Dagblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 4
Svipuð eyðsla í mat þrátt fyrir kjötskrokk „Eyðsla í mat og hreinlætisvörur er mjög svipuð og í siðasta mánuði hjá mér. Þó eru þarna innifalin kaup á einum kjötskrokki,”segir m.a. í bréfi fráhúsmóður fimm manna fjöl-1 skyldu í Reykjavík. Hún er með rúmlega 580 kr. á mann í maimánuði. „Liðurinn „annað” er bæði langur og fjölskrúðugur. Hæst ber þar útborgun í tjaldvagni og auðvitað fylgir alls konar viðleguútbúnaður fast á eftir'. Þessi varningur finnst mér vera mjög dýr. Svo eru fermingargjafir og fatnaður. Ekki má gleyma bílnum, sem skrapp í sína árlegu ferð upp á Ártúnshöfða og þurfti á smáviðhaldskostnaði að halda. Það er ekki svo erfitt að gera grein fyrir krónunum sem fara í gegnum hendurnar á manni. Með kveðju”. Liðurinn „annað” hjá þessari Reykjavíkurfjölskyldu var upp á rúmlega 16 þúsund kr. Benda má á, að innkaup á borð við tjaldvagn og viðleguútbúnað verður að skoðast sem fjárfesting, en ekki eyðsla. Fjölskyldan á áreiðanlega eftir að hafa mikla ánægju af þessari fjárfest- ingu um ókomin ár. — í verðbólgu- þjóðfélagi er einnig alltaf hægt að hugga sig við að ef við fjárfestum í einhverjum nytsömum hlutum erum við alltaf, ,að græða’ ’. -A.Bj. — vona flatkökupakki kostar 4 krónur og 10 aura. í honum cru 2 kökur. Séu þ*r .murðar með einu 15 gramma smjörstykki hvor (80 aurar) og á hvora þeirra lagt i ilt bréf af hangikjöti (5 sneiðar á 6 krónur og 50 aura) fer verðið á hvorri köku- .ipp i 9 krónur og 80 aura. Það er því að minnsta kosti helmingur af verðinu sem gt er ofan á. DB-mynd Gunnar Örn. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981. Mjólkurnýjung: Þeytiiiómi sem geymist mán- uðum saman Nýi rjóminn er eingöngu í pelaumhúðum eins og þeim sem G-mjólkin er seld I. DB-mynd Gunnar Örn. Hver hefur ekki staðið sárreiður og sótbölvandi með súran rjóma í hend- inni, einmitt þegar átti að þeyta hann handa gestum? Þeir sem ekki hafa gert það hafa að minnsta kosti heyrt um fólk sem lent hefur í þessari a^stöðu. En nú ætti enginn framar að þurfa að lenda í vandræðum með að geyma rjómann bæði vel og lengi og eiga hann samt í nothæfu ástandi. Á markað er nefnilega kominn geymsluþolinn þeytirjómi. Hann er 36% feitur eins og sá venjulegi en aðeins dýrari 1 verði. Þannig kostar peli af þessum nýja þeytirjóma 10 krónur og 40 aura eða 65 aurum meira en venjulegur rjómi. Rjóminn er gerður geymsluþolinn með þvi að hita hann upp fyrir það mark sem gerlarnir þola. Honum er sfðan pakkað i loftþéttar umbúðir. Hann þolir í þeim 2 mánaða geymslu við venjulegan íbúðarhita. Rétt áður en hann er þeyttur er hins vegar gott aö stinga honum í kælinn. Það vita allir sem reynt hafa að það er nær ógjörningur að þeyta volgan rjóma. Neytendasíðan reyndi þennan nýja rjóma í tilraunaeldhúsinu. Fyrst stóð rjóminn á sólbökuðu skrifborði blaðamanns í nokkrar klukku- stundir. Síðan var hann settur í kæli í nokkra tíma og loks þeyttur. Ég er ekki frá því að það taki ögn lengri tíma að þeyta hann en venjulegan rjóma og að ekki verði alveg eins mikið úr honum. En mér var lífsins ómögulegt að finna nokkurn mun á bragðinu. Oddur Helgason sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni hafði þó sagt mér að örlitið hitabragð kynni að vera að rjómanum. En ég fann það sem sagt ekki. -DS. DýrtáFlúðum: Hatkakan á 20 nýkrónur „Er virkilega leyfilegt að selja veit- ingar á hvaða verði sem er f skemmti- húsum úti á landi? ” spurði