Dagblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981.
<§
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I
„ÉG ER ALLS
EKKI BITUR’’
zzz^zzzzzp
segirBen Bella,
fyrrumforseti
Alsfr,
sem nú eráferð
íFrakklandi,
laus úrfjórtánára
fangelsisvist
Ahmed Ben Bella, fyrrum forseti
Alsír sem steypt var af valdastóli í
byltingu hersins 1965 og hefur setið i
fangelsi i fjórtán ár, sagði i biaða-
viðtali i Frakkiandi 1 síðustu viku að
þótt hann hefði á þessum tima
stöðugt óttazt um lif sitt þá vaeri
hann alls ekki bitur.
Ben Bella, sem var i fyrsta skipti
eftir byltinguna leyft aö feröast íir
landi i siðasta mánuöi, sagði f viðtali
viö franska blaðið Liberation að
Bendjedikd Chadli, forseti Alsir,
hefði komið þvi til leiðar að hann var
látinn laus úr fangclsinu.
„Nei, ég er alis ekki bitur,” sagði
Ben Bella meöan á heimsókn hans til
Parísar stóð. , .Hatur, hefndarhugur
eða reiði, slikar tilfinningar finnast
ekkihjá mér.”
Aðspurður um hvort hann hefði
ekki óttazt um lif sitt meöan á
fangelsisvistinni stóð sagði Ben Beila:
,,Ég óttaöist stöðugt en ég hef lika
lifað í hættu allt mitt lif. Sá sem býr
við stöðuga hættu venst þvi smám
saman.”
Hann neitaöi að ræða um fyrir-
ætlanir sinar eða ástandið i Alsir
nema með mjög almennum orðum.
„Ég er baráttumaður og ég ver
skoðanir minar. En völd heilla mig
ekki. Hin miklu vandamál sem
berjast þarf gegn: kynþáttamisrétti,
heimsvaidastefna, nýiendustefna og
hungur, velta á þvi, þegar allt kemur
til alls, að nýrri heimsskipan verði
komið á.”
Ben Belia er nú 62 ára gamall.
Hann myndaði fyrstu rikisstjórn
Alsir eftir að landið öðlaðist sjálf-
stæði árið 1962. Honum var steypt í
Houari Boumedlenne kom Ben Belii
frá vöidum með stjórnarbyltingu irið
1965
byltingu árið 1965 af Houari
Boumedienne herforingja. Honum
var haldið i fangelsi þar til i júli 1979
og siðan var hann i stofufangelsi þar
til i októbermánuði siðastliðnum.
Vegabréf fékk hann snemma á þessu
ári og hefur sfðan farið eina pila-
grimsför til Mekka.
Aðspurður um hvernig hann hefði
varið tfma sinum meðan hann var i
fangelsinu sagðist Ben • Bella hafa
lesið, skrifað og hugsaö bæði um
eigin mistök og um framtið Alsír.
„Ég haföi nægan tíma,” sagði
hann. „Mér gafst færi á að dýpka
alls kyns hugmyndir og endurmeta
reynslu mina í baráttunni fyrir sjálf-
stæði Alsír. Ég reyndi að fylgjast eins
vel með þróun heimsmálanna og mér
varunnt.”
Þrátt fyrir dvölina í fangelsinu
hefur Ben Bella stöðugt notið
vinsælda i Alsir. Frá þvi hann var lát-
inn laus hefur hann fengið margar
heimsóknir á heimili sitt, bæöi frá
fyrrverandi félögum og frá ýmsum
sem ekki þekktu hann áður. Á
ferðum sem hann hefur farið út á
landsbyggðina að undanförnu hafa
margir orðið tii þess að óska honum
velfarnaðar.
„65 prósent ibúa Alslr voru ekki
fæddir 19. júni 1965 (þegar honum
var steypt af stóli), en 90 prósent
þeirra sem heimsækja mig eru ungir.
Gleymið því ekki að mikil þögn hefur
umlukt nafn mitt. Það var þurrkað
út úr sögu þjóðarinnar. Á þessu er að
verða breyting. Unga fólkið þráir
vitneskju, vill fá rétta mynd af
sögu þjóðar sinnar,” sagði Ben Bella
að iokum.
„Sovézkir íbúar í
Bandaríkjunum undir
sálrænum þrýstingi”
— skrifar sovézka dagblaðið Izvestia
Sovézkir borgarar búa og starfa i
Bandaríkjunum viö „óviöunandi
aðstæður” segir i grein i dagblaöinu
Izvestia eftir Viktor Ponomarjov þar
sem fjallað er um fjandsamlegar að-
gerðir gegn sovézku fólki sem framd-
ar eru með þegjandi samþykki
bandariskra stjórnvaida.
