Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.07.1981, Qupperneq 2

Dagblaðið - 29.07.1981, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ1981. '2 r „Það hefur hlngað til verið skilyrði að teflendur kunni mannganglnn en i þessu tafli virðist það ekki skipta máli,” segir Laufey Jakobsdóttir um Torfutaflið. DB-mynd: Gunnarörn. VALDATAFL Á TORFUNNI —hvernig fer ef peðin neita að vera með? Laufey Jakobsdóttir skrifar: Það hefur hingað til verið skilyrði, að teflendur kunni mannganginn en i þessu tafli virðist það ekki skipta máli. Og ekki nóg með það, þeir virðast ekki einu sinni þurfa að þekkja svart frá hvítu. Þeir verða heimaskítsmát. Þó svo að kóngur og aðrir stærri menn á borðinu séu þyngri og stærri en peðin þá eru peðin fleiri og kannski eins þung ef þau eru öll sett á eina vigt. Alla vega eru þau nauðsynleg í leiknum. Hvenig færi ef peðin neituðu að vera með? Ég tala nú ekki um ef biskuparnir stæðu með þeim, nú á timum biskupskjörs. Nei, góðir teflendur, þið vitið ekkert hvað þið eruð að gera. Þau óhappaverk, sem þið eruð að vinna, munu að sjálfsögðu koma ykkur i koll. Ef þetta er pólitískt valdatafl þá er ekkert annað að gera en að losa borgina við alla pólitík og mynda flokk hins almenna borgara, sem vill fyrst og fremst af heilum hug vemda þessa borg, með Guðrúnu Jóns- dóttur arkitekt sem borgarstjóra. Við verðum að taka á þessum málum með festu og af fullri alvöru. Hvað afgreiðslu Grjótaþorpstil- iögunnar líður, þá vita allir að hún liggur á borðinu hjá þeim þre- menningunum Sigurjóni Péturssyni, Björgvini Guðmundssyni og Kristjáni Benediktssyni. Þeirra er valdið. Eru þeir að tefla þráskák um þann óskadraum allra sannra unnenda sögulegra verðmæta? Óska eftir svari. Ættarmót í Njálsbúð Afkomendur Orms og Guðrúnar frá Kaldrananesi Við sem vorum í Njálsbúð 23. ágúst í fyrra ætlum að hitt- ast þar aftur 22. ágúst í ár. Ætlið þið hin ekki að koma líka? Góð aðstaða til að vera í helgarútilegu. Nánari upp- lýsingar í síma 91-74789 og 99-8212. Þessi glæsi/ega triiia er tiisöiu 4ra tonna, 3ja ára gömul. 36 ha. Volvo Penta, 2 raf- magnsrúllur 24 volta, sailor talstöð, dýptarmœlir. Kabyssa í lúkar, útvarp o. fl. Skipti hugsanleg. Upplýsingar / síma 91-29555 „Samkeppnisaðilinn lækkaði verð farmið- anna niður fyrir verð Flugleiða” —hver undirbauð hvern? Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, skrifar: Hvaö er frjáls^amkeppni — hvað er undirboð? Þetta vill vefjast fyrir mörgum og sannast sagt fer niður- staðan oftast eftir þvi hvaða afstöðu viðkomandi hafa til málsaðila. Ergo: Niðurstaðan ræðst af persónulegu mati hverju sinni. Þannig fer einnig fyrir Páli Kristjánssyni I lesendabréfi sem birtist í Dagblaðinu 21. júli sl. Hann sakar Flugleiðir um „undirboð” en gleymir því að hér er um hreina samkeppni að ræða, þ.e. framboð og eftirspurn raeður ferðinni. Snúum okkur að efnisatriöum bréfsins. Það er alrangt að Flugleiðir fái þrjár milljónir dollara „frá okkur skattgreiðendum” eins og Páll segir i bréfi sinu. Staðreyndin er sú að hér er um þá fjárhæð að ræða, sem hefði tapazt ef Atlantshafsflugið legðist niður. Þá er það Amsterdamflugið: Þar kom til innlend samkeppni og samkeppnisaðiUnn lækkaði verð farmiða niður fyrir verð Flugleiða sem þá lækkuðu einnig sitt verð til þess að standa jafnt að vígi. Þarna segir Páll Kristjánsson að Flugleiðir hafi beitt „undirboðum”. Með öðrum orðum: þegar Flugleiðir breyta sínu verði, til þess að standast samkeppni, er það óheiðarlegt. En þegar aðrir en Flugleiðir lækka sin verð, tU þess að standa betur að vígi í samkeppni, er það heiðarlegt. Flugleiðir höfðu hafið undir- búning að flugi til Amsterdam áður en flugráð mælti með farþegaflug- leyfi íscargo þangað, sem samgöngu- ráðherra samþykkti. Sumarferðir Flugleiða til Amster- dam eru í beinu framhaldi þeirrar stefnu félagsins að halda uppi ferðum milli íslands og ýmissa stórborga í Evrópu yfir sumartímann. Slíkt hefur reynzt farsælt, og vinsælt af ferða- mönnum. Beinum ferðum er haldið uppi til Frankfurt, Dilsseldorf, Parísar og nú til Amsterdam. Við