Dagblaðið - 29.07.1981, Page 18
18
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ1981.
Veðrið
Gert er ráð fyrir suðvestlœgri áttj
víða, gola eða kaldi, súld eða rigning
á Vesturlandi, en lóttir til í kvöld og
nótt. Skýjað og lítils háttar úrkoma
annars staðar á landinu.
Klukkan 6 var sunnan 3, súld og 10
stig í Reykjavík, suðvestan 4, súld og
10 stig á Gufuskálum, norðaustan 2,
alskýjað og 10 stig á Galtarvita,
austan 1, úrkoma og 11 stig á
Akureyri, austan 3, skýjað og 7 stig á
Raufarhöfn, sunnan 1, alskýjað og 7
stig á Dalatanga, suðvestan 4, alskýj-
að og 10 stig á Höfn og sunnan 4,
súld og 10 stig á Stórhöfða.
í Þórshöfn var hálfskýjað og 9 stig,
skýjað og 15 stig í Kaupmannahöfn,
alskýjað og 17 stig í Osló, lóttskýjað
og 18 stig í Stokkhólmi, láttskýjað og
16 stig í London, súld og 15 stig í
Hamborg, heiðrikt og 15 stig í Parfs,
lóttskýjað og 18 stig i Madrid,
heiðrikt og 19 stig { Lissabon og
skúrir og 23 stig I New York.
Andlát
Gbli Magnússon, sem lézt 17. júlí sl.,
fæddist 25. marz 1893 að Frosta-
stöðum í Akrahreppi. Foreldrar hans
voru Magnús H. Gíslason og Kristín
Guðmundsdóttir. Gísli tók gagnfræða-
próf frá MR árið 1910, næsta ár lauk
hann svo búfræðiprófi frá Bænda-
skólanum á Hólum. Síðan dvaldist
hann í Noregi og Skotlandi 1912—14
við búfræðinám. Eftir heimkomuna
vann hann við bú föður síns en árið
1923 keypti hann Eyhildarholt i Rípur-
hreppi og hóf búskap þar og bjó þar
síðan. Gíslis sat á Búnaðarþingi frá
1948—78, þar átti hann sæti i búfjár-
nefnd. Gísli átti sæti í hreppsnefnd
Ripurhrepps 1925—62 og var oddviti
frá 1935—58. Einnig átti hann sæti i
sýslunefnd Skagafjarðar 1942—74.
Gisli var kjörinn í stjórn Kaupfélags
Skagfirðinga árið 1919—1922 og svo
aftur árið 1939 og átti hann sæti í
stjórninni til 1978 og var um tíma vara-
formaður. Gisli var prófdómari við
Bændaskólann á Hólum í 20 ár. Árið
1928 var Framsóknarfélag Skaga-
fjarðar stofnað og var Gísli kosinn for-
maður þess og gegndi hann þeirri stöðu
til 1962. Einnig átti hann sæti í mið-
stjórn Framsóknarflokksins 1934—63.
Gísli var kjörinn heiðursfélagi í
Búnaðarfélagi Íslands og Kaupfélags
Skagafjarðar. Árið 1917 kvæntist Gísli
Guðrúnu Stefaníu Sveinsdóttur og áttu
þau 11 börn. Gísli var jarðsunginn sl.
laugardag, 25. júlí.
Magnús Kjartansson fv. ritstjóri er lát-
inn.
Jakobína Thorarensen verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni fimmtu-1
daginn 30. júli kl. 15.
Bóthildur Helgadóttir, Njálsgötu 33 B,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 30. júlí kl. 10.30.
Sigurbjörg Unnur Árnadóttir, Kirkju-
teigi 9, verður jarðsungin frá Laugar-
neskirkju fimmtudaginn 30. júlí kl.
13.30.
Sigurður Eyjólfsson, Fálkagötu 34,
verður jarðsunginn frá Neskirkju
fimmtudaginn 30. júli kl. 13.30.
Ingþór Guðlaugsson lögregluþjónn
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju
fimmtudaginn 30. júlí kl. 14.
Helgi Salómonsson frá Ólafsvík, Álfta-
mýri 2 Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Háteigskirkju föstudaginn 31. júlí
kl. 10.30.
