Dagblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981.
DB á ne ytendamarkaði
Dóra
Stefánsdóttir
Kristjana
Halldórsdóttir,
Hellissandi,
verðlaunahafi
aprflmánaðar:
BOKHALDIÐ HJALPAR
FÓLKIAÐ FARA VEL
MEÐ MATARPENINGA
„Ég tók þátt í heimilisbókhaldinu í
fyrra, en sendi ekki inn seöla. Um
áramótin tók ég hins vegar upp ná-
kvæmt bókhald og sendi alltaf mán-
aðarlega inn seðla tíl Dagblaðsins,”
sagði Kristjana Halldórsdóttir hús-
móðir, Laufási 3, Hellissandi.
Kristjana er verðlaunahafi neyt-
endasíðunnar í heimilisbókhaldinu
fyrir aprílmánuð. Hún er aðeins 24
ára að aldri, gift Svani Aðalsteinssyni
verkstjóra i Fiskverkun Sigurðar Ág-
útssonar á Rifi. Þau hjónin eiga einn
son, Stefán Jóhann, 3 ára. Kristjana
er uppalin í Ólafsvík en flutti árið
1976 til Hellissands. Þau hjónin
keyptu sér hús þar og fluttu inn i það
um siðustu páska.
Knstjana Halldórsdóttir, Hellissandi:
Heimilisbókhaldið er I raun alveg
nauðsynlegt.
„Ég merki við öll min daglegu út-
gjöld og færi inn hvort um mat eða
annað er að ræða. Það er mjög gott
að halda slíkt heimilisbókhald og
fylgjast á þann hátt með þvi í hvað
peningarnir fara. Það er í raun alveg
nauðsynlegt. Það hjálpar fólki að
fara vel með peningana.
Innkaup hjá mér fara aðallega eftír
daglegum þörfum. Ég er ekki með
frystíkistu og verð því að kaupa
„Mér Uzt stórvel á handklæðin og
sængurverin. Það er alltaf þörf fyrir
sUka muni.”
flestar nauðsynjar daglega. Ég reyni
þó frekar að kaupa vörur í stórum
pakkningum, t.d. hveiti og sykur. Á
haustin fæ ég yfirleitt gefna tvo
kindaskrokka og þeir fara langt að
duga veturinn fyrir okkur. Kjötið
getum við geymt í frysti á Rifi. Slátur
býégekki til.
Maðurinn minn kemur oft heim
með fisk og úr honum bý ég til bollur
og fiskbúðing. Fiskurinn drýgir
matarpeningana til muna. Ég baka
mikið sjálf og kaupi litið af sæta-
brauði i búðum. Mér finnst það
heldur ekki mjög gott. Það er ekki
bakarí á Heilissandi en bakaríið í
Ólafsvík sér stöðunum fyrir brauð-
meti.
Ég var á húsmæðraskóla einn
vetur. Sumir telja slíka skóla tíl bóta
og aðrir ekki. Mér finnst fyrir mitt
leyti að skólinn hafi komið mér mjög
vel.”
Kristjana tók utan af verðlauna-
pakkanum frá Dagblaðinu með að-
stoð sonar síns. Hann var heldur
feiminn, er komumaður var að
mynda hann, en gleymdi þvi þó fljótt
er hann fékk að kíkja í pakkann.
,,Mér lizt stórvel á handklæðin og
sængurverin,” sagði Kristjana, „það
eru alltaf not fyrir slíka muni. Maður
sparar sér heldur að kaupa slfka hluti
þannig að þetta kemur sér vel.”
- JH
Verðlaunin voru:
RÚMFÖT OG HANDKLÆÐI
r ■■
FRA VOGGUR
í þetta sinn völdum vð hérna á
Neytendasíðunni sjálfar verðlaunin.
Þau voru sængurfatasett fyrir 3
ásamt tveim settum af handklæðum.
Hvert sængurfatasett var koddaver,
sængurver og lak. Og hvort hand-
klæðasett var baðhandklæði og
handþurrka. Allt var þetta útsaumað
áfeguiita hátt.
Það er verzlunin Vöggur í Reykja-
vík sem selur þessar vörur sem eru
alveg sérlega fallegar. Rúmfatnaður-
inn er straufrir, úr 55% póliester og
45% bómull. Hann var valinn hvítur
fyrir Kristjönu og mann hennar en
drapplitur fyrir drenginn. Þau mega
skipta og fá annan iit að vild.
