man rétt, þá voru fyrir nokkrum árum tvær sveltandi konur neyddar til að borða á N-írlandi, en gaman væri að heyra viðhorf þeirra til þessara mála nú. Gæti ekki Morgunpósturinn dregið einn morg- un úr flýtistafi sínu, hósta og „ofani áti” og sagt: Okkar maður á N- írlandi segir frá. Þess vildi ég óska og svo er um fleiri. Umferðin í Reykjavík: Utanbæjarmenn eru verri ökumenn Reykviskur bilstjóri hringdi: Mér fmnst hún skjóta dálitið yfir markið þessi Erla Ingvarsdóttir sem ræðir um reykviska ökumenn í DB sl. fimmtudag. Hún segir að það sé eins og að sá svarti sjálfur hlaupi í Reyk- vikinga þegar þeir sjá bíla með utan- bæjarnúmerum. Þetta held ég að sé ekki alls kostar rétt, miðað við þá löngu reynslu sem ég hef sem at- vinnubilstjóri í Reykjavík. Sjálfum finnst mér að utanbæjar- bílstjórar aki flestir mjög óvarkárlega hér í bænum og gæti ég nefnt fjöl- mörg dæmi því til stuðnings. Erla nefnir að þvi sé slegið upp þegar þrjár utanbæjarkonur lenda í einum og sama árekstrinum, en ekki sé á það minnzt ef þrír reykviskir karlmenn lendi í svipuðum árekstri. Þessu dærhi hefði Erla átt að sleppa, þvf að allir hljóta að sjá að samanburðurinn er fráleitur. Likurnar á að þrjár utan- bæjarkonur á þrem bílum lendi i einum og sama árekstrinum i Reykja- vik eru hverfandi litlar en samt sem áður hefur þetta skeð. Að mínum dómi bendir þetta til að utanbæjar- fólk sé verri ökumenn í umferðinni i Reykjavík en reykviskir ökumenn. Mér finnst rétt að benda utan- bæjarfólki á að aka varlega i Reykja- vik þvi reynslan sýnir að jafnvel þeir sem eru vanir umferðinni og fæddir og uppaldir I Reykjavik eiga fullt i fangi með aksturinn. Það er heldur ekki min skoöun að utanbæjarökumenn séu einhver ann- ar þjóðflokkur, en svo virðist sem tryggingafélögin standi í þeirri mein- ingu. T.a.m. þarf Erla ekki að borga jafnhá tryggingaiðgjöld af sínum bíl og Reykvíkingar og oft getur munað helmingi á iðgjaldinu. -yx1 ' «v«^ mk tuttogskýrbréf Enn cinu sinni minna icsenJailáikar DB alla f>á. cr hyggjast scnda þœttinum línu. aó láta fylgja fullt nafn. hcimilisfang. símanúmer (ef um þad cr a<) rœda) og * nafnnúmer. Þetta er lítil fyrirhöfn fyrir hréfritara okkar og til mikilla þœginda fyrir DB. Lcsendur eru jafnframt minntir á aó hréfeiga að veru stutt og skýr. Áskilinn erfullur réttur til að stytta hréfog umorða til að spara rúm og koma efni betur til skila. Bréf cettu helzt ekki að vera lengri en 200—300 orð. Símafími lesendadálka DB er milli kl. k 13 og 15 frá mánudögum til föstudaga. -* *i -* -i Einsogsásvarti I sjálfur hlaupi \ íökumenn Erta Iagrmndittlr krtagdl: — Bl ö utanbæjarkoni ion dundum þarf að fara um Stór- leykjavtkunvæðið. Ég er anzi ihrto yfir þvi að vera talin af ein- iverjum Oðrum þjóðflokki, bara af >vl að það er utanbæjaraúmer i bUn im mlnum. Þvi er slegið upp I frétt i ioriíðu þegar þrjír utanbæjarkonur lenda I irekJtri, en það er ekkert »ér- itaklega tekið fram þegar þrir karl- menn i bllum mcð R-núroeri lenda I »ömu aðitöðu. Ég hef reynatu af þvl að aka bU með G-númeri og það voru mikil viðbrigði að fi F-númer i bfl- inn. Það er einj og ti rvarti ijilfur hlaupi I bifreiðaitjóra i bilum með R-númer þegar þdr iji bfla með ui „VIÐ ÞEGJUM 0G ÞORUM EKKIANNAД Raddir lesenda «C Reykviskur bilstjórl er ekki sammála Erlu um að hann og aðrlr reykvisldr bflstjórar sjái rautt er þeir sjá utan- bæjarfólk f umferðinni. 3239-8510 skrifar: Þakið er þakið þökum og þykir það mikið flott. Það réttlætist víst með þeim rökum að voru rfki sé ekkert of gott. Á meðan mannfjöldinn stritar og matarbitana þrá glerið i höllinni glitrar, það gott gerir svöngum að sjá. Við þegjum og þorum ei annað — þótt raunar ótækt sé — að svonalagað sé hannað og steypt — fyrir almannafé. Ég fyllist réttlátri reiði og rausa enn um stund. En — kannske — seinna á æviskeiði sæki ég hjá þeim fund! Ort eftir að hafa horft með sfvax- andi undrun á „framkvæmdir” Framkvæmdastofnunar ríkisins við Rauðarárstfg. Varnarmáladeild var saklaus Guðbjörg Þórhallsdóttir hringdi og vildi koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum: — Ég vil bara taka það fram, vegna innleggs frá okkur á skrifstofu Frihafnarinnar á lesendasíðu DB, að Varnarmáladeild hafði ekkert með skipulagningu móttökuathafnarinnar fyrir kanadfska landstjórann að gera. Einhverjir gætu skilið að ábending okkar í DB sé sneið til Varnarmáladeildar.en svo er ekki. Það var sérstök nefnd sem sá um at- höfnina og Varnarmáladeild kom þar hvergi nærri. Hvað gerir þú íhádeginu? Þór Saari sjómaður: Ef ég er vaknaður, þá fer ég i laugarnar. Spurning dagsins Sigurður Karlsson hijómiistarmaður: Ég sieiki sólskinið þegar sólin skín og stundum fæ ég mér að borða. Rúnar Sigþórsson lögregluþjónn: Það er svo misjafnt, en helzt vildi ég geta iegið í sundlaugunum eins oa í daa. Kotbrun Engllbertsdóttir snyrti- fræðingur: Ef veðrið er gott reyni ég að komast i sólbað. Annars er ég við hús- störfin. Kristfn Ólafsdóttir, vinnur f unglinga- vinnunni: Þar sem ég hef aðeins 20 mínútna matartíma verð ég að nota hann eins vel og ég get og þá oftast til að borða. Gerður ísberg, vinnur i ungilngavinn- unni: Borða og hviii mig.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.