Dagblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARÐAGUR 13. JÚNÍ1981. \Hefíopnað\ [' greiðasölu í nýjum og vistlegum liúsakynnum vid : Melaveg, Hvammstanga Ferðahópar þurfa aö panta med fyrirvara. GREIÐASALAIM, HVAMMSTANGA Sími 95-1521. IVerið velkomin. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — S'ími 15105 Tjáningarfrelsi er ein meginforsenda þess aó frelsi geti viðhaldist í samfélagi Vestmannaeyjar! Óska eftir húsi eða góðri íbúð til leigu í eitt ár. Til greina koma skipti á 4ra hérb. íbúð í Reykjavík. Uppl. í Vestmannaeyjum í sima 1933 og í Reykjavík 75976. BMW 520 árg.1980 BMW316 árg.1980. Renault 20TL árg. 1979 Renault 14 TL árg.1979 Renault F 4 Van árg.1978 Renault 12 station árg. 1974 Renault 4 TL Renault 4 Van F6 árg. 1980 árg. 1978 Vantar BMW bifreiðar, á söluskrá. Opið laugardaga frá kl. 1—6. KRISTIHN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Útboð Hitaveita Akraness og itor?arf iarðar óskar eftir tilboðum i virkjun við Deildartungu — safnæðardælustöð. Útboðsgögn verða afhem á Veikfræðístofu Sigurðar Thor- oddsen Ármúla 4, Reykjavik og Berugötu I2. Borgarnesi og Verkfræði- og teiknistotunni Heiðarbraut 40, Akranesi gegn 1000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitunnar Heiðar- braut 40, Akranesi, briðiudaginn 30. júni kl. 11.30. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN HF. ÁRMÚLA 4 REYKJAVÍK - SIMI84499 Getur Landssíminn einokað jarðstöðina? DB-mynd RagnarTh. Skattborgari skrifar: Það hefur áreiðanlega vakið furðu margra að heyra þær fréttir að jarð- stöðin Skyggnir, sem nú hefur verið reist við Úlfarsfell, skuli vera gjör- samlega gagnslaus fyrir íslenzka sjónvarpsáhorfendur. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum nýlega, þegar franskir fréttamenn sendu héðan fréttir af keppni einka- flugvéla yfir Atlantshafið. Fréttamennirnir gátu sem sagt sent myndefni héöan gegnum Skyggni til þess gervihnattar, sem Skyggnir er í sambandi við og gervihnötturinn svo aftur til áhorfenda í Evrópu! En við íslendingar? Getum við fengið að njóta Skyggnis á svipaðan hátt? Nei, ekki aldeilis. Það hefur ekki enn orðið samkomulag milli tveggja rikisstofnana um greiöslukjör vegna afnota jarðstöðvarinnar! En manni er spurn, hvort ein ríkis- stöfnun sem er kostuð af almenningi geti heft aðra ríkisstofnun sem líka er kostuð af almenningi í þvi að lands- menn sem sameiginlega halda þeim uppi fái notið þeirrar þjónustu, sem þessari nýju jarðstöð var ætlað að innaafhendi! Nú er það vitað að jarðstöðin getur auðveldlega tekið á móti sjónvarps- efni frá þeim gervihnetti sem stöðin er í sambandi við. — Meira að segja hefur það birzt sem frétt i dagblaði, að starfsmenn Skyggnis horfi sér r.il skemmtunar á sjónvarpsefni frá Spáni, sem sent er um gervihnött til Suður-Ameríku! — Þetta hefur fariö hljótt og raunar ekki mátt ræða meir. Þegar blaðamaður eins blaðs hér í bæ var inntur eftir því, hvort ekki væri þörf á að rannsaka þetta nánar, voru svör hans á þá leið að þótt slíkt væri hægt fengjust lítil svör hjá opinber- um aðilum og þeir myndu bera fyrir sig milliríkjasamningum sem væru flóknir og margslungnir. Þetta er án efa rétt hjá blaðamanninum, því miður. Það sem máli skiptir kom þó fram í viötali við forstjóra Sjónvarps sl. mánudagskvöld