Dagblaðið - 21.08.1981, Side 1
7. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST1981. - 187. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
Fyrir einhvern óútskýranlegan klaufaskap lenti Itaiinn Sandro Cavalleri út af á ferjuleiðinni miili Laug-
arvatns og Gullfoss. Sannarlega grátlegt fyrir keppnislið sem hafði lagt það á sig að koma hingað alla leið
frá ítaliu. DB-kmynd: Árni Bjarnason.
Við Sandá á Kili féll annar bill úr leik. Nýliðarnir f rallinu, Þorsteinn Ingason og Sighvatur Sigurjónsson,
urðu fyrir þvi óhappi að stýrisendi brotnaði f BMW-bfl þeirra.
Hallvaröur Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri:
ERUÐ ÞIÐ i AÐ SAKB0 IÐ Rh ( II SERA MIG jn ■ H — rætt við rannsóknar- |li»| M lögreglustjóraog » ■■ 1 ■■ yfirfangavörð í B n ■Ml 1 1 Síðumúlafangelsinu um — sjábls 6 harðræðiífangelsum
Lengsta rall ársins er hafið:
Italamir úr leik snemma í morgun
— Ómar og Haugland voru í fyrsta sæti að fyrstu sérleið lokinni
Þátttaka ítalanna Sandro Cavalleri
og Pier Giorgio i Ljóma-rallíi ’81 varð
heldur endaslepp. Á annarri
ferjuleiðinni í morgun óku þeir út af og
skemmdu Opel Kadett bifeið sína tals-
vert. Er óhappið varð voru þeir á um
fjörutiu kílómetra hraða og voru að
koma úr krappri vinstribeygju.
Lengsta rallkeppni ársins, Ljómarallí
’81, hófst klukkan sex í morgun. Egill
Skúli Ingibergsson borgarstjóri í
Reykjavík ræsti keppnisbílana tólf frá
Austurbæjarskólanum. Bílarnir óku að
Þingvöllum og þaðan lögðu þeir í
fyrstu sérleiðina, Lyngdalsheiði. Með
hana að baki voru Norðmaðurinn John
Haugland og Ómar Ragnarsson í fyrsta
sæti. Eggert Sveinbjörnsson var þriðji,
Sigurjón Harðarson fjórði og Sandro
Cavalleri í fimmta sæti.
Laust fyrir klukkan hálfniu í
morgun lögðu keppendurnir í aðra
sérleiðina um Kjöl frá Gullfossi norður
fyrir Kerlingarfjöll. Úrslit af þeirri leið
bárust ekki áður en DB fór í prentun.
Ljóma-rallíið er 1700 kílómetra
langt og stendur í þrjá daga. Búizt er
við keppendum til Reykjavíkur á ellefta
tímanum í kvöld. Rétt er að vekja
athygli á þvi að síðasta sérleiðin, sem
var sagt frá í DB í gær, fellur niður.
Lögreglustjórinn í Reykjavík sá sér
ekki fært að Ieyfa hækkun hámarks-
hraða í Heiðmörk. Því var borið við að
fólk væri þar við berjatínslu. -ÁT-
Verðlagsstof nun kannar verðlag á veitingahúsum:
GRtÐARLEGUR VERDMUNUR Á MIUJ VEmNGAHÚSA
Ertu tilbúinn að láta þig engu starfsmenn verðlagsstjóra gerðu á
varða þótt þú greiðir allt aö 592% fimmtíu og tveimur matsölustöðum
hærra verð fyrir mjólkurpelann en á Stór-Reykjavikursvæðinu og á
nauðsynlegt er? Eða allt aö 300% Akureyri i júlílok. Jóhannes
hærra verð fyrir kaffibollann heldur Gunnarsson fulltrúi hjá Verðlags-
en nauösynlegt er? Þessi griðarlegi stofnun sagði i samtali við DB að
verðmunur kom í ljós í könnun er svona könnun væri ákaflega erfiö 1
framkvæmd. Hinir ýmsu réttir geta
verið breytilegir, bæði hvað magn,
samsetningu og gæði snertir.
Þjónusta og umhverfi er einnig mis-
munandi. — Á flestum stöðunum þar
sem verðið var athugað er sjálfsaf-
greiösla en á sumrum er þó borið á
boröin. Fjórir af þessum stöðum Á neytendasíðunni bls.4 og 5 er
hafa vínveitingaleyfi. Þessi atriði geta nánar fjallað um verðkönnun og birt
öll haft áhrif á verðið en í könnun samanburðartafia um alla veitinga-
stofnunarinnar er aðeins um beinar staðinasemheimsóttirvoru.
verðupplýsingar að ræöa. -A.Bj.
— sjá nánar á neytendasíðunni bls. 4-5