Dagblaðið - 26.06.1981, Síða 24

Dagblaðið - 26.06.1981, Síða 24
Læknaþjónustan: MAUÐGEGNRIKI OGBORGDÓMT —f yrirtækið starfar áf ram að naf ninu til, en starfsmennimir komnir í spítalavinnuáný „Viö búumst við að málarekstur- inn taki minnst tvo mánuði, það er engum i hag að þetta dragist öllu lengur,” sagði Jóhann Heiðar Jóhannsson stjórnarformaður Læknaþjónustunnar sf. í samtali við Dagblaðið. Læknaþjónustan stefndi ríkissjóði og borgarsjóði Reykjavíkur til greiðslu á reikningum vegna vinnu lækna og sérfræðinga meðan á læknadeilunni stóð. Málið hefuri verið þingfest og er tii meðferðar i Borgardómi Reykjavíkur. „Læknaþjónustan er sjálfstæður skattaðili og mun starfa áfram þó svo að starfsmenn okkar gangi nú inn I fyrri störf í kjölfar samkomulagsins við rikið,” sagði Jóhann Heiðar. „Enn eru ókomnir inn fjölmargir reikningar frá læknum sem eftir er að innheimta.” Rikið og Reykjavikurborg hafa, frá því Læknaþjónustan var stofnuð, neitað að viðurkenna taxtana sem ákveðnir voru fyrir þjónustu lækn- anna. Engir reikningar hafa þvi fengizt greiddir og Læknaþjónustan tók það til bragðs að stefna ríki og borg til greiðslu á þeim. Samkvæmt taxta Læknaþjónustunnar kostaði útseld vinna sérfræðings kr. 420 á tímann. Taxti aðstoðarlækna var 70% af sérfræðingstaxta, eða kr. 294 á tímann. Jóhann Heiðar sagði að innan við helmingur heildarupp- hæöarinnar ætti að koma I hlut við- komandi lækna. Til frádráttar kæmu launatengd gjöld, orlof, skrifstofu- kostnaður og fleiri liðir. í samningum lækna og rikis er ekki minnzt einu orði á Læknaþjónustuna sf. og ógreiddu reikningana margum- ræddu. Samkomulag var gert um að halda þvi utan við viðræðurnar. Þorsteinn Geirsson í fjármála- ráðuneytinu sagðist ekki geta sagt hvað læknum yrði borgað sem unnu á meðan á deilunni stóð. „Auðvitað verður eitthvað að borga þeim, en óljóst er ennþá hvað þar verður lagt til grundvallar. ” - ARH Leik- og gœzluvellir út um borg og bi hafa verið fullir af frlskum og kátum krökkum undanfarna daga þegar sólin hefur skinið og laðað brosfram i andlitin. DB-mynd: Gunnar Orn •mmmmumm Amsterdamf lug tveggja flugf élaga að hefjast: Ðm fíugstríd milli fyrirtækja sem berjast íbökkum —samvinna Flugleiða og Iscargo möguleg kjósi farþegar Amsterdam Fyrsta áætlunarferð Iscargo með farþega til Amsterdam var farin frá Keflavíkurflugvelli i gærmorgun. Samningar tókust við hollenzka flug- félagið Transavia um að það legði til Boeing 727 i þetta áætlunarflug. Sérstakt kynningarverð, kr. 1.750' báðar leiðir, var boðið enda má heita að hvert hinna 130 sæta flug- vélarinnar hafi verið skipað. Næsta áætlun er hinn 29. júní á sama kynningarverði. Framhaldið er fyrirhugað þannig að fiogið verði til Amsterdam hvern mánudag og að líkindum annan hvern fimmtudag á svokölluðu Apex — fargjaldi, eða kr. 2.098.00. Flugleiðir hf. hafa nú auglýst áætlunarflug til Amsterdam á hverjum föstudegi frá 3. júli næst- komandi til 