Dagblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981. Eldri kvnslóðin man tímana tvvnna i Kína. En nú vona Kinvcrjar að framtið unga fólksins verði björt. hetjur úr menningarbyltingunni. Ég heimsótti Kína ó dögum menn- ingarbyltingarinnar árið 1975 og get því að einhverju leyti borið saman ástandið þá og nú. Ég verð að viður- kenna að i fyrri ferð minni gat ég ekki betur séð en allt vaeri í besta lagi enda dásömuðu allir viðmælendur okkar „hina miklu menningarbylt- ingu öreiganna” og allir virtust ánægðir hvar sem við komum. Mér fannst þó gæta óöryggis hjá almenn- ingi gagnvart okkur útlendingunum. Menn voru ekki mikið fyrir það að láta taka af sér myndir og við gátum ekki talað við fólk sem við hittum á förnum vegi. Aftur á móti gerðist þaö nú oft að fólk sæktist eftir því að tala við okkur. Það sagði okkur frá sinum högum og vildi vita um okkar. Ég man sérstaklega eftir verkamanni einum sem vatt sér að okkur á götu vestur í Chengdu og talaði reiprenn- andi þýsku sem hann hafði lært í kvöldskóla. Tungumálakennsla hefur tekið stakkaskiptum eftir að skóla- mál komust á réttan kjöl aftur eftir menningarbyltinguna. Já, það má sjá mikinn mun á fram- komu fólks á þessum fimm árum sem liðu milli ferða minna til Kína. Fólk er miklu frjálslegra og opnara og allar aðstæður þess hafa breyst. t Klæðaburður er allur annar og miklu fjölbreyttari. Skemmtanir eru fleiri og úr meiru að moða, t.d. eru erlend- ar kvikmyndir nú leyfðar í Kína. Fyrstu erlendu kvikmyndirnar sem sýndar voru eftir menningarbylting- una voru Convoy og Nútíminn eftir Chaplin. Árið 1975 sóttum við nokkra tónleika. Þá voru allir söngv- ar um Mao formann eða menningar- byltinguna, annað mátti ekki minnast á. Mér er einna minnisstæðast úr ferð minni nú tónleikar sem við fórum á í Chengdu. Ekki vegna þess að þeir væru tónlistarlega góður, heldur vegna þess að þar var eingöngu leikin og sungin erlend tónlist. Þar voru flutt mörg ítölsk Róbertínólög og vinsælasta lagið á tónleikunum var jólalagið Jingle Bells. Kínverjarnir skemmtu sér konunglega og virtust lítið sakna byltingarsöngvanna. Þessir tónleikar eru vottur þess að Kínverjar hafa söðlað um í menning- armálum og verður það að teljast til bóta þótt alltaf megi búast við að slikt frelsi hafi einhverja gæðarýrnun i förmeðsér. Skólamál i Kina cru komin i fastar skoröur á nýjan icik. Þcssi tint'í maóur tar aö lcysa hcimavcrkcfnin sin í almcnningsjtaröi á sunnudct>i. II N Stutt heimsókn til Kína og dvöl á vinsælustu ferðamannastöðunum þar gefur ef til vill ekki rétta mynd af ástandinu og þeim breytingum sem orðið hafa á síðustu árum en ég ætla samt að leyfa mér að taka undir orð mannsins og segja að Kinverjar séu frelsaðri en áður. Svo er bara að vona að þeir kunni að fara með þetta frelsi sitt. -MKH. lega um það, hvemig greina megi skemmdavalda í sundur bæði út frá útliti skemmdanna, en einnig með samanburðarrannsóknum, sem geta orðið nauðsynlegar, ef margir skemmdavaldar eru til staðar, eins og raunar er oftast hérlendis og segja á