Dagblaðið - 29.07.1981, Side 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1981.
MMBUWB
Utgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson.
Afistoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannos Reykdal.
íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Afistoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaöamenn: Anna Bjamason, Atii Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urðsson, Dóra ~Stefánsdóttir, Elin Albortsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir,
Krístján Már Unnarsson, Sigurfiur Sverrisson.
Ljósmyndir Bjamleifur Bjamloifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurösson
og Svoinn Þormóösson.
Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hall-
dórsson. Dreif ingarstjórí: Valgerfiur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Sifiumúta 12. Afgreifisla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11.
Afialsimi blaðsins er 27022 (10 linur).
Setning og umbrot: Dagblaðifi hf., Síðumúla 12.
Mynda- og plötugorö: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10.
Nýjasta umferðiii
Stjórn Sovétríkjanna hóf nýja
umferð í kjarnorkukapphlaupinu í
fyrra, þegar hún byrjaði að koma fyrir
meðaldrægum SS—20 kjarnorkueld-
flaugum, sem ná til Kína og Evrópu,
þar á meðal til íslands, en ekki til
Bandaríkjanna.
Búizt er við, að um miðjan þennan áratug verði um
750 slikum kjarnaoddum beint gegn Evrópu og Kína,
hver um sig með afli 30 Hiroshima kjarnorkusprengja.
Þessi nýi vígbúnaður setur Vestur-Evrópu undir gífur-
legan þrýsting.
Ekki er vitað til, að lútersk heimskirkjuráð, friðar-
göngumenn, menningar- og friðarsamtök kvenna eða
norskir jafnaðarmenn hafi lagt mjög hart að sér við að
vekja athygli á þessum vígbúnaði og mótmæla of-
beldishneigðinni að baki.
Hins vegar hefur stjórn Bandaríkjanna stuðning
stjórna helztu ríkja Atlantshafsbandalagsins fyrir því
að svara með því að koma upp á sama tíma í Evrópu
meðaldrægum Pershing II kjarnorkueldflaugum með
samtals um 570 kjarnaoddum.
Með þessum hætti er reiknað með, að Vestur-
Evrópa geti haldið sínu gagnvart Sovétríkjunum, til
dæmis í samningum, — og þurfi ekki að sæta svo-
nefndri Finnlandiséringu undir knýjandi þrýstingi 750
kjarnaodda.
Eins og jafnan, þegar Atlantshafsbandalagið
stendur andspænis ákvörðun af slíku tagi, byrjar
stjórn Sovétríkjanna nýja friðarsókn. Nytsamir sak-
leysingjar á Norðurlöndum, í Hollandi og Vestur-
Þýzkalandi eru settir í gang.
Undanfarnar vikur hefur ekki linnt friðargöngum,
kirkjulegum ráðstefnum og öðrum aðgerðum gegn
Pershing II eldflaugunum, jafnvel þótt þær séu aðeins
síðbúið og ekki ýkt svar við nýrri ógnun af hálfu Sovét-
ríkjanna.
Afleiðingin er sú, að Helmut Schmidt, kanzlari
Vestur-Þýzkalands hefur átt í erfiðleikum með að fá
vinstri arm flokks síns til að samþykkja eldflaugarnar
og að óvíst er, að þeim verði komið fyrir í Hollandi og
Belgíu.
Önnur friðarsókn stjórnar Sovétríkjanna var að
senda hinn aldna Willy Brandt vestur fyrir tjald með
óljósar hugmyndir um kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum, sem hugsanlega næði eitthvað inn í
Sovétríkin. '
Þetta var tekið upp í fáti af norskum jafnaðar-
mönnum, enda flutti Evensen, fyrrum hafréttar-
ráðherra, þeim þá lögskýringu, að Norðurlönd væru
ekki kjarnorkuvopnalaust svæði, þótt þau væru
kjarnorkuvopnalaus!