Ferflamálaráflstefna
f september
Ákveðið hefur verið að halda ..Ferðamálaráðstefnu
1981”, 11. og 12. september nk. Að þessu sinni
verður ráðstefnan haldin í Stykkishólmi.
Ráðstefnan er opin öllum þeim er að ferðamálum
starfa og einnig áhugamönnum um eflingu og upp-
byggingu ferðamannaþjónustu i landinu.
Um fyrirkomulag ráðstefnunnar, afhendingu ráð-
stefnugagna o.fl. verður nánar auglýst síöar.
Fr«ttabr«f LAndfrasfllféÍððsins
*!«»« J4sl .>« «:»r«.».»n»»».>: < »»»♦»« .<«>*•»», «-4t>v«‘.»
*. >M. 1. <«j. jW.lttl
Fréttabréf
Landfrœflingafálagsins
komiflút
2. tbl. Landabréf fréttabréfs Landfræðingafélagsins
kom út nýlega. Ritstjóri og ábyrgðarmaður ritsins er
Sigfús Jónsson. í bréfínu eru m.a. kynntar kennslu-
bækur i Landafræöi. Sigfús Jónsson skrifar hugleið-
ingu um hagræna landafræði sjávarútvegs, einnig er
sagt frá aðalfundi Landfræðingafélagsins. sem
haldin var 29. april sl.
Norrænir sparisjóðir
halda upp ó 50 ára afmæli
samtaka sinna á íslandi
26/7-30/7
Nú i vikunni halda samtök norrænna sparisjóða
NCSD fund á Hótel Loftleiðum í Reykjavik og er
þetta 50 ára afmælisfundur samtakanna, en Sam-
band islenzkra sparisjóða sér um framkvæmd
fundarins.
í tilefni afmælisins hefur bæklingur verið gefinn
út en þar er rakiö á glöggan hátt hið nána samstarf
sparisjóðanna á Norðurlöndum að því er varðar
tæknileg málefni, menntun starfsfólks, auglýsingar
gagnkvæma afgreiöslu og margt fleira.
Sparisjóðastarfsemi á Norðurlöndum er mjög
sterk eins og marka má af því að hlutdeild sparisjóð-
anna í innlánum var árið 1980 39,5% í Noregi, 32% i
Svíþjóð, 28,9% i Danmörku, 28,3% i Finnlandi og
16% á íslandi. Þátttakendur i fundinum í Reykjavik
eru sparisjóðsstjórar i stjórnum Norrænu spari-
sjóðasambandanna, framkvæmdastjórar samband-
anna svo og bankastjórar sparisjóöabankanna á
Noröurlöndum.
Aðalmál fundarins i Reykjavík verða skipulags-
mál sparisjóðanna og samnorræn þjónustá viö
viðskiptamenn sparisjóðanna.
Formaöur Sambands islenzkra sparisjóða er
Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs
Reykjavikur og nágrennis en framkvæmdastjóri er
Sigurður Hafstein.
Vertu klár
í kollinum..
Einhverastaftar . •
*höfj^»tóikaftverai*i
**SSLl
«lurinn
t
>rbrot“
„SkiUverdir minnast
jafnmikillar drykkK
Veggspjöld sam minna
á skaflsami áfengis
Samtökin Átak gegn áfengi hafa gefið út veggspjöld
i samvinnu við ÍSÍ og UMFÍ sem minna á skaðsemi
áfengis. Á spjöldunum eru þessar áletranir, „Hress i
dag-hress á morgun”,, „Vertu klár i kollinum”, og
„Áfengi og iþróttir fara ekki saman”. Veggspjöldin
prýða myndir af hjólreiðamönnum, knattspymu-
mönnum og á því þriðja eru fyrirsagnir úr dagblöð-
um þar sem rætt er um ölvun á almannafæri.
Tímarit
Málarameistarafálags
Reykjavlkur komið út
Fyrir nokkru kom út blað er nefnist Málarinn. Er
það Málarameistarafélag Reykjavíkur sem gefur
blaðið út, og er þetta l. tbl. en 24 árgangur blaðsins
sem er fjölbreytt aö efni. Má bar nefna crein
Kristjáns Guðlaugssonar um heimaunna málningu.
