Dagblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1981. Afeð kraftinn úr Heklu gömlu í afturendanum Torfærukeppnin á Hellu: Flugbjörgunarsveitin á Hellu hélt árlega torfæruaksturskeppni sína síð- astliðinn laugardag að viðstöddu miklu fjölmenni. Svo sem búast mátti við fór keppnin vel fram að öllu leyti og það eina sem hægt væri að setja út á er að keppnin tók of langan tíma, gekk of hægt fyrir sig. Keppnis- bílunum var skipt í tvo flokka, stand- ard bíla og breytta. Mismunandi þrautir voru lagðar fyrir flokkana svo að í rauninni var um tvær sjálf- stæðar keppnir að ræða. Keppendur voru alls sex og skiptust þeir jafnt i flokkana. Standardbílarnir hófu keppnina og þurftu þeir að fara niður snarbratta brekku, niður í gil, upp aflíðandi brekku í hliðargili og síðan upp nokkuð bratt barð. öllum keppend- unum tókst að leysa þessa þraut af hendi, en allir þurftu þeir að bakka og laga stöðu jeppans áður en þeim tókst að komast upp barðið. Næsta þraut hjá standardbilunum var dekkjagryfjan og áttu þeir að aka langsum yfir hana, en nokkuð bratt var ofan i gryfjuna. Sigurjón Eiríks- son ók 302 cid. Bronco og fór hann fyrstur. Ekki komst hann þó langt því hann sat fastur á stuðaranum á fremstu dekkjunum. Bjarna Magnús- syni á 6 strokka 258 cid Willys og Haraldi Magnússyni, einnig á Willys með V8 304 cid vél, gekk aöeins betur. Þeim tókst að komast að hin- um bakka dekkjagryfjunnar en ekki komust þeir upp úr henni. Þriðja þrautin var hæðarklifur upp sandbrekku. Haraldur var sá eini sem komst upp hana og naut þar aflsins i áttunni. Síðasta þrautin sem lögð var fyrir standardbílana var löng tímabraut þar sem þeir þurftu að aka fyrst um stórþýfða móa, niður barð, og síðan langa vegalengd eftir ánni en alls lá brautin fjórurn sinnum yfir ána. í lok síðustu ferðarinnar yfir ána þurftu jepparnir að brölta upp snarbrattan árbakkann. í þessari þraut náði Sigurjón á Broncónum langbezta tímanum, 1. mín. 52,2 sek. og var það mun betri tími heldur en breyttu jepparnir náðu, en þeir fóru þessa sömu braut. Sennilega hafa breiðu dekkin undir þeim veitt of mikið við- nám í vatninu. Bjarna tókst að komast tímabrautina en Haraldur sat fastur, hálfur niðri í ánni, þar sem hann átti að klifra upp úr henni í sið- asta skiptið. Úrslitin í standard flokknum urðu þau að Haraldur sigraði og hlaut hann 955 stig. Sigurjón varð annar með 650 stig og Bjarni þriðji með 530 stig. Flokkur breyttra jeppa í keppnina mættu þrír keppendur á sérbyggðum og -útbúnum jeppum. Þeir voru Halldór Jfóhannesson, Bergþór Guðjónsson og Karl Ólafs- son. Halldór kom frá Akureyri með jeppann sin.., AMC Jeep. í honum er 401 cid AMC vél og er Halldór búinn að fikta heilmikið í henni auk þess sem hann er búinn að styrkja og sér- byggja allt gangverkið og undirvagn- inn í jeppanum. Þessar breytingar valda því að jeppinn hans er töluvert þyngri en hinir bílarnir. Bergþór keppti á gömlum Willys jeppa árg. ’47. I honum var 4 strokka B-20 Volvo vél en á hana var búið að setja afgasforþjöppu svo að vélin vann alveg ótrúlega vel. Gamli jeppinn var alveg fisléttur og sennilega hefur hann haft flest hestöfl á hvert kíló af bílunum í keppninni. Karl keppti á Jeep með 327 cid Chevrolet vél, en allir keppendurnir í þessum flokki voru á mjög breiðum dekkjum, ýmist terrum eða skófludekkjum. Fyrsta þrautin sem lögð var fyrir sérbúnu jeppana var i djúpu gili og áttu þeir að aka þvert niður snar- brattan gilvegginn og upp úr því hin- um megin. Karl fór fyrstur og á leið- inni upp gilið rann jeppinn til, snerist á hlið og stöðvaðistá sandsteiniofar- lega í gilbrekkunni. Björgunarsveit- armenn brugðust skjótt við, stukku á jeppann og héldu honum svo að hann ylti ekki ofan í gilið, en hann var svo dreginn upp. Halldóri og