til um það hjá hverjum höfuðsökin liggi. Útfellingar á veggjum (hvítt salt og hlaup) hafa aukist mjög í Reykjavík en minnkað á Akureyri. Samfara aukinni notkun óþvegins sjávarefnis í Reykjavík. Útbreitt sprungumynstur, sem er eitt af einkennum alkalískemmda, vex einnig mjög á árunum 1956— 1972, en var fyrir þann tíma svo sjaldgæft, að það kom ekki fram í hönnuninni. Með útbreiddu sprungu- mynstri er þá átt við sprungunet, sem þekur heila veggi, en sprungumynstur á mörgum eldri húsum eru oftast staðbundin undir eða við lekastaði. Sé Reykjavík ein skoðuð nær tíðnin hámarki á árunum 1962—1964 með 17% að meðaltali. Ef Kópavogur, Garðabær og Seltjamarnes eru tekin með er tíðnin nákvæmlega jöfn á ámnum 1962—1972 eða 10%. Á Akureyri er útbreitt sprungumynstur sjaldgæft, þó sker sig tímabilið 1%2—1%4 nokkuð úr með 10% tíðni. Höfundur dró síðan frá þau hús, þar sem hann áleit vafamál hver aðal- skemmdavaldur væri, en ályktar að þau sem þá eru eftir séu alvarlega skemmd af völdum alkalíefnabreyt- inga. Myndin, sem þá kemur út, er jafnt stígandi tíðni á húsum byggðum á bilinu 1956—1970 og er orðin 10% átímabilinu 1968—1970. íslenska háalkalísementið kemur á markaðinn seint á árinu 1958 og 1962 er byrjað að nota virkt sjávarefni í vaxandi mæli. Vaxandi útbreiðsla einkenna alkalískemmda stendur í beinu sambandi við notkun þessara tveggja efna. Ekki er vitað um virkni allra þeirra efna, sem áður voru notuð, en full ástæða er til að ætla að virk efni hafi verið á meðal þeirra. Einnig var flutt inn og notað að hluta erlent sement hér eftir að ísl. sementið kom til sögunnar og var það um 1%7. Að lokum er birt niðurstaðan af flokkun húsanna í skemmdaflokka. Ástand útveggjanna reyndist betra á Akureyri en í Reykjavik, eða 74% lítið eða ekki skemmd hús móti 59% i Reykjavik, sem aftur táknar að yfir 40% af skoðuðum húsum í Reykja- vík hafí talsverðar eða alvarlegar skemmdir.” Heilaþvottur Athugasemdir mínar við fyrr- nefnda þingsályktunartillögu eru að svo virðist sem nefndin hafi öll verið heilaþvegin. Staðhæfing um að „frægustu vísindamenn veraldar á þessu sviði bjuggust aldrei við skemmdum, þar sem þær nú koma fram” þ.e. í útveggjum húsa, fær engan veginn staðizt. Til þess að tilfæra aðeins dæmi frá íslandi, hefi ég séð skýrslu frá Tækniháskólanum í ZUrich þar sem varað var við notkun alkalí-byggingarefna á íslandi. Síðan var öll verksmiðja fsals byggð úr steinefnum frá Keflavík og eingöngu notað svonefnt „Low Alkali Cement”. Sama var uppi á teningnum við stöðvarhúsið við Búrfell, alkalífrí steinefni (að hluta frá Keflavík) og „Low Alakali Cement”. Þessir erlendu visinda- menn treystu ekki steypu okkar, annars hefðu þessar byggingar verið steyptar á hefðbundinn hátt, með efni nálægt staðnum og íslensku sem- enti. Vitaskuld varð sú gæðasteypa dýrari. Auk þess voru sömu varnar- aðgerðir notaðar við Straumsvik (Hochtief A/G) og Sundahöfn (Skánska Cementgjuteriet). Ég hefi athugað markaðshlutdeild Steypu- stöðvar BM Vallá h/f. á árunum 1%2—73 og telst mér svo til að þeir hafi á þessum árum steypt ca 38% af allri þeirri steypu sem seld var af BM Vallá h/f, Steypustöðinni h/f og Verk h/f. Rannsóknir sýna að ca 40% af skemmdum húsa á Stór- Reykjavíkursvæðinu á þessu tfma- bili stafa af alkalí-skemmdum. 