Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.07.1981, Qupperneq 12

Dagblaðið - 01.07.1981, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1981. 12 Útgefandi: Dagblaðiö hf. . . Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoflarritstjótt Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. SkrHstofustjóri rítstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir Haltur Simonarson. Menning: Aflaisteinn IngóHsson. Aflstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. t Blaflamenn: Anna Bjamason, Atii Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefénsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Krístjén Már U nnarsson, Sigurflur Sverrísson. Ljósmyndir BjamleHur BjamleHsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorrí Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞorieHsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Hall- dórsson. DreHingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgraiflsla, áskrHtadeild, auglýsingar og skrHstofur Þverholti 11. Aflalsimi blaðsins er 27022 (10 Hnur). Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Síðumúla 12. Mynda-og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúia 12. Prentun: Árvakur hf., SkoHunni 10. Askriftarverfl á mánufll kr. 80,00. Verfl í lausasöiu kr. 6,00. Neytendur og hluti reykvískra mat- vörukaupmanna sæta nú lögregluof- sóknum af hálfu samtaka kaupmanna og verzlunarfólks, svo og borgaryfir- valda, sem hafa ákveðið að fólki sé fyrir beztu að verzla ekki á laugardögum. Yfirlögregluþjónninn í Reykjavík hefur íátið hafa eftir sér flóknar lögskýringar á atburðunum. Hún er sú, að lögreglumenn hindri neytendur í að fara inn í matvörubúðirnar, en beiti þá ekki valdi. í öllum málum, sem varða opnunartíma, hafa Kaup- mannasamtökin bæði Verzlunarmannafélagið og borg- aryfirvöld í vasanum, einkum þar sem þessir tveir máttarstólpar sameinast i Magnúsi L. Sveinssyni stéttarfélagsformanni og borgarfulltrúa. Þessi þríhöfða þurs kaupmanna, verzlunarmanna og borgaryfirvalda hefur um langt skeið hindrað eðlilega viðskiptahætti í Reykjavík, svo að neytendur þurfa að aka í bílalestum vestur á Seltjarnarnes til að fá að verzla. Samkvæmt valdboði þursins má engar nytsamlegar vörur selja utan þess tíma, sem almenningur er í vinnu. Þegar reykvískir neytendur hafa frí til að verzla, er þeim bara boðið upp á súkkulaðihúðað kex og gos út um sjoppugöt. Áður fyrr hímdi hinn dæmigerði Reykvíkingur hóst- andi í keng við sjoppugöt hinna vinsamlegri kaup- manna, sem höfðu innangengt úr sjoppum inn í verzlun hinna nytsamlegri hluta. En nú komast þeir þó í hlýjuna vestur á Nesi. Hinn þríhöfða þurs hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ríða net einokunar yfir Seltjarnarnes, en ekki fengið að gert. Við Eiðisgranda stöðvast þráhyggja ein- okunarsinna, sem þykjast vita, hvað sé neytendum fyrir beztu. Verzlunum á Seltjarnarnesi og þeim verzlunum í Reykjavík, sem hafðar eru opnar á laugardögum, er haldið opnum af eigendum sjálfum, enda hefur laugar- dagsvinna verzlunarfólks á sumrum verið bönnuð með kjarasamningum. Hagsmuna verzlunarfólks hefur því þegar verið gætt í kjarasamningum. Magnús L. Sveinsson þarf því ekki verzlunarfólks vegna að fylgja hagsmunum hinna lat- ari kaupmanna alla leið inn í borgarstjórn með tilheyr- andi lögregluofsóknum. Kjarni þessa máls er auðvitað sá, að meirihluti reyk- vískra kaupmanna nennir ekki að vinna um kvöld og helgar. Það er ákaflega skiljanleg leti, svo framarlega sem hún kemur ekki niður á matvörukaupmönnum, sem vilja vinna. í þessu efni fara saman hagsmunir þeirra neytenda, sem eiga erfitt með að fara úr stífri vinnu til að verzla á takmörkuðum opnunartíma lötu kaupmannanna — og hagsmunir hinna duglegri kaupmanna, sem nenna að þjónusta þessa neytendur. A Seltjarnarnesi hafa bæjaryfirvöld ekki séð neina. þörf á að ákveða, hvenær