Dagblaðið - 10.06.1981, Page 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ1981.
17
\
Aöalnúmer Hvítasunnurokksins var að sjálfsögöu Any Troublc. Hún kom sinu til skila án sýnilegrar árcynslu.
Hvítasunnurokk í Laugardalshöllinni:
Dágóðir hljómleikar
i heildina séð
— en f átt var af áheyrendum
Það var fámennt á Hvítasunnu-
rokkinu á laugardag. Hræðilega fá-
mennt þar sem samkoman var haldin
í Laugardalshöllinni. Þó tókst
skemmtunin að flestu leyti vel. Þarna
tróðu upp fjórar hljómsveitir og
Laddi grinaði og deióaði nokkra
stund við góðar undirtektir.
Það var Taugadeildin sem hóf
skemmtunina eftir að leikin höfðu
verið lög af segulbandi góða stund.
Prógramm deildarinnar var talsvert
langdregið. Hljómsveitin hefði orðið
áheyrendum enn minnisstæðari en
ella ef hún hefði komið meö skothelt
fimmtán minútna prógramm í stað
þess að teygja lopann með
frumsömdum lögum og kópíeruðum
i bland.
Bara flokkurinn frá Akureyri kom
hins vegar á óvart með tónlist sinni.
Þarna var allt önnur og mun mark-
vissari framleiðsla á ferðinni en hjá
Taugadeildinni. Leikur Bara flokks-
ins var mjög þéttur, lögin flest
skemmtileg á að hlýða og samæfing
liðsmanna flokksins mjög góð. Sér-
staklega ef haft er í huga að Bara
flokkurinn er ung hljómsveit. Eini
\ erulegi ókosturinn við dagskrá
hennar var hversu söngurinn komst
illa til skila.
Sömu erfiðleikar hrjáðu söngvara
hljómsveitarinnar Start. Á köflum
var varla hægt að greina hvað þeir
voru að syngja. Annars var frammi-
staða Start varla til þess að hrópa
húrra fyrir að þessu sinni. Menn voru
DB-myndir: Siguróur Þorri Sigurðsson.
ósköp dauflr í dálkinn, sennilega
þreyttir eftir hljómleikana á Hótel
Borg kvöldið áður.
Áður en kom að aðalnúmeri dags-
ins, Any Trouble, kom Laddi fram
og söng tvö lög af plötu sinni Deió.
Nú brá svo við að allir textar komust
til skila eins og vera bar, enda Laddi
með rómsterkari mönnum. Start lék
undir hjá Ladda. 1 uppklappi tók
hann lagið Stórpönkarinn af tveggja
laga plötu sinni sem kom út 1 vor. —
Laddi og Bara flokkurinn voru einu
atriði Hvitasunnurokksins sem fengu
svo góðar viðtökur að þeir þyrftu að
takaaukalag.
Loks var svo komið að Any
Trouble. Meginuppistaða pró-
gramms hljómsveitarinnar voru lðg
af plötunni Where Are All The Nice
Girls. Hljómsveitin var mjög örugg I
flutningi sinum og skilaði öllum lög-
unum með prýði. Söngur Clive Greg-
son var prýðilegur og hljóðfæra-
leikur allur smekklegur og hnökra-
laus. Einhverra hluta vegna komst nú
trommuleikur allur betur til skila en
áður og mun betri ballans var milli
hljóðfæranna hjá Any Trouble en
hjá íslenzku hljómsveitunum.
Það sem háði Any Trouble mest
var að áheyrendur þekkja ekki lög
þeirra. Af þeim sökum voru viðtök-
urnar fulldræmar. Það var synd þvi
að hljómsveitin flytur ágætis stuð-
músik.
t heildina séð var Hvítasunnurokk-
ið þokkalegasta skemmtun. Vonandi
dregur áhugaleysi fólks þó ekki
kjarkinn úr forráðamönnum
skemmtunarinnar við að flytja inn
erlendar hljómsveitir. - ÁT
Nokkur ölvun var á Hvitasunnurokkinu. Ekki vantaði gólfpláss fyrir þá scm urðu
þreyttir og vildu hvila lúin bcin.
Taugadeildin hóf hijómleikana með fulllöngu prógrammi.
Clivc Grcgson aðalsöngvari og laga-
smiður Any Troublc lét sér ckki
brcgða þó að fámcnni væri í Höllinni.
Hann og félagar hans rcnndu i gcgnum
prógrammið cins og þeir væru að lcika
fyrir fullu húsi.
Söngvari Bara flokksins frá Akurcyri rcigir sig. Stærsti gallinn v ið þctta númcr
var hversu lítið heyrðist til söngvarans.
Rokkhljómsvcitin Start var nokkuð frá sinu bc/.ta á Kvítasunnurokkinu.
Laddi söng tvö lög af plötunni De’ci, var klappaður upp og tók þá Stórpönkarann.