Dagblaðið - 29.07.1981, Side 28
Þjóðemi nýrra hluthafa
f Cargolux feimnismál?
—framkvæmdastjóri félagsins kannast ekki við
að arabar séu á ferðinni
—vill ekki greina nánar f rá hver nýi aðilinn sé
Islendingur, Gunnar M. Björgvins-
son, er einn af þremur fulltrúum í
stjórn Cargolux sem sitja fyrir hönd
nýju hluthafanna.
Eins og fram hefur komið í fréttum
var hlutafé Cargolux aukið 17. júlí sl.
og bættist þá nýr eignaraðili við með
25% hlutafjár. Gefur það rétt til
fjögurra fulltrúa i stjórn flugfélags-
ins. Þrír hafa þegar verið tilnefndir
og er Gunnar M. Björgvinsson einn
þeirra.
Gunnar hefur verið yfirmaður við-
haldsdeildar Cargolux en þar sem
hann hefur nú tekið sæti í stjórninni
var talið eðlilegt að hann léti af
störfum fyrir Cargolux. Hefur
Jóhannes Einarsson tekið við við-
haldsdeildinni.
Nýju hluthafarnir eru raunar tvö
fyrirtæki, Borsa, sem á 17%, og
Mettza, sem á 8%. 1 fréttatilkynn-
ingu frá Cargolux er sagt að þet:a séu
fyrirtæki sem tengist m.a. byggingar-
iðnaði og siglingum. Hins vegar
hefur Cargolux ekki séð ástæðu til að
geta um þjóðerni nýju hluthafanna
og hefur það komið ýmsum sögu-
sögnum af stað. Hafa menn leitt
getum að því að hér séu arabar á
ferðinni, jafnvel sama fyrirtæki og
keypti Hercules herflutningavélina af
Cargolux og seldi siðan Gaddafi,
leiðtoga lýbisku byltingarinnar.
Dagblaðið hafði í gær samband við
Gunnar M. Björgvinsson og Einar
Ólafsson, framkvæmdastjóra Cargo-
lux, til að inna þá nánar eftir þjóð-
erni nýju hluthafanna. Hvorugur
þeirra sagðist kannast við að þetta
væru arabar. Nefndi Einar að þetta
væru m.a. aðilar í Þýzkalandi, Sviss
og Ítalíu en vildi ekki greina nánar
frá hverjir það væru. Gunnar M.
Björgvinsson vildi heldur ekki greina
nánar frá nýja aðilanum. Vísuðu þeir
báðir til opinberrar hlutafélagaskrár í
Luxemborg. - KMU
Góð humarveiði í sumar:
HUMARSTOFNINN
ER Á UPPLEIÐ
—vertíðinni lýkur 12. ágúst
Humarvertíðinni, sem gengið hefur
mjög vel, lýkur formlega 12. ágúst
næstkomandi. Er útlit fyrir að heildar-
aflinn verði mjög nærri því, sem
ákveðinn var f upphafi, 2.700 lestir, en
20. júlf sl. var heildaraflinn orðinn
2.200 lestir, að sögn Jóns B. Jónas-
sonar, deildarstjóra i sjávarútvegs-
ráðuneytinu.
Umfangsmesta humarútgerðin er á
Hornafirði, þar hefur um þriðjungur
aflans komið á land eða 720 lestir 20.
júlí. Þar hefur humarvertíð ekki orðið
eins góð í fjöldamörg ár.
Jón B. Jónasson sagði að humarinn
væri nú miklu stærri og vænni en fyrir
nokkrum árum. Þakkaði hann einkum
verulegri fækkun báta — úr á þriðja
hundrað i liðlega 60 — og mun stífari
reglum um veiðina. „Humarstofninn
er mjög á uppleið eftir að búið var að
ganga mjög nærri honum,” sagði Jón.
-ÓV.
Viktor Kortsnoj:
Þakkar íslenzkum
skákmönnum stuðning
Viktor Kortsnoj, stórmeistari í
skák, hafði á mánudag samband við
Högna Torfason, fyrrum varaforseta
Skáksambands fslands og bað hann
um að skila þakklæti til forystu-
manna skáksambandsins fyrir veittan
stuðning í máli fjölskyldu sinnar.
Sem kunnugt er þá var stofnuð
nefnd hérlendis í fyrra, til stuðnings
málstað Kortsnojs en skákmeistarinn
kom einmitt hingað til lands á
síðasta ári og átti þá m.a. viðræður
við Friðrik Ólasson, forseta FIDE.
í viðtali sem DB átti við Kortsnoj
á mánudag kom fram að skákmeist-
arinn var Friðrik Ólafssyni og
íslenzkum skákmönnum mjög þakk-
látur fyrir veittan stuðning og
greinilegt að hann taldi áhrif
íslenzkra skákmanna mikil í skák-
heiminum.
-ESE.
