Dagblaðið - 29.07.1981, Side 4
4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1981.
FAUM VID BRAÐUM
FERSKA KJÚKLINGA?
ísfugl:
„Við hér sjáum enga ástæðu til
annars en að setja kjúklinga ferska
á markað. En yfirdýralæknir er
hræddur við þaö vegna hættu á
salmonnellu-sýkingu. En meö góðu
samkomulagi við ákveðnar verzlanir
um alla meöferð og sölu ætti ekki að
vera hætta á henni. Kannski ekki
verði svo langt í það að kjúklingar
fáist ferskir,” sagði Alfreð Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri kjúklinga-
sláturhússins lsfugls. Forráðamenn
hússins boðuðu blaðamenn á
fund á dögunum i tilefni tveggja ára
afmælis fyrirtækisins. Jafnframt var
verið að kynna starfsemi fyrir-
tækisins og ýmislegt sem er í bfgerö.
Það sem neytendum kemur liklega
hel/t til góða af nýjungum er aö núna
í haust verður byrjað að selja
kjúklinga I sérstökum stjörnuflokki.
Verða þeir kallaöir Eöal-kjúklingar
og eiga að bera af bræðrum sínum og
systrum hvað öll gæði varðar. Þeir
verða nokkuð dýrari en aðrir
kjúklingar en það hlýtur að vera
fagnaðarefni að geta fengið fyrsta
flokks vörur með þvf að borga örlítið
meira fyrir hana.
Tækjakostur hjá ísfugli er allur af
nýjustu og beztu gerð. Búið er að
eyða f hann milljónum króna og
Eðal-
kjúklingar
næsta
nýjungin
milljón f húsið undir hann. í næstu
framtíð á enn að auka við.
Blaðamenn vildu vita hvort þetta
gæti borgað sig.
„Ja, eftirspurnin eftir kjúklingum
er það mikil núna að við höfum
ekki undan. Það liggur meira
að segja við skorti,” sagði Alfreð.
Hann sagöi aö eftir að lagt var gjald á
fóðurbæti hefðu margir hænsna-
bændur gefizt upp á framleiðslunni
og aðrir minnkað við sig. En I kjölfar
gjaldsins juku þeir sem eftir voru
hagræðingu hjá sér og framleiða nú i
stærri einingum. Við það lækkaði
framleiðslukostnaður og verðið
hækkaði ekki eins voðalega og menn
bjuggust við.
-DS.
J6n M. Guðmundsson bóndi i Reykjum og stjórnarmaður i tsfugli sýnir blaðamönnum þama nýjustu vél ísfugls. Hún
snöggkælir kjúklingana niður eftir slátrun.
ORlinDIG
nr.eitt
í könnun v-þýska neytendabladsins Test
Úr kjúklingahakki, sem er nýjasta framleiðsla ísfugls, er meðal annars hægt að búa til þessa girnilegu rétti.
DB-myndir Bj. Bj.
Upplýsingaseðill
til samanburtVar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi I upplýsingamjðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki cigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks
Rostnaður í júnímánuði 1981
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Alls kr.
m iiKSV
ui iN»tí«leim.4.um P
(t.ci', jrp'i.vk|.i íi
þíurjmalj M.’m tcMljm
I yfirgrip.miliMi lnnnun -
li,—i frjmk>.em.li nvlepj
Jn hcþiu jter.'ir Im.ikj.i j
vceiiir-þ\ekum nurkj.'i h
Neytendasamtökin
unnu Nesco:
Sehrg.M SA.MAM.AGDÚR STIGAFJÖI.DI IIVERS
'lillji-nir nunnj ircv.lj þev-o HINNA 20 T-CKJA
unwlcn^pX'.'iiriJm m‘ (l’l.l SAR AD FRADRF.GNLM MlNLSUM).
sstxsr*’’
'c-l.ir hv.L.iljnJ.ercinm.11 (irundig ......... 50 Philips............ 38
t.KI M>Ui l.l.l. Schaub-lavrem 45 Saba ............. ,V7
Blaupunkl ......... 42 Ullraschall ........ 37
Koning ............ 42 G.F-C............... 36
«cga ............. J.K.G.................... 36
............ 40 lcirfunkcn ........ 36
Sicmcns .......... ......................... 34
l icscnköllcr ..... 39 Melz ............... 33
MJJ' Nordmendc .......... 39 Otto llanst-alic .... 32
l ni.crsum ........ 39 Impcrial ........... 29
Leiðandi fyrirtæki I
á sviði sjónvarps
útvarps og hljómtækja I
„FORUM MEIRA UTIRANN-
SÓKNIR Á AUGLÝSINGUM”
„Með þessa dómsniðurstöðu á
bak við okkur munum við örugglega
fara meira út í það að vara við órétt-
mætum auglýsingum,” sagði Jón
Magnússon lögfræðingur Neytenda-
samtakanna.
Nýlega var úrskurðað í Hæstarétti
i máli Nesco h.f. gegn Neytenda-
samtökunum. Samtökin höfðu í
október 1977 sent frá sér frétta-
tilkynningu þar sem varað er við
auglýsingu frá Nesco. í
auglýsingunni er vitnað í könnun
þýzka neytendablaðsins Test. Test
hafði gert könnun á litsjónvarps-
tækjum i Þýzkalandi og gefið plúsa
og mínusa fyrir hvert atriði sem
athugaðvar. Nescohaföi lagt plúsana
saman og dregið mfnusana frá og
fengið með þvf út að tækið Grundig
Super Color 8250 væri bezí. Neyt-
endasamtökin sögðu hins vegar í
fréttatilkynningunni áöurnefndu að
þarna væri verið aö draga rangar
ályktanir af gefnum forsendum. Væri
þetta villandi þvi tæki gæti fengið
plús fyrir lítilvægt atriði en mínus
fyrir mikiivægt. Því væri einfaldlega
ekki hægt að lcggja saman og draga
frá. Var þetta kölluð lævis
auglýsingabrella.
Nesco krafðist þess aö frétta-
tilkynningin yrði afturkölluð en til
vara að tvær setningar í henni væru
felldar niður. Á það gat undirréttur
ekki fallizt en dæmdi þau orð að
auglýsingin væri lævís auglýsinga-
brella helzt til sterk og þvi ómerk.
Að öðru leyti var dómurinn á þá leið
að Neytendasamtökin hefðu til þess-
arar fréttatilkynningar fullt leyfi.
Dómur Hæstaréttar nú á dögunum
staðfesti siðan þennan dóm
„Með þessu teljum við að verið sé
að leyfa Neytendasamtökunum að
gefa út fréttatilkynningar í svona
málum en jafnframt að orða verði
þær af fyllstu varúð,” sagði Jón
Magnússon.
Við hér á Neytendasíðunni vonum
innilega að þessu verði sinnt af
mikilli hörku. Satt bezt að segja er
það til skammar hvað auglýsendur
komast upp með að segja okkur í
auglýsingum. Eins og við höfum þrá-
faldlega minnzt á, en án minnsta
árangurs aö því erséð verður. -DS.