Dagblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981. 'MMBUBU fijálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaöið hf. Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarrttstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Voldimarsson. Skrifstofustjórí ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamonn: Anna Bjamason, Adi Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorloifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hall- dórsson. Drorfingarstjóri: Valgorður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Hnur).________________________ Seldu erkióvininum sjálfdæmi Alþýðubandalagsmenn hörfa í varn- armálum. Eitt síðasta þingverk þeirra var að fá Ólafi Jóhannessyni utanríkis- ráðherra fullt vald í geymamálinu á Suðurnesjum. Alþjóð kannast við frétt- ir af því, hvernig Olafur og „kommarn- ir” hafa eldað grátt silfur saman í utan- ríkis- og varnarmálum. Samt sáu alþýðubandalags- menn í þinglokin ekki annan kost en að selja þessum erkifjanda sínum í varnarmálum sjálfdæmi. Landsmenn minnast frétta um upphlaup alþýðu- bandalagsmanna vegna fyrirhugaðra flugskýlabygg- inga á Keflavíkurflugvelli. Forystumenn Alþýðu- bandalagsins vöknuðu með andfælum við það, að utanríkisráðherra hafði gefið fyrirheit um byggingu stærri flugskýla. Fólk, handgengið Alþýðubandalag- inu, hefði talið, að þessar framkvæmdir yrðu stöðvað- ar. En Ólafur fór sínu fram. Skýlin eru byggð. Olíugeyma- eða „Helguvíkurmálið” svonefnda hefur verið ofarlega á baugi. Brýn nauðsyn er að fjar- lægja olíugeymana af þeim stöðum, þar sem þeir nú eru. Af þeim stafar mikil hætta. Suðurnesjamenn hafa lagt áherzlu á þetta og tillögur komið um byggingu olíuhafnar og birgðastöðvar í Helguvík. Þá reis Alþýðubandalagið upp. Alþýðubandalagið andmælti tillögunum sem ráða- bruggi um ,,stóraukin hernaðarumsvif”. En mundi það kljúfa ríkisstjórnina á málinu, færi utanríkisráð- herra sínu fram? Vafalaust ekki. Þetta mál var ekki á blaði í leynisamningi stjórnarliða um meðferð mála. Ólafur Jóhannesson gat haldið því fram, að hann réði þessu einn. Sig skipti engu, hvað ráðherrar Alþýðu- bandalagsins segðu, ekki fremur en í flugskýlamálinu. Tillaga kom fram á Alþingi í vetur um olíuhöfn og birgðastöð í Helguvík. Þingmenn sameinuðust gegn Alþýðubandalaginu, þótt nokkrir framsóknarmenn drægju lappirnar. Hernámsandstæðingarnir í Alþýðu- bandalaginu munu hafa vænzt harðra viðbragða flokks síns. Kannski hótana um stjórnarslit. Svo fór ekki. Alþýðubandalagið hörfaði í þá stöðu að samþykkja, að Ólafur Jóhannesson skyldi einfaldlega einn ráða niðurstöðum málsins. Alþingi gerði svohljóðandi samþykkt: ,,AIþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að vinna að því, að framkvæmdum til lausnar á vandamálum, er skapazt hafa fyrir byggðarlögin Keflavík og Njarðvík vegna eldsneytisgeyma varnarliðsins, verði hraðað svo sem kostur er.” Hið eina, sem Alþýðubandalagið hafði upp úr krafs- inu, var, að ekki er sérstaklega tekið fram í þingsálykt- uninni, að stöðina skuli reisa í Helguvík. Á hinn bóg-- inn er ekkert, sem hindrar Ólaf Jóhannesson í að stíla á Helguvík, ef honum sýnist. Ölafur Jóhannesson hefur í þessari ríkisstjórn ákveðið að standa harður gegn „alþýðubandalags- mönnum í utanríkis- og varnarmálum. Það hefur hann margsinnis sýnt að undanförnu. Ólafur hefur jafnvel í ríkari mæli en fyrirrennarar hans undirstrikað nauð- synina á virkri þátttöku íslendinga