Dagblaðið - 29.07.1981, Síða 1
7. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1981 -168. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022.
V
Ákvörðun Friðjóns tilkynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun:
Gunnar Bergsteinsson
verður GæzTuforstjóri
Friðjón Þórðarson dómsmálaráð-
herra hefur ákveðið að veita Gunnari
Bergsteinssyni, forstöðumanni Sjó-
mælinga rikisins, forstjórastöðu
Landhelgisgæzlunnar. Hann tekur
við starfi í haust af Pétri Sigurðssyni.
Ákvörðun Friðjóns var tilkynnt á
ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi í dag.
Stöðuveiting ráðherrans mælist vel
fyrir meðal starfsmanna Gæzlunnar,
eftir því sem DB hefur fregnað. Enda
er Gunnar fyrrum innanhússmaður
þar, á þeim tíma er Sjómælingar
heyrðu undir Landhelgisgæzluna.
Gunnar er menntaður sem sjóliðsfor-
ingi og var í norska sjóhernum á ár-
unum 1945—1950. Hann var stýri-
maður á varðskipum og strandferða-
skipum hérlendis, síðar mælinga-
maður hjá íslenzkum sjómælingum
og fulltrúi hjá Landhelgisgæzlunni.
Hópur úrvalsmanna sótti um for-
stjórastól Gæzlunnar á móti Gunnari
Bergsteinssyni: Guðjón Ármann Eyj-
ólfsson, kennari í Stýrimannaskólan-
um, Hannes Þ. Hafstein, fram-
kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins,
Guðjón Petersen, forstjóri Almanna-
varna, Haraldur Henrysson saka-
dómari, Jón Magnússon, lögmaður
Gæzlunnar, Þorsteinn Þorsteinsson
flugvélaverkfræðingur og Sigurður
Gizurarson sýslumaður á Húsavík.
- ARH
Brúðkaup
aldarinnar:
Gífurleg
stemmning
íLondon
í morgun
Karl prins, erfingi brezku krún-
unnar, gekk í morgun að eiga
lafði Diönu Spencer. Blíðskapar-
veður var í London í morgun og
voru íbúar höfuðborgarinnar svo
og hinir fjölmörgu útlendingar
sem komnir eru tii London í
miklu hátíðarskapi. Öryggis-
ráðstafanir brezku lögreglunnar
voru meiri en dæmi eru um og
áttu um sjö þúsund hermenn og
lögregluþjónar að halda uppi
gæzlu á leið brúðhjónanna frá
Buckingham-höli til- Sankti Páls
dómkirkjunnar. Auk þess voru
skyttur lögreglunnar á verði uppi
á húsþökum og leynilögreglu-
menn dreifðu sér innan um mann-
fjöldann.
„Borgin er pökkuð af fólki og
stemmningin er alveg gífurleg,”
sagði formaður ferðamálaráðs
London í morgun.
-GAJ
— sjá erl. fréttir
á bls. 6 og 7
-
Ekkert unglingavanda-
mál í Kjarnaskógi
Þegar skátar á Landsmótinu í
Kjarnaskógi vöknuðu i morgun sáu
þeir að kominn var örlítill rigningar-
úði. Var það nýtt tilbrigði veðurs sem
hefur verið með bezta móti síðan
mótið hófst um helgina. Hefur sólin
skinið nær linnulaust á skátana alla
dagana. Um þúsund skátar voru í
morgun á mótinu auk 300—400
manna sem voru í fjölskyldubúðum.
Ýmislegt er gert til að hafa ofan af
fyrir þessu fólki, farið í leiki og hvers
kyns skemmtan. Dróttskátar safna
sér einnig stigum til stöðuhækkunar
með lausn á ýmsum þrautum. Á
mótinu eru unglingar i miklum meiri-
hluta. Þó verður ekkert vart við
margnefnd unglingavandamál og allt
gengur mjög vel.
- DS / DB-myndir Guðmundur
Svansson.
Þjóðeminýju Bflavíxlamir: hluthafanna Máliöhefurvelt íCargolux mikiðuppásig feimnismal? — sjá baksíðu — sjá bls. 10
ForgangsverkefniKarls ogDiönuað eigh rastftönv -sjábis.6
ÓSKA EFMR NIÐURRIFI
HÚSA VIÐ AÐALSTRÆTl
Aðalstræti 10, gamla Silla & Valda Aðalstræti 16, þar sem m.a. er verzl-
búðin, er eitt fjögurra húsa við Aðal- unin Númer 1. Ástæður þessa segja
stræti sem sótt hefur verið um leyfi til eigendur þeirra vera svimandi há
bygginganefndar til að fá að rífa. Hin gjöld og skatta sem greiða verður af
húsin eru Geysir, Herrahúsið og fasteignunum ár hvert.
— sjá bls. 11
Á
1
1