Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.07.1981, Qupperneq 11

Dagblaðið - 08.07.1981, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLl 1981. 11 f A Samgöngu- og fjármálaráðherrar Luxemborgar: Enginn flötur sjáanlegur á framhaldi N-Atlantshafsflugs —ekki frekari stuðningur við það eftir 1. október 19M^. S rj : ) Samgönguráðherrann lýkur máli ifijsy Barttel, samgönguráðherra, sínu3með þessum oxðum:„Ég tel tekl*i>?framc Allir þekkja hina harð- skyldu mina að endurtaka að ríkis- vítugu samkeppni, sem háð er á stjórn Luxemborgar hefur lagt Norður-Atlantshafsleiðinni milli áherziu á að það sé engan veginn hinna:ýmsu flugfélaga. Skýrslan frá ætlun hennar að taka þátt i að fjár- M. Dixon-Speas gefur til kynna magna frekar áframhald Atlants- ýmsar tilgátur, sem eru að mínu mati hafsflugsins eftir 1. okóber 1981.” gerðar of hagstæðar fyrir þróun Algerlega hliðstæð ummæli og flugumferðar yfir hafið, og væri frásögn og að ofan er skýrt frá i fleiri hyggilegt að horfast í augu við fram- blöðum á bæði frönsku og þýzku í tíðina með mun hóflegri bjart- Luxemburg á sama tíma. sýni”. . . . -BS. ---------- „Niðurstaöa um „leifar” Norður- Atlantshafsflugsins liggur endanlega fyrir i næsta mánuði,” segir í dag- blaði i Luxemburg hinn 17. júní síðastliðinn. Ofangreind tilvitnun var fyrirsögn á grein, þar sem ennfremur segir: „Samgönguráðherrann (i Luxem- burg) mun svara spurningu Claude Pescatore, þingmanns demókrata, sem krafðist svars frá rikisstjórninni um það hvort könnun þeirri, sem varðar „leifar Luxemborgarflugsins sé lokið og hvaöa ályktanir megi draga af niðurstöðunni. Varðandi þetta mál tekur fjárlaga- ráðherra Luxemborgar fram að könnunin, sem gerð var og skýrsla gefin um af fyrirtækinu „Aviation Consulting Incorp.” og M. Dixon — Speas, sem hafði hana með höndum, sé iokið. í henni kemur fram tiltekinn fjöldi möguleika, sem gætu orðið áhuga- verðir og leitt til sambræðslu þeirra þriggja flugfélaga, sem standi fyrir núverandi ástandi flugmála í Luxemborg. Þess utan hefur nýlega verið sett á fót vinnunefnd sem hefur óskað þess af fyrirtækinu sem að könnuninni stendur að gera úttekt á viðbótar- möguleika sem feli í sér stofnun nýs flugfélags upp úr „leifum” Norður- Atlantshaf sflugsins. Niðurstaðan um vandamáliö er þvi enn á viðræðustigi. Að því er sam- gönguráðherrann segir má búast við niðurstöðu í næsta mánuði (þ.e. júlí Þriggja ára snáði í strætóf erð upp á eigin spýtur:_ „Löggan var góð” —segir Haraldur litli Ólaf sson sem fór að kaupa nammi og tók síðan strætó í bæinn Iðnrekendur er gengu á fund viðskiptaráðherra f gær, Björn Guðmundsson, Sveinn Valfells yngrí, Brynjólfur Bjarnason, Davið Scheving Thorsteinsson, Valur Valsson, Viglundur Þorsteinsson og Agnar Kristjánsson. Iðnrekendur á f undi viðskiptaráðherra: „Gerum okkur vonir umstuðn- ing Tómasar” — við jöf nun starf sskilyrða —fallið f rá hugmyndum um nýtt aðlögunargjald „Hann stakk af og fór upp í búð að kaupa nammi. Þegar þangaðikom hafði hann enga peninga, en á leiðinni úr búðinni virðist hann hafa séð strætó,” sagði Lára Erlingsdóttir i gær. Lára er móðir Haraldar Ólafssonar, Halla, þriggja ára snáða, sem lagði upp i mikið ferðalag á eigin spýtur í gær. Það vakti athygli