Dagblaðið - 01.07.1981, Síða 20
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1981.
20
JÓNAS
HARALDSSON
Staldrað við í sól og sumaryl hjá Grundf irðingum:
„Svona hefur kaup-
mannshyskið það
- lokar búllunni”
fslendingar eru sólarþyrstir og
nýta vel þá fáu daga, sem gefast.
Enda er engin ástæða til annars og
rétt að meðtaka vitamin sólarljóss-
ins þegar kostur er. Dagblaðið var á
ferð i Grundarfirði á fimmtudaginn
og hitti á óvenju sólrlkan og hlýjan
dag. Það var eins og við manninn
mælt, allir, sem vettlingi gátu
valdið drifu sig út i sólina.
Það var að visu bundið við þá,
sem ekki þurftu að sinna skyldu-
störfum innandyra. En rólegt var í
fiskvinnslunni, þannig að menn
gátu skotizt út undir bert loft annað
veifið.
Konur og karlar unnu i görðum
sínum, máluðu húsþök, dittuðu að
girðingum og þvoðu farartæki sín.
Sumir leyfðu sér það, að liggja
heiðarlega i sólbaði. Það er mun
ódýrara en aö sækja sólina suður
að Miðjarðarhafi. Kaupmaðurínn á
staðnum, Emil Magnússon, sá sér
ekki annað fært en að loka verzlun
sinni vegna veðurs.
Sundlaug Grundfirðinga var
mikið notuð, sérstaklega af yngra
fólkinu. Myndirnar tala sínu máli
af skrifstofufárviðrinu á Grundar-
firði.
-JH.
„Svona hefur kaupmannshyskið það, lokar búllunni," sagði Emil Magnusson kaupmaður i Verzlunarfélagmu
Grund. Þrír ættliðir, sem allir vinna i verzluninni, fengu þar með frí. Næst Árna er kona hans, Ágústa Árnadóttir,
þá dóttirin Ágústa og dótturdóttirin Grima Guðmundsdóttir. Ekki má gleyma tikinni Sponnu, sem Emil heldur á.
Hún er sjö ára og mesta merkisskepna.
Þær spásseruðu með barnavagninn, stöllurnar þrjár, íris Anna Hreins-
dóttir, 8 ára, Linda Björk Árnadóttir 13 ára og Brynja Guðnadóttir 16 ára.
—
Tilvalið var að nota þurrkinn og allar brækur i húsinu drifnar út á snúru.
Sólin sleikt í orðsins fyllstu merkingu. Undir húsveggnum liggja Hjördís
Bjarnadóttir með dóttur sina Ingibjörgu Ingadóttur og Kristborg Hákon-
ardóttir með dætur sinar tvær, Evu Björk og Hildi Srf Lárusdætur.
Sundlaugin er vinsæl, ekki hvað sizt hjá smáfólkinu.
Pelinn er góður i hitanum, jafnvel þótt aðeins sé vatn
á honum.
Sólbruninn á herðunum var farinn
að leika þessa galvösku málara
heldur grátt, eða rautt öllu heldur.
Þeir unnu við að mála hús Pósts og
síma og heita Óskar Jónsson, Árni
Ingólfsson og Már Guðmundsson.
Þeir eru ekki heimamenn, heldur
úr Kópavogi, en komnir til að
flikka upp á húsið.
„Það er engin vinna i dag," sagði
Aðalheiður Birgis, 18 ára heima-
sæta. „Vinnan liggur að mestu
niðri, nema hjá þeim sem eru að
mála."
DB-myndir Jónas Haraldsson.