Jóhann Þorsteinsson ritar grein er hann nefnir Lita-
Tt —
Dóra
Stefánsdóttir £ í-W 11
Kæri Jón Örn Marinósson
Ég ávarpa þig svo, þó við þekkj-
umst kannski ekki beinlínis. En við
höfum oft talað saman í síma, ég
fyrir Dagblaðið og þú fyrir útvarpið.
Mér var sagt um daginn að ég hefði
verið fullfljót á mér að þakka þér
ágæta tónlist f útvarpi. Þú værir ekki
tekinn við heldúr færi Þorsteinn
Hannesson ennþá tónlistarstjóri.
Ekki er mér kunnugt um hvenær þú
tekur við þessu mikilvæga starfi eða
hvað það er akkúrat sem þú færð að
ráða. En í þessum dálki langar mig að
koma til þin nokkrum ábendingum
um það sem mér finnst betur mega
fara i tónlist útvarpsins og vona að
við séum að minnsta kosti sammála
um sumt.
Gærdagurinn og gærkveldið var
ágætt dæmi um það hvernig tónlist í
útvarpi á ekki að vera að mínu mati. í
síðdegistónleikum, sem ég heyrði
reyndar lítið af vegna vinnu, og í
tónleikum frá Bústaðakirkju seinna
um kvöldið, var það gert sem ekki á
að gera. Plata sett á fóninn eða spóla
á segulbandið og svo fékk einhver
flytjandi að spreyta sig á verkum ein-
hvers höfundar. Hvorki höfundur né
flytjandi voru kynntir hið allra
minnsta fyrir hlustendum. Ekki var
sagt eitt einasta orð um baksvið
þeirrar tónlistar sem var verið að
flytja. í hvernig umhverfi hún varð
til, hvort hún naut mikilla vinsælda á
sinni tið eða um hvað verið var að
syngja. Þeir sem skilja erlendar
tungur fara að sönnu nær um það en
hinir missa í rauninni helminginn af
söngverkunum með því að skilja
ekkk-extann.
Þú, Guðmundur Jónsson og Atli
Heimir Sveinsson, þið hafið ásamt
fleiri verið með ljómandi góða þætti f
gegnum árin þar sem ýmiss
konar tónlist hefur verið flutt eins og
mér finnst eigi að flytja hana. Með
góðum kynningum á þvi sem verið er
að flytja og þeim sem tónlistina
flytja. Svona þætti hefur alveg
vantað í sumar.
Ég hef heyrt jafnvel hörðustu and-
stæðinga sígildrar tónlsitar játa að
vera farnir að leggja við hana eyru
eftir að útvarpið varð víðóma. En
þetta fólk fmnur enn meira að því en
ég að tónlist þessi er samhengislaus
við nánasta umhverFi þess nú á dög-
um.
Ég stend mig oft að þvi, ef ég heyri
tónlist sem mér fellur vel við f út-
varpi, að setja síðar plötur á með
svipuðu efni. Þetta held ég að fleiri
hljóti að gera og það er þetta sem út-
varpið á að nota sér að minu mati.
Með góðum kynningum á skemmti-
legum tónverkum og góðum flytj-
endum að fá fólk til að vilja meira.
Útvarpið er fyrst og fremst miðill til
að kenna fólki að meta tónlist, ekki
til að flytja alla tónlist heimsins.
Kær kveðja og til hamingju með
starfið.
Dóra Stefánsdóttir.
P.S. Mikið er :gaman að Flóamanna-
rollunni þinni.
Sama.
spjall. Hersteinn Pálsson þýðir grein eftir Arne Báck
sem nefnist Litið um öxl til gamalla vinnubragða i
málaraiðninni. Einnig eru birtar myndir frá N.M.O.
sem haldiö var i Osló sl. sumar. Ýmislegt fleira efni
er i blaðinu en við látum þetta nægja að sinni.
