Dagblaðið - 29.07.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 29.07.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ1981. 11 VERÐA GÖMUU HÚSIN VID AÐALSTRÆTIMFIN? Eigendur nokkurra lóða við Aðal- stræti hafa með bréfi til bygginganefndar Reykjavíkurborgar farið fram á leyfi til að rífa þau hús sem fyrir eru á lóðunum. Þau hús sem um er að ræða eru Aðal- stræti 2 (Geysir), Aðalstræti 4 (Herra- húsið), Aðalstræti 10 (gamla Silla & Valda búðin) og Aðalstræti 16 (verzlunin Númer 1). Ástæðuna segja eigendurnir i bréfi til borgarráðs og bygginganefndar vera þá að húseignirnar séu ekki lengur fjárhags- lega hagkvæmar og eru því uppi hug- myndir um byggingu nýrra húsa á lóðunum. Áður en lengra verður haldið I undirbúningi slíkra bygginga þykir nauðsynlegt, vegna þess kostnaðar er því fylgir, að fá svar við því hvort heim- ild yðar fáist fyrir niðurrifi húsanna, segir í bréfinu. Á meðfylgjandi töflum er gefin upp stærð lóðanna við vestanvert Aðal- strætið, nýtingarstuðull þeirra og mat, reiknað i krónum á fermetra. Svo sem fram kemur er mikill munur á mati lóð- anna og þá ekki síður nýtingarstuðli þeirra. Aðsögn Þorkels Valdimarssonar, eiganda Fjalakattarins, vilja eigendur húsanna við Aðalstræti að réttlæti gildi varðandi nýtingu lóðanna og mat þeirra. Benti Þorkell á að nýting Morgunblaðs- hússins væri tæplega níu sinnum meiri Eigendur fjögurra húsa við Aðalstræti vilja fá leyfi bygginganefndar til að rífa húsin, en meöal þeirra eru Ueysir og Herra- húsið. DB-mynd: Einar Ólason. —eigendur fjögurra þeirra hafasóttum leyfitilþesstil bygginganefndar en gert er ráð fyrir að nýtni Aðalstrætis 10 verði samkvæmt skipulagi. Samt er Aðalstræti 10 mun hærra metin lóð. Sömu sögu er að segja af Aðalstræti 12. Þar var áður hannyrðaverzlun Ágústu Svensson en það hús brann fyrir nokkrum árum. Lóðamatið er rúmlega fjórðungi hærra en lóðamat Morgun- blaðslóðarinnar, en samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir að nýting Aðalstrætis 12 verði einungis fjórði hluti nýtingar Morgunblaðslóðarinnar. Þorkell sagði að fordæmi væri fyrir því að Reykjavíkurborg keypti hús sem ákveðið hefði verið að friða. Var það húsið að Þingholtsstræti 9, sem borgin keypti á markaðsverði. Þorkell sagði að ef Reykjavíkurborg hygðist kaupa þau hús sem nú stæði til að rífa og meðfylgj- andi lóðir yrði kaupverðið náttúrlega að vera í samræmi við lóða og brunabóta- mat þeirra. Að öðrum kosti yrðu húsin rifin enda væru þau eigendum sínum mikill baggi vegna þeirra skatta og gjalda sem greiða þarf af fasteignunum Lóð stærð I ferm. nýtðingar- mat I kr. stuöull á ferm. Aðalstræti 2 (Geysir) 808 1,34 4.029,95 Aðalstræti4 (Herrahúsið) 737 2,45 3.605,30 Aðalstræti 6 (Morgunblaðið) 926 6,30 4.135,35 Aðalstræti 8 (Fjalakötturinn) 704 2,36 4.321,40 5.074,10 Aðalstræti 10 (Silli & Valdi) 235 1,54 Aðalstræti 12 264 0 5.274,85 (Auðlóð) Aðalstræti 14—16 (Auð lóð og Númer 1) 922 0,51 3.446,25 Taflan hér að ofan miðast við nýt- sem gert er ráð fyrir samkvæmt skipu- ingarstuðla lóðanna eins og þeir eru í lagi af Grjótaþorpi sem Guðrún Jóns- dag. Taflan hér að neðan byggir hins dóttir