Dagblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 24
önundur Ásgeirsson olíuforstjóri á Orkuþingi: „Ekkert mark takandi á orðum stjómvalda" — „rauðvínsdrykkja íalþjóðaklúbbum gerir menn aðeins syfjaða” „Hálfu öðru ári eftir að sérstök samþykkt er gerð í rikisstjórn íslands um að olíuverð á fslandi skuli fylgja kostnaðarverði innfluttra vara, og að halli skuli ekki myndast á innkaupa- jöfnunarsjóði olíufélaganna, er skuld ríkisins við olíufélögin orðin 4000 milljónir gkr.,” sagði önundur Ás- geirsson forstjóri Olis i erindi er hann flutti á Orkuþingi. Erindið bar heitið „Viðbúnaður fslendinga við truflun- um á olíuinnflutningi”. „Samþykkt ríkisstjórnarinnar var gerð í kjölfar samþykktar hennar um að taka erlent lán til að greiða 2800 milljón króna skuld við olíufélögin vegna rangrar ve'rðlagningar innan- lands. Eftir að lánið var tekið og skuldir jafnaðar, og ný 4000 milljóna króna skuld er til orðin er að mynd- ast ný skuld á innkaupajðfnunar- reikningi fyrir allar olíutegundir og nam sú skuld i byrjun þessa mánaðar um 2000 milljónum gkr. Samtals er því skuld á þessum reikningi 6000 milljónir gkr. eða 60 milljónir nýkróna,” sagði önundur. önundur Ásgeirsson hélt áfram: „Þetta er gott dæmi um hversu spillt stjórnmál eru á fslandi og ekk- ert mark er takandi á yfirlýsingum stjórnvalda. Þá er og augljóst að ekki greiðir slík framkvæmd fyrir þvi að unnt sé að auka olíubirgðir i landinu.” önundur rakti tvær truflanir á olíuafgreiðslum til Evrópu, bylting Mosadeks i fran 1953 og Súez-striðið 1958. 1 ............. Hann rakti einnig aðför stjóm- málaflokka og málgagna þeirra að olíufélögunum. Sérstökum orðum fór hann um afskipti stjómskipaðrar nefndar um olíuinnkaup og viðhafði þau orð um niðurstöður nefndarinn- ar sem höfð eru eftir Árna Pálssyni prófessor: „Að aidrei hef ég vitað menn hafa jafnmikið fyrir því að komast að rangri niðurstöðu”. Komst önundur loks að þeirri niðurstöðu að olíufélögin hefðu nú þegar nægt geymslurými fyrir eðlileg- ar öryggisbirgðir og meiri en gerð er krafa til um af International Emergency Agenzu (Alþjóða orku- stofnunin). „Fjármögnun birgðanna er mikið vandamál og veldur mestu skiinings- leysistjómvalda,” sagði önundur. Hann benti á 3,5 milljón dollara tap á 100 þúsund tonna gasolíuvið- skiptum við BNOC og hve Norð- menn væru ósamvinnuþýðir i olíu- viðskiptum. önundur fjallaði sérstakiega um aðild fslands að Alþjóðaorkustofn- uninni og taldi þurfa hugarfars- breytingu til ef hún ætti að verða til góðs fyrir þjóðina. „Ef viðhorfið er hins vegar að líta á Alþjóða orkustofnunina sem cocktaii-klúbb eða hádegisverðar- klúbb með rauðvíni eru afleiðingar þær einar að menn verða syfjaðir það sem eftir er dagsins.” -A.St. Ekki öll kurl komin til grafar ífrímerkja- rmm malinu — eitt umslagið selt dönskum f rímerkja- safnara fyrir 10-25 þús.kr. „Flest hefur náðst en þó vantar ennþá nokkuð af því sem horfið hefur úr bréfasafni Tryggva Gunnarssonar,” sagöi Þórir Odds- son, vararannsóknarlögreglustjóri ríkisins, i viðtali við DB i gær. Kvaðst hann að svo komnu ekki geta sagt meira um rannsókn þessa frimerkja- máls sem svo hefur verið nefnt. Þór Magnússon þjóðminjavörður og skrásetjari safnsins voru i gær- morgun til aöstoðar rannsóknar- iögreglu ríkisins við athugun á því sem fundizt hefur eða komizt til skila á annan hátt. Með samanburði við skrá yfir bréfasafnið verður væntan- lega ljóst hvers enn er saknað úr safninu. Bréfasafn Tryggva