Jafnaðarmannastjórnin í Noregi virðist nú hafa átt-
að sig á eðli málsins. Hún ætlaði sér þetta sem bombu í
erfiðri kosningabaráttu, en virðist nú telja, að bomban
gæti sprungið í höndum hennar sjálfrar.
Samt er ekki ástæða til að gleyma skilaboðunum,
sem Willy Brandt flutti frá Kreml. Æskilegt er að biðja
um nánari skýringar. Menn þurfa jafnan að vera
tilbúnir að ræða málin og semja, þótt þeir láti ekki
svæfa sig á verðinum.
Við þurfum að vita um eitt mesta víghreiður
heimsins, Kolaskaga Sovétríkjánna, í næsta nágrenni
Norðurlandanna, hvaða hlutverki það gegnir í skila-
boðunum. Og við þurfum að fá að sjá hið víðara,
evrópska samhengi málsins.
Loks skulum við taka mark á Mitterrand, hinum
nýja forseta Frakklands, sem er svo vinsæll, að Al-
þýðubandalagið eignar sér hann. Mitterrand hefur
einmitt hvatt til aukinnar festu Vesturlanda í sam-
skiptum við Sovétríkin.
UR FRA SJÓNAR-
HÓU NEYTENDA
Neytendasamtökin hafa aðallega
skipt sér af merkingum \ mjólkur-
vörum. Merkingar eru að sjálfsögðu
reglugerðaratriði, en þau snúa beint
að mjólkuriðnaðinum sjálfum varð-
andi útfærslu. Árið 1978 voru tölu-
verðar fréttir í fjölmiðlum um dag-
stimplun mjólkurvara og alveg sér-
staklega nýmjólkur. Kvartanir voru
það miklar, að Neytendasamtökin
létu fara frá sér fréttatilkynningu 11.
ágúst 1978, en í henni segir m.a.:
,,Það er með öllu óverjandi, að
mjólkursamlögin fari ekki - eftir
settum reglum um stimplun mjólkur
og mjólkurvöru. Eftiriit með
mjólkursamlögum í landinu þarf að
stórauka, ekki síður en með öðrum
matvælaiðnaði. Til þess að unnt sé að
halda uppi fullnægjandi eftirliti þarf
að efla Heilbrigðiseftirlit rikisins
verulega og heilbrigðisnefndirnar úti
á landi.”. . . Um þetta leyti hafði
verulega borið á því, að mjólk hefði
verið stimpluð fjóra daga, og allt upp
í átta daga fram í timann í stað
þriggja, án heimildar. Auk þess var
mjólkin orðin of gömul í sumum til-
vikum, þegar hún kom í búin. Fólk
varð því oft að fleygja mjólk vegna
skemmda. Nýleg dæmi eru þessu lík.
Tekizt var nokkrum glímutökum
um þetta mál, en mjólkursamlög
vitnuðu í heimildarákvæði í 48. gr.
mjólkurreglugerðar frá 1973 um
lengingu á geymslu þegar sérstaklega
stendur á. Af hálfu Neyiendasam-
takanna var gefin út svohljóðandi
viðbótarfréttatilkynning vegna þessa
máls:
„Stjórn Neytendasamtakanna
ítrekar, að neytendur hafa fulla
kröfu á að mjólkurafurðir, sem og
önnur matvæli, standist þær kröfur
sem til þeirra eru gerðar, og að
mjólkursamlög landsins hagi gerðum
sínum í samræmi við reglur þær, sem
þeim eru settar.
Einnig vill stjórn Neytendasamtak-
anna koma á framfæri þeirri skoðun
sinni, að mjólkursamlög og verzlanir
-igi að haga starfsemi sinni eftir gild-
andi mjólkurreglugerð, en ekki eigin
Juttlungum.
