Dagblaðið - 19.08.1981, Side 10

Dagblaðið - 19.08.1981, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1981. Hvað segja andleg og veraldleg yfirvöld um meint harðræði gagnvart sakbomingum? Slysagildra íKópavogi: Sjö slys á 1800 metra vegarkafla frá áramótum — Margir bera ævilangt sár eftir slys á vegarkaf lanum sem enn er þó með öllu ómerktur sem hættuleg braut Á 1800 metra malarvegarkafla milli malbiks á Fifuhvammsvegi og malbiks á Engihjalla 1 Kópavogi hafa á þessu ári orðið sjö umferðarsiys. Hið siöasta varð um helgina er rallí-bill og jeppi rákust saman og fimm voru fluttir i sjúkrahús, meira og minna meiddir. Á þessum stutta malarkafla hafa á umliðnum árum orðið ótal slys, en samt hefur ekkert verið að gert til slysa- varna. Vegarkaflinn liggur um gamlar sand- og malarnámur. Er hann i ótal bugðum og blindhæðum. Mönnum virðist ganga erflðlega að draga úr ferð er þeir koma af malbikinu beggja vegna og því fer sem fer. Einn er varð fyrir slysi á vegarkaflan- um 1972 hafði samband við blaöið og sagði: ,,Ég vildi að siðasta slysið á þessum vegi yrði nú til þess, að úrbætur yrðu gerðar eða að minnsta kosti hættu- merki sett upp. Vegurinn er nánast slysagildra. Ég ökklabrotnaði, lær- brotnaöi, handleggsbrotnaði auk annars 1972 og vonandi llður ekki ára- tugur frá þvi slysi þar til úrbætur koma eða viðeigandi merkingar. Sfðasta slys ætti raunar að vera nægilegt til að vekja athygli þeirra sem ábyrgðina bera á ástandi vegarins. Það er hrein tilvilj- un að ekki hafa orðið tiðari og verri slys þama en raun ber vitni,” sagði fórnarlambið. Valdimar Jónsson starfandi yfir- lögregluþjónn i Kópavogi tjáði DB að frá siðustu áramótum hefðu þarna orðið sjö slys. Einu sinni var ekið á gangandi vegfaranda, tvivegis hafa orðið veltur vegna útafaksturs, einu sinni (um siðustu helgi) árekstur með alvarlegum slysum á fólki og þrívegis árekstrar án meiðsla á fólki. DB kannaði aðstæður til aksturs þarna og eru þær vægast sagt bág- bornar. Þó ættu allir að komast um klakklaust ef ekki er farið yfir 40 km hraða á klukkustund. Þarna er orðinn allmikil umferðar- þungi því þetta er stytzta leið t.d. milli , Garðabæjar og hverfa þar sunnar til verksmiðju- og þjónustuhverfis við Smiðjuveg svo ekki sé talað um Breið- holtið. Gætir þvi furðu að þessi 1,8 km kafli skuli enn vera ómalbikaður, og á' ieiðinni algerlega óþarfar sveigjur. -A.St. t viötali sem DB átti við séra Jón Bjarman fangaprest í fyrradag lýsti hann yfir undmn sinni yfir þeirri þögn sem rikt hefur af hálfu yfir- valda um mjög alvarlegar ásakanir um meðferð gæzlufanga í Síðumúla- fangelsinu, sérstakiega á þeim tima sem Guðmundar og Geirfinnsmálin svokölluöu voru í rannsókn. Fanga- presturinn óskaði á sinum tima eftir þvi að dómsmálaráðuneytið léti athuga hvort gæzlufangarnir hefðu verið beittir harðýðgi. Það var gert en sr. Jón telur að sú athugun, svoköll- uð „harðræöisrannsókn”, hafi ekki veriö nógu ítarleg. Kæmi þaö í ljós að játningar gæzlu- fanganna væru fengnar með því að beita þá harðræði eru dómararnir yfir þeim ólögmætir — og úrskurður í þessu máli ógildur. DB leitaði álits yfirvalda á ummæium sr. Jóns. Fara hér á eftir svör þeirra. „Mun ræða bæði við sr. Jón Bjarman og Hallvarð Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóra” sagði Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra ,,Ég vil helzt ekki tjá mig um þetta mál fyrr en ég hef rætt bæði við sr. Jón Bjarman og Hallvarð Einvarðs- son rannsóknarlögregiustjóra,” sagði Friðjón Þórðarson dómsmála- ráðherra við DB i gær. „Heldur þú að þaö sé almennt að fangar séu barðir við yfirheyrslur?” „Ég hef i minni löngu reynslu, fyrst sem fulltrúi lögreglustjóra í Reykjavik frá 1948 og síðan sem sýslumaður i tuttugu ár aldrei þekkt til þess að fangar eða sakborningar væru beittir ofbeldi. Þvert á móti. Yfirheyrslur hefjast á því að hinum ákærðu er leiðbeint og tU dæmis er útskýrt fyrir þeim hvaða spurningum þeir þurfa ekki aö svara,” sagði Friðjón Þórðarson dómsmálaráö- herra. -IHH. Jón Bjarman hefur unnið mikilvægt starf á vandasömum og erfiðum vett- vangi. Honum treysti ég á sínum tíma manna bezt til að takast þetta