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir:
ROTTERDAM:
Arnarfell .....29/7
Arnarfell ....... 12/8
Amarfell ......26/8
ANTWERPEN:
Arnarfell .....30/7
Amarfell .... 13/8
Amarfell .... 27/8
GOOLE:
KAUPMANNAHÖFN:
Helgafell _____28/7
Helgafell .....12/8
Helgafell .....26/8
$VENDBORG:
Arnarfell . 27/7
Arnarfell ...... . 10/«
Arnarfell ...... .. .24/8
LARVÍK:
Helgafell ...... . 30/7
Helgafell ...... . 10/8
Helgafell . 24/8
GAUTABORG:
Hdgafdl . 29/7
Helgafell ......
Helgafell . 25/8
. 27/7
. 29/7
. 13/8
. 27/8
Helgafell .
Dísarfell ..
Helgafell .
Helgafell .
HELSINKI:
Dísarfell........,24/7
Dísarfell ........ 19/8
GLOUCESTER, MASS:
Jökulfell.........31/7
HALIFAX, KANAÐA:
Jökulfell ...... 3/8
Mmnmgarspýöid
Minningarkort Foraldra- og
styrktarfélags Tjaldaness-
heimilisins, Hjáiparhöndin
fást á eftirtöldum stöðum: Blómaverzluninni Ftórii,'
Unni, sími 32716, Guðrúnu, síma 51204, Ásu sima
: 15990.
Minningarkort Styrktar-
og minningarsjóðs Samtaka
gegn astma og ofnœmi
fásl á eftirtðldum stððum: Á skrifstöfu samtakjnna að
Suðurgötu 10. slmi 22153, á skrifstofu SlBS, simi
22J50, hjá Magnúsi, simi 75606, hjá Mariasi, simi
32354, hjá Páli, slmi 18537 og í sölubúðinni á Vífiis-
stöðum, simi 42800.
Minningarkort
Styrktarfélags vangefinna
ifást á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu félagsins,
Háteigsvegi 6. Bókabúð Braga Brynjólfssonar,
Lækjargötu 2, Bókaverzlun Snæbjamar, Hafnar-
stræti 4 og 9, Bókaverzlun Olivers Steins, Strand-
götu 31 Hafnarfirði.
Vakin er athygli á þeirri þjónustu félagsins að
tekið er á móti minningargjöfum í síma skrifstof-
unnar, 15941, og minningarkortin síðan innheimt
hjá sendanda með giróseðli.
Þá eru einnig til sölu á skrifstofu félagsins minn-
ingarkort Bamaheimilissjóðs Skálatúnsheimilisins.
Mánuðina apríl—ágúst verður skrifstofan opin kl.
'9—16, opið í hádeginu.
Fwndir
AA-samtökin
í dag miðvikudag verða fundir á vegum AA-samtak-
anna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010) kl.
12 (opinn), 14, 18 og 21. Grensás, safnaðarheimili
kl. 21. Hallgrímskirkja kl. 21. Akranes (93-2540)
Suðurgata 102 kl. 21. Borgames, Skúlagata 13, kl.
21. Fáskrúðsfjörður, Félagsheimilið Skrúður, kl.
20.30. Höfn, Hornafirði, Miðtún 21, kl. 21. Kefla-
vík (s. 92-1800), Klapparst. 7 enska, kl. 21.
Á morgun, fimmtudag, verða fundir i hádeginu
sem hér segir: Tjamargata 5, græna húsið, kl. 14.
liHIÍi
íslandsmótið f
knattspyrnu 1981
Miövikudagur 29. júll
AKRANESVÖLLUR
ÍA-UBK l.deild kl. 20.
AKUREYRARVÖLLUR
Þór—Fram 1. deild kl. 20
LAUGARDALSVÖLLUR
KR—ÍBV I. deild kl. 20
ÁRMANNSVÖLLUR
Dökkbrúnum jeppa af Wagoneer-
gerð var stolið frá Öldugötu í Reykja-
vik aðfaranótt miðvikndagsins 22. júlí
sl. Bifreiðin ber einkennisstafina R-
5003 og er af árgerð 1974. Hún er méð
Ijósri innri klæðningu, á breiðum
dekkjum en ekki upphækkuð. Bæðí
lakk og innri klæðning eru farin að láta
ásjá.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um
hvar bifreiðina sé að finna eru
vinsamlegast beðnir um að hafa
samand við lögregluna.
