Dagblaðið - 01.07.1981, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1981.
SVEINN
AGNARSSON,
Biskup íslands herra Sigurbjöm Einarsson sjötugur:
„HÉLT MÍNA FYRSTU RÆÐU
ÞÁ ÉG VAR FJÖGURRA ÁRA”
-sagði biskupísvar-
ræðutilséraGuð-
mundarÓskars
Ólafssonarfor-
manns íslenzka
Prestafélagsins
Stjórnandi Hamrahlíðarkórsins Þorgerður Ingólfsdóttir fagnar með biskupshjónunum á afmælisdegi herra Sig-
urbjörns Einarssonar.
Herra Sigurbjörn á tali við forsetahjónin fyrrverandi, dr. Kristján Eldjárn
og frú Halldóru. Til vinstri á myndinni er séra Jónas Gislason.
Séra Guðmundur Óskar Ólafsson afhendir herra Sigurbirni Skarðsbók að
gjöf frá Prestafélaginu.
Herra Sigurbjörn og frú, Magnea Þorkelsdóttir, hlýða
á söng Hamrahliðarkórsins.
Yngsti gesturinn i veizlunni var hún Ásdis, en hún er
einungis niu mánáða gömul. Móðir hennar Signý
heldur á henni, en Signý er barnabarn herra Sigur-
björns.
Fjölmenni mikið sótti biskup ís-
lands, herra Sigurbjörn Einarsson,
heim aö Bergstaöastræti 75 á af-
mælisdag hans í gær. Herra Sigur-
björn og kona hans Magnea Þorkels-
dóttir tóku á móti gestum siðdegis og
var margt af fyrirfólki þjóöarinnar
þarámeöal.
Ræöur voru fluttar og Hamrahliö-
arkórinn undir stjórn Þorgeröar Ing-
ólfsdóttur söng. Fyrstur tók til máls
séra Guömundur Óskar Ólafsson for-
maður Prestafélagsins og færði hann
herra Sigurbirni Einarssyni Skarðs-
bók aö gjöf frá Prestafélaginu.
Biskupinn þakkaði og rifjaöi upp að
þá hann var fjögurra ára flutti hann
sina fyrstu ræöu. Eini áheyrandinn
var langamma herra Sigurbjarnar og
kvaöst hún telja fullvfst að herra
Sigurbjörn yrði góður prestur. Þá tók
séra Pétur Sigurgeirsson, varaforseti
kirkjuráðs til máls og þakkaði herra
Sigurbirni gott starf. Séra Pétur
færði biskupinum hátíðarútgáfu
Landnámu að gjöf frá kirkjuráði.
Herra Sigurbjörn Einarsson þakkaði
en því næst kvaddi séra Jónas Gísla-
son sér hljóðs. Afhenti hann herra
Sigurbirni fyrsta einstakið "af 'nýrri
útgáfu, af bibliunni, sem Hið
íslenzka Biblíufélag gefur út. Aðrar
ræður fluttu séra Jakob Jónsson og
Dr. Björn Björnsson, forseti
Guðfræðideildar. í ræðu Dr. Björns
kom m.a. fram að guðfræðideild Há-
Sigurbirni að halda sex fyrirlestra um
sjálfvalið efni. Þakkaði biskup þann
heiður sem honum væri sýndur með
Biskup íslands herra Sigurbjörn Einarsson hlýðir á ræðu séra Guðmundar
Óskars Ólafssonar. DB-myndir Gunnar örn.