verk- efni á hendur og ég hef ekki minni, tiltrú til hans að fenginni langri reynslu. Það vegur þungt sem hann segir um aðstöðu og aðbúnaö skjól- stæðinga sinna. Sizt viljum við trúa því að réttarfar og réttargæzla á íslandi sé með brota- lömum, en nauðsynlegt er að vera vel á verði í þeim efnum eins og víðar. Allir hljóta að vera sammála um að þar eigi ekkert að geta átt sér stað sem við getum ekki horfzt í augu við i fullu dagsljósi. Enn er engin einhlit forskrift fundin fyrir meðferð dæmdra brotamanna, enda eru þeir auðvitað eins óiíkir innbyrðis og þeir eru margir. Þaö er hart og illt aö þurfa að dæma nokkurn mann eða refsa fyrir afbrot. Hjá því verður þó ekki komizt en flestum er ljóst að harð- ýðgi við þá sem uppvísir verða að afbrotum betra hvorki þá né þjóð- félagið og að réttarríkið má sizt af öllu brjóta rétt á neinum, þótt sekur sé fundinn,” sagöi Sigurbjörn Einarsson biskup að lokum. •IHH. „Það er gæzluvarðhaldi. Gæzlufangl á erflðara með að koma vltnum við, sé hann belttur harðýðgi,” segir Þor- steinn Jónsson fulltrúi. DB-mynd: Bjarnleifur. „Umræða um fang- elsismál ætti að snúast um vandamálin í dag — og ástandið hefur batnað mikið” segir Þorsteinn Jónsson, f ulltrúi í dómsmálaráðuneytinu Baldur Möller ráöuneytisstjóri og Jón Thors deildarstjóri, dómsmála- „t meira en þrjátiu ára reynslu hef ég aldrei þekkt tii þess að fangar eða sakbornlngar væru beittir ofbeldi,” seglr Friðjón Þórðarson dómsmála- ráðherra. ráðuneytinu eru báðir i sumarfríi um þessar mundir. En Þorsteinn Jónsson sagði eftirfarandi um viðtalið viö sr. Jón Bjarman sem birtist i DB i fyrra- dag. „Ef við litum á það sem tilgang umræðu um fangelsismál að bæta aðbúnaö fanga þá fyndist mér eðli- legra að ræöa um þau vandamál, sem við er að etja í dag heldur en fara fimm ár aftur i timann. Hins vegar held ég að ástandið hafi batnað mikið, sérstaklega í afplánunarfangelsinu á Litla-Hrauni þar sem litlir árekstrar hafa orðið á siðasta ári. Þess ber að gæta að það er mikill munur á því að vera í afplánun eða í gæzluvarðhaldi. í gæzluvarðhaldi sitja menn sem enn hafa ekki fengið dóm. Sekt þeirra er ekki sönnuð. Þeir eru því hafðir i einangrun og öll samskipti þeirra við umheiminn eru meira og minna rofín. Séu þeir beittir harðýðgi er erfiðara fyrir þá að koma vitnum við,” sagði Þorsteinn Jónsson. •IHH. Á sviði réttargæzlu á ekkert að eiga sér stað sem við getum ekki horfzt í augu við í dagsljósi — segir hr. Sigurbjörn Einarsson, biskup „Það er ótvíræð skylda kirkj- unnar að vera vörn varnarlausra, málsvari þeirra sem eiga fáa eða enga formælendur, styðja þá sém fara halloka og verða útundan,” sagði Sigurbjörn Einarsson biskup þegar DB baö hann aö segja álit sitt á skoðunum sr. Jóns Bjarman um fangelsismál sem fram komu í viðtali i DB i fyrradag. „Fangar eru menn meö mannlegan rétt,” sagði biskupinn ennfremur” og eiga að njóta lagaverndar og mannlegrar tillitssemi. Jesús minnist sérstaklega á þá sem eru i fangelsum þegar hann taiar um sina minnstu bræður og segir að það sem þeim er gert, sé honum sjálfum gert. Það var gleðilegt fyrir kirkjuna þegar hún fékk aðstöðu til þess að hafa prest 1 fullri þjónustu við fanga og dæmda brotamenn. Dómsmálaráðuneytið sýndi því máli fullan skilning og stuðning og átti hlut að þvi að unnt var að ráða prest til þessa starfs áður en það varð lögfest embætti 1970. Hins vegar hefur fangapresturinn hingaö til verið á launum sem ætluð voru sjúkrahúsapresti, sem líka hefur verið lögfest embætti i 11 ár en fjár- veitingarvaldiö hefur ekki viljaö hlíta þeim lögum, ekki veitt fé til aö launa það starf. Það má því segja að við höfum fórnað sjúkum fyrir fangana — eða metið fangana meira en sjúklinga en ekki hefur okkur þótt þaö gott aö „Fangapresturinn hefur verið á launum sem ætluð eru sjúkrahúsa- presti og okkur hefur ekki þótt gott að þurfa að velja þarna á milli,” segir hr. Sigurbjörn Einarsson og skorar á fjarveitingarvaldið að velta laun til sjúkrahúsaprests- en fyrir það starf er mikil þörf. þurfa að velja þarna á milli á þennan hátt. Mér er vel kunnugt um það að sr.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.