kaupmenn skuli selja og neytendur kaupa. í Reykjavík beita borgaryfirvöld hins vegar lögregluofsóknum til að hafa vit fyrir fólki og tryggja ró kaupmanna. Ef lögreglan í Reykjavík er svo fjölmenn, að yfirlög- regluþjónninn hefur aðstöðu til að láta standa vörð við einar 30 matvörubúðir til að koma í veg fyrir heilbrigð viðskipti neytenda, er kominn tími til að fækka þar í sveit. Og svo mikil andstaða er meðal kaupmanna og neyt- enda gegn sumarlokun laugardaganna, að vonandi er nú fengið tækifæri og samstaða til að brjóta á bak aftur hinn þríhöfða þurs, sem lætur Magnús L. Sveins- son hafa vit fyrir fólki. ÍSLENSKI DRAUMURINN Nýlega hefur verið upplýst að neyðarástand ríki i húsnæðismálum leigjenda. Orsakir þessa ástands eru margar og samverkandi, en megin- ástæðurnar eru þó rikjaricii stefna í húsnæðismálum hér á landi undan- farna áratugi ásamt breyttri stefnu i efnahagsmálum nú allra siðustu ár. Alkunna er að hér á landi er mun minna hlutfall leiguhúsnæðis en gengur og gerist i nálægum löndum. Hér er það óþekkt fyrirbæri að byggt sé húsnæði eingöngu tii leigu. Stór- fyrirtæki sem lifa á leigusöiu á hús- næði eru algeng erlendis. Á íslandi hefur slfk útleiga aldrei orðið að at- vinnurekstri sem í sjálfu sér er mjög jákvætt. Aðgerðir rikis og sveitarfé- laga hafa stefnt að þvi að sem flestir gætu eignazt sitt eigið húsnæði. Fag- félögin fylgdu einnig sömu stefnu. Húsnæði byggt á félagslegum grunni var og er byggt til eignar væntanlegra íbúa. Viðhorf almenn- ings voru á svipaða lund. Flestir töldu sér hag af að byggja sitt eigið húsnæði, af ástæðum sem flestir þekkja. Jafnvel þeir, sem i upphafi töldu skynsamlegra að leigja, ráku sig mjög fljótt á vonleysi þeirrar ákvörðunar: öryggisleysið var al- gjört, leigjendur eiga i fæstum tilfell- um kost á að vera um kyrrt nema fá ár i senn. Kosturinn að leigja er ekki fyrr en nýlega kominn inn i dæmið. Flestum skal komið i eigið hús- næði en engin áhersla lögð á leigu- húsnæði. Það þýðir að eiginlegur húsaleigumarkaður er ekki til. En það þýðir ekki að vandamálið hafi ekki verið til staðar heldur þvert á móti. Á þensluskeiði i efnahagslif- inu kemur það ekki uppá yfirborðið. Þegar samdrátturinn fer að segja til sin þá verður draumurinn um að láta verðbólguna byggja yfir sig hús að hinni hræðilegustu martröð. Enda fer þeim fjölgandi sem sjá þann kost einan að leigja. Sérstaklega er þar um að ræða ungt fólk. Martröfl í húsnæðismálum Á leigumarkaðinum hér virðist litil eignasamþjöppun, flestir leigusalar leigja einungis út eina íbúð. Sumir leigja út nýju ibúðina sina áður en þeir flytja inn af þvi þeir hreinlega hafa ekki efni á að búa þar sjálfir, iáta þar með leigjandann sjá um að koma sér yfir erfiðasta afborgunar- hjallann. En leigjandinn, ólíkt hús- eigandanum, nýtur engrar iyrir- greiðslu úr opinberum sjóðum. Annað húsnæði kemur til vegna erfða eða fækkunar í fjölskyidu. í annan stað er svo um að ræða fáa einstaklinga sem hafa lifibrauð sitt af að leigjaút húsnæði. Með hliðsjón af mjög dreifðri eign á leiguhúsnæði verður að hafa það hugfast að þó nokkur hluti leiguhús- næðis er utan við hinn „frjálsa” markað, húsnæði sem leigt er ætt- ingjum eða nánum vinum, og þá oft- ar en ekki á lægra verði en gengur og gerist. Nú rikir ófremdarástand og allra handa ófögnuður þrífst, s.s. okur, miklar fyrirframgreiðslur, leigusala á heilsuspillandi húsnæði. Því fer fjarri að leigusalar séu sam- stæður hópur. Það væri því að skemmta skrattanum að kenna þeim um ástandið og fáránlegt af leigu- tökum að lýsa yfir heilögu striði á hendur þeim, allra sist við núverandi aðstæður. Og mikil harka af hálfu leigutaka hefði einungis það eitt i för „Ef draumurinn rætist þá er þaö ekki fyrr en væntanlegir erfmgjar eru farnir á stjá...’ ... .............. Verkamannabústaðir: Elsta og traust- asta kerf i sjálfs- eignaríbúða Siðustu vikurnar hefur stundum mátt sjá greinar í sumum dagblað- anna þess efnis, að hin nýja hús- næðislöggjöf, er gildi tók hinn I. júli 1980, stefni að því, umfram allt, að sem flestar fjölskyldur taki hér eftir bólfestu í „fétagslegum ibúðum”, sem 80%— 90% lán verða veitt til byggingar á úr Byggingarsjóði verka- manna. En orðin „félagslegar ibúðir” hafa tvenns konar merkingu, allt eftir þvi hver notar jrau. Ber því nauðsyn til að skýra þau nokkru nánar. Ýmsir meðhaldsmenn verka- mannabústaðanna nefna þá „félags- legar íbúðir” vegna þess, að þeir eru byggðir á félagslegum grundvelli. Andstæðingar þeirra kalla þá hins vegar „féiagslegar ibúðir” vegna þess, að þeir vilja koma þvi inn hjá almenningi, að þeir séu sama tegund ibúða oe svokallaðar „bæjaríbúðir” eru i mörgum sveitarfélögum. „Bæjaríbúðir” eru yfirleitt þær íbúðir, sem sveitarstjórnir hafa viða byggt með greinilegri vanþóknun og gert sem lakastar úr garði, jafnt úti sem inni. Hefur sú hugsun sýnilega ráðið, að það væri vel við hæfi, þar sem íbúðirnar væru ætlaðar efnalitlu fólki, hrjáðu af fátækt og margs konar andstreymi. Flestar leiguibúðir Reykjavikurborgar hafa á undan- förnum áratugum sýnilega verið byggðar með þessu hugarfari. Lœvblegur áróður gegn verkemennebústöflum Andstæðingar verkamanna- bústaðanna, sem nefna þá „félags- legar íbúðir”, eru með þeim hætti, á hinn lævíslegasta hátt, að koma þvi inn hjá fólki, að þeir séu „bæjar- íbúðir” og þeir, sem þá eiga, séu „þurfalingar”. Með þessum hætti vinna íhaldsöflin gegn byggingu íbúða i verkamannabústöðum. Jafn- framt stefnir þessi áróður að því að hræða fólk frá því að leita eftir kaupum á slikum íbúðum. Dagblaðið Visir hefur tekið forystuna í þessari iðju og er það sannarlega ekki í fyrsta sinn, sem það tekur slfkt hlutverk að sér. Á árunum 1967—1969 lagði það sérstaka stund á að rægja og svivirða ibúðir Framkvæmdanefndar bygg- ingaráætlunar i Breiðholti og allt það fólk, sem þær keypti. Og greinilegt er, að enn svifur sami andinn yfir vötnunum á þeim bæ, þótt árin hafi liðið. Það sýnir, eins og svo margt annað, að grunnt er jafnan á heift hægrimanna gegn félagslegum um- bótum, þótt annað sé látið i veðri vaka, þegar skammt er i kosningar. Hugsunarhátturinn og talsmátinn hinn sami og 1929 Verkamannabústaðakerfið — en innan vébanda þess eru nú allar þær íbúðir, sem á sinum tima voru byggðar af Byggingarfélagi alþýðu, Byggingarfélagi verkamanna og Framk væmdanef nd byggingaráætl- unar — var stofnsett hinn 18. mai 1929. Það var Alþýðuflokkurinn, með stuðningi Framsóknarflokksins, sem fékk lagasetninguna samþykkta, en andstæðir henni voru flestallir hægrimenn á þingi, er sumir hverjir urðu síðar meir meðal fremstu for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins. Rök hinna síðastnefndu þá voru efnislega svipuð eða hin sömu og þau, sem hinir ungu frjálshyggjuforingjar flokksins nota i hatursáróðri sínum i dag á síðum Visis og Morgun- blaðsins. Hugsunarhátturinn hefur ekkert breytzt. Og talsmátinn er hinn sami. Hver er tilgangurinn mefl byggingu verkamannabústafla? Tilgangurinn með byggingu verka- mannabústaða var upphaftega, og er enn sá, að losa almenning undan þeirri þrúgun öryggisleysis og afleits húsakosts, sem leigjendur urðu og verða yfirleitt enn að búa við, jafn- framt því sem eignaríbúðir í verka- mannabústöðum veittu fjölskyldun- um reisn og öryggi. Enn er þetta grundvallarhugsunin. Þannig varð verkamannabústaðakerfið fjTsti al- menni grundvöllurinn, sem ríkis- vaidið — og raunar einnig sveitar- stjórnirnar — lagði að byggingu nú- timalegra sjálfseignaríbúða, sem „maöurinn á götunni” (eins og nú er tekið til orða) gat keypt og búið í. Vissulega hefur þvi vegnaö misjafn- lega en eingöngu vegna þess, að ríkis- valdið hefur oft og tiðum forsmáð það og sniðgengið. En í dag er það elsta, traustasta og öflugasta kerfi

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.