„Að áeggjan stjórnvalda,” segir
greinarhöfundur, „er sovézkt fólk
beitt stöðugum sálfræðilegum þrýst-
ingi og það er skyggt á hrokafullan
hátt. Að undanförnu hefur þeim til-
fellum farið fjölgandi að þaö er hvatt
til þess að snúa ekki aftur til heima-
lands slns, svo og ósvifnum tilboðum
um að gerast svikarar. CIA og FBI
hafa bókstaflega iátið útsendara sina
umkringja allar sovézkar stofnanir i
Bandarikjunum. I verzlunum, á
bensinafgreiöslum og hjá þjónustu-
fyrirtækjum fylgjast útsendarar
bandarísku leyniþjónustunnar ekki
aðeins með sovézku fólki heidur taka
þeir og beinan þátt i undirróðurs-
starfsemi.”
Greinarhöfundur nefnir dæmi um
ofbeldisaðgerðir gagnvart sovézkum
borgurum i Bandarfkjunum 4., 5. og
12. mai sl. og segir: „Stjórnvöld
gerðu ekkert”, „lögreglan greip ekki
inn í”, „lögreglan brosti.”
„Tilraunir til þess að veiða sovézka
borgara í net bandarisku leyniþjón-
ustunnar eiga sér stað i verzlunum, á
veitingahúsum, á götum úti og jafn-
vel í byggingu Sameinuðu þjóðanna
þar sem FBI og CIA hafa útsendara
sína. Dæmi eru þess að háttsettir
embættismenn samtakanna úr hópi
bandariskra borgara sögðu sovézkum
starfsmönnum samtakanna aö „hug-
ieiða það alvarlega” aö setjast að 1
Bandarikjunum.”
„Fjandsamlegar aðgerðir gegn
sovézku fólki hafa orðiö áberandi
tiðari viö valdatöku nýju ríkis-
stjórnarinnar. Þær hafa farið versn-
Reagan Bandaríkjaforseti ræðir við Haig utanrikisráðherra. Um hina nýju rikis-
stjórn Bandarikjanna segir sovézka dagblaðið Izvestia: „Fjandsamlegar aðgerðir
gegn sovézku fólki hafa orðið áberandi tiðari við valdatöku nýju rikisstjórnarinn-
ar.” i
andi með harðnandi utanrikisstefnu
Hvita hússins. Stigmögnun þeirra er
þeim mun uggvænlegri þar sem
„sjálfkrafa” skipulagðar andsovézk-
ar herferöir héldust áður innan vissra
marka en núverandi aðgerðir zionista
og annarra fasistaafla miða að þvi að
valda sovézku fólki Iikamlegum
skaða og aö skipulagningu ofbeldis-
aðgerða.”
Erkibiskupinn af Kantaraborg:
Öflugra andsvar
við hungrínu
Dr. Robert Runcie, erkibiskup af
Kantaraborg, hvatti um heigina leið-
toga Vesturlanda til að ráðast gegn
fátækt meö því að styöja tillögur sem
settar eru fram i skýrslu Brandt-
nefndarinnar (kennd við Willy
Brandt, fyrrum kanslara V-Þýzka-
iands). f skýrslu nefndarinnar eru
settar fram tillögur til lausnar vanda-
mála landa þriðja heimsins.
Dr. Robert Runcie, erkibiskup f
Kantaraborg.
„Næstu fjórir mánuðir skipta
meginmáli þegar leiötogar heimsins
koma saman til að ræða einu trúverð-
ugu og samstæðu tillögurnar sem við
höfum til að miða við i þessum
þýöingarmiklu málum,” sagði dr.
Runcie og átti við fyrirhugaða fundi
í Ottawa, Mexíkóborg og Melbourne
um þetta efni.
Dr. Runcie, andiegur leiötogi
ensku biskupakirkjunnar, kvaðst
sammála Brandt-nefndinni um aö
heimurinn þyrfti á að halda nýju og
sanngjarnara kerfi varðandi fjár-
hagslegt samband þjóða.
Erkibiskupinn af Kantaraborg hefur hvatt leiðtoga heimsins til að ráðast gegn hungrinu i heiminum með öflugri hætti en
áður.
Dr. Runcie hvatti einkum
Margaret Thatcher, forsætisráöherra
Bretlands, til aö nota áhrif sin á
fundi hennar með öðrum fxjóðar-
leiðtogum til að koma í framkvæmd
einhverjum grundvallarhugmyndum
Brandt-nefndarinnar um öflugra
andsvar við hungurvandamálinu en
áður.
..................... ^