í vörnum Nato. Alþýðubandalagsmenn byggja helzt á því, að til- lögur hafa komið frá Olíufélaginu um að reisa olíu- geyma á vallarsvæðinu í stað Helguvíkur, og þá fyrir mun minna olíumagn en Helguvíkurtillögurnar gerðu ráð fyrir. Þeir gera sér vonir um að fá einhverjar undir- tektir hjá einum tveimur þingmönnum Framsóknar. Allt þetta er í lausu lofti. Meginmálið er, að Alþýðu- bandalagið hefur með samþykkt þingsályktunar tryggt vald Ólafs Jóhannessonar í varnarmálum og selt honum sjálfdæmi, upp á von og óvon. r Nýir siðir með nýjum herrum í Kínum: KINVERJAR HAFA VERIÐ „FRELS- AÐIR AÐ NÝJU” ,,Við erum frelsaðri e» áður,” sagði Kínverji einn viö okkur Friðrik Pál Jónsson, þar sem við biðum eftir leigubíl fyrir utan útvarpshúsið í Beij- ing. Kínverjar tala oft um stofnun alþýðulýðveldisins 1949 sem frelsun og segja þá gjarnan að hitt eða þetta hafi gerst fyrir eða eftir frelsun. Þá voru þeir frelsaðir frá eilifum styrj- öldum, hungri og öðrum vesaldómi. En nú hafa þeir sem sagt verið frds- aðir á nýjan leik og að þeirra mati er sú frelsun ekki minni en sú fyrri. Menningarbyltingin og vinstri villa fjórmenningaklíkunnar eru i dag taldar með því versta sem fyrir Kln- verja hefur komið. Þdr töluðu um þessa hluti nánast eins og náttúru- hamfarir og sögðu mörg Ijót orð um Jiang Ding og þá sem fylgdu hanni að málum. Mann einn hittum við sem sagði okkur frá því að faðir hans, sem var menntamaður, hefði látist af ....... Magnús K. Hannesson skrifar um Kínaför Á síðastliðnu þingi gerði Birgir Isl. Gunnarsson tillögu tU þingsályktunar (nr. 86) varðandi skemmdir á stein- steypu. Siöar bættist viö nefndarálit 523 og loks breytingartillaga 524. Ég leyfi mér hérmeð að tilfæra i stuttu máU en orðrétt úr þessum skjölum. „Alþingi ályktar aö skora á rikis- stjómina að hún beiti sér fyrir þvi, að þeir húseigendur, sem leggja þurfa 1 mikinn viðgerðarkostnað vegna alka- lískemmda á steinsteypu í húsum sínum, fái fjárhagsaðstoð tU þeirra viðgerða, annaöhvort í formi bóta eða lána eöa hvors tveggja. Greinargerð. Á undanförnum árum hefur orðiö vart mjög alvarlegra skemmda á steinsteypu i húsum hér á landi, eink- um á höfuðborgarsvæðinu. Það varð til þess m.a. að i byrjun árs 1967 skipaöi iðnaðarráðherra nefnd tU að fjaUa um vandamál varðandi steypu- skemmdir og gerð steinsteypu. Hlaut nefndin nafnið Steinsteypunefnd. Nefndin hefur kostaö ýmsar rannsóknir á vandamálum í sam- bandi við steinsteypugerð og birt nokkrar skýrslur um þau mál. í nefndinni eru fulltrúar eftirtal- i nnt aðUa: Borgarverkfræðings, vegamálastjóra, viita- og hafnar- málastjóra, Landsvirkjunar, Sementsverksmiöju rikisins og Rann- sóknastofnunar byggingar- iðnaðarins. Á sl. ári kom út rit á vegum Rann- sóknastofnunar byggingariðnaðar- ins, þar sem fjaUaö er um niður- stöður af rannsóknum á ástandi steyptra útveggja húsa, en þær rann- sóknir voru kostaöar af Steinsteypu- nefnd. Ber skýrslan nafnið „Steypu- skemmdir, ástandskönnun”, en höf- undur er Ríkharður Kristjánsson. 