1 húsum steyptum frá Verk h/f hafa engar alkalí-skemmdir fundist, og Steypustöðin h/f heldur þvi sama fram. Virðist mér að hér sé komin alveg ákveðin vísbending um að hin gallaða alkali-steypa sé að mestu eða jafnvel öllu leyti komin frá BM Vallá h/f áárunum 1962—73. Af hverju eiga nú þeir sem völdu betri steypu en sjávarefnasteypu að fara að styrkja þá óbeint sem notuðu gallaða steypu, m.a. vegna linnulauss áróðurs um að Björgtmarsfni væri örugglega besta fáanlega steypuefnið á Reykjavikurmarkaði? Af hverju eiga ekki steypustöðv- arnar, múrarameistararnir og Sementsverksmiðjan að borga hluta? Ef það verður ekki gert, og allir eru ábyrgðarlausir, hvernig verður þá áframhaldið? Verk h/f sótti á árunum 1970—74 efni í svonefndan Rauðamel nálægt Keflavik. Þar var um að ræða alkalí- fritt efni. Mun ódýrara hefði verið að sækja efnið til Björgunar h/f. Aukakostnaður var þá 3—5 milljónir gkr. á ári, sem samsvarar nú skv. byggingarvísitölu 65—110 milljónum gkr. Fáir hafa þakkað Verk h/f að vera trútt þeirri hugsjón að selja ekki steypu úr gölluðum sjávarefnum. Búið var að margvara við notkun Björgunarefnis en menn vildu heldur taka áhættuna. örugg steypa var einnig á boðstólum, og Vegamála- stjórn, Hafnarmálastjórn og Lands- virkjun neituðu alveg notkun Björgunarefnis. Reykjavíkurborg neitaði einnig i byrjun, en gafst síðar upp á neituninni vegna stjórnmála- legs þrýstings. Er allt komið í lag? Vafalaust hafa þessi embætti gert sér ljóst að þama var hætta á ferðum. í Danmörku t.d. eru 630 brýr af 1060, steyptum eftir 1%0 mjög skemmdar af ýmsum orsökum. Danir tóku einnig áhættuna en töpuðu greinilega. Slegið hefur verið föstu þar, að skemmdirnar eru ekki á ábyrgð verktakanna, nema i undan- tekningartilfellum. Ég álit einnig að við séum að taka óþarfa áhættu hér á Reykjavíkursvæðinu og engin sönnun sé fyrir því að nú sé allt komið í lag. „Vandamálið á Stór-Reykjavíkur- svæðinu er það, að aðal steypuefnið er alkalí-virkt og venjulegt íslenskt Portlandsement með því alkalíríkasta sem þekkist. Spurningin er, hvort unnt er að nota þessi hráefni saman í útveggi húsa, án þess að eiga á hættu skemmdir af völdum alkali-kísil efnahvarfa. Nú er sú hætta fyrir hendi, að alkaliefnabreytingum verði kennt um fleiri skemmdir en réttmætt er. Má nefna, að skemmdir í Slökkvistöð Reykjavíkur hafa í fjölmiðlum verið teknar sem dæmi um slíkar skemmd- ir, en rannsóknir hafa sýnt, að þar eru frostverkanir höfuðorsök skemmdanna, þar eð steypan er ekki frostþolin. Sama gildir að líkindum einnig um Sundlaugarnar í Laugar- dal. Haustið 1975 var Rannsóknastofn- un byggingariðnaðarins beðin um að rannsaka steypuskemmdir í ákveðnu einbýlishúsi í Garðabæ, þar sem um var að ræða útbreitt sprungumynstur í pússningu og steypu. Voru boraðir kjarnar úr húsinu og þeir rann- sakaðir. 