og Hjörleifur Stefánsson unnu vegar á þeim nýtingarstuðlum húsanna, 1976. Lóð stærð I ferm nýtingar- mat I kr. stuðull á ferm. Aðalstræti 2 808 1,34 4.029,95 (Geysir) Aðalstræti 4 (Herrahúsið) 737 2,86 3.605,30 Aðalstræti 6 926 6,30 4.135,35 (Morgunblaðið) Aðalstræti 8 704 2,36 4.321,40 (Fjalakötturinn) Aðalstræti 10 (Silli & Valdi) 235 0,77 5.074,10 Aðalstræti 12 (Auð lóð) 264 1,52 5.274,85 Aðalstræti 14—16 (Auð lóð og Númer 1) 922 2,43 3.446,25 Ekki afgreitt fyrr en með haustinu — segir Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúi ,,Bréf frá eigendum húsanna fjög- — Mál þetta er hluti af skipulagi urra var lagt fram á fundi borgarráðs í Grjótaþorps og það verður ekki dag en það var ekki til afgreiðslu heldur afgreitt í borgarstjórn fyrr en að einungis til kynningar. Það er bygg- loknum sumarleyfum í haust. Komi inganefnd sem veitir leyfi til niðurrifs hins vegar upp ágreiningur um þetta húsa, en næsti fundur hennar verður á mál milli bygginganefndar og borgar- fimmtudag,” sagði Björgvin stjórnar sker félagsmálaráðuneytið úr Guðmundsson borgarfulltrúi í samtali deilunni, sagði Björgvin Guðmundsson viðDBígær. borgarfulltrúi. -SA. Skáksamband Danmerkur: „Ekki hlaupizt undan merkjum” Steen Juul Mortensen, nýkjörinn forseti Skáksambands Norðurlanda, hefur beðið DB að koma því á fram- færi vegna ummæla Friðriks Ólafs- sonar að danska skáksambandið hafi aldrei hlaupizt undan neinum merkjum í máli Kortsnojs. Sambandið hafi í upphafi tekið þá afstöðu að blanda ekki saman skák og pólitík og við það hafi það staðið allt frá upphafi og engin breyting orðið þar á. Hvorki í máli Kortsnojs né öðrum málum. Uppdríttur er sýnir stærd og legu lóöanna við Aðalstræti. Búið er að rifa hús númer 18 við Aðalstræti og 2 við Túngötu. Þá brann Aðalstræti 12, sem merkt er inn á uppdráttinn, fyrir nokkrum árum. Einangran Flateyjar f símamálum rofin Sjálfvirk símstöð sett upp í eynni — Þetta er geysilegur munur og það er ekki hægt að jafna þessari aðstöðu saman við þá sem var hér fyrir, sagði Hrönn Hafsteinsdóttir, símstöðvar- stjóri í Flatey á Breiðafirði í samtali við DB, en um helgina var sett upp i Flatey ný sjálfvirk símstöð sem rofið hefur einangrun eyjarinnar í simasambands- málum. Hrönn sagði að mesta breytingin með tilkomu sjálfvirku stöðvarinnar væri sú að nú væri hægt að hringja hvert á land sem er og heimshornanna á milli á öllum tímum sólarhringsins, en áður hefði aðeins verið hægt að hafa símasamband við eyna á afgreiðslutíma símstöðvarinnar, sem var sex klukku- stundirádag. Þó að sjálfvirk símstöð hafi nú verið reist í Flatey, þá njóta ekki allir símnot- endur þessa ágæta símasambands. Vegna smæðar'stöðvarinnar var aðeins hægt að tengja þrjú hús við sjálfvirka kerfið, en ennþá eru tvö símtæki tengd við handvirka kerfið. Stöðin hefur yfir fjórum línum að ráða, en samtöl fara fram með hjálp loftnets sem reist var í eynni um helgina. Um 20 manns búa í Flatey á vetrum og þarf þvi ekki að fjöl- yrða um hve mikið öryggisatriði það er eyjaskeggjum að komast í gott síma- samband við umheiminn. -ESE

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.