1 skýrslunni er fjallað um helstu Kjallarinn Birgir Frímannsson tegundir steypuskemmda og m.a. itarlega gerð grein fyrir svonefndum „alkalískemmdum”, en rannsóknir á þeim eru tiltölulega nýtilkomnar hér á landi. Þar kemur m.a. fram að tiöni alvarlegra alkaliskemmda er all- mikU hér, m.a. segir að búast megi við þvi, að a.m.k. 6,6% húsa, sem byggð hafa verið í Reykjavik á árunum 1956—1972, hafi alvarlegar alkalískemmdir, jafnframt megi búast við aö slikar skemmdir sé að finna viðar. Skemmdir þessar koma frekar hægt i ljós, og má búast við að þessi tala kunni að hækka þegar fram liöatlmar. Um þetta vandamál, orsakir þess, völdum misþyrminga í menningar- byltingunni langt fyrir aldur fram. Menntamenn og Ustamenn máttu þola það aö vera sendir út i sveit tU þess aö vinna á ökrum og við störf sem þeir voru aUsendis óvanir. Þetta varð til þess aö skólar tæmdust og þeir sem störfuðu áfram voru undir ströngu eftirliti stjórnvalda og þá sóttu aðeins glerharðir vinstri-komm- únistar sem tU þess höfðu verið valdir. Sagt er að aðeins hafi verið leyfð 8 leikhúsverk í öUu landinu á þessu 10 ára timabiU og þar sem lítið var um aðrar skemmtanir urðu menn að sjá sama verkið margoft. AUt sem frá út- löndum kom var Utið hornauga og hreinlega bannað, t.d. var tónlist Beethovens taUn allt of auðvaldsleg og því ekki holl kínverskum almenn- ingi. Kvikmyndaúrval var mjög ein- hæft og fjöUuðu þær flestar um leiðir tU úrbóta, möguleika tU við- gerða o.fl. er ítarlega fjallað í þessari skýrslu. Þar kemur m.a. fram að lík- legustu orsakirnar séu notkun íslensks sements, sem hafi haft mikið alkalunnihald, svo og notkun alkalí- virkra fylUefna, sem tekin hafa verið úr sjó hér á Reykjavíkursvæðinu, en ekki verið þvegin. Þessar rannsóknir gáfu til kynna að alkalfskemmdir kynnu aö leynast viðar en álitið hafði verið og varð um þaö nokkur umræða á opinberum vettvangi. Sú umræða leiddi i ljós, að svo kynni að fara, að alkaliefnahvörf yrðu nú álitin höfuðorsök meiri hluta skemmda á útveggjum íslenskra steinhúsa. Til að vega á móti þessari hættu var ákveðið að gera þessa skýrslu mun umfangsmeiri en upp- haflega hafði verið ætlað og fjaUa í upphafi um skemmdir almennt og hvað þeim veldur. Hver sem niðurstaöan verður varð- andi heppilegustu aðferð tU viðgerða á alkalískemmdum I steinsteypu húsa er ljóst, að húseigendur, sem fyrir þessu hafa orðið, hafa beðið mikið tjón og verða fyrir miklum útgjöld- um. Útgjöld á hvem hús- eða ibúðar- eiganda geta skipt milljónum og jafn- vel tugum mUIjóna. Hér er um óvænt útgjöld að ræða, sem rekja má til ytri orsaka, jafnvel tU efnasamsetningar sements sem Sementsverksmiðja ríkisins hefur framleitt og selt. Þessu tjóni má jafna við tjón sem nú er bætt t.d. úr Bjargráðasjóöi íslands eöa Viðlagatryggingu íslands. Þaö er þvi mikið sanngirnismál, að þeir hús- eigendur, sem fyrir sliku verða, geti orðið sér úti um fjármagn tU að standa straum af þeim mikla kostnaði sem þeir verða fyrir. Hér skulu ekki gerðar ákveðnar tillögur um í hvaða formi slikar greiðslur eigi að vera né úr hvaða sjóðum þær eigi að koma. Fleiri en ein leið koma tU greina. ÞingsályktunartiUaga þessi gerir ráð fyrir þvi, að rikisstjórnin taki mál þetta tU meðferðar og undirbúi nauðsynlega lagasetningu. Nauðsyn- legt er að þvi verki verði hraðað, því að viðgerðir í nokkuð stórum stU munu veröa framkvæmdar innan skamms. Lokakafli skýrslu um steypu- skemmdlr, ástandskönnun frá Rann- sóknastofnun byggingarlðnaðarins. ÚTDRÁTTUR Kafli 4 fjaUar um könnunina á ástandi steyptra útveggja i Reykjavik og á Akureyri. Skoöuð voru rúmlega 300 hús I Reykjavik, byggð fram tU ársins 1972, þar af 30 byggð fyrir 1956. Á Akureyri voru skoðuö tæp- lega 250 hús byggð á árunum 1956— 1972. Greint var frá þvi, hvernig hús- unum var raðað i skemmdaflokka. Þá er i þessum kafla fjallaö aUitar-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.