Dagblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Lokabaráttan fyrir þingkosningamar í ísrael hafin: SHIMON PERES HEFUR SPILAÐ ÚT TROMPINU —Kosningabaráttan snýst nú mjög um persónu Menachems Beginforsætisrádherra—Erhannþorpaneðahetja? Shimon Peres, leiðtogi Verka- mannaflokks ísraels, hefur lagt lang- vinnar deilur sínar við Jitzaak Rabin, fyrrverandi forsætisráðherra, á hilluna og i þess stað sett hann f fremstu viglinu flokksins í hinni hörðu kosningabaráttu vegna þing- kosninganna sem fram fara í ísrael næstkomandi þriðjudag. Þar meö hefur Peres spilað út sinu aðal trompi i kosningabaráttunni. Rabin sem er talinn vinsælasti stjómmálamaður Verkamanna- flokksins, kom fram á blaðamanna- fundi með Peres í gærkvöldi og kvaðst verða forsætisráðherra i stjórn Peresar ef Verkamanna- flokkurinn færi með sigur af hólmi i þingkosningunum. Þessi póhtiska endurkoma Rabins er mikið áfall fyrir Likud-bandalag Menachems Begin forsætisráðherra. Vonir bandalagsins um sigur i kosningunum höfðu skömmu áður orðið fyrir áfalli er Peres þótti hafa betur (sjónvarpseinvigi við Begin. Siöustu skoðanakannanir sýna að Likud-bandalagið hefur enn fimm prósent forystu yfir Verkamanna- flokkinn en um þrjátiu prósent kjósenda hafa enn ekki gert upp hug sinn. Begin hefur haldið Peres i vörn lengst af kosningabaráttunnar meö Peres sá harðskeyttari. Hann sakaði kraftmikilli og harðvitugri kosninga- Begin um að æsa kjósendur til of- baráttu sinni. Gn í sjónvarpseinviginu beldis. Begin segist hafa oríið svo um I gær, sem talið er að tvær milljónir þessar árásir frá þessum höfuðand- fsraelsmanna hafi fylgzt með, var stæðingi sinum i kosningunum að Jitzhak Rabin (til vinstri) og Shimon Peres hafa nú lagt ágreininginn til hliðar í von um að Verkamannaflokknum takist á sfðustu stundu að tryggja sér sigur i þingkosningunum næstkomandi þriðjudag. ,,ég var næstum dottinn af stóln- um.” Þeir Peres og Rabin hafa háð harða baráttu um forystuna i Verka- mannaflokknum allt frá þvi er Golda Meir dró sig 1 hlé sem forsætisráð- herra árið 1974. Rabin, sem var for- sætisráðherra frá 1974 til 1977, sigraöi Peres tvívegis 1 baráttu um forystuhlutverkið í flokknum en í janúar var það Peres sem hafði betur á flokksþinginu. Báðir sögðust þeir i gærkvöldi hafa strikað yfir ágreining sinn á undan- förnum átta árum. Hann heyröi nú sögunni til. í sjálfsævisögu sinni, sem út kom á slöasta ári, sakaði Rabin Peres um aö hafa setið á svikráðum við sig allan tímann sem hann var forsætisráö- herra. Hann sagði að Peres væri spilltur og óábyrgur. Likud-bandalagið hefur notfært sér þessa bók mjög i kosningabarátt- unni til að sýna fram á sundrung í Verkamannaflok knum. Skoðanakannanir hafa sýnt að Rabin nýtur mun meiri vinsælda meðal kjósenda heldur en Peres. Undanfarna viku hefur kosninga- baráttan snúizt mjög um persónu Menachems Begin forsætisráðherra þar sem skiptar skoðanir eru um hvort hann sé hetja eða þorpari. Verkamannaflokkurinn hefur kallað hann öllum illum nöfnum meðan stuðningsmenn hans innan Likud- bandalagsins hafa hafið hann til skýj- anna sem manninn sem kom á friði við Egypta og treysti varnir ísraels gagnvartumheiminum. Kosningabaráttan, sem nú er háð i ísrael, er sú harðasta i manna minn- um. Til átaka hefur komið á fram- boðsfundum og hefur ofbeldinu einkum verið beint gegn Verka- mannaflokknum. Begin hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á því og um að leiö að flokkur hans beiti aðferðum fasista. Lokaðá laugardögum Að gefnu tilefni vill Verzlunarfélag Reykjavíkur vekja at- hygli félagsmanna á því að samkvæmt reglugerð Reykja- víkurborgar og samningum VR er óheimilt að hafa verzl- anir opnar á laugardögum til 1. september nk. Vinna við afgreiðslustörf á laugardögum til 1. september brýtur því í bága við landslög og samninga VR. VR treystir félagsmönnum til að virða landslög og samninga félagsins. Verz/unarmannafé/ag Reykjavíkur Siglingamála- stofnun ríkisins Tilboð óskast í innanhússfrágang á ca 650 ferm húsnæði á 4. hæð á Hringbraut 121 í Reykjavík. í verkinu er m.a. fólgin uppsetning innveggja úr timbri, smíði og uppsetning hurða og borða, endurnýjun á rafkerfi, uppsetning hreinlætis- tækja, málning og dúkalögn. Verkinu skal að fullu lokið 1. október 1981. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 1.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð sama stað miðvikudaginn 8. júlí 1981, kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 FRIÐARGANGA Þrjú til fimm þúsund manns hófu síöastliðinn mánudag friðargöngu frá Kaupmannahöfn til Parísar. Stemning- in var mikil meðal göngumanna, sem fæstir munu þó ganga alla leið. Á borðum sem göngumenn báru mátti meðal annars lesa áletranir eins og þessar: „Engin kjarnorkuvopn”, „Ekkert stríð”. Slagorð þeirra, sem hófu gönguna á mánudagsmorgun var: „Gangið með — einn kilómetra eða þúsund.” Búizt er við að göngumönnum fjölgi mjög er gangan fer um V-Þýzkaland og Holland en þar hefur friðarhreyfmg- unni vaxið mjög fiskur um hrygg að undanförnu. Um 500 Englendingar hafa tilkynnt þátttöku sina i síðasta áfanga göngunnar til Parisar. Þátttak- endur eru annars víðs vegar að, frá Spáni, Bretlandi, frlandi, Hollandi, V- Þýzkalandi, Rómönsku Ameriku, Japan og Bandaríkjunum. Göngumenn leggja upp frá Kaupmannahöfn. Göngunni á að Ijúka 9. ágúst I París og þá munu þeir, sem gengið hafa alla leiðina, hafa að baki 45 daga göngu. Sadat er bjartsýnn á samkomulag Anwar Sadat forseti Egyptalands sagði 1 samtali við hið hálfopinbera málgagn egypzku stjórnarinnar i gær að hann ætti von á aö samkomulag tækist fyrir lok þessa árs um sjálfstjórn til handa Palestinumönnum á vestur- bakkanum og á Gaza-svæðinu. Huang í sáttajbr til Indlands Huang Hua utanríkisráðherra Klna er kominn ( fimm daga opinbera heim- sókn til Indlands þar sem hann mun leitast við að jafna ágreining þessara tveggja fjölmennustu rikja heims. Við komuna til Nýju-Delhi lét Huang í ljós þá von að viðræður hans viö ráðamenn I Indlandi yrðu „hrein- skilnislegar, opinskáar og vingjarn- legar,” og að þær yrðu til þess að styrkja bðndin sem tengja þessar tvær þjóðir. FrúPeron sýknuð öðru sinni Frú Maria Estela Peron, fyrrum for- seti Argentinu, var i gær sýknuð öðru sinni á fimm mánuðum af ákærum um að hafa misnotað sjóði forsetaembætt- isins meðan hún sat á forsetastóli árin 1974—1976. Dómarinn, Pedro Carlos Narvaiz, sagði að ekki væru fyrir hendi nægar sannanir fyrir þessum ásökun- um. Frú Peron situr i stofufangelsi vegna tveggja annarra ákæra um fjárdrátt úr opinberum sjóðum og um ólöglegan flutning opinberra eigna. Dómstólar hafa enn ekki fjallað um þær ákærur gegn henni. Frú Peron var steypt af stóli sem for- seta Argentínu í stjórnarbyltingu hers- ins árið 1976. Carlzon verður forstjóri SÁS „SAS verður haröskeyttara og betra fyrirtæki og flugið mun skila hagnaði innan þriggja ára,” segir Jan Carlzon, sem 1. ágúst næstkomandi mun taka við æðsta forstjórastarfi hjá SAS-flug- félaginu. Carlzon tekur við af Carl-Olov Munkberg, sem hverfur nú til annarra starfa eftir að hafa verið forstjóri SAS síðastliðin þrjúár. Carlzon segir að þar sem SAS eigi við sömu vandamál að striða og önnur flugfélög þá verði það einfaldlega aö verða betra en önnur flugfélög til að halda velli. Hann hefur boðað mikla endurskipulagningu á fyrirtækinu til að rétta við fjárhag þess. Sú endurskipu- lagning mun þó ekki felast í því að boðið verði upp á lægri fargjöld en áður, segir hann.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.