Ármann—Afturclding 3. dciid A kl. 20
GRÓTTUVÖLLUR
.Grótta—Grindavik 3. deiid Á kl. 20
KÓPAVOGSVÖLLUR
ÍK—Hverageröi 3. ddld A kl. 20
GARÐSVÖLLUR
Viðir—Þór Þ 3. ddld B kl. 20
MELAVÖLLUR
Léttir—Njarövík 3. ddld B kl. 20
BOLUNGARVÍKURVÖLLUR
Bolungarvík—Reynir He. 3. ddld C kl. 20
ISAFJARÐARVÖLLUR
Reynir Hn—Snæfell 3. deild C kl. 20
ÓLAFSVÍKURVÖLLUR
Vikingur—Grundarfj. 3. deild kl. 20
BORGARFJARÐARVÖLLUR
UMFB—Einherji 3. deild F kl. 19
EGILSSTAÐAVÖLLUR
Höttur—Huginn 3. deild F kl. 19
FÁSKRÚÐSFJARÐARVÖLLUR
Leiknir—Hrafnell 3. deild G kl. 19
STJÖRNUVÖLLUR
Stjarnan—Fylkir 2. fl. B kl. 20
FELLAVÖLLUR
Leiknir—Þróttur N 2. fl. C kl. 20
KAPLAKRIKAVÖLLUR
Haukar—ÍBÍ2. fl.Bkl. 20
KR—VÖLLUR
KR—ÍBK 3. fí. A kl. 20
VALSVÖLLUR
Valur—Fram 3. fl. A kl. 20
VlKlNGSVÖLLUR
Víkingur—ÍA 3. fl. A kl. 20
ÞRÓTTARVÖLLUR
Þróttur—Stjarnan 3. fl. A kl. 20
ÁRBÆJARVÖLLUR
Fylkir—Haukar 3. fl.B kl. 20
GRINDAVÍXURVÖLLUR
Grindavik—Sclfoss 3. fl. B kh 20
VESTMANNAEYJAVÖLLUR
Tjr—UBK 3. fl. B kl. 20
VALLARGERÐISVÖLLUR
UBK—Fylkir 4. fl. A kl. 20.
Útivistarferflir
Verzlunarmannahelgin:
Þórsmörk, ferðir fram og til baka alla daga, gist i
góðu húsi i Básum. Gönguferðir við allra hæfi ma. á
Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökul. Snæfellsnes,
gist á Lýsuhóli, sundlaug. Gæsavötn—Trölla-
dyngja—Vatnajökull. Homstrandir—Homvik.
Ágústferðir
Hálendishringur
Borgarfjörður (eystri)
Grænland
Sviss.
Upplýsingar og farseðlar á skrifstofunni Lækjar-
götu 6a. s. 14606.
GENGIÐ
GENGISSKRÁNING Feröamanna-
NR. 140 - 28. JÚLÍ1981 . gjaldeyrir
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandarfkjadollar >,‘465 7,485 8,234
1 Sterlingspund 13,870 13,907 15,298
1 Kanadadollar 6,079 6,096 6,706
1 Dönsk króna 0,9743 0,9769 1,0746
1 Norsk króna U198 1,2230 1,3453
1 Sœnsk króna 1,4347 1,4385 1,5824
1 Rnnsktmark 1,6374 1,6418 1,8060
1 Franskur franki U833 1,2867 1,4154
1 Belg.franki 0,1868 0,1873 0,2060
1 Svissn. franki 3,5163 3,5257 3,8783
1 Hoilenzk florina 2,7462 2,7536 3,0290
1 V.-þýzktmark 3,0554 3,0638 3,3700
1 ftöisk l(ra 0,00614 0,00615 0,00677
1 Austurr. Sch. 0,4344 0,4356 0,4792
1 Portug. Escudo 0,1145 0,1149 0,1264
1 Spánskur peseti 0,0760 0,0762 0,0838
1 Japansktyen 0,03154 0,03162 0,03478
1 IrsktDund 11,123 11,153 12,268
SDR (sórstök dróttarróttindi) 8/1 8,4416 8,4643
Simsvari vegna gengisskráningar 22190.