Handklæðin voru blá og rústrauð.
Þau eru amerísk.
Eins og fyrr sagði var þetta allt út-
saumað og er sú vinna unnin hér á
landi á vegum verzlunarinnar Vöggs.
Það er langt síðan við höfum séð eins
fallega vinnu á nokkrum hlut.
Næstu verðlaun verða einnig frá
verzluninni Vögg. Eru það rúmföt
fyrir fjóra og tvö lftil handklæði. Þau
fara til Bolungarvlkur og verður nán-
ar greint frá þvi síðar. Ástæða er tíl
að hvetja fólk til að senda upp-
lýsingaseðla fljótt inn því það hefur
komið fyrir að nokk.ir seðlar hafa
borizt eftir að búið var að draga og
jafnvel afhenda verðlaun.
- DS
Hvað kostar sjónvarp í júlí?
VARLA FYRIR ELLI-
LÍFEYRISÞEGA
Sumarfrí sjónvarpsins er óvenju
langt að þessu sinni. Heilar fimm
vikur sem mörgum getur reynzt erfitt
að þreyja. Má þar til dæmis nefna
gamla fólkið sem ekki á svo auðvelt
að fara um. En þeim til huggunar
sem ekki geta lifað af sjónvarpsleysi
er þessi grein skrifuð. Hún er nefni-
lega um myndsegulbönd sem hægt er
að leigja sér og spólur i þau. En við
verðum að hryggja gamla fólkið með
því að varla er þessi möguleiki opinn
fyrir það. í fyrsta lagi er þetta
nokkuð dýrt og i Ööru lagi talsverð
hlaup i kringum það. Það þarf nefni-
lega að sækja spólurnar og skila þeim
aftur.
Við gátum grafið upp þrjá aðila i
Reykjavík sem sinna þessum við-
skiptum. Það eru Videomiðstöðin á
Laugavegi (simi 14415), Radióbær f
Ármúla (simi 83177), og Vídeó-són í
Breiðholti (sími 71745).
Hjá Videomiðstöðinni fengust þær
upplýsingar að leiga á tækinu sjálfu
væri mismunandi eftir því hversu
lengi það væri tekið á leigu. Þannig
'tg"
kostar það 600 krónur sé það leigt i
viku og 2 myndir eru innifaldar. Sé
það hins vegar leigt í mánuð kostar
það 2400 og eru þá 8 myndir inni-
faldar. 35 krónur aukalega kostar að
leigja hverja filmu þar fyrir utan.
Þetta þýðir að ætli menn að horfa á
sjónvarpið á hverjum degi f mánuð
kostar það hvorki meira né minna en
3205 krónur.
Radíóbær leigir tækin út á 150
krónur á sólarhring. Spólur í það
kosta siðan 20 krónur á sólarhring.
En hægt er að ganga í kvikmynda-
„Ég merki við öll min daglegu útgjöld,” segir Kristjana. Stefán Jóhann, 3 ára
sonur Kristjönu, var heldur feiminn fyrst i stað, en gleymdi þvi svo.
Myndsegulbandið er dýr en dálftið freistandi lausn á sumarleyfi sjónvarpsins.
DB-mynd R.Th.
klúbb hjá fyrirtækinu og kostar þá
hver spóla 15 krónur á sólarhring og
menn hafa 3 spólur f einu í 3 sólar-
hringa. Mánaðarleiga á tækinu meö
fyrrnefnda spólumöguleikanum (á
hverjum degi) kostar þá 5270 krónur
og síðarnefndi möguleikinn 5115
krónur á mánuði.
Hjá Vídeó-són reyndist ómögulegt
að fá nokkrar upplýsingar um verð.
Það fyrirtæki setur upp myndsegul-
bönd í fjölbýlishúsum og fer það eftir
stærð hússins hversu mikið hver
íbúðareigandi verður að greiða. Leigt
er tíl ákveðins tima en það fer lika
eftír aðstæðum hvað hann er langur.
Annar eigandinn sagði að jafnframt
væru allar aðstæður skoðaðar áður
en nokkuð er sagt um verð. Filmu-
verð er innifalið í leigunni. Mér er
kunnugt um að núna borga stórar
blokkir oft 500 krónur á mánuði og
litlar blokkir 700 fyrir þessa þjón-
ustu. Dagskrá er þá yfirleitt þrjá tíl
fjóradagaí viku.
- DS
✓