28. ágúst. Fargjaldið er kr. 2.305.00 — sérfargjald. Flugleiðir fara í fyrsta fiugið, kynningarfiug, síðdegis 1 dag. í tengslum við fyrstu ferðina hinn hinn 3. júli bjóða Flugleiðir hf. 5Ö% afslátt á fargjöldum innanlands til Reykjavikur. Kostur er gefmn á heimferð frá Amsterdam eða Luxem- burg. Frá Amsterdaln liggja miklar sam- göngur allra stærstu fiugfélaga heimsins til allra átta. Fríhöfnin þar er einhver hin stærsta í heiminum með óhemjuvöruvali. Amsterdam er um margt sérstæð borg, reist á hinu gamla, auðuga nýlenduveldi Hollendinga. Skemmt- analíf er fjölbreytt og fáar borgir eiga eins mikið af fágætum listaverkum og söfnum. Frá henni er ekki steinsnar til allrar Mið-Evrópu og stutt flug til Bretlands. Vera má að Kristinn Finnbogason hafi hitt naglann á höfuðið þegar. Iscargo fékk leyfi til áætlunarflugs til Amsterdam. Flugleiðir hf. sýna að minnsta kosti þegar i stað hörð viðbrögð við einu samkeppninni sem islenzku fiugfélagi hefur á síðustu árum verið leyft að veita með áætlunarflugi með farþega milli íslands og Evrópu. Hitt er svo lika vitað að þeir Kristinn Finnbogason og Sigurður Helgason hafa rætt þetta mál og ekki annað sýnt en að sæmilega hafi farið á með þeim. Um Amsterdamflug er vel hægt að hafa samvinnu.ef far- þegar sýna því nægilegan áhuga. -BS. fijúlst,áháð dagblað FÖSTUDAGUR 26. jtNÍ 1981. Fréttamenn hjá ríkisfjölmidlunum stofna stéttarfélag: Höfum dregizt aftur úr blaðamönnum hvað varðar kaupogkjör „Þetta er stéttarfélag fréttamanna' við útvarp og sjónvarp og við hyggj- umst sækja um inngöngu i Bandalag háskólamanna,” sagði Einar örn Stefánsson á fréttastofu útvarps i sam- tali við DB í morgun um nýstofnað félag fréttamanna. f gærkvöldi var haldinn stofnfundur félagsins, og sóttu hann 13 fréttamenn, en framhalds- stofnfundur verður haldinn einhvem tíma fyrir 1. september. AUir sem ganga 1 félagið fyrir þann tíma teljast stofnfélagar. „Við höfðum haldið þrjá undir- búningsfundi, en á fundinum í gær. voru lögð fram drög að lögum fyrir félagið. Á framhaldsstofnfundinum verður siðan kosin stjórn. Ástæðan fyrir stofnun félagsins er sú að við höfum dregizt nokkuð aftur úr blaðamönnum hvað varðar kaup og kjör. Fréttamenn útvarps og sjónvarps eru félagar í starfsmannafélögum Rikisútvarps — sjónvarps og starfs- mannafélögin hafa samið um okkar sérkjarasamninga. Með inngöngu í BHM fáum við hins vegar beina aðild að okkar sérkjarasamningum,” sagði Einar öm Stefánsson að lokum. Fréttamenn ríkisfjölmiðlanna em félagar í Blaðamannafélagi íslands. Þeir greiða þó aðeins hálft árgjald og hafa ekki atkvæðisrétt um kaup og kjör, eóda hefur BÍ ekki samið um launakjör þeirra. -SA. Áskrifendur DBathugið Vinningur I þessari viku er 10 gíra DBS eða Raleigh reiðhjðl frá Fálkanum, Suðurlandsbraut 8 i Reykjavlk, og hefur hann verið dreginn. Nœsti vinningur verður kynntur I blaðinu eftir helgi. c ískalt Seven up. p hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.