Dagblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981. 5 Innköllun sjúklinga af biðlistum hefur verið hætt: Ufshættuleg tilvik og illkynja sjúkdómar —einu tilf ellin sem lögð eru inn áspítalanaþartil læknadeilan leysist Ástandið á ríkisspítölunum er orðið þannig að innköllun allra sjúklinga af biðlistum hefur verið hætt. Aðeins eru lögð inn þau bráðatilfelii sem ekki þola neina bið. Annars vegar eru það tilvik sem teljast lífshættuleg að dómi lækna. Hins vegar þau tilvik þar sem grunur leikur á að um illkynja sjúkdóm sé að ræða. Svohljóðandi er boðskapur stjórn- arnefndar rikisspítalanna um samdrátt í starfsemi spítalanna vegna uppsagna sérfræðinga og aðstoðarlækna. Nefn- ina skipa Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri heilbrigðismála, Grétar Ólafsson yfirlæknir á Landspítalanum og Davíð Á. Gunnarsson forstjóri ríkisspítal- anna. Þeir sendu frá sér plagg í gær þar sem m.a. mátti lesa að öllum göngu- deQdum hafi verið lokað nema þeim er starfa á eftirtöldum sviðum: meðferð illkynja sjúkdóma, eftirlit sykursjúkra, eftirlit með blóöþynningu, blóðsíunar- starfsemi, eftirlit áhættuhópa í mæðra- vernd, eftirlit sérstakra hópa gigtsjúkl- inga, bráðatilvik geðsjúklinga og sér- stakir áhættuhópar barnalækninga. Stjórnarnefndin lætur í ljós þá Haukur Benediktsson framkvæmdastjóri Borgarspítalans: r „HNUTINN VERÐUR ERFITT AÐ LEYSA” „Engin takmörk hafa enn verið sett á starfsemi slysadeildar en takmörkun er í gildi í öllum öðrum deUdum. Menn hafa vonað frá degi til dags að þetta færi að leysast enda lengjast biðUstar fólks sem vantar þjónustu spitalans,” sagði Haukur Benediktsson fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans í gær. Hann sagði að starf á rannsóknardeild- um spítalans væri í algeru lágmarki. Aðeins væri sinnt neyðartUvikum. Á þriðjudaginn hertu læknar enn á skrúf- unni til að þrýsta á ríkið að semja. Þá ákváðu þeir að heimila aðeins einum sérfræðingi í einu að vinna með yfir læknum á hverri vakt. Við það versn- aði ástandið enn. Haukur orðaði það svo að hér væri að „verða til hnútur sem erfiðlega gengi að leysa” þó svo að samið yrði nú þegar. „Hópuppsagnir starfsmanna í heil- brigðisþjónustu eru því miður orðnar al- gengari hérlendis en gengur og gerist viðast erlendis. Og það þrátt fyrir að þessar aðgerðir séu ólöglegar. Ég óttast að hér sé verið að opna dyr sem erfitt gæti reynzt að loka — og sem ættu að vera lokaðar,” sagði Haukur Bene- diktsson. -ARH. Vífilsstaðaspítali: 19 sjúklingar sendir heim — vegna læknaskorts Helmingur sjúklinga af VífUsstaða- spítala var sendur heim í vikunni sakir uppsagna lækna á spítalanum. Hrafn- keU Helgason yfirlæknir tjáði Dagblað- inu að nú væru starfandi á VífUsstöð- um einn yfirlæknir á húðdeild og einri aðstoðarlæknir á vöktum. AUs vantar á spítalann sex lækna sem sögðu upp störfum og hættu. Þeir taka þátt í hóp uppsögnum lækna til að þrýsta á um betri kjör í samningum við ríkið. AUs voru 19 manns af lungnadeild sendir heim. „Við getum aðeins tekið á móti bráðatilfellum á meðan þetta ástand varir. Ekki er tekið á móti fólki á bið- lista,” sagði Hrafnkell Helgason. -ARH. Þorsteinn Jóhannesson í Garði — hinn nýi formaður SIF: Kanadamenn hættulegir — ítalir matvandastir „Það hefur verið stefna okkar samtaka að hafa færri orð um hlut- ina og spara stóryrðin en geta staðið við það sem sagt er,” sagði Þorsteinn Jóhannesson á Reynistað í Garði, ný- kjörinn formaður Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda. Á aöalfundi SÍF í fyrradag baðst Tómas Þorvaldsson í Grindavík und- an endurkjöri i formennsku. Hann hefur setið i stjórn í 21 ár og gegnt formennskuí 16ár. „Það kom ekki á óvart að Tómas gaf ekki kost á sér i formennsku eða stjórn. Undanfarin tvö ár hefur hann eindregið látið það uppi að hann vildi hvíla sig frá þessu trúnaðarstarfi, þótt hann starfi að sjálfsögðu áfram í samtökunum,” sagði Þorsteinn. Hann kvaðst vilja koma á framfæri þakklæti til Tómasar fyrir vel unnin störf. Auk Tómasar gekk nú úr stjórn- inni Víglundur Jónsson í Ólafsvík, einnig eftir langa setu. Aðspurður um ástæður þess að engir samningar hafa í ár verið gerðir við ítali um saltfisk sagði Þorsteinn: „Ég hefi nú setið í stjórninni i 17 ár og man ekki eftir einu ári sem ítalir hafa ekki kvartað meira og minna- yfir gæði og verði vörunnar héðan. Annaðhvort eru þeir matvandasta þjóð í heimi eða þetta er þeirra við- skiptamáti.” „Við eigum við alvarlega og vax- andi samkeppni að etja á Evrópu- mörkuðum. Hún hefur verið frá Norðmönnum og Færeyingum en nú eru Kanadamenn komnir inn á mark- aðinn. Þeir styrkja verulega þennan atvinnuveg og sigla iskyggilega inn í undirboð, sem við höfum kvíðvæn- lega erfiðleika til að mæta að öðru óbreyttu,” sagði Þorsteinn Jóhann- esson. Hann bætti við: „Annars eru horfurnar hjá okkur i ár alls ekld slæmar ef ítalir eru frátaldir og er þar þó ekki fullreynt enn.” -BS. skoðun að „daglegu gæöaeftirliti á sjúkrahúsinu hljóti að hraka og mjög margar rannsóknir verði lagðar niður vegna þess að sérfræðingar eru ekki á spitalanum til þess að fylgjast með þeirri starfsemi sem þar fer fram. ” Fyrirsjáanlegur er enn frekari sam- dráttur í starfsemi ríkisspítalanna, álitur stjórnarnefndin. Óvenjulegt og óeðlilegt vinnuálag hefur hlaðizt á yfir- lækna sem þeir aöeins geta sinnt mjög takmarkaðan tíma. Þá er enn bent á hættu á að læknar leiti sér starfa ann- ars staðar leysist deilan ekki. Fækki þá enn þeim læknum sem hægt er að kalla út vegna bráðra tilvika. -ARH. « Aðeins er nú sinnt neyðartilvikum á spitölum og „daglegu gæðaeftirliti á sjúkrahúsum hlýtur að hraka.” Ljósm.: J. Smart. í fyrsta sinn á Íslandi - Hinir heimsfrægu „AMERICAN' Miðaverð: Kr. 40.00 tyrir fuliorðna. kr. 20.00 fyrir börn 12 ára og yngri. Umboðsmenn GM, Vauxhall á íslandi. — Stærsti bílaframleiðandi i heimi — Véladeild Sambandsins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.