Einnig er það skoðun stjórnar-
innar, aðekki er hægt að sætta sig við
að frávik séu gerð frá þeim kröfum,
sem gerðar eru til gæða mjólkur,
nema til komi rannsóknir, sem sýni
að gæði og þar með geymsluþol
mjólkur hafi aukizt síðan núgildandi
reglugerð um mjólk og mjólkur-
afurðir tók gildi.
Stjórn Neytendasamtakanna vill
því eindregið beina því til Heil-
brigðiseftirlits ríkisins, að það hafi
forgöngu um, að þeir aðilar, sem hér
eiga hlut að máli, sjái svo um, að
neytendum sé ætið tryggð góð vara
og heitir stjórnin Heilbrigðiseftirliti
ríkisins öllum þeim stuðningi sem
Neytendasamtökum er unnt að
veita.”
Upplýsingar vantar
Dagstimplanir á mjólk og mjólkur-
vörum eru versta málið, sem komið
hefur upp milli framleiðenda og neyt-
enda hin sfðari ár. í fyrra bárust
fregnir af umkvörtun vegna „súrrar
páskamjólkur”. í ljós kom, að
heimild hafði fengizt frá réttum
aðilum til að merkja mjólkina sjö
daga fram í tímann, en augljóst má
vera, að ekkert má útáf bregða til
þess að mjólkin sé ekki neyzluhæf
þessa sjö daga, jafnvel við ákjósan-
legar geymsluaðstæður. Það er þvi
krafa neytenda, að bæði geril-
sneyðingardagur og sfðasti söludagur
verði skráðir á mjólk og allar
mjólkurafurðir svo að neytendur
geti metið áhættuna afgeymslucjálfir
en þurfi ekki að lenda í hártogunum
við einstaka sölustjóra um fagltg
málefni. Auk þess telja Neytendasam
tökin að ekki megi stimpla meira en
fjóra daga fram í tfmann og ,,að ekki
sé hægt að sætta sig við, að frávik séu
gerð frá þeim kröfum, sem gerðar eru
til gæða mjólkur nema til komi rann-
sóknir sem sýni, að gæði og þar með
geymsluþol mjólkur hafi aukizt síðan
núgildandi reglugerð um mjólk og
mjólkurafurðir tók gildi. ”
Lóttmjólk
Aðrar umkvartanir af hálfu neyt-
enda hafa varðað framboð á létt-
mjólk og fleiri tegundir af léttum
ostum en nú eru á boðstólum. Mjög
víða hefur borið á kvörtunum af
þessu tagi og alveg sérstaklega um
skort á léttmjólk Raddir hafa heyrzt
um mismunandi eiginleika ýmissa
ostategunda, en hvort um sé að ræða
óeðlilegar gæðasveiflur miðað viö
það, sem gengur og gerist meðal ná-
grannaþjóða, eða hvort kenna megi
dreifingaraðilum um, skal hér ósagt
látið. Rannsóknir á þessu vantar.
Almennt sagt eru neytendur já-
kvæðir gagnvart mjólkurafurðum.
Margir láta ánægju sína í Ijós með
mjög svo aukið framboð á síðustu
árum og alveg sérstaklega á ostum og
ýmsum tegundum af jógúrt. Ef frá
eru talin umkvörtunarefni vegna
stimplunar, má hiklaust halda þvi
fram, að neytendur séu nú almennt
stoltir af íslenzkum mjólkuriðnaði.
Mikilfita
I röðum matvæla- og næringar-
fræðinga heyrast að sjálfsögðu ýmsar
athugasemdir, sem hinn almenni
neytandi hefur ekki í frammi. Þó eru
nú að gerast þær breytingar, að
kennsla í matvælafræðum fer vax-
andi í skólakerfi landsins. Því má
búast við, að margar aðfinnslur mat-
vælafræðinga breiðist smám saman
út eins og gerzt hefur í ýmsum ná-
grannalöndum okkar. í fyrsta lagi er
það fituinnihald mjólkurafurða.
