Dagblaðið - 01.07.1981, Page 28

Dagblaðið - 01.07.1981, Page 28
Samningur um aðlögunargjald við EFTA afar ólíklegur: Niðurfelling aðstöðugjalds og launaskatts meira virði —fyrir iðnaðinn, segir Tómas Arnason iðnaðarráðherra „Það er nú stundum ekki rétt eftir haft sem maður segir. Það er til dæmis alveg rangt, sem fram hefur komið í einhverju blaði, að ég vilji alls ekki leggja á þetta aðlögunar- gjald. Ég hefi ekki sjálfdæmi í mál- inu,” sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra i viðtali við DB í morgun. ,,Ég hefi þvert á móti talað við æðstu menn, sem fjalla um þessi mál, Og rætt ýmsa möguleika. Vitanlega hefur aðlögunargjald komið til umræðu,” sagði Tómas. Hann kvað EFTA hafa samþykkt þetta gjald árið 1979, enda var aðlögunartiminn þá ekki liðinn. Af þeirri ástæðu lét EBE þetta þá afskiptalaust. „Enda var þá bent á að þegar aðlögunargjaldið var sett á hafi íslendingar lofað að fella það niður um sfðustu áramót. Við það var staðið,” sagði ráðherra. ,,Ég hefi látið í ljós að ég teldi rétt og skyldast að halda gerða samninga yfirleitt, og þá ekki síður þá, sem skipta okkur mjög verulegu máli,” sagði Tómas Árnason. Hann kvaðst draga i efa að EFTA myndi samþykkja sllkt gjald núna. Tómas kvaðst aftur á móti hafa lagt áherzlu á að fella niður ákveðin gjöld af iðnaðinum, svo sem aðstöðugjald og launaskatt. „Slíkar ráðstafanir tel ég að skipti verulegu máli fyrir iðnaðinn og mun meira en algerlega óviss eitt prósent hér og annað þar,” sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra. -BS. Farbann „sölumannanna” framlengt til 1. október: SÖUJMANNAMÁUD SfT- UR FAST í HÆSTARÉTTl — dómari fæst ekki—ákæra enn óbirt og málið ekki þingfest fyrir réttarhlé „Sölumannamálið”, sem svo hefur verið nefnt, situr fast í dóms- kerfinu. Réttarfarslegt atriði varð- andi þetta mál hefur með óvæntum og ófyrirsjáanlegum hætti borizt Hæstarétti til úrlausnar. Þannig hvilir málið hjá Hæstarétti enda þótt ekki sé búið að birta ákæru eða þingfesta það í Sakadómi. Hvað mesta athygli í „sölumanna- málinu” hefur það vakið, að áhugi þeirra og viðskiptavinar þeirra beind- ist um skeið að hitaveituframkvæmd- um i Borgarfirði. Að minnsta kosti var í það látið skína. Hitt vakti ekki síður athygli þegar „sölumennirnir” seldu sildarverk- smiöjuna á Djúpuvik eða það, sem eftir var af henni. „Sölumennirnir voru kvaddir fyrir sakadómara í gær og var þeim til- kynnt að farbann þeirra væri fram- lengt til 1. október fyrst um sinn. Aðstoðarríkissaksóknari, Bragi Steinarsson, hefur unnið að því að semja ákæru á hendur „sölu- mönnunum” i fjölmörgum liðum. Var nú komið að því að dómari birti hanafyrir þeim. Yfirsaksóknari, Halldór Þor- björnsson, fékk Gunnlaugi Briem það verk, sem og dómsmeðferð málsins. Með skirskotun til 30. gr. laga um meðferð einkamála i héraði í kaflan- um um dómara, úrskurðaði Gunn- laugur Briem sig frá málinu. í ofan- greindri grein segir meðal annars: Ef mál er sérstaklega umfangsmikið eða vandasamt að öðru leyti, svo að ætla má, að hinn reglulega dómara skorti tíma frá öðrum embættisstörfum eða sé af öðrum ástæðum ofvaxiö að fara með það, getur dómsmálaráðherra skipað sérstakan dómara til að gegna því, enda hafi hinn reglulegi dómarí færzt undan að sinna máli af nefndum ástæðum. Samkvæmt 171. gr. laga um með- ferð opinberra mála getur saksókn- ari einn kært til æðra dóms úrkurði dómara, að hann skuli ekki fara með mál. Ríkissaksóknari kærði þvi úrskurð sakadómarans til Hæstaréttar. Mun Hæstiréttur eiga að dæma málið innan 10 daga. Sýnist þá tvennt koma til greina. Annars vegar að úrskurði dómarans verði hnekkt eða hins vegar að hann verði staðfestur. Fari svo, er komið að því að finna annan dómara til þess að fara með málið og dæmaþað. Tilvik eins og það sem hér var greint frá munu mjög fátið en þó ekki með öllu fordæmislaus, eftir þvi sem lögfróðir telja. -BS. KOMU ÍTALIR MED SÓLINA? Það sem haft hefur verið á orði um rigninguna og skemmtiferða- I skýjað en síðan létti til og undir hádegið var komið finasta veður.. skipin í höfn rœttist ekki í morgun er ítalska skemmtiferðaskipið Kannski ítalirnir hafi haft með sér örlítið af suðrœnni sól. Federico C lagðist við akkeri á ytri höfninni í Reykjavík. A ð vísu var | DS/DB-mynd S. fiýálst, úhád dagblað MIÐVIKUDAGUR1. JÚLÍ1981. Utan- garðs- menn hættir? Allt er nú óráðið um framtið hljóm- sveitarinnar Utangarðsmanna eftir að meðlimir hennar ákváðu skyndilega að hætta hljómleikaferðinni um Norður- lönd, þar sem þeir hafa leikið við góð- an orðstír að undanfömu. Síðustu hljómleikar hljómsveitarinnar vom á Hard Rock Café i Osló í gærkvöld og tókust þeir, að sögn, frábærlega vel. Guðmundur Sveinsson í Osló, sem verið hefur Utangarðsmönnum innan- handar á hljómleikaferðalaginu og séð um flestar bókanir, sagði í samtali við DB í morgun að margar ástæður lægju að baki þvi að hljómsveitin hætti hljómleikaferðinni nú. Strákarnir- hefðu leikið á um 40 hljómleikum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á und- anförnum 60 dögum og álagið þvi mikið. Þá hefðu þeir einnig flestir veikzt af inflúensu i Kaupmannahöfn fyrir skömmu og Bubbi hefði þar að auki fengið hálsbólgu. Ekki sagði Guðmundur að neitt væri ákveðið um framtíð hljómsveitarinnar nú, en Utan- garðsmenn kæmu heim til íslands á mánudag. Það væri hins vegar synd ef hljómsveitin hætti þvi að hljómleikarn- ir á Hard Rock Café i gærkvöldi hefðu verið þeir beztu sem hljómsveitin hefði haldið fram að þessu. -ESE. IVIKU HVERRI Vinningur vikunnar: Crown-sett frá Radíó- búðinni Vinningur í þessari viku cr Crown-sett frá Radióbúðinni. Skiphoiti 19. Reykjavik. I vikunni verður birt, á þessum stað i blað- inu, spurning tengd smáauglýsing- um Dagblaðsins. Nafn heppins áskrifanda verður siðan birt daginn eftir i smáaugiýsingum og gefst honum tœkifœri á að svara spurningunni. Fylgizt vel með, áskrifendur. Fyrir nœstu helgi verður einn ykkar giæsiiegu Crown-setti, rikari. c ískalt beven up. p hressir betur.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.