manna I hádegisút- varpinu í gær, að lögreglan á mið- bæjarstöð Reykjavíkur, auglýsti að hjá henni væri gutti, þriggja ára, sem segðist heita Halli. Hann hefði komið inn í strætisvagn á Bústaðavegi. Móðirin var fljót á staðinn og náði í Halla sinn, en þá hafði leit staðið yfir að stráknum. Halli á heima að Gilja- landi 3 í Fossvogi og voru allir í göt- unni að leita að honum. „Hann hafði verið týndur í svcna einn og hálfan tima og ég var rétt að fara að hringja á lögregluna, þegar nágrannakona min kom og sagði mér að auglýst hefði verið í útvarpinu.” Haraldur lét sér fátt um finnast allt tilstandið er við hittum hann i garöin- um heima hjá sér. Hann var i sólbaði með systur sinni Þóru Björk. „Löggan var góð,” sagði hann og mikið meira þarf ekki um það aö segja. Strætisvagnastjórinn, sem tók Harajd upp í á Bústaðaveginum, sá að ekki voru ferðir piltsins vel skipu- lagðar. Hann tók þvi stjórnina í sinar hendur og hafði samband við lögreglu i gegnum talstöð strætisvagnsins. Þannig komst Haraldur i góðra manna hendur og siðan heim til sín. -JH. „Hann er gjarn á að stelast út I búð,” sagði Lára, móðir Haraldar. „Ætli það þurfi ekki að setja keðju á hann”. DB-myndir Bjarnleifur. «C Halli stakk af I búðina að kaupa nammi, en sá slðan freistandi strætó, sem hann tók i bæinn. En sem vænta mátti urðu fagnaðarfundir hjá þeim mæðginum, Haraldi litla Ólafssyni og Láru Erlingsdóttur. „Við gerum okkur vonir um, að Tómas Árnason viðskiptaráðherra styðji i ríkisstjórninni, að starfsskilyrði iðnaöar verði gerð jöfn á við starfsskil- yrði annarra atvinnugreina,” sagði Valur Valsson framkvæmdastjóri Félags islenzkra iðnrekenda, eftir fund með viðskiptaráðherra i gær. Iðnrek- endur bentu á á fundjnum, að hallaC hefði verið á iðnaðinn í gengismálum og fóru fram á að gengi krónunnar yrði þess vegna lækkað töluvert. „Viðskiptaráðherra gaf engin loforð um lækkun gengis,” sagði Valur Vals- son.Valur sagði að nú virtist ekki lengur raunhæft aö ræða um álagningu nýs aölögunargjalds. Í staðinn bæri að snúa sér að því að leiðrétta það mis- ræmi, sem hefði átt að leiðrétta i fyrra, meöan aðlögunargjald var. Mismunun- in tæki til starfsskilyrða, aðstöðugjalds og launaskatts. Valur sagði, að iðnrek- endur hefðu mestar áhyggjur af þróun gengismála. Þeir heföu á fundinum kynnt hugmyndir sinar um nýja gengis- viðmiðun. í fréttatilkynningu frá fundinum segir: „Fundarmenn voru sammála um, að ekki þýddi lengur að ræða um álagningu nýs aðlögunargjalds, heldur yrðu stjórnvöld og iðnaðurinn að taka saman höndum um að leysa aðsteðj- andi vanda iðnaðarins á annan hátt. í því sambandi var rætt sérstaklega um verðlagsmál, lánamál og hina óhag- stæðu þróun gengis fyrir iðnaðinn á þessu ári. Fullt samkomulag var um, að verðbólgan væri versti óvinur iðnaðar- ins. Ennfremur var rætt um lakari starfsskilyrði, sem iðnaðurinn býr við samanborið við aðrar atvinnugreinar, m.a. vegna launaskatts og aðstöðu- gjalds. Voru fundarmenn sammála um, að stefna beri að því að eyða þeim mismun.” -HH. «€ Það var ekki sorg eða sút að sjá á viðskiptaráðherra, Tómasi Árnasyni eða Davíð Scheving Thorsteinssyni, for- aanni Félags islenzkra iðnrekcnda. DB-myndir Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.