1 ljós kom að þrýstiþol steypunnar var hátt en grunur lék á að alkalí-kísil hlaup væri í steypunni. Voru kjarnar þá sendir til Karlstrup til frekari ákvörðunar. Þaðan barst síðan skýrsla haustið 1976, þar sem staðfest var að mikill alkali-kísil efnahvörf hefðu átt sér stað í steyp- unni. Var þetta fyrsta sönnun þess að alkali-efnahvörf hefðu valdið skemmdum á íslandi og einnig fyrsta dæmi f heiminum um slfkar skemmdir f útveggjum húsa.” Með notkun kísilryks til blöndunar í islenska sementið gætu komið upp ný vandamál, eins og t.d. frostþol gæti eyðilagst, nema notaðar séu nýjar tegundir af Ioftblendi. Fyrirhugaðar viðgerðir með klæðningu utan á húsum heppnast vonandi en eru ekki öruggar, því þótt rakainnihald veggjanna minnki, eru alkalíefnin vatnsdræg og gætu safn- að til sín þeim litla raka sem fæst allt- af eftir klæðningu, meðan rakastig innanhúss er hærra en utanhúss. Að lokum vísa ég hér með orðrétt i stórmerka grein í Mbl. 28. maí 1981 eftir Bjarna Helgason. Einhverjum hefði þótt eðlilegt, að ríkisverksmiðjan sjálf hefði haft forystu alla tíð um að bæta úr umræddum ágalla sementsins. Verk- smiðjan getur ekki með nokkru móti skotið sér bak við steypuframleið- endur eða alkalívirk fylliefni til stein- steypu. í mörg ár hefur verið vitað um alkalí-virkni sementsins hér á landi og hættuna henni samfara. Einnig hefur verið vitað um erfiðleik- ana á öflun betri fylliefna. Þrátt fyrir þetta var lengi haldið áfram að selja svona vafasamt sement, sem hús- byggjendur keyptu í góðri trú sem úrvalsvöru. Og það líður langur tími, þangað til verksmiðjunni þóknast að breyta svo framleiðslunni í átt til verulegrar lækkunar á alkalíinnihaldi sementsins. Þó veit enginn enn með vissu, hversu miklu endingarbetra sementið er nú í samanburði við það sem var. En skaðinn er skeður og margir húseigendur hafa orðið fyrir óút- reiknanlegu tjóni af þessum sökum. Sementsverksmiðja ríkisins þarf ekki að standa í frjálsri og heiðarlegri samkeppni um markaðinn og standa þannig eða falla með gæðum fram- leiðslu sinnar. Engu að síður getur hún ekki skorast undan ábyrgð á hlutdeild sinni í tjóni af völdum alkalískemmda í steinsteypu undan- farin ár. Slíkt undanskot mundi bera vott um ábyrgðarleysi og óheiðarleik í rekstri. Sementsverksmiðjan þarf ekki að verða eins og rykað steintröll í þjóðfélaginu. Það er hlutverk stjórnmálamannanna að sjá um, að þetta ríkisfyrirtæki þjóni fólkinu i landinu eins og bezt verður á kosið. Aðeins það bezta er nógu gott í þessum efnum.” Birgir G. Frímannsson verkfræðingur. Til skýringar fylgir hér mynd, scm sýnir vinstra mcgin, hvcrnig loftbólurnar drcilast jafnt mcó um I mm Ijarlægrt, og gcfur það frostþolna stcypu. Hægra mcgin cr stcypa mcð alkali-vandamáli. Drciting loftsins (svörtu dílarnir) cr nú svo lclcg, að stcypan er ckki frostþolin. Samt mælist svipað loftmagn í báðum tilfdlum, cn loftmælingar scgja ckkcrt uni drcifínguna, scm cr aðalatriðið. „Hörmungarsagan

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.