Dagblaðið - 08.07.1981, Side 12

Dagblaðið - 08.07.1981, Side 12
mmiAÐa Utgefandi: Dagblaðið hf. ~ Framkvæmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Aðstoðamtstjóri: Haukur Hoigason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. Iþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamonn: Anna Bjamason, Adi Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stofánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorloifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hall- dórsson. Dreifingarstjóri: Valgoröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síöumúla 12. Mynda- og ptötugerö: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skoifunni 10. Áskríftarverð á mfruiðf kr. 80,00. Varð í lausasölu kr. 5,00. Oþarfa afskiptasentí í deilunni um opnunartíma verzlana rekast á tvö ólík sjónarmið. Annars vegar standa þeir, sem vilja miðstýringu sem mesta, og hins vegar þeir, sem vilja hafa hana sem minnsta og vilja dreifa valdinu í þjóðfélaginu. Fremstur í flokki þeirra, sem vita, hvað er fólki fyrir beztu, og vilja hafa vit fyrir því, er Magnús L. Sveins- son, borgarfulltrúi, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og sérleg Jóhanna af Örk Kaupmanna- samtakanna. Athyglisvert er, að Magnús er talinn til Sjálfstæðis- flokksins. Það er eitt dæmi af mörgum um, að menn raðast ekki nema að litlu leyti í flokka eftir viðhorfum til miðstýringar og valddreifingar. Magnús hefur bent neytendum á, að þeir þurfi ekki á sumrin á opnum verzlunum á laugardögum að halda, enda muni þeir ekki notfæra sér slíka opnun. Magnús veit þannig, hvað er fólki fyrir beztu og vill hafa vit fyrir því. Hugarfarið er mjög svipað og hjá talsmönnum land- búnaðarins, sem hafa árum saman tönnlazt á, að kröfur neytenda um breytt sölukerfi landbúnaðaraf- urða muni leiða til hækkaðs vöruverðs og þess vegna ekki vera í þágu neytenda. Öllum þessum mönnum er illa við, að neytendur geti ákveðið slík mál sjálfir, til dæmis hvort þeir þurfi að verzla utan þröngra marka, sem einokunarhringur Verzlunarmannafélagsins og Kaupmannasamtakanna hefur látið setja. Staðreyndin er þó sú, að til eru neytendur, kaup- menn og verzlunarmenn, sem telja þarfir sínar vera aðrar en þær, sem Magnús og fleiri hafa úrskurðað. Þetta fólk vildi helzt fá að lifa í friði fyrir miðstýrend- um. Sumar kaupmannafjölskyldur vilja hafa lengur opið, til dæmis til að nýta betur dýrt húsnæði eða til að vinna sig upp fjárhagslega. Þessar fjölskyldur skilja ekki, að frelsið þurfi að leiða til dýrara verzlunarút- halds. Dæmin sanna, að þessar fjölskyldur geta þjónustað neytendur án þess að þræla út félagsmönnum Verzl- unarmannafélagsins utan venjulegs vinnutíma. Við slíkar aðstæður er málsaðild Magnúsar miðstýranda orðin næstaóljós. Sumir neytendur hafa slíkan vinnutíma, að þeir vilja geta verzlað utan venjulegs vinnutíma verzlunar- manna. Aðrir neytendur gleyma einhverjum vörum á „rétta” tímanum eða standa allt í einu andspænis óvæntri vöruþörf. Ekki verður séð, að kaupmenn og neytendur með ofangreindar eða aðrar sérþarfir séu neitt fyrir i þjóð- félaginu eða valdi neinum áþreifanlegum vandræðum, öðrum en að trufla skipulagshyggju miðstýrenda þessa lands. Auðvitað liggja svo að baki hagsmunir þeirra kaup- manna, sem ekki nenna að hafa fyrir því að þjónusta neytendur utan venjulegs vinnutima. Þeir hafa völdin í Kaupmannasamtökunum og beita Verzlunarmanna- félaginu fyrir vagninn. Þessir hagsmunir falla saman við mjög svo útbreidda skipulagshyggju meðal stjórnmálamanna þjóðarinnar, hvar í flokki sem þeir standa. Þeir fá þarna enn eitt tækifærið til að skipuleggja, miðstýra, soga til sín vald. Afleiðingin er sú, að opinberar nefndir, stjórnir og ráð sitja á löngum fundum ár eftir ár til að velta vöng- um um, hvort loka skuli klukkan þetta eða hitt. Engum þeirra dettur í hug, að þeir séu með óþarfa afskipta- semi. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981. ' ........................................... Auknar líkur á kjarnorkustríði? „Kjarnorkustríð er hryllilegt til- hugsunar. Veistu að þegar kjarn- orkusprengjan var sprengd yfir Híró- shíma, stóð fólk í 45 kilómetra fjar- lægð og blindaðist. Augun hreint og beint runnu út úr augnatóftunum á þeim sem rétt eitt andartak horfðu á s prengj uglampann. ” Þetta sagði norski stjórnmála- maðurinn Jens Evensen við okkur íslendingana i hléi á ráöstefriu sem nýlega fór fram á Álandseyjum. Hann var þar staddur til að halda erindi um þjóðréttarlegar forsendur þess að Norðurlönd verði iýst kjarn- orkuvopnalaust svæði. Álandseyjar eru vopnalaust svæði Fyrir rúmlega einni öld ætluðu Rússar (sem þá voru ekki komm- únistariki) að byggja upp mikla flota- stöð á Álandseyjum. Þetta var fram- varðarstöð eða útvirki rússneska ríkisins í vestri, afar líkt og ísland er orðiö útvirki Bandaríkjanna á norðurslóðum. í Krímstríðinu jöfnuðu andstæð- ingar Rússa virkin á Álandseyjum við jörðu, áformin um vigi á eyjunum voru þurrkuð út. En það var ekki einungis komið i veg fyrir að Álands- eyjar yrðu gráar fyrir járnum, síðar meir voru eyjarnar lýstar algerlega vopnalaust svæði. Ein fyrsta fram- kvæmd Þjóðabandalagsins sem var undanfari Sameinuðu þjóðanna, var að ganga frá alþjóðlegum samning- um um Álandseyjar, þær voru lýstar vopnalaust svæði. í rúm sextiu ár hafa Álandseyjar verið vopnalaust svæði, og meðal annars af þeim sökum fór Norræna friðarráðstefnan þar fram. Til ráðstefnunnar var boðað af nokkrum áhugamönnum um andóf gegn vig- búnaði, þangað fór fóik á eigin kostnað og reyndar stóðu fjármálin það knappt að efna þurfti til sam- skota á ráðstefnunni. Þátttökugjöld 360 manns höfðu ekki dugað fyrir raunverulegum kostnaði. „Ógnarjafnvægið" Sértrúarhópar af ýmsum geröum hafa lengi klifað á kenningum um heimsendi, sumir hafa meira að segja reiknaö út nákvæma tímasetningu- og enn sem komið er misreiknað hana. Meðmælendur kjarnorkuvopna hafa einnig hugsaö málin á sömu nótum, þeir segja að þessi vopn muni valda heimsendi ef þau verði notuð. Af þeim sökum sé rétt að smíða svona vopn. Ef lesandinn nær ekki þessari röksemdafærslu, skal hún endurtekin: f því skyni að koma í veg fyrir notkun kjarnorkuvopna — segja þeir sem vilja kjamorkuvopn — þurfum við að eiga nóg af þeim. Þá þorir enginn að nota þau. Þessi röksemdafærsla getur verið sannfærandi, sé tekið dæmi sem finnski prófessorinn Göran von Bonsdorff sagði frá á ráðstefnunni á Álandseyjum. í seinni heimsstyrjöld- inni var hann i finnska hernum. Liðs- sveit hans var á ferli nálægt víglin- unni andspænis Sovéthernum. Það var þoka og von Bonsdorff var kominn spölkorn á undan liðs- sveitinni. Skyndilega stóð hann aug- liti til auglitis við rússneskan her- mann. Þeir miðuðu byssunum hvor á annan. Finninn hugsaði: Ef ég skýt, gæti ég verið á undan — en félagar hans heyra til min og drepa mig. Rússinn hugsaði: Ef ég skýt, gæti ég verið á undan — en hans menn koma þá ogdrepa mig. Báðir létu byssurnar siga, snéru við og hlupu sem fætur toguðu til sam- herjanna. Þetta er i hnotskum svonefnt ógnarjafnvægi. Samkvæmt þeirri kenningu vita báðir fyrirfram, að hinn þorirekkiaðskjóta. Þaðskiptir nefnilega engu hvor skýtur fyrst — báðir brenna á vítisbálinu. Úrelt kenning? Þar með er ekki sagt að kjarnorku- vopn verði aldrei notuð. Því miður Við þekkjum eitt strið þar sem kjarn- orkusprengjum var beitt — seinni heimsstyrjöldin. Við vitum einnig að Bandaríkjaforsetinn Jimmy Carter gaf í sinni forsetatið út tilskipun um ^ „Maöur getur trúaö þvi að stórveldin vilji ógjarnan sjálf veröa fyrir kjarnorkuárás og að þau hyggist því ota fram staðgenglum. Eitthvað í þessum dúr: „Heyrðu vinur og bandamaður, haltu rétt aðeins á byssunni fyrir mig.” ”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.