Næringarfræðingar eru flestir sam-
mála um það, að Islendingar neyti of
mikillar fitu og sér í lagi dýrafitu.
Þótt margt sé óljóst í sambandi við
orsakasamband á milli neyzlu á
harðri dýrafitu, eins og mjólkurfttu,
og kransæðasjúkdóma, viðurkenna
flestir þó fitu sem áhættuþátt.
Kjallarinn
Jónas Bjamason
Offituvandamál fólks og þátt feit-
metis í því viðurkenna nánast allir.
Því má búast við vaxandi kröfum um
fiturýrar mjólkurafurðir i framtíð-
inni. Sumar nágrannaþjóðir hafa þó
ekki viljað mæla með minnkaðri
ostaneyzlu þrátt lyrir manneldis-
markmið sem gera ráð fyrir verulega
minnkaðri neyzlu á harðri dýrafeiti.
Ostar eru taldir það mikilvægir, þrátt
fyrir fitu, vegna innihalds þeirra á
mörgum nauðsynlegum næringar-
efnum. Flestir munu vera sammála
um, að slá megi tvær flugur i einu
höggi með fiturýrum ostum.
Fituinnihald einstakra mjólkur-
afurða er oft meira en fólk heldur.
T.d. má nefna að á mjólkurum-
búðum hefur staðið, að fíta sé 3.5 g í
100 g., en nær lagi mun almennt
vera, að fitan sé nálægt 3.9 g. Margt
fólk veit ekld, að ýmir er talsvert
feitur. Annars gefa merkingar á
næringarefnum á íslenzkum mjólkur-
afurðum oft villandi upplýsingar því í
flestum tilvikum mun vera stuðzt við
erlendar upplýsingar en ekki innlend-
ar mælingar.
Gífurleg sykurneyzla tslendinga er
mikið vandamál, og verður henni
ekki breytt með einföldum ráðum.
Til þess þarf gjörbreytta matvæla-
stefnu og er þá einnig hælt við, að
neyzla á dýrafitu dragist saman um
leið.
Fúkalyf
Nokkur séríslenzk vandamál
kunna að vera í sambandi við íslenzk-
ar mjólkurafurðir. Ekki skal hér
farið inn á fúkalyfin í mjólk og
mjólkurafurðum, en bent skal t.d. á,
að íslenzk ræktun er jafnvel þvinguð
fram með gífurlegri kjarnanotkun.
Það leiðir til þess, að sumar jurtir
kunna að innihalda mikið af nítrati.
Ekki veit ég, hversu mikið nítrat er í
íslenzkri mjólk, en það er mjög hátt
t.d. í mysingi og mysuosti.
Mín persónulega skoðun er sú, að
mjólkuriðnaðurinn sé langbezt
skipaður fagmönnum af öllum
islenzkum matvælaiðngreinum. Þetta
á við um bæði fjölda iðnaðar- eða
tæknimanna svo og dýpt menntunar
þeirra. Ég byggi þessa skoðun mina á
úttekt, sem ég gerði fyrir nokkrum
árum á kennslu í matvælafræðigrein-
um í íslenzka skólakerfinu. Til
samanburöar tók ég menntun
mjólkurfræðinga og fjölda þeirra.
Segja má, að sumar matvælaiðn-
greinar séu áratugum á eftir mjólkur-
iðnaði, en framboð og gæði á
islenzkum mjólkurafurðum hefur
orðið sambærilegt á síðustu árum við
það, sem gerist hjá nágrannaþjóðum.
En það er e.t.v. ekki sízt þess vegna,
sem mér fínnst rétt og sanngjarnt að
gera miklar kröfur til hans. Menn
mega heldur ekki gleyma þvi, að inn-
lendur mjólkuriðnaður situr einn að
Islenzkum markaði vegna
innflutningsbanns á mjólkur-
afurðum.
Dr. Jónas Bjamason
efnaverkfræflingur.