Bergþóri gekk betur og tókst þeim báðum að komastyfir gilið. Næsta þraut var dekkjagryfjan, en þar þurftu bílarnir að aka niður brekku, yfir gryfjuna en báðum megin við hana voru háir sandhólar, auk þess sem mjög hátt og bratt var upp úr gryfjunni. Þegar gryfjan var að baki áttu þeir að aka upp sand- brekku. í þessari þraut gekk Karli bezt en honum tókst að komast vel Karl Ólafsson hlifði jeppanum sinum bratt barð með tilheyrandi látum. upp í brekkuna. Halldór og Bergþór komust ekki upp úr dekkjagryfjunni, en í bröltinu á gryfjubakkanum braut Bergþór framöxul. Þriðja þrautin var tímabraut sem lá yfír mýrlendi. Halldór fór fyrstur og var hann ekki búinn að ná miklum hraða þegar mýrin byrjaði. Sökk jeppinn mjög í votlendinu enda þungur. í miðri mýrinni drap jeppinn á sér og var Halldór nokkra stund að koma honum í gang aftur. Einhverjar gangtruflanir voru í jeppanum og var hann iðulega að drepa á sér í keppn- inni en það kom sér oft mjög illa fyrir Halldór. Tími hans var 1 mín. 48 sek. Karli gekk vel í þessari þraut og var hans tími 48 sek. Bergþóri tókst að skipta um öxul í framdrifinu Kin tímabrautin lá ytir mýrlendi og gckk kcppendum misjafnlepa vel að halda uppi hraða jeppanna þar. Sukku sumir þeirra vel i, en hér æðir Karl Ólafsson áfram á öllu útopnuðu með drulluslctturnar i allar áttir. DB-mvnd Jóhann Kristjánsson. hvergi í keppninni og hér hrýzt hann upp DB-mynd Jóhann Kristjánsson. hjá sér og mætti á siðustu stundu í starthliðið. Það var strax greinilegt þegar hann kom í mýrina að hann myndi ná langbezta tímanum í braut- inni því gamli gosjeppinn flaug yfir mýrina án þess að sökkva hið minnsta í hana og eins og hann væri með allan kraftinn úr Heklu gömlu í afturendanum. Fór hann brautina á 35 sek. Fjórða torfæran var hæðarklifur upp sandbrekku en áður en í brekk- una kom þurftu bílarnir að aka yfir bakkaháan læk og eitt tilbúið sand- barð. í þessari þraut gekk Halldóri bezt og komst hann lengst upp brekk- una. Karli gekk sæmilega en eitthvað bilaði hjá Bergþóri og sýndist mér sem hann hefði brotið annan öxul. Fimmta þrautin var hæðarklifur upp snarbratta sandbrekku, en jepp- amir þurftu að leggja af stað með afturhjólin i ánni. Karl fór fyrstur og komst hann vel upp úr ánni. Bergþór fór þessu næst og komst hann um 50 metra upp brekkuna. Halldór fór síðastur en vegna þunga jeppans og sandbleytu sem greinilega var komin eftir bröltið í honum og hinum bílun- um tókst honum ekki að komast upp úr ánni. Sjötta þrautin var drullugryfjan og þar komst Bergþór lengst þótt ekki tækist honum að komast alveg upp úr henni. Karl og Halldór komust niður í gryfjuna en ekki lengra. Sjöunda og síðasta þrautin var svo tímabraut, sú sama og standardbfl- arnir fóru. Af sérbúnu bílunum náði Bergþór bezta tímanum, 2 mín. 02,2 sek. Karl komst ekki upp úr ánni og fékk þvi engan tíma. Halldór lenti í miklum erfiðleikum með vélina í sínum jeppa því hún drap fjórum sinnum á sér í ánni. En honum tókst þó að komast alla brautina og var timi hans 3 mín. 29.1 sek. Þegar stigin voru talin saman eftir keppnina kom i ljós að Bergþór var með langflest stig eða 1185. Í öðru sæti varð Halldór Jóhannesson en hann fékk 925 stig og Karl lenti í þriðja sætinu með 755 stig. Jóhann Kristjánsson. Í sandbrckkunni sem byrjaði niðri í ánni lenti Halldór Jöhannesson í miklum erfiðleikum. Jeppinn var svo þungur að hann sökk í sandble.vtuna í hotni árinnar og tókst Halldóri ekki að komast upp úr henni. DB-mynd Jóhann Kristjánsson. Drullupytturinn í keppninni var mjög erfiður. Sigurvegarinn, Bergþór Guðjónsson, reynir hér að komast upp úr gryfjunni en án árangurs. Þó komst hann lengst keppendanna í þessari þraut. DB-mynd Jóhann Kristjánsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.