að samband væri fyrir hendi við þennan ákveðna gervi- hnött og móttaka frá honum væri ís- lendingum heimil, en Landssíminn ákvæði gjaldið, samkvæmt einhverjum sam-evrópskum reglum og það væri svo hátt, að Sjónvarpið treysti sér ekki til að greiða. Og þá er spumingin: getur Lands- síminn einokað Skyggni svo, að landsmenn sem standa þó undir öllum kostnaði Landssímans — og Sjónvarpsins fái engu um ráðið hvort þau tvöföldu not sem ráðgerð voru af jarðstöðinni upphaflega verði að veruleika? Það er áreiðanlegt að landsmenn sem standa utan og aftan viö nútíma sjónvarpstækni og not hennar, eru fúsir að greiða fyrir bætt og aukin not af góðu sjónvarpsefni sem fá má gegnum áðurnefndan gervihnött, sem nú er tiltækur, ekki bara fréttamynd- ir endrum og eins, eða heimsvið- burði, sem sárasjaldan eru á döfinni, — heldur bara venjulegar dagskrár, kvikmyndir og afþreyingarefni, sem öskureið móðlr hringdi: Ég á börn sem vinna úti í Noregi í sumar og mér finnst anzi hart hvaö þeim er gert að greiða mikið i skatta af tekjum sínum. Þeim er ætlað að borga 30% f skatta, en mér er sagt að ef norsk skólabörn vinna hérlendis á sumrin þá þurfi þau ekki að greiöa neina skatta. Mér þætti vænt um að fá að vita hvort þetta sé rétt. Kristján Jónasson, settur ríkisskatt- stjóri, sagði í samtali við DB að norsk börn eða unglingar sem hér væru f Ung kona hafði samband við DB og bað blaðið að koma því á framfæri að hún hefði tapað gullúri fyrir utan veitingahúsið Hollywood föstudag-' inn 22. maí sl. Úrið, sem er alveg nýtt, er af gerðinni Microma og var fólk hefur hvað mestar mætur á, þrátt fyrir allt. Kannski lyfta fjölmiðlar hulunni af þessu hneyksli sem tvær rikisstofn- anir eru að berjast viö að fela. Eða er almenningi alls varnað í þessu efni sem öðrum í þessu helfjötraða landi sósíalismans? vinnu, nytu engra skattfriðinda um- fram aðra. Það væri ekki til neinn fastur skattur, eða skattprósenta sem þeim væri gert að greiða, heldur færi upphæðin eftir heildartekjum og þeim tíma sem viðkomandi dveldi í landinu. Kristján sagði að tekið væri tillit til þeirra skatta sem íslendingar greiddu erlendis vegna vinnu sinnar þar við álagningu hérlendis, þannig að enginn þyrfti að greiða skatta tvisvar af sömu tekjum. Sú aðferð sem beitt væri við útreikninginn gæti þó leitt til þess f sumum tilvikum, að hluti launa lenti í hærri skattstiga. það með dökkbrúnni ól, þegar það tapaðist. Þeir sem geta gefið upplýsingar um úrið geta snúið sér til Dagblaðsins, Síðumúla 12. tutt og skýr bréf' Enn einu sinni minna lesendadálkar DB alla þá. er hyKKjast senda þæninum línu. a<) láta fylnja fulli nafn. heimilisfani;. simanámer’lef um þaó er a<) ræda) oy nafnnámer. Þetta er litil fyrirhöfn fyrir hréfritara okkar <>k lil mikilla þæyinda fyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir á a<) hréf eiya a<) eru stutt of! skýr. Áskilinn er fullur rcttur til a<) stytta hréfo/i umorða til að spara rúm op koma efni hetur til skila. Brcf ættu helzt ekki að vera lengrien 200—300 orð. Símatími lesendadálka DB er milli kl. 13 »g 13 frá mánudöyum til föstudaga. Skattpíning í Noregi? Gullúr tapaðist Skattborgara fmnst slæmt að íslendingar skuli ekki geta haft full not af jarðstöðinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.