Dagblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981. 7 Hörður Jónsson er mikill tölvuáhugamaður og var þvi hæstánægður með að hafa unnið Applc-tölvuna. Þarna er hann-ao tasr við tækið. Eiginkonan, Kristin Tryggvadóttir, fylgist með. DB-mynd: Gunnar Örn. Hörður Jónsson, Bakkaf löt 12 Garðabæ, áskrifandi DB: Fær sannkallað undra tæki inn á heimilið „Mér finnst þetta stórkostlegt,” sagði Hörður Jónsson, verzlunar- maður, þegar hann mætti í Radíóbúð- ina við Skipholt í Reykjavík í fyrradag til að veita viðtöku Apple-tölvu sem var verðlaun siðustu viku í áskrifendaleik Dagblaðsins. Nafn Harðar var dregið út og birt í smáauglýsingunum 3. júní síðastliðinn. Hörður var því sá heppni áskrifandi sem fékk tækifæri til að svara auð- veldri spurningu sem birtist á baksíðu Dagblaðsins daginn áður, þriðjudaginn 2. júní. Þessu gullna tækifæri glutraði Hörður að sjálfsögðu ekki niður heldur svaraði spurningunni rétt og vann þar með Apple-tölvu. Hörður sem býr í Garðabæ, sagðist lengi hafa haft mikinn áhuga á tölvum og öllu þvi sem þeim viðkæmi. Á heim- ili hans er meira að segja til ein lítil tölva sem hægt er að mata á ýmsum verkefnum. En sú er ekki nándar nærri eins fullkomin og Apple-tölvan sem sem hægt er að láta gera ótrúlegustu hluti, svo sem halda heimilisbókhald, svara í símann eða kveikja og slökkva á rafmagnstækjum heimilisins. Tölvur eru stórsniðug tæki ef maður kann á þær,” sagði Hörður sem hyggst hafa nýju tölvuna á heimili sínu. Hann ætlar ekki aðeins að læra á hana sjálfur heldur vonast hann til að börn hans geti haft gagn af henni við skólanámið. Apple-tölvuna má einnig nota til af- þreyingar. Hægt er að mata hana á ýmsum leikjum. Til dæmis sýndu starfsmenn Radíóbúðarinnar Herði leik sem fólginn var í því að reyna að lenda flugvél áfallalaust á flugbraut. Birtist þá mynd af flugbraut á sjón- varpsskermieinsog hún ber fyrir augu flugmanns i aðflugi. Ekki er ólíklegt að Hörður muni eitthvað fást við þann leik því hann var sjálfur atvinnuflug- maður. -KMU. LEIGJENDUR VANDA RIKIS- STJÓRNINNIEKKIKVEÐJUR fyrirað hafa Ieyft44% hækkun húsaleigu 1. maf séu fyrirheit fjármála- og félagsmála- ráðherra við forsvarsmenn Leigj- endasamtakanna í vor, „þess efnis að ríkisstjórnin myndi halda húsaleigu- hækkunum jöfnum á við kaupgjalds- hækkanir, orðin tóm”. Skorað er á ríkisst'órnina að „hefjast þcgar handa um að ráða bót á því ófremd- arástandi sem ríkir í málefnum leigj- enda.” -ARH. Félagar í Leigjendasamtökunum eru lítt hrifnir af þeirri góðvild ríkis- stjórnarinnar í garð húseigenda að leyfa 44% hækkun á húsaleigu 1. maí sl. Rikisstjórninni eru því ekki vand- aðar kveðjur í ályktun aðalfundar samtakanna 11. júní. Þar benda Leigjendasamtökin á að 44% leigu- gjaldshækkun sé „nær tvöfalt hærri en kaupgjaldshækkanir frá 1. október 1980 til 1. maí 1981”. Því Nöfn tekjusk. eignarsk. barnab. útsvar samtals Albert Guðmundsson 4.809.241 440.259 1.850.000 9.090.350 Birgir Ísl. Gunnarsson 3.672.119 89.215 182.500 1.529.000 5.400.001 Benedikt Gröndal 4.275.638 43.559 1.670.000 6.306.107 Vilmundur Gylfason 2.305.808 107.500 1.088.000 3.486.432 Guðmundur G. Þórarinsson 1.949.536 92.645 322.500 974.000 3.223.082 Guðmundur J. Guðmundsson 1.156.404 42.141 955.000 2.327.710 Pétur Sigurðsson 2.478.422 10.883 75.000 1.216.000 3.854.703 