Dagblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1981.
20
I Sat af sér sekt á „Níunni” vegna umferðarlagabrots:
„SVONA FANGELSIERU BETUR
TIL FALLIN AÐ FRAM-
LEIÐA AFBROTAMENN"
— segir Þórður V. Magnússon sem kaus fangelsið í staðlOOO kr. sektar. „Menn teknir fyrir hassneyzlu,
en gef ið vaiíum og annað dóp f staðinn”
Þegar Þóröi V. Magnússyni var gefið
það val að borga 1000 krónur í sekt
fyrir of hraðan akstur ellegar sitja inni í
þrjá daga valdi hann hið síðarnefnda. í
október hafði Þórður verið tekinn fyrir
að keyra á hundrað km hraða en dóm-
urinn var ekki kveðinn upp fyrr en í
júní. Prófiö var síðan tekið af honum
einn mánuð í apríl.
Afbrotafangar
þegar út kemur
„Ég hef alltaf haft áhuga á að kynn-
ast þessari hlið mannlífsins og þarna
kom kjörið tækifæri til þess, þar eð ég
þurfti að velja,” sagði Þórður og af-
henti okkur bænaskjal frá föngunum á
Skólavörðustíg 9 þar sem þeir báðu
Dagblaðið að kynna sér rekstur þeirrar
stofnunar.
Þórður sagðist hvort eð er hafa átt 4
daga frí í vinnunni sem brunavörður og
nýtti tíma sinn inni á Níunni eingöngu
til að tala við og kynnast samföngum
sfnum.
Alkóhólistinn bað um
hjálp en fókk fangelsis-
vistun
„Verst fannst mér þó að sjá alkóhól-
istann sem var settur inn í tvo daga
fyrir 50 kr. sekt,” sagði Þórður.
„Hann hafði komið í fangelsið einn
daginn og beðið þá um hjálp til að
komast á Tíuna á Kleppi því hann
þarfnaðist afvötnunar. í staðinn kærðu
þeir hann fyrir ölvun á almannafæri og
létu hann dúsa inni í tvo daga án nokk-
urrar félagslegrar hjálpar. Honum leið
alveg hrikalega illa og gat varla haldið á
kaffibolla fyrir skjálfta í höndunum.
Ég get ekki gleymt því hvað manngrey-
inu leið hroðalega. Ég hélt að alkóhól-
ismi hefði verið viðurkenndur sem
sjúkdómur. Hvers vegna settu þeir þá
manninn þarna inn? Því var honum
ekki hjálpað eins og hann bað um?”
„Var honum þá hjálpaö til að
komast í afvötnun eftir vist sína á Ní-
unni?”
fyrir of hraðan akstur voru simtöl mín
hleruð, súkkulaðipakki, sem ég hafði á
mér, var opnaður og meira að segja
tannburstinn minn grandskoðaður.”
„Það er aldrei að vita nema þú ætlir
að smygla Kariusi og Baktusi inn í
tannburstanum.”
„Ja, ég veit ekki hvað þeir bjuggust
við að finna í tannburstanum en að
mínu áliti er svona símahlerun ekkert
annað en persónunjósnir. Það má
einnig minnast þess að sum þessara
laga um fangelsisvistun eru síðan 1700 og
súrkál. Þjóðfélagið hefur breytzt mikið
síðan en þessi lög hafa hins vegar
staðnað. Ef maður spyr yfirvaldið
hvers vegna lögunum hafi ekki verið
breytt segja þeir bara að enginn tími
hafi unnizt til að bæta lögin. Allt kerfið
ersvona!
Það stendur líka 1 reglugerðinni að
fangar eigi heimtingu á að sjá lögin.
Þegar strákarnir báru það undir fanga-
verðina að sjá lagasamþykkt um fanga-
vist var þeim neitað um það. Fanga-
Þórður V. Magnússon var tekinn fyrir of hraðan akstur og tðk þann kostinn að sitja
sektina af sér. Hann segir okkur af reynslu sinni sem fangi á Skðlavörðustig 9.
DB-mynd Einar Ólason.
fahgelsi eru betur til fallin að framleiða
afbrotamenn en að þjóna tilgangi sem
betrunarhús.”