kona sem hringdi til okkar úr Árnessýslu. Hún hafði brugðið sér á dansleik á Flúðum. Þar kostaði 100 krónur inn og þótti víst flestum nóg. En þegar gesti tók að svengja síðar um kvöldið komust þeir að því að enn átti buddan eftir að léttast verulega. Hálf smurð flatbrauðskaka með þunnri hangikjötssneið kostaði 10 krónur eða þúsund gamlar krónur. Eftir því kostaði ein flatbrauðskaka sem sagt 20 krónur. Samloka úr hveitibrauði með þunnri áleggssneið kostaði 15 krónur og innihaldið í gosflösku 5 krónur. „Já, þetta er frelsið” sagði Jóhannes Gunnarsson fulltrúi verð- lagsstjóra þegar hann var spurður að því hvort þessi verðlagning væri leyfileg. „Á öllum veitingum á svona stöðum er frjáls álagning”. Eina undantekningin, að sögn Jóhannes- ar, er verð á tóbaki og sælgæti en á því er hámarksverölagning. Uti á landi geta þeir líka réttlætt gjörðir sfnar með því að mikill flutningskostnaður leggist á vöruna. Það geta þeir ekki í Reykjavfk og er þó algengt verð á innihaldi gosflðsku 12—17 krónur á veitingastöðum. -DS. / . V e r ðfcönnun Gerð 16. júní 1981 S J O P P U R Höfn Árnesti Fossnesti Arnberg ís í brauðformi . . .. 7.50 8.50 8.50 8.50 ís í boxi með sósu . . 10.50 10.50 Pylsa 8.00 10.00 10.00 10.00 Kók, lítil 2.30 3.50 3.00 3.50 Fanta, 1 Iítir .. 10.85 13.00 Prins Polo (stórt) 3.70 4.00 4.00 4.00 Thule 4.40 6.50 Síríus súkkulaði, 100 gr. . . . 10.00 10.00 10.00 9.90 Brjóstsykur, 1 poki 4.00 4.10 3.70 4.10 Eldspýtnastokkur 1.05 1.05 1.00 Ritz kex (lítill pakki) . . . .. 10.50 10.50 Bugles . . ... . . 13.00 13.75 15.00 B A K A R f Brauðgerð K. Á. Guðnabakarí Vínarbrauð . . 2.10 2.30 Rúnstykki . . 1.25 1.40 Jólakaka .... . . 12.80 13.00 Djöflaterta . . .. 21.20 Sandkaka .. . . . 15.20 15.20 Marmarakaka . . . 15.70 15.20 Snúður .... .. 2.75 2.80 Kúmenhorn . . 1.60 1.70 Sérbakað vínarbrauð . . .. 2.75 2.55 Tebolla .... .. 2.75 3.00 Möndlukaka . . .. 12.80 13.00 Vínarbrauðslengja . . 10.90 10.75 Selfoss: Vörufistfno — júr Er Magasín ódýrast? — svo segja forráðamenn þess Okkur hefur borizt fréttatil- kynning frá Magasfn-póstverzluninni íslenzku. í henni kemur fram að vörur frá Magasini séu á hagstæðara verði en í erlendum verðlistum og f verzlunum, samkvæmt könnun verð- lagsstjóra. Frá þeirri könnun var greint hér á sfðunni á mánudag og þriðjudag. Sem dæmi er tekið verð á þrem hlutum, gallabuxum, Polaroid myndavélum og Kodak instant fílm- um. Gallabuxurnar sem Magasfn gefur upp verð á eru ekki frá sama framleiðanda og f erlendu verðlistun- um og í búðum. En að sögn Ástþórs Magnússonar hjá Magasin er frá- gangur mjög svipaður svo og efni. Myndavélin og filmurnar eru hins vegar nákvæmlega eins. Verðsaman- burðurinn kemur svona út: Erlendir listar Gallabuxur 389,40 Polaroid myndavél 499,00 Kodak instant filma 210,00 Smásöluverzlanlr (meðaltal könnunar verðlagsstjóra) Magasln 276,75 189,00 387,00 359,00 85,00 79,00 Varan er pöntuð í gegn um sfma og send gegn póstkröfu. Full ársábyrgð er tekin af vörunum. -DS. Raddir heytenda Höf n hagstæðust f sælgætinu Blaðið Dagskrá sem gefið er út á Selfossi gerði nýlega verðkönnun á ýmsu sælgæti, svo og kaffibrauði. Neytendasíðan hefur fengið leyfi til að birta könnunina sem fer hér á eftir. Eftir henni að dæma virðist einna hagstæðast af sjoppunum að verzla í Höfn. Þar er bæði mest úr- valið og oftast ódýrasta varan. Bakaríin tvö sem verðið var kannað hjá eru með næsta svipað verðlag. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.