Dagblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981.
SKRIFSTOFUSTARF
Dagblaðið óskar að ráða starfsmann á ritstjórn til starfa við
móttöku, vélritun og sjálfstæða úrvinnslu efnis.
Umsóknir sendist Dagblaðinu Síðumúla 12, fyrir 14.
júlí.
BlADin
Fjölbrautaskóli
Suðurnesja
Laus er staða fulltrúa á skrifstofu Fjölbrautaskóla Suður-
nesjafrá 15. ágústnk.
Laun fylgja kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Skriflegar umsóknir sendist fyrir 15. júlí, merktar: Fjöl-
brautaskóli Suðurnesja, pósthólf 100,230 Keflavik.
Undirritaður veitir upplýsingar um starfssvið og hæfnis-
^rÖ^Ur' Skólameistari.
Frá Kennaraháskóla íslands
Kennarar með kennarapróf frá Kennaraskóla íslands þ.e.
fyrir 1974, sem lokið hafa háskólaprófi eða sambærilegu
prófi í kennslugrein eða kennslugreinum sem veita þeim
réttindi til kennslu á framhaldsskólastigi samkvæmt lögum
um embættisgengi kennara og skólastjóra en vantar til-
skilið nám í uppeldis- og kennslufræði til að öðlast skipun í
starf sitt, eiga kost á að ljúka því námi við Kennaraháskóla
íslands.
Gert er ráð fyrir að námið skiptist í heimavinnu að vetri og
sumarnámskeið sumarið 1982. Umsækjendur skulu vera
undir það búnir að þurfa að mæta í skólanum í nálægt
vikutíma eftir næstu áramót.
Þeir sem áhuga hafa á umræddu námi eru beðnir að senda
afrit af prófum sínum og gera grein fyrir starfsferli að
loknu kennaraprófi ásamt öðrum þeim upplýsingum sem
þeir telja að gildi hafi fyrir 1. sept. og verður haft samband
við þá síðar í sumar eða haust.
Þessi nýlegi sumarbústaður
er til sölu. Hann stendur i
landi Mööruvalla í Kjós
gegnt Vindáshlið. Hann
er 44 m2 að stærð.
Allar upplýsingar I sima
92-2172
GriHstofa
til leigu í Kópavogi. Upplýsingar í síma
84179.
Toyota Landcruiser árg. '76 til
sölu
Ekinn 29 þús. mil-
ur. Uppl. hjá
auglþj. DB i slma
27022 eftir kl. 12.
H-7681
LÝST
EFTIR
DRENG
—faðirhans
býríNoregi
Kristján S. Jósefsson, íslenzka dýra-
safninu hringdi:
Ég óska eftir að skolhærði dreng-
urinn sem var í heimsókn hjá mér
föstudaginn síðastliðinn, 3. júlí, hafi
samband við mig í síma -26628, eða
komi.
Samtal okkar var á þá leið að hann
sagði aö foreldrar slnir væru skildir
og pabbi sinn væri í Noregi en kæmi
svona einu sinni til 2svar á ári til ís-
lands.
Ef einhver skyldi álíta sig kannast
við þennan dreng þá bið ég viðkom-
andi jafnframt um að hafa samband
við mig á safninu eða i ofangreindan
síma.
Kristján S. Jósefsson i tslenzka dýra-
safninu.
Gott er að eiga góða skó en lakara þyklr mönnum et peir eru oi sionr.
DB-mynd Ragnar Th.
Skórnir fengust
ekki endurgreiddir
— þar sem búið var að gera ráð fyrir
þeimíveltunni
Ólafur H. Johnson, Suöurhólum 8,
hringdi:
Fyrir viku keypti ég mér skó á
516,85 kr. f Skóbúð Steinars Waage.
Eitthvað hef ég verið bólginn á fótun-
um þegar ég mátaði skóna því að
þegar heim var komið reyndust
skórnir of stórir. Ég var að fara úr
bænum og því dróst þaö 1 eina viku
að skipta skónum. Þegar ég kom i
verzlunina til að skipta skónum kom í
ljós að þeir áttu enga þrengri skó
sömu gerðar og reyndar fannst aðeins
eitt par i búðinni i mínu númeri, 43
1/2, sem er eitt algengasta númeriö.
Ég var að leita að svörtum karl-
mannaskóm og því gat ég ekki notað
þessa einu skó sem buðust. Ég fór því
fram á að fá peningana endurgreidda
en þvi neitaði stúlkan sem afgreiddi
mig á þeim forsendum að búið væri
að stimpla upphæðina inn í kassan.
Ég vildi nú ekki una þessu og fékk því
samband við mann sem ég held að sé
verzlunarstjóri skóbúðarinnar. Hann
tók ( sama streng og stúlkan og sagöi
að ómögulegt væri að endurgreiða
mér peningana, þvi búið væri að gera
ráð fyrir þeim i veltunni. Þaö eina
sem fyrir mig var hægt að gera var að
Raddir
lesenda
ég gat fengið innleggsnótu sem ég
varðsvo að þiggja.
Mér finnst þetta nú anzi léleg þjón-
usta og finnst þvi rétt að vekja at-
hygli á þessu. Vitaskuld get ég svo
ekki gert annað en beðið þangað til
aukið skóúrval kemur í búðina. Þá
mun ég taka út á nótuna en beina svo
viðskiptum mínum annað í framtíð-
inni.
"V
milli kl. 13 og 15,
eðaskrífið
Telur unglingaklúbba draga
úr notkun vímugjafa
Stuöningsmaður unglingaklúbba
hringdi:
Mig langar til þess aö taka undir
orð Reynis Ragnarssonar i Dagblað-
inu 3. júlí í sambandi við unglinga-
klúbbinn. Mér finnst unglingar al-
mennt ekki hafa neina aðstöðu þótt
stöku hverfi sé þar undantekning.
Sonur minn, 17 ára, hefur tekið
þátt i að safna undirskriftum í sam-
bandi við unglingaklúbbinn og ég hef
mikla samúð með þessum krökkum.
Árin 1958—62 voru mín táningsár og
við áttum ekki úr mörgu að velja.
Það var þá helzt rúnturinn og gamla
góða Hálogaland. Á þessum aldri
þarf maður að hafa eitthvað við að
vera. Ég hef kynnzt mörgum ungling-
um og veit að þeir hafa áhuga á að fá
að takast á við einhver verk. Þvi ekki
koma á fót einhverju húsnæöi sem
þau geta fengið að innrétta og jafnvel
reka sjálf?
Ef slikt kæmist á held ég að ungl-
ingarnir sneru fremur baki við vimu-
gjöfum og sliku.
Annað hef ég ekki að segja, nema
beztu óskir til þeirra sem leggja þessu
máli Iið.