Gunnarssonar, Gránufélagsforstjóra, alþingismanns og bankastjóra fslandsbanka, er eign Þjóðminjasafnsins. Með sér- stöku samkomulagi var því „deponerað” til varðveizlu í skjaia- safni Seðlabanka íslands. í febrúar- mánuði síðastliðnum komst upp um þjófnað úr safninu. Varð fljótlega ljóst að starfsmaður þess var valdur að honum. Hafði hann þegar selt einhver frímerkjanna sem voru á umslögum. Haraldur Sæmundsson í Frí- merkjamiðstöðinni sagði i viðtali við DB hinn 28. febrúar að hann hefði strax gert Seölabankanum viðvart er hann varð þess áskynja að starfs- maðurinn myndi ckki hafa haft lög- leg umráð yfir 26 frímerkjum sem hann haföi keypt af honum. Gat hann þegar f stað skilað þeim flest- um. Mesta athygli vakti hvarf umslags sem mynd er af í bókinni íslenzk fri- merki í 100 ár eftir Jón Aðalstein Jónsson. Var i fyrstu talið aö það hefði hafnað í Sviss fyrir miltigöngu annars frímerkjakaupmanns. Sam- kvæmt heimildum DB var það selt dönskum frímerkjasafnara. Talið er að tilboöa hafi verið leitað viðar í þetta verðmæta umslag. Tókst frimerkj akaupmanninum að endurkaupa umslagiö. Um verðið er ekki vitað meö fullri vissu. Víst er þó talið að það liggi einhvers staðar yfir 10 þúsundum nýkróna og þó ef til vill taisvert hærra eða allt að kr. 25 þúsundum. Málið er enn í rannsókn, sem fyrr segir, meðal annars hugsanleg sök aðildarmanna að viðskiptum við starfsmann skjalageymslu Seðla- bankans. -BS. Sigrún Ólöf í s/ö pörtum Listakona í sjö pörtum gœti þessi mynd heitið en konan heitir hins vegar Sigrún Ólöf Einarsdóttir og hefur sjúlft gert glerskálina sem hún heldur á. Mun hún því vera eini starfandi glerhönnuður ís- lendinga. Verk hennar er annars að finna á mikilli sýningu á listiðnaði sem verður opnuð að Kjar- valsstöðum í dag en þar verða einnig fuUtrúar leirlistamanna, vefara, gull- og silfursmiða ogfata- hönnuða. Hlutu þessir listamenn mikið lof erþeir sýndu verk sín í Svíþjóðfýrir skömmu. DB-mynd Einar ÓI./AI. irjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981. 118 tonna bátur á þurrt við Eyjafjörð —tveirbátartil- búniraðkippa íhann í gærkvöldi 118 tonna fiskiskip frá Vopnafirði, Rita NS 13, strandaði skammt frá Gjögurtáarvita, austanvert við mynni Eyjafjarðar, kl. 13 i gær. Sat skipið enn á strandstað kl. 18 í gærkvöldi en þá var beðið flóðs sem verða átti um kl. sjö. Voru tveir bátar, Otur frá Eyja- firði, 23 tonn, og Eyborg frá Stykkis- hólmi 55 tonn, tilbúnir til að kippa í Ritu og reyna að ná henni á flot. Rita var á leið frá Ákureyri til Vopnafjarðar er óhappið varð. Ekki er vitað um orsök strandsins en gott veður er á þessum slóðum. Engan mann hafði sakað og var öll skipshöfnin um borð og beið björgunartækifærisins á flóðinu í gærkvöidi. SVFl beið átekta en félagið hafði ekki verið beðið neinnar aðstoðar í sambandi við strandið. Stóðu eigendur Ritu i sambandi við Tryggingamiðstöð- ina, tryggingaraðila Ritu. Hafði trygg- ingafélagið ekki beðið SVFÍ neinnar aðstoðar í sambandi við strand bátsins. -A.St. Áskrifendur DBathugið Einn ykkar er svo Ijónheppinn að fá að svara spurningunum i leiknum „DB-vinningur í viku hverri”. Nú auglýsum við eftir honum á smáauglýsingasiðum blaðsins i dag. Vinningur í þessari viku er 10 gira DBS eða Raleigh reiðhjól fró Fálkanum, Suóuriandshraut 8 í Reykjavik. Fylgizt vel með, áskrif- endur, fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegu reiðhjóli rík- ari. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.