Dagblaðið - 29.07.1981, Síða 20

Dagblaðið - 29.07.1981, Síða 20
20 r K DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ1981. Stórsókn undirbúin að marki andstæðingsins. Varnarmenn þyrpast að framlinumanninum, sem hefur boltann. Hér eru Völsungar framtfðarínnar á æfingu. Það er töggur í krökkum á Húsa- vík. Þeir lögðu hart að sér i hlaupum, stökkum og fótbolta. Einbeitnin og keppnisskapið skein úr hverjum andlitsbjór. Blaðamenn stöldruðu um stund við á íþróttavellinum á Húsavík og fylgdust með krökkum á leikjanám- skeiði. Veður var hlýtt, milt og nota- legt. Útiveran átti vel við ungviði Húsvíkinga. Guðrún Kristinsdóttir, iþrótta- kennari frá Hafnarfirði, og Anna Vilhjálmsdóttir, nemi í íþrótta- kennaraskólanum að Laugarvatni, leiðbeindu krökkunum i leikjum. Þær létu suma sparka bolta, aðra stökkva langstökk, enn aðra hlaupa 60 metra sprett f kappi við miskunnarleysi skeiðklukkunnar. 12.3 og 12.4 sekúndur var tíminn hjá þeim sem fyrst þutu í markið á meðan við stóðum við. Leikir og undirstöðuatriði íþrótta- Fyrstur i mark 160 metra spretti. Timinn var 12.3 sekúndur. Svifió inn til lendingar f langstökkinu. Guðrún Kristinsdóttir iþróttakennarí frá Hafnarfirði leiðbeindi krökkunum. Með henni var Anna Vilhjálmsdóttir fþróttakennaranemi. Einnig leiðbeinir Jóhanna Guðjónsdóttir fþrótta- kennaranemi húsvfskum krökkum i sumarleikjunum. DB-myndir: Sig. Þorri. iðkunar eru kennd ungu fólki i flokk- um. Skipt er í hópa eftir aldri og þeir elztu byrja á morgnana. Aldurinn iækkar þegar líður á daginn. Sumir taka aftur til við að sparka bolta á kvöldin á æftngum hjá yngri flokkum Völsungs. Húsvikingar þurfa ekki að kvíða framtíðinni. Þarna eru að vaxa úr grasi stjörnur í frjálsum íþróttum og fótbolta. - ARH ATLI RUNAR HALLDÓRSSON LJOSMYNDIR: SIGURDUR ÞORRI SÍGURDSSON Hlaupiðr stokkið, á Húsavík sparkað „Hér rekur tre og tre” —bisað við rekaviðardrumba í Presthólahreppi með Kjartani á Brekku „Þeir á Sléttunni nýta aðallega reka- viðinn. Hér rekur bara tré og tré. Það stafar víst af óhagstæðum straumum úti fyrir,” sagði Kjartan Jónsson á Brekku í Presthólahreppi, skammt frá Kópaskeri. DB-menn hittu hann á Áskrrftarsími Eldhúsbókarinnar er 2-46-66 förnum vegi í Oxarfirði. Kjartan var að tína rekaviðardrumba upp á vagn. Sunnanmenn, vöðvalinir af kyrrsetu í skrifborðsstólum, mynduðust við að hjálpa til. Það átti að rífa rekann í girð- ingarstaura til að girða af tún og mat- jurtagarða. Annars nagar búfénaður- inn að rót allt er að kjafti kemur. Kjartan baðst undan þvi að vera nefndur bóndi.að Brekku. Hann kvaðst bara búa þar ásamt bróður og bróður- sonum og hafa verið þar alla tíð. Á Melrakkasléttu eru bændur að mestu hættir að búa með kýr. Sauðfjárbúskapurinn er í fyrirrúmi. Rekinn er lika búbót hjá mðrgum en selveiðin gefur minna í aðra hönd en áður var. „Það borgar sig ekki lengur að hirða selinn,” sagði Kjartan á Brekku. „Fólk vill ekki sjá selkjötið, hvað þá borða það. Fyrir skinnin fæst lítið sem ekkert.” Vorið var erfitt á þessum norðlægu slóðumj með þeim kaldari sem komið hafa lengi. Ánum var gefið langt fram í júní. Einhverjar kindur bættu sér upp vorkuldann með því að gera at i Kópa- skersbúum. Þær réðust til atlögu við blómagarða í þorpinu og ekki nóg með það: „Kópasker sefur ekki á nóttunni fyrir rollujarmi,” sagði Kjartan. Við hlógum góða stund að því og kvöddum svo. Sá hlær þó bezt er síðast hlær. Enda stendur til að girða Kópa- sker svo fólkið fái að eiga blóm í friði og sofi i næði á nóttunni. Við sýndum Kjartani að við værum að sunnan og tókum tveir undir annan enda drumbsins á möti honum einum á hinum endanum. Uppá vagninn fór drumbur og Kjartan glotti. Hann blés ekki úr nös þó komumenn gengju upp og niður af mæði. DB-mynd: Sig. Þorri. -ARH.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.