Fangarnir minna mig á
lifandi dauða
„En hvernig fá fangarnir á Skóla-
vörðustígnum timann til að líða?”
„Þeir sofa mikið og minna mig helzt
á lifandi dauða,” sagði Þórður og
hristi höfuðið í uppgjöf. „Þeir fá að
ganga á milli klefa og horfa á sjónvarp-
ið. Én nú þegar sjónvarpið er i fríi líður
timinn með snigilshraða. Umhverfið
verður til þess að þeir verða lífsleiðir og
taugaveiklaðir. Klefarnir eru sóðalegir
og illa hirtir. í einum var búið að míga
á gólfið og skvetta því síðan í glugga-
kistuna þar sem héngu óhreinar nær-
buxur. Fanginn sem tók við þessum
klefa varð að byrja á því að skúra klef-
ann upp á eigin spýtur.
Maturinn, sem kemur frá Rán, var
ekki með afbrigðum slæmur en svo
lítið sást af honum að fangarnir voru
meira eða minna svangir allan tímann.
Kaffi var tvisvar á dag en aldrei neitt
með því.
Það er lfkast því að þarna gleymist
að þessir fangar eru einnig menn.”
-LKM.
Umhverfið á Niunni er ekki beinifnis uppbyggjandi. Hvernig er hsegt að ætlast til þess að menn verði að betri þjóðféiagsþegn-
um með þvf að gista svona stofnanir?
„Ég var taugaóstyrkur og reiður þeg-
ar ég kom þaðan út því mér blöskrar
óréttlætið sem kerfið býður þessum
mönnum. Þarna eru ekki afbrotafang- >
ar heldur úttektarfangar. En líkurnar
til þess að(þeir verði að afbrotaföngum
þegar út kemur eru miklar. Á Norður-
löndum er reynt að byggja fangana upp
til betri þjóðfélagsþegna en hér á landi
er aðeins reynt að brjóta þá niður. Einn
sti ákanna hafði verið tekinn fyrir hass-
neyzlu en þess i stað fékk hann valium
og annað opinberlega viðurkennt dóp.
Hann sagðist vera orðinn háður róandi
töflum!”
„Ég held ekki.”
Sfmtöl hleruð og tann-
burstinn grandskoðaður
„í bænaskjalinu, sem þú komst með
frá föngunum, telja þeir að brotið sé á
þeim með simahlerunum, að bréf
þeirra séu lesin og heimsóknir vaktað-
ar. Þeir eru jú í fangelsi en ekki á hóteli
og samkvæmt lögum er þetta einmitt
leyfilegt.”
„Já, en til hvers?” svaraði Þórður:
„Þó svo að ég hafi aðeins setið inni
verðirnir spurðu bara hvort þeir tryðu
sér ekki og þar við sat.”
Ekkert samræmi í sekt-
arupphæð og vistartíma
„Sumir fá virkilega að finna fyrir því
þegar lengi er verið að dæma í einstaka
málum. Einn sem hafði verið tekinn
fyrir hassmál árið 1976 var fyrst núna
að sitja það af sér. Þessi seinagangur er
alveg óþolandi. Menn eru kannski
komnir með fjölskyldur og orðnir heið-
virðir borgarar þegar þeim er svo fleygt
í fangelsið fyrir gamalt afbrot.
Annað sem mér þótti einkennileg
meðferð var í sambandi við peninga-
sektina. Vistartíminn og sektarupp-
hæðin virtist fara eftir því hver maður-
inn væri. Ég t.d. sat þrjá sólarhringa
fyrir 1000 krónur og gerir það um 330
krónur á dag. Þegar við strákarnir
fórum að bera þetta saman var ekkert
samræmi í þessu. Einn sem hafði verið
tekinn fyrir umferðarbrot hlaut 16
daga fyrir 1600 krónur, eða 100 krónur
á dag. Aikóhólistinn, sem hafði verið
tekinn fyrir ölvun á almannafæri, fékk
tvo daga fyrir 50 króna sekt.
Allt þetta verður til þess eins að
mennirnir, sem fyrir þessu verða, fá
ótrú á lögunum. Það segir sig sjálft
hvað tekur við þegar út kemur. Svona
GLJÁI
Lyngási 8 Garðabæ
SÍMI
53822
Sorppokagrindur
Fást í ýmsum litum