Geir Hallgrímsson 3.738.612 1.087.285 _ 1.543.000 6.661.486 Friðrik Sophusson 2.164.077 182.500 1.019.000 3.196.754 Jóhanna Sigurðardóttir 1.517.290 215.000 827.000 2.284.861 Guðrún Helgadóttir 4.314.947 290.000 1.525.000 6.125.022 Gunnar Thoroddsen 2.867.214 166.225 1.619.000 4.938.606 Svavar Gestsson 2.734.828 _ 290.000 1.489.000 4.219.575 Ólafur Jóhannesson 4.600.725 176.842 1.755.000 6.852.732 Ekkert spurzt til týndu keppnisf lugvélarinnar: Nimrod-þota fann gúmmíbát Nimrod-þota frá brezka hernum fann i fyrradag gúmbát á reki á þvi svæði sem talið er að franska keppn- isflugvélin, sem saknað hefur verið slðan á þriðjudag, hafl verið á þegar hún týndist. Ekki Jtafa fréttir borizt af því hingað til lands hvort gúmbát- urinn sé úr flugvélinni. Flugvélin millilenti á Reykjavíkur- flugvelli 7. júni siðastliðinn þegar ;hún var á leið vestur yfir hafið til Bandaríkjanna. Var hún ein af fyrstu þátttökuvélunum sem hingað komu í Ikappfluginu yfir Atlantshaf. í baka- leiðinni flaug hún beina leið frá Ný- fundnalandi yfir Atlantshafið og áætlaði að koma til Skotlands sem hún gerði aldrei. Öttast menn að vélin hafi farið I sjóinn við Hjalt- landseyjar. KMU. Þessi mynd var tekin af keppnisvélinni, sem saknað helur verið síðan á þriðjudag, er hún hafði viðkomu í Reykjavík fyrir viku. DB-mynd: PJ. Gluggað í skatta- og útsvarsskrá Reykjavíkur: RÓIÐ TIL SIGURS Sjómannadagurinn er á morgun og þá vcrður keppt í kappróðri, koddaslag, stakkasundi og sitt hvcrju fleiru, sem tíðkað er á hátiðisdegi sjómannastéttarinn- ar. I Reykjavik fara hátíðahöldin fram i Nauthólsvík að vanda og þar voru bíl- stjórar af SendibOastóðinni að æfa sig i gærkvöld, en þeir hafa unnið kappróðurinn í sínum flokki undanfarin fimm ár. Þeir hafa æft stíft alla vikuna undir forysfu Hólmgeirs Pálmasonar stýrimanns og ætla aö stefna að sigri í sjötta sinn. DB-mynd: Einar Ólason Misjöfn afkoma þingmannanna Þingmenn Reykjavíkur bera nokkuð mismikla skatta. Albert Guðmundsson hefur þar ótviræða forystu með rúmar 9 milljónir króna en Jóhanna Sigurðar- dóttir og Guðmundur J. Guðmundsson eru á hinum endanum með ríflega 2 milljónir króna. Hér er að sjálfsögðu átt við gamlar krónur, enda tölumar teknar úr Skatta- og útsvarsskrá Reykjavíkur 1980. Skattarnir eru vegna tekjuársins 1979. í töflunni eru allir þingmenn Reykja- víkur að undanskildum Ólafi Ragnari Grimssyni. Hann er eini þingmaðurinn í hópnum, sem ekki býr í kjördæminu, heldur á Seltjamarnesi. Skattskrá Reykjaness liggur ekki fyrir, þannig að ekki er hægt að taka skatta þingmanns- ins með. Þá eru einnig teknir með þeir uppbótarþingmenn sem voru i fram- boðiíReykjavík. önnur störf en þingmennskan hafa að sjálfsögðu mikil áhrif á skattana, einsog t.d. hjá Alberti Guðmundssyni. Þá vom nokkrir þessara þingmanna ráðherrar árið 1979, annaðhvort allt árið eða hluta. Svo er t.d. með Bene- dikt Gröndal, Svavar Gestsson, Ólaf Jóhánnesson og Vilmund Gylfason. Ráðherralaunin bætast sem kunnugt er við þingmannslaunin. En taflan talar sínu máli. -JH. interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Trygqvabr. 14 - S 21715, 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915 Mesta úrvaliö, besta þjónustsn Viö útvegum yður afslátt á bilaleigubílum erlendis

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.