Dagblaðið - 01.07.1981, Page 7

Dagblaðið - 01.07.1981, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1981. Menachem Begin, forsætisráð- herra ísraels, lýsti þvi yfír snemma i morgun að hann yrði í forsæti fyrir næstu rikisstjóm ísraels eftir að tölvuspár spáðu að Likud-bandalag Begins forsætisráðherra og Verka- mannaflokkurinn, stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn, fengju því sem næst jafnmikið fylgi i hinum æsi- spennandi þingkosningum sem fram fóruílsraelígær. Begin lýsti þvi yfir í hópi sigri hrós- andi flokksbræðra sinna rétt fyrir dögun i morgun að Likud-bandalagið væri fært um að tryggja sér meiri- hluta meðal hinna 120 þingmanna israeiska þingsins (Knesset). Tölvuspár bentu til að Likud- bandalagið og Verkamannaflokkur- inn fengju 49 þingsæti hvor flokkur þó ljóst væri að úrslitin kynnu að breytast um eitt til tvö þingsæti á annan hvom veginn þegar öll at- kvæði hefðu verið talin. Þessi úrslit bentu til að Begin gæti myndað meirihlutastjórn með aðstoð Trúarlega þjóðarflokksins, NRP, og Aguda-bandalagsins, sem er flokkur heittrúarmanna. Báðir þessir flokkar höfðu fyrir kosningarnar lofað að styðja við bakið á Begin. Þeim var spáð samtals ellefu þingsætum. Fyrstu tölvuspár spáðu Verka- mannaflokknum einum til tveimur þingsætum fram yfir Likud-banda- lagið og í ljósi þeirrar kosningaspár lýsti Shimon Peres, leiðtogi Verka- mannaflokksins, yfir sigri sínum. Æsispennandi þingkosningar físrael: Við höhm meirihluta, ég mynda næstu stjóm” —sagði Menachem Begin, forsætisráðherra ísraels, f morgun er tölvuspár spáðu Likud-bandalaginu og Verkamannaf lokknum jöf nu fylgi —Shimon Peres reyndist hafa fagnað sigri of f Ijótt ,,Það kemur i hlut Verkamanna- flekksins að mynda næstu rikisstjórn ísraels og Verkamannaflokkurinn er reiðubúinn að gera það,” sagði Per- es. En þegar talningu atkvæða var haldið áfram breyttust tölvuspár og sýndu nú fram á því sem næst jafnt fylgi Likud-bandalagsins og Verka- mannaflokksins. Leiðtogar Verka- mannaflokksins kváðust þá myndu bíða með frekari yfirlýsingar þar til endanleg úrslit lægju fyrir. Eftir spám tölvunnar að dæma var ákaflega erfitt að sjá hvernig Shimon Peres ætti að fara að því að mynda meirihlutastjórn þar sem hann átti ekki neina trygga bandamenn meðal hinna flokkanna ef undanskildir voru tveir óháðir á vinstri vængnum og hugsanlega Moshe Dayan, fyrrum utanríkisráðherra. Zevulum Hammer, leiðtogi NRP, sagðist helzt kjósa að mynduð yrði Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem hér sést ásamt Rabin, fyrrum formanni flokksins, i lok kosningabaráttunnar, var of fljótur að fagna sigri i hinum æsi- spennandi þingkosningum í ísraei i gær. r r i S0SI0LSKU FLOKK- ARNIR í STÓRSÓKN þjóðstjórn með þátttöku bæði Likud-bandalagsins og Verkamanna- flokksins. ,,Ef það reynist hins vegar ómögulegt þá er næsti valkostur minn bandalag við Likud-banda- lagið,” sagði hann. Bæði Begin og Peres höfðu í nótt hafnað hugmyndinni um þjóðstjórn. Israelskir kjósendur gengu f gær að kjörborðinu eftir stormasömustu kosningabaráttu í sögu Israelsríkis þó Begin hafi mótmælt þeim fullyrðing- um að þær hafi einkennzt af ofbeldi. „Lýðræði Israels er eitt bezta lýð- ræði í öllum heiminum,” sagði Begin. „Fólk hefur haldið því fram að kosningabaráttan nú hafi