Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.07.1981, Qupperneq 4

Dagblaðið - 01.07.1981, Qupperneq 4
Rabarbaratímmn stendur DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1981. X það getur verið erfitt að ná tertunni úr forminu þannig að sennilega er langbezt að baka hana i það „penu” formi að hægt sé að bera hana fram í því. Nægir aö fóðra venjulegt kökuform að innan með álpappír. Rabarbarinn stendur nú með blóma í öllum görðum. Þeir sem ætla sér að sulta hann ættu að gera það sem fyrst. Ef rabarbarinn er tekinn upp núna fæst önnur uppskera vænt- anlega fyrir haustið. Það er hreint ekki amalegt að eiga nokkrar krúsir af rabarbarasultu á búrhillunni. Það er i rauninni lang- samlega bezta sultan. Engin sulta passar betur með lambasteik og heldur ekki gamaldags vínartertu. — Sulta úr „rabba" alltaf bezt Við í tilraunaeldhúsi DB höfum búið til rabarbarasultu svo lengi sem elztu menn muna. Við höfum jafnan haft kg af rabarbara á móti kg af sykri. Stundum höfum við dregið aðeins af hvita sykrinum og notað púðursykur í staðinn. Þá notum við einnig vanillu til að bragöbæta sult- una með og við erum óhrædd við að nota rotvarnarefni, atamon eöa beta- mon, eins og segir á flöskunni. — í gamla daga bjuggum við til saft úr rabarbara en það er aðeins óþarfi og fyrirhöfn að gera slikt ef frystikista er til á heimilinu. Saftin var notuð í grauta en miklu betra er að skera rab- arbarastilkana niður i hæfilega bita og frysta í litlum plastpokum. Grautur úr frystum rabarbara er ná- kvæmlega jafngóður og grautur úr nýuppteknum stilkum. Það er hent- ugast að skera leggina niður en ekki frysta þá I hellu lagi. Bakkelsi úr rabarbara Hægt er að búa til alls kyns góm- sæta rétti úr rabarbara en fólki er gjarnt á að lita með hálfgerðri fyrir- litningu á hann. Sennilega er það vegna þess að rabarbari vex i öllum görðum og hann er hægt að fá fyrir ekki neitt viðast hvar. — Prófið eftir- farandi uppskrift: Rabarbara kompott mað þeyttum rjóma 1/2 kg rabarbari 1 dl sykur 1/41 þeytirjóml e.t.v. smávegis af engifer (má þó sleppaj. Bezt er að nota fingerða, rauða vinrabarbarann en ef hann er ekki fyrir hendi.aðeins þessi grófgerði, verður að flysja leggina áður en þeir eru skornir í hæfilega stóra bita. Sykrinum er blandað út í sundur- skorna leggina sem látnir eru í lágt ofnfast mót og áipappír látinn yfir mótið. Bakist í ofni, 225°C heitum í 20—25 min. Þeytið rjómann (ekki stífþeyta) og heliið yfir rabarbara kompottið þegar það er orðiö kalt. Stráið örlitlu engifer yflr rjómann. Rabarbarakompott er sérlega Ijúffengur eftirréttur. Rabarbaratorta mað bönunum Deig úr: 200 gr þveiti 175 gr smjör 30 gr sykur - 1 egajarauða Fylllng: ca 500 gr hreinsaður rabarbari 2 meðaistórir bananar 85 gr sykur lmsk. kartöflumjöl Deigið: Smjörið er mulið út i hveitið og deigið mulið milli handanna þar til það er líkast rifnum osti. Sykurinn er látinn saman við og deigið hnoðað fljótt saman með egginu. Látið það standa smástund i kæiiskápnum. Þá er það flatt út og látið i smurt tertu- form. Gætið þess að deigið nái vel upp um hliðarnar á forminu. Stingið deigið með gaffli og bakið i 10 mín. i ca200°C heitumofni. Fylling: Skolið rabarbarann og skerið i 2— 3 cm bita. Ef um er að ræða grófa rabarbarann verður að flysja hann eins og segir í fyrri uppskriftinni. Sykri og kartöflumjöli er blandað saman við rabarbarann. Bananarnir eru teknir úr hýðinu og skornir í þunnar sneiðar og blandað varlega saman við rabarbarann. Þetta er síðan látið á tertubotninn eftir að 10 minúturnar eru liðnar og tertan bökuð áfram í ca 25 