LYFJAÞJÓFAR HANDTEKNIR
Brotizt var inn í bát sem stóð við
Grandagarð um kl. 18.45 í gærkvöldi
og þaðan stolið allnokkru af lyfjum.
Sjónarvottur gat lýst tveimur mönnum
fyrir lögreglunni og skömmu síðar voru
þeir menn handteknir. Þeir voru báðir
undir áhrifum áfengis og voru með
töluvert af lyfjum í fórum sinum.
Mönnunum, sem eru 22 og 24 ára,
var stungið f fangageymslur en þeir
verða yfirheyrðir í dag. Verður þá
hugsanlega athugað hvort menn þessir
hafa fleiri slík innbrot á samvizkunni
en óvenju mikið hefur verið brotizt inn
í báta að undanförnu og stolið úr lyfja-
kössum. - ELA
IGuðmundur Haukur Magnason er einbeittur á svip er hann raðar teningnum.
Strákurinn er ótrúlega handfljótur með gripinn. DB-mynd Bjarnleifur.
Sérfræðing-
uríkubba-
leiknum:
Raðaði töfrateningnum á
rúmum þremur mínútum
—eftir að þrír menn höfðu ruglað honum vandlega
Þeir sem reynt hafa töfrateninginn
svokallaða vita að það er enginn
hægðarleikur að fá allar hliðar eins
upp. Hann Guðmundur Haukur
Magnason, 11 ára, sýndi þó blaða-
mönnum DB að slíkt getur verið auð-
velt, að vísu með nokkuð góðri
þjálfun og lærdómi.
Guðmundur Haukur fékk sinn
fyrsta kubb fyrir u.þ.b. tveimur
mánuðum. Strax í upphafi fór hann
að grennslast fyrir um uppbyggingu
kubbsins, lagði saman tvo og tvo og
útkoma hans varð fjórir. Enda sagði
Magni, faðir Guðmundar, að hann
væri mjög vel að sér í reikningi.
Guðmundur sagði okkur að bezti
tími hans i að koma kubbnum saman
væru 27 sekúndur: ,,Þá var hann að
vísu vel ruglaður,” sagði Guð-
mundur. Þrír blaðamenn DB tóku sig
til og rugluðu nýjum kubbi mjög
vandlega, enda reyndist erfiðara fyrir
Guðmund að raða honum rétt þannig
að fjórar hliðar kubbsins væru hver
með sínum litnum.
Sérstök tímamæling fór fram og á
5 minútum og 28 sekúndum var
kubburinn orðinn réttur. Aftur var
reynt og þá með eldri kubb sem
reyndist ekki eins stífur og sá nýi og
tókst Guðmundi þá að raða honum
upp á 3 mínútum og 20 sekúndum.
Geri aðrir betur.
Guðmundur er að sögn föður síns
ákaflega mikið fyrir að kanna ýmsar
þrautir og þegar hann verður 12 ára í
september hefur hann óskað eftir
efnafræðiþraut.
-ELA
frjálst, úháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ1981.
Magnús Kjartansson, fyrrum ráðherra
og ritstjóri, 1919—1981.
Magnús
Kjartansson
látinn
Magnús Kjartansson, fyrrum ráð-
herra og ritstjóri, lézt í gær, 62 ára að
aldri. Hann hafði um langt skeið átt við
mikla vanheilsu að stríða.
Magnús Kjartansson fæddist á
Stokkseyri 25. febrúar 1919, sonur
Sigrúnar Guðmundsdóttur og Kjartans
Ólafssonar, sem síðar varð einn af
helztu forvígismönnum Alþýðuflokks-
ins i Hafnarfirði. Magnús hóf verk-
fræðinám í Kaupmannahöfn 1938 en
sneri sér að norrænunámi tveimur
árum síðar og var við það til stríðsloka
í Danmörku og Svíþjóð. 1947 varð
Magnús ritstjóri Þjóðviljans og gegndi
hann því starfi til 1971 er hann tók við
ráðherraembætti i vinstri stjórninni.
Magnús sat á Alþingi 1967—1978.
Hann var mikilvirkur rithöfundur og
skrifaði auk þess ótölulegan fjölda
greina um margvísleg mál. Eftirlifandi
kona hans er Kristrún Ágústsdóttir.
-ÓV
Vinningur
vikunnar:
Myndsegul-
band frá
Radiobúðinni
Vinningur í þessari viku er
myndsegulband frá Radióbúðinni.
Skipholti 19. Reykjavík. 1 vikunni
verður birt, á þessum stað i blað-
inu, spurning tengd smáauglýsing-
um Dagblaðsins. Nafn heppins
áskrifanda verður síðan birt
daginn eftir l smáauglýsingum og
gefst honum tœkifœri á að svara
spurningunni. Fylgizt vel með,
áskrifendur. Fyrir nœstu helgi
verður einn ykkar glœsilegu mynd-
segulbandi, rikari.
c ískalt
beven up.
hressir betur.