ein- kennzt af ofbeldi. Það er alls ekki satt þó vissulega hafi verið örfá dæmi um ofbeldi hér og þar.” AIls bauð 31 flokkur fram til þings en nýir flokkar og smáflokkar fengu lítið fylgi í þessum kosningum. Þannig var Moshe Dayan einn kosinn á þing úr hinum nýja Telem-flokk hans, sem í upphafi kosningabarátt- unnar hafði verið spáð 10—15 þing- sætum. Úrslitin nú voru sigur fyrir stóru og rótgrónu flokkana. Þannig virtist Verkamannaflokkurinn hafa bætt við sig 17 þingsætum frá siðustu kosningum 1977 og Likud-banda- lagið hafði bætt við sig fimm þing- sætum. KAPPREIÐA veÖmái Landssamband hestamannafélaga Fjórðungsmót á Suðurlandi VERÐ MIÐA AÐEINS KR.20.- 250 metra skeið, úrslit Röð Nafn hests. 1 Fannar 2 Skjóni 3 Villingur 350 metra stökk, úrslit Jóhann Friðriksson Reykjavik Þannigveðja ég. Þetta er auðvelt. Geymið spána og berið saman við aðrar spár. Allirgeta verið með. Miðar seldir hjá umboðsmönn- um, og hestamannafélögum. Röð Nafn hests. 1 Kóngur 2 Haukur 3 Óli Getraun fyrirkappreiðaráfjórðungsmóti áSuðurlandi á Hellu dagana 2.-5. júlí 1981. Geta á um nöfn þriggja fyrstu hesta. A. í 250 m skeiði. B. í 350 m stökki. Móttökustöðvar: Hlíðartún 22, Höfn, Hornafirði, Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri, Vlkurskáli, Vik. Kf. Skaftf., Vlk. Utibú Kf. Þórs, Skarðshlíð, Söluskálinn, Steinum, Söluskáli K. R., Hvolsvelli, Verslunin Björk, Hvolsvelli, Bensínafgreiðsla Kf. Þórs, Hellu, Verslunin Grund, Flúðum, Félagsheimilið Árnes, Sundlaugin Brautarholti, Skeiðum, Fossnesti, Selfossi, Þrastarlundur, Grímsnesi, Útibú Kaupfélags Árnesinga, Laugarvatni, Tjaldmiðstöðin, Laugarvatni, Eden, Hveragerði, Allabúð, Hveragerði, Skálinn, Þorlákshöfn, Þverholt, Mosfellssveit, Húsgagnaverslun Á. Guðmundssonar, Skemmu- vegi 4, Kópavogi, Rakarastofan Fígaró, Hamraborg, Verslunin ösp, Hafnarfirði, Biðskýlið, Hvaleyrarholti. Sölustaðir í Reykjavík: Ástund, Penninn, Vfðir Starmýri, Austurstræti, Flugleiðir innanlandsflug, Útillf, Hólasport, Ljúfmetisbúðin Hlemmi og flestir söluturnar. Seltjarnarnesi: Nesval.____________________________________________________ HRAUN KERAMIK FRÁ Erlent Erlent ‘Erlent Erlent —ef marka má niðurstöður skoðana- könnunaríSvíþjóð Skoöanakönnun, sem framkvæmd var i júnímánuði siöastliönum, sýnir aö sósíölsku flokkarnir í Sviþjóð hafa aukið mjög fylgi sitt á kostnað borg- Olof Palme. aralegu flokkanna. Samkvæmt könn- uninni fengu sósíölsku flokkarnir 52,5 prósent atkvæöa en borgaralegu flokk- arnir aðeins 44 prósent. Jafnaðarmannaflokkur Olofs Palme fékk 48,5 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og er þvi á mörkum þess að ná einn hreinum meirihluta. Af borgaralegu flokkunum fékk Hægri flokkur Gösta Bohmans, fyrrum fjármálaráðherra, mest fylgi eða 23 prósent og bætti við sig einu prósenti. Úrslit könnunarinnar eru mikið áfall fyrir Hægri flokkinn þvi forystumenn hans höfðu gert sér vonir um mikla fylgisaukningu í kjölfar þess að flokkurinn sagði sig úr rikisstjórn landsins fyrir skömmu. Miðflokkur Fálldins forsætisráð- herra, stendur í stað samkvæmt könn- uninni og fær 14 prósent. Þjóðarflokk- ur Ullstens utanrikisráðherra tapar hins vegar fylgi og fær aðeins fylgi 7 pró- senta kjósenda. F HAFNARSTRÆT119. - SIMAR 17910 OG 12001

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.