Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.07.1981, Qupperneq 3

Dagblaðið - 08.07.1981, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1981. 3 Við þurfum frjálsræði ekkieinokun -«»»« Spurning Hvað finnst þór um útitaflið við Bern- höftstorfu? Siggi flug (7877-8083) skrifar: Eitt stærsta fyrirtæki ríkisins er vafalaust Póstur og sími. Fjárlög varðandi þetta risafyrirtæki eru lika mjög há og 1 gegnum þessa stofnun, sem að sjálfsögðu er ekki hvað sizt þjónustufyrirtæki fara stórar fjár- fúlgur. Stór hluti þjóðarinnar nýtur góðs af Pósti og sima daglega ef svo má að orði komast. Viðskipti lands- manna fara lika að miklu leyti á einn eða annan veg i gegnum síma og póst. Það er því afar mikilsvert að vel takist með stjórn þessa einokunar- fyrirtækis sem allt frá byrjun hefur einsamalt haft með höndum rekstur þessarar ómissandi þjónustu. Það er líka mikilsvert að Póstur og simi gleymi ekki hlutverki sínu og sökkvi sér niður i að gæta þessarar einokun- ar og gleymi þjónustuhlutverki sinu. Um daginn var að einhverju leyti aflétt þessu einokunarfargi hvað varðar innflutning á símtólum en við fengum að heyra að síminn ætl- aði sér nú ekki alveg að gefa þennan innflutning frjálsan. Siminn þarf sem sé að löggilda þau simatæki sem flutt verða inn þvi „þau þurfa að full- nægja alþjóðaskilyrðum um gerð þessaratækja”. Að sjálfsögðu þurfa þessi tæki að vera þannig úr garði gerð að hægt sé að tengja þau simakerfi landsins um valhraðao.s.frv. Ég held að engir framleiðendur þessara tækja viti þetta ekki og að öll tæki sem framleidd eru í heiminum séu þeim kostum búin að þau full- nægi því að vera tengd talsímakerfi simans. Eftirlit sem þetta hefur óþarfa kostnað í för með sér og ég held að Póstur og sími ætti að vera feginn þvi að þurfa ekki að kássast í þessu. Þar- með mætti að einhverju lækka kostn- að símans sem er víst nógu hár fyrir. Fjarskiptalögin illræmdu hafa ekki orðið til neins góðs i fjarskiptamálum okkar en hafa hins vegar orðið mörgum hugvitsmanni fjötur um fót þótt nú sé fyrir nokkru búið að létta þessu einokunarfargi af þjóðinni. Frjálsræði er það sem koma skal en ekki gamaldags einokunarfyrir- komulag eins og Danir héldu til streitu í gamla daga. Mér datt þetta (svona) í hug. Siggi flug 7877-8083 Guflriður Eriingsdóttir afgreiðslukona: Mér finnst það mjög sniðugt. Nú mega landsmenn I orði kveðnu tala I alls kyns simtól og -tæki en Póstur og sfmi vill þó að sjálfsögðu vera þar með i ráOum. DB-mynd Bjarnleifur. OSMEKKLEGAR MYNDBIRTINGAR Einmana fólk stofnar klúbb Krhtfn Gylfadóttir hringdi: Mér flnnst það ósmekklegt þegar birtar eru myndir af bilum sem lent hafa í árekstrum eða hafa ekið á fólk að birta lika bílnúmerin. Þetta kom fyrir í Dagblaðinu á dögunum og ég veit að þetta kom illa við marga. Mjög góð þjónusta Einn ánægður hringdi: Ég er búinn að eiga Lada bifreið í ein þrjú ár og mig langar til að þakka umboðinu fyrir frábæra þjónustu þennan tima. Það stendur allt eins og stafur á bók og lipurð starfsmanna, allt frá símastúlku til forstjóra, er alveg einstök. Þá er verkstæðisfor- maðurinn sérstaklega hjálplegur og boðinn og búinn til aö aðstoða fólk. Raddir lesenda Fyrir nokkru var vakin á því at- hygli hér á síðunni að til stæði að stofna nokkurs konar klúbb fyrir ein- mana fólk. Áhugamenn um þetta efni komu saman til fyrsta fundar í síðustu viku og þótti hann takast vel og lofa góðu um framhaldið. Annar fundur verður haldinn I þessari viku, nánar tiltekið á flmmtudag, og geta þeir sem áhuga hafa haft samband við Sveinbjörn Pétursson í sima 45970 milli kl. 18og22. NOTAÐIR Se/jum BÍLAR dag SAAB 96 '71, beinskiptur. SAAB 99 GL '74, beinskiptur, ekinn 87 þús. km. SAAB 99 GL '74, beinskiptur, ekinn 90 þús. km. SAAB 99 GL Combi '75, beinskiptur, ekinn 97 þús. km. SAAB 99 GL '76, beinskiptur, ekinn 83 þús. km. SAAB 99 GL '79, beinskiptur, ekinn 33 þús. km. SAAB 900 GLS '79, beinskiptur, ekinn 25 þús. km. Lancia A112 '77, beinskiptur, ekinn 58 þús. km. Lancia A112 '80, nýr bíll. VW Golf '79, beinskiptur, ekinn 23 þús. km. TOGCURHR SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16. SIMI 81530 1 Mj&sg&ætMMIilli'i'll i ii, ]'—> • Ester Celin húsmóðir: Mér flnnst hug- myndin svolítið sniðug. Slgurður Björnsson, óperusöngvari og framkvæmdastjóri Sinfóniuhljómsveit- ar íslands: Mér lízt mjög vel á það; eykur á lífið í bænum og það verður gaman að fylgjast með þessu. Við eigum það marga góða skákmenn og það er ánægjulegt að styðja við bakið á þeim. Ég er mjög pósitívur gagnvart þessu . . . annars er tónlistarhöll efst á minum óskaiista. Sverrir Ormsson rafvirki: Mér Frnnst það ekki passa við. Magnús Magnússon skrifstofumaður: Ég held að ég sé alveg hlutlaus. Lilja Pálsdóttir húsmóðir: Ég er algjör- lega á móti því. Ég vil hafa Bernhöfts- torfu eins og hún var.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.