Dagblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 5
DAGBLADIÐ. MIDVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1981 ■ Karnabær og Radíóbúðin upplýsa viðskiptavini sína: 5 Luxor og Bang & Olufsen af neita V2000-kerf inu * spáðum við byltingu! Nú hafaGmndig,B&0, Luxor, ^ ye,Siemens og ITT tekiðupp Philipskerfirt V2QOO AÐ GEFNU TllEFNl s tmvmi okktr um þí sUOrtyod. að 1 leiOendur LUXOfí sjómrarpstmkia. koDpa mt'-0 aO þvi basta. hata þair hmtt viO PhthpskarhO V2000 rfí irnndsagulbanóstmkla ofl taM , h,6 trúbmra VMS kartl r. l||£ sam viOurkanndir IVU^ tramtaiOandur nota. Lw * "= KartisamstaOisthatur V2000 itor I gegn - h«a» jógí um vtt tfddl helmillstækl hf Heimilistæki haf a það hins vegar eftir Bang & Oluf sen að það fyrirtæki verði áf ram með V2000 Tvær nær samhljóða auglýsingar, sem birzt hafa i Morgunblaðinu, frá hljómtækjadeild Karnabæjar og Radíóbúðinni hafa vakið ýmsar spumingar. 1 auglýsingu Karnabæjar, sem fyrst birtist síðastliðinn fimmtudag, segir „að af gefnu tilefni viljum við upplýsa viðskiptavini okkar um þá staðreynd, að þar sem framleiðendur Luxor sjónvarpstækja keppa ætíð að þvl besta, hafa þeir hætt við Philips- kerfið V2000 í gerð myndsegulbands- tækja.” Texti auglýsingar Radíóbúðarinnar, sem fyrst birtist síðastliðinn sunnu- dag, er sá sami nema að i stað Luxor stendur Bang &01ufsen. Vegna auglýsinganna hafði DB samband við þá Grím Laxdal, fram- kvæmdastjóra Radíóbúðarinnar, og Bjarna Stefánsson, framkvæmda- stjóra hljómtækjadeildar Karna- bæjar. Báðir sögðu þeir tilefni auglýsinganna vera auglýsingu frá Heimilistækjum, umboðsaðila Philips, þar sem sagt væri að Luxor og Bang & Olufsen hefðu nú tekið upp Philipskerfið V2000. Grímur Laxdal sagði að Bang & Olufsen hefðu sett ákveðið magn af V2000-myndsegulbandstækjum á markað én vegna slæmrar reynslu væru þeir nú hættir við V2000-kerfið að svo komnu máli. Bjarni Stefánsson sagði að Luxor hefði hætt við V2000 og tekið upp VHS-kerfið. Ástæðan væri sú að V2000 hefði ekki náð þeim vinsæid- um sem vænzt var. Sagði Bjarni að í Hollandi, heimalandi Philips, réði V2000 ekki nema 2—3% af markaðnum á meðan VHS væri með 50—55% og Betamax með 40—45%. Báðir neituðu Grimur og Bjarni því að nokkur samvinna hefði verið höfð á milli Karnabæjar og Radió- búðarinnar vegna birtingar auglýs- inganna. Dagblaðið hafði einnig tal af Rafni Johnson, forstjóra Heimilistækja, vegna þessa máls. Hann sagði það rétt að Luxor hefði hætt við Video 2000 en samkvæmt þeim upplýsing- um sem hann hefði væru ástæðurnar ekki tæknilegs eðlis. Rafn sagði að Heimilistæki hefðu haft samband við Bang & Olufsen slðastliðinn mánudag og fengið þau svör frá fyrirtækinu að það væri enn með V2000-kerfið og yrði áfram. Rafn sagði að útbreiðsla V2000 væri enn lítil þar sem Philips væri fyrst nú að ná framleiðslugetu sinni upp. Fyrirtækið hefði haft mjög tak- markaða framleiðslugetu enda væri Philipskerfið svo til nýtt. En verið væri að reisa nýjar verksmiöjur og breyta gömlum og brátt kæmist framleiðslan þvi á fullt skrið. -KMU. Brigitte Bardot hefur beitt sér mjög gegn kópadrápi. Starf hennar hefur haft þau áhrif að markaöur fyrir selskinn er nú mjög ótryggur. Selveiðimenn á Ströndum bölva Brígitte Bardot — kenna henni um ótryggan markað fyrirselskinn Selveiði er nýlokið á Ströndum. Stóð hún stutt yfir því Samband islenzkra samvinnufélaga, aðalkaupandi selskinna, mæltist til þess að dregið yrði úr selveiði þar sem ekki væri tryggur markaður fyrir selskinn. Kenna selveiðimenn þar útlenzkri leikkonu um, Brigitte Bardot, og bölva henni mikið og hressilega, þótt prúðir mennséu. Undanfarin ár hafa veiðzt árlega 150—170 selir á Ströndum en í kringum 1920 veiddust 300 selir árlega. Selveiðin byrjar um 20. júní og er oftast lokið i byrjun júlí. Veðrátta ræður töluvert urp hvað selveiðin stendur lengi yfir. f fyrra veiddust t.d. 130 selir á 2 1/2 sólarhring en þá var líka hagstætt veður. Áður fyr, þegar 500—600 manns bjuggu I Árneshreppi, var hver selur borðaður og selspikið saltað og haft sem viðbit með saltfiski og signum fiski og flatkökur hafðar með. Þótti þetta herramannsmatur og var eftir- sóttur í byggðinni. En nú er um 85—90 af hundraði sel- skrokka sett á bál eftir að skinnið hefur verið hirt. Allir hreifar eru líka hirtir og þóttu þeir einnig herramanns- matur. Unga fólkið vill hins vegar ekki sjá hreifana en við hjónin og sonur okkar borðum þá af mikilli græðgi. -KMU/Regína, Gjögri. ISLAND EV 50 ISLAND . 100 ÞRJÚ NÝ FRÍMERKI Þrjú ný frimerki koma út 20. júli nk, að verðgildi 50, 100 og 200 aurar. Á 50 aura merkinu er mynd af músarrindli, á 100 aura merkinu mynd af heiðlóu og mynd af hrafni á 200 aura merkinu. Þröstur M.agnússon teiknaði merkin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.