mín. eða þar til rabarbarinn er orðinn meyr. Tertan er borin fram volg meö þeyttum rjóma. Kókoa-rabarbari 500 gr hreinsaður rabarbari 3msk. sykur 2 tsk. kartöflumjöl Kókosdeig: legg 60 gr sykur 2 msk. brætt smjör 70 gr kókosmjöl Skerið rabarbarastilkana i ca 4 cm langa bita. Látið þá 1 vel smurt eld- fast fat og stráið sykri (með kartöflu- mjölinu) yfir. Hrærið egg, sykur, smjörið og kókosmjölið saman og látið yflr rabarbarann. Látið fatíð í 200°C heitan ofn i ca 25 mín. — 2egg 3 msk. sykur 1 dós sýrður rjómi Eggin eru þeytt mjög vel með sykr- inum og sýrða rjómanum blandað varlega saman við. Gott er að kæla sósuna áður en hún er borin fram. Snjó-rabarbari Loks er hér uppskrift af rabarbara með marengs, snjó-rabarbara. '5—600 gr rabarbari 65 gr sykur Marengs: 2 eggjahvitur 5 msk. sykur Látíð hreinsaðan rabarbarann, skorinn i fingurlöng stykki í smurt eldfast fat. Stráið sykrinum yfir. Látíð í 175°C heitan ofn í ca 20 mín. Þeytið eggjahvíturnar mjög vel, blandið sykrinum varlega saman við. Smyrjið marengs yfir rabarbarann og látið aftur í ofninn og bakið áfram i 10 min. eða þar til marengsinn er orðinn ljósbrúnn. Borið fram volgt og borðað með ísköldum, hálfþeyttum rjóma eða linuðum vanilluis, nú eða ískaldri sósunni úr sýrða rjómanum frá rab- arbararöndinni hér að ofan. Við reynum ekki að geta okkur tíl um hráefniskostnað, en eitt er vist að hitaeiningarnar eru nokkuð margar í þessum rabarbarauppskriftum. Berið fram volgt og ekki sakar að hafa ískaldan þeyttan rjóma með. Rönd úr rabarbarasaft Það má auðvitað nota rabarbara- saft í annað en graut eins og við sögðum í upphafi þessarar greinar. Hér er uppskrift af rabarbararönd sem virðist vera sérlega góður og sumarlegur eftirréttur. Fyrst er upp- skriftin af saftínni: 2 kg hreinsaður rabarbari 6 dl vatn 10—12 stk. heili negull ca 500 gr sykur. Látíð suðuna koma upp á sundur- skornum rabarbaranum í vatninu og sjóðið negulinn með. Sjóðið við væg- an hita undir loki þar til rabarbarinn er orðinn alveg meyr. Það getur verið dálítið erfitt að gefa upp nákvæmt magn af sykri út í rabarbara þvi hann getur verið misjafnlega súr. Látið þvi sykurinn út i eftír smekk fjölskyld- unnar (sumir vilja hafa saftir og sultur súrt). Látíð suðuna koma upp rétt sem snöggvast, látið rotvamar- efni i saftína og látíð hana á tandur- hreinar, heitar flöskur og lokið strax. Rabarbararönd Úr saftinni er m.a. hægt að búa tíl rabarbararönd: 1 Iftri saft (óþynnt) 14—16 biöð matariim möndluspænir Hitið saftína við vægan hita. Látíð matarlimið i bleyti í kalt vatn. Takið það upp úr og strjúkið vatnið af og bræðið það í heitri saftinni. Hellið í hringform, sem áður hefur verið skoiað innan með köldu vatni, og látíð röndina stífna. Röndin er tekin úr forminu með því að dýfa þvi rétt sem snöggvast i heitt vatn og síðan er Kókosrabarbari er bonnn fram með isköldum þeyttum rjóma. volgur Rabarbararöndin er skreytt með möndlum og með henni er borin fram ísköld sósa úr eggjum og sýrðum rjóma. Gæðinaldreimeirí: Verðið í lágmarki Rabarbarinn verður ekkl i sumar betri eða ódýrari en hann er nú. Skorið er upp tvisvar á ári og þykir fyrri uppskeran bæði bragðmeiri og bragðbetri. Hún er einmltt á mark- aðnum núna. Nú er einnig mest framboð þannig að verðið er eins lágt og það verður. Kilóið f heildsölu kostar 4.50 krónur. Álagning er frjáls en ekki óalgeng um 30%. Þá er smá- söluverðið 5,85 krónur. DS. henni hvolft á fat. Skreytt með möndlum sem skornar eru í flísar. Með þessu á að borða sósu úr sýrðum rjóma og eggjum:

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.