verðlagningu Flugleiða kemur ýmislegt fleira til greina en vega- lengd. Lendingargjöld eru mun dýrari í London en Amsterdam og hefir slíkt óhjákvæmilega áhrif á far- miðaverð. Eigi að síður er far- miðaverð til Amsterdam nú óraunhæft og of lágt. Það er mis- skilningur Páls að engin samkeppni sé á Kaupmannahafnarleiðinni. SAS flýgur frá Kaupmannahöfn til Islands árið um kring þótt það félag hafi færri ferðir en Flugleiðir. Viðast hvar í okkar heimshluta gildir sú regla í flugmálum að eitt félag frá hverju landi annast millilandaflug til ákveðins staðar í öðru landi og gilda um þetta tvíhliða samningar milli ríkisstjórna. Samkeppni á slfkum leiðum er því eðlilegast að komi erlendis frá eins og reyndar á leiðinni Keflavik- Kaupmannahöfn. Ég er sammála Páli Kristjánssyni um að einokun sé ekki til góðs — síður en svo. í flugmálum okkar Íslendinga er hins vegar alls ekki um einokun að ræða. í millilandafluginu höfum við samkeppni erlendis frá. Við fljúgum til margra landa og öll þau sömu lönd hafa jafnan rétt á að hefja áætlunarflug til íslands. Flugleiðir hafa hins vegar alla tið stillt fargjöldum mjög i hóf, eru nú með lægstu meðaltalsfargjöld innan Evrópu. Kannske er þar skýring á þvi hve fá erlend félög hafa sýnt áhuga á flugi til íslands, samfara því að hér er um lítinn markað að ræða. „Þegar Flugleiðir breyta sfnu veröi til þess að standast samkeppni, er þaö óheiðarlegt En þegar aðrir en Flugleiðir lækka sitt verð, til þess að standa betur að vfgi i samkeppni, er það heiðariegt,” segir Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða. HEFURAHUGA ÁAFSLÆTTI —endaskiljanlegt Stelnunn skrifar: í dagblaðinu Vísi föstudaginn 17.07 var birt grein þess efnis að ung- lingar og ellilifeyrisþegar fengju að veiða endurgjaldslaust í EUiðavatni. Greinin var á þá leið að Albert Guðmundsson og Magnús L. Sveinsson höfðu lagt fram tillögu (i borgarráði) um að unglingar og elli- lífeyrisþegar fengju að veiða endur- gjaldslaust i ElUðavatni og er þaö í sjálfu sér ekkert athugavert en neðar i greininni stendur orðrétt: „Okkur finnst þetta jafnsjálfsagt eins og að þessir aðilar fá afslátt af strætis- vagnafargjöldum,” sagði Magnús í samtali við Visi. Ég sjálf er unglingur (15 ára) og hef, alla vega ekki hingað til, fengið afslátt af strætisvagnafargjöldum. Nú langar mig til að vita hvort einhverjir vita eitthvað um þetta því að ég vildi gjarnan fá þennan afslátt. SVAR: Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur, sagði: „Ellilífeyrisþegar, 70 ára og eldri, ferðast með SVR fyrir svokallað hálft fargjald, svo og öryrkjar. Það sem almennt kallast síðan fullt fargjald er greitt af öllum öðrum, 12 ára og eldri. Þannig er mál með vexti að Reykjavíkurborg greiðir allt að helmingi hvers fargjalds. Þannig greiða þvi fullorðnir ekki nema hálft raunfargjald og öryrkjar og fólk yfir sjötugt því ekki nema einn fjórða af kostnaði hverrar ferðar. ” Eiríkur sagði ennfremur að sig langaði til þess að taka fram að hann þekkti hvergi til eins ódýrra barna- fargjalda og hjá SVR. Hér greiddu börn ekki hálft fullorðinsfargjald líkt og tiðkast erlendis, heldur kr. 1, en fullt fargjald er kr. 3,50. -FG. Greinin sem birtist f Vfsi. Albcrt Guðmundsson og Magnús L. Sveinsson fluttu ný- lega tiliögu i borgarráöi um að unglingar og ellilifcyrisþegar fcngju að veiða endurgjaldslaust i Elliðavatni. „Okkur finnst. þetta jafn sjálf- aagt eins oga.ö þessir aöilar fá flú- slátt af strætisvagnafar- gjöldum”, sagði Magnús i sam- tali.viö VisL „Þarna eru um aö ræöa heilbrigða dægrastyttingu, þó veiðin sé kannski ekkert stór- kostleg og full ástæöa til að gefa þeim sem hafa minni fjármuni milli handanna, kost á aö njóta þessa”. Veiðileyfin eru i dag seld á bæ einum uppi viö vatnið og ef til- lagan veröur samþykkt yröi væntanlega hægt að fá leyfi þar gegn framvisun skilrikja. Þessari tillögu var visaö til veiði- og fiskiræktarráös, bar sem hugmyndin kom fram upp- haflega og lognaðist út af, og sagöist Magnús búast við aö ákvörðun yrði tekin fljótlega.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.