Dagblaðið - 26.06.1981, Page 10

Dagblaðið - 26.06.1981, Page 10
Útgefandi: Dagblaðk) hf. Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aöstoóarritstjóri: Haukur Halgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdai. íþróttir. Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingótfsson. Aóstoóarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Ánna Bjarnason, Adi Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sig- urösson, Dóra Stofánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Siguröur Svorrisson. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamlorfsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Svoinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hall- dórsson. Drerfingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Hnur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. , Áskríftarverð á mánuði kr. 80,00. Verö f lausasöiu kr. 6,00. Lítil reisn var yfir utanför Tómasar Árnasonar viðskiptaráðherra. Hann fór erindisleysu á fund bandalagsmanna okkar í fríverzlunarbandalaginu og manna Efnahagsbandalagsins. í orði kveðnu átti ráðherra að vera að biðja um samþykkt við stuðning við íslenzkan iðnað, viðurkenningu á álagningu svonefnds að- lögunargjalds á innfluttar samkeppnisvörur. í raun virðist ráðherra hafa verið áhugalítill um erindið,' og því fór sem fór. Aðlögunargjaldið var til komið vegna þess að íslenzkur iðnaður nýtur ekki sömu starfsskilyrða og iðnaður samkeppnisþjóðanna. Iðnaðurinn er hér í öskustó í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Gengi krónunnar er miðað við sjávarútveg. Sé grundvöllur gengisskráningarinnar skekktur með tilfærslum til sjávarútvegs, verður hlutur iðnaðarins þeim mun lakari hverju sinni. Sé gengi krónunnar þannig haldið uppi, fær útflutningsiðnaðurinn ekki það, sem honum ber, þegar hann selur erlendis. Á sama hátt keppa íslenzkar iðnaðarvörur á innanlandsmarkaði þá við sams konar óhagræði gagnvart innfluttum vörum. Aðlögunargjaldið hefur verið ill nauðsyn. Vissulega ætti ekki að þurfa að leggja slikt gjald á innfluttar vörur, en frjáls samkeppni að gilda. En það er ekki fólkið í iðnaðinum, sem krefst fráhvarfs frá frjálsri samkeppni. Það eru stjórnvöld sjálf, sem skerða hlut iðnaðarins með því að láta hann bera gjöld í ríkari mæli en aðrar atvinnugreinar og skekkja með því grundvöll gengisins, iðnaðinum í óhag. Þess vegna var aðlögunargjald lagt á. íslenzk stjórn- völd fengu ríkin í EFTA til að fallast á gjaldið. Ríkin í Efnahagsbandalagi Evrópu mótmæltu en höfðust ekki að. Þetta gjald féll niður um áramótin. Alþingi sam- þykkti í desember lög um nýtt aðlögunargjald, en ríkis- stjórnin hefur ekkert aðhafzt. Við niðurfellingu gjalds- ins versnaði samkeppnisaðstaða íslenzks iðnaðar um þrjú prósent. Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa íafnvel í ríkari mæli en ráðherrar undanfarinna stjórna svarað málaleitan iðnaðarins með útúrsnúningi. Andúð á kröfugerð þrýstihópa er eðlileg, en í þessu ilviki hafa stjórnvöld orðið við kröfugerð þrýstihópa í ítvegi og landbúnaði með þeim hætti, að gert er á hlut ðnaðar. Samt núa ráðherrar iðnaðinum því um nasir, að kröfur hans um leiðréttingu séu nöldur þrýstihóps. Hálft ár er liðið, síðan aðlögunargjaldið féll niður. Nú kemur viðskiptaráðherra loks fram og lýsir synjun EFTA- og EBE-manna án þess að segja, hvað beri að gera. Viðskiptaráðherra hefur örugglega ekki fylgt málinu eftir sem skyldi. Á sínum tíma viðurkenndu EFTA- menn, að aðlögunargjald væri rökrétt vegna erfiðleika ýmissa iðngreina sakir tollalækkana, þarfar á átaki í iðnþróun hér á landi og verðbólgunnar. Þessar rök- semdir eru jafngildar í dag og fyrir tveim árum. Líkur eru til, að bandalagsmenn okkar samþykktu fremur sérgjöld á ákveðna flokka innfluttra iðnaðar- vara en almennt aðlögunargjald, enda gert ráð fyrir þeim möguleika í samningum. Slík gjöld eru óyndisúr- ræði, en kynnu að reynast nothæf. Að sjálfsögðu væri hið rétta, að ríkisstjórnin leið- rétti sjálft kerfið og gerði slík gjöld óþörf með því að jafna hlut atvinnuvega gagnvart launaskatti, aðstöðu- gjaldi og skattfríðindum starfsmanna. Grundvöllur gengisskráningarinnar yrði leiðréttur, svo að ekki þyrfti að bæta hlut iðnaðar með álagningu aðlögunar- gjalds. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JÚNl 1981. Efnahagsvandi Póllands eykst stöðugt: AÐGERÐARLEYSI STJÓRNVALDA ER STÆRSTA VANDAMÁLH) NÚ Algengt er að fólk standi klukkustundum saman i biðröðum i Póllandi til að festa kaup á brýnustu Iffsnauðsynjum. —segir Andrej Sawiscak, hagf ræðipróf essor við háskólann í Varsjá og einn af ráðgjöfum Einingar, sambands hinna óháðu verkalýðsfélaga, í Póllandi Andrei Sawiscak, prófessor í hag- fræði við háskólann í Varsjá, er einn af ráðgjöfum Einingar, sambands hinna óháðu verkalýðsfélaga. Þrátt fyrir erfiðleikana er hann bjartsýnn. „Skortur á neyzluvörum er okkar alvarlegasta vandamál,” sagði hann í samtali við blaðamann danska dag- blaðsins Politiken fyrir skömmu. „Nú er einkareksturinn, og þannig er rekstri 80 prósenta af landbúnaðin- um háttað, sannfærður um að hann fái leyfi til að halda áfram. Það hefur leyst úr læðingi afl sem innan tveggja ára mun auka framleiðsluna um 20 prósent. Aukningin á kjötframleiðsl- unni kemur því'miður síðast en fram- leiðslan er þar einnig á réttri leið. Vandamál okkar felst í því hvort iðnaðurinn reynist fær um að vinna úr hráefnunum. Við höfum stöðvað útflutning á varahlutum í smáiðnaði og er það ætlað að koma okkar smáiðnaði til góða. Hinir opinberu aðilar halda því fram að kolaframleiðslan hafi dreg- izt saman vegna þess að hinni óháðu verkalýðshreyfingu tókst að knýja fram kröfur sínar um fimm daga vinnuviku. Þessi staðhæfing stenzt hins vegar ekki. Á tímum Giereks var unnið allan sólarhringinn. Vélarnar eru af þeim sökum einfaldlega úr sér gengnar. Jafnskjótt og gert hefur verið við þær munum við ná upp eðlilegri fram- leiðslu þrátt fyrir fimm daga vinnu- vikuna og þar með tökum við að afla aukins vestræns gjaldeyris.” Sawiscak telur að grundvallar- breytingar þurfi að eiga sér stað í efnahagskerfi Pólverja svo unnt sé að ná fram margvíslegum umbótum. í augnablikinu boðar Kommúnista- fiokkur landsins ekkert slíkt heldur bíður eftir niðurstöðum flokksþings- ins um miðjan júlimánuð. Sawiscak telur að þetta aðgerða- leysi ráðamanna nú sé stærsta vanda- málið sem Pólverjar standa frammi fyrir. (Politiken) Frá samningafundi Einingar, sambands hinna óháðu verkalýðsfélaga, og stjórn- valda. Stjórnvöld halda því fram að fimm daga vinnuvikan eigi sök á minnkandi framleiðslu i landinu. Fjárhagserfiðleikar Póllands vaxa. Framleiðslan er núna um það bil þrettán prósent minni en á síðasta ári og fleiri og fleiri vörutegundir hverfa úr verzlunum. Vöruskorturinn er mestur á dag- legum neyzluvörum. Vegna matvæla- skömmtunarinnar fá allir Pólverjar kjöt, smjör, sykur og mjöl. Það er- hins vegar svo gott sem ómögulegt að fá keyptar eldspýtur, sápu, hár- sjampó, þvottalög, gosdrykki, kaffi og mjólkurduft fyrir smábörn. Sígarettur fást aðeins af og til og menn verða oft að standa klukku- stundum saman í biðröðum við verzlanirnar. Vegna árstíðarinnar er nú nóg framboð af grænmeti en niðursuðu- iðnaðinn vantar dósir svo hinar pólsku húsmæður kvíða komandi vetri. Erfiðleikarnir eru ekki sízt fólgnir í skorti á vestrænum gjaldmiðli. Pólskur iðnaður er mjög háður varahlutum, hráefnum og hálfunnum vörum einkum frá Vestur-Evrópu og Sovétríkjunum. Þrátt fyrir að mjög hafi verið dregið úr innflutningi til Póllands á þessu ári þá þurfa Pólverjar nú á að halda tíu milljörðum dollara til vaxtagreiðslna og afborgana eða til kaupa á varahlutum og hráefnum.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.