Dagblaðið - 21.08.1981, Qupperneq 2

Dagblaðið - 21.08.1981, Qupperneq 2
2 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1981. Laus er til umsóknar staða ritara í Stýrimannaskölanum í Reykjavík. Umsækjendur þurfa að hafa góða færni í vélritun og meðferð skrifstofuvéla. Um er að ræða hálft starf og hugsanlega kennslu í vélritun að auki. Umsóknir sendist skólastjóra fyrir 1. september nk. og veitir hann nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið. ||| LAUSAR STÖÐUR Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík óskar eftir að ráða tvo starfsmenn til almennra skrif- stofustarfa. Góð kunnátta í íslenzku og vélritun ásamt hæfni til að starfa sjálfstætt áskilin. Launakjör skv. samningi Reykjavíkurborgar og starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfs- reynslu sendist skrifstofustjóra borgarverkfræðings, fyrir 28. ágúst nk. Skrifstofur borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, Reykjavik. Sími 18000. Volvo 244 DL árg. ’78. Drapplitur, sér ekki á lakki, ekinn 59 þ. km., útvarp, segulband, aukafelgur. Til sýnis á staðnum. Toyota Cressida rauður, duglegur staðnum. árg. ’78, fallega mölina. Til sýnis á Subaru 1600 árg. ’78, 4ra dyra, „ • . . , ...... . framhjóladrifinn, fallega brúnn, með Honda Accord árg. 79, sjálfskiptur, lakkl Skipti koma tíl greina á fallegur e.nkabíll. T.l sýms á staðnum. mil|igjö{^aðgreidd. BILAKAUFf . SKEIFAN 5 — SlMAR 86010 og 86030 LANDSPÍTALALÓÐ BYGGING 7 Tilboð óskast í innanhússfrágang á 2. og 3. hæð ásamt hluta 1. hæðar í miðhluta byggingar 7 á lóð Landspítalans í Reykjavík. Þessir húshlutar eru um 2070 m2. Verktaki skal leggja rafmagns-, skolp-, vatns-, loftræsi-, loft- og gaslagnir í húshlutann. Hann skal setja upp veggi og hangandi loft, mála og leggja gólfefni og smíða hluta af innréttingum og setja upp sérsmíðaðar innréttingar. Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 1982. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík gegn 3000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. september 1981, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Mátti „láta sig hafa það að standa eins og afbrota- maðurframmi fyrir öllum” —farþega frá Amsterdam sárnaði aðf erðir tollgæzlumanna Farþegi skrifar: Nýlega kom ég heim með flugi frá Amsterdam. Eins og gengur og gerist fór ég í gegnum tollskoðun og síðan fram á gang, þar sem fólk beið mín. Þá kom tollvörður í humátt fram á eftir mér og sagði mér að koma inn aftur. Það var gert í þessum dúr: „Þú þarna, þú átt að koma inn aftur.” Ég spurði hvað væri um að vera en fékk engin svör. Þarna inni í toUskoðuninni beið ég síðan eins og illa gerður hlutur, þó nokkuð lengi, á meðan smalað var i röðina, og enn fékk ég engin svör. Hins vegar heyrði ég pískrað aUt í kringum mig að við, sem þarna stóðum, ættum að gangast undir eiturlyfjarannsókn, því þetta átti sér stað fyrir framan alla. Þarna mátti maður, sem sagt, láta sig hafa það að standa eins og af- brotamaður frammi fyrir öllum, á meðan hasshundurinn vappaði aUt í kring en virti mig ekki viðlits, svo varla voru líkurnar miklar á að eiturlyf fyndust á mér. Um síðir kom tollvörður og spurði: „Ætlarðu að koma með mér?” Ég játaði því og við fórum inn í lítið herbergi, þar sem ég afklæddist, samkvæmt beiðni — eða er slíkt ekki raunar fyrirskipun? Þarna mátti ég standa aUsber með fætur í sundur og láta þukla mig í bak og fyrir. Óþarft er að geta þess að hver einasti saumur á fötunum mínum var vand- lega athugaður. Vitanlega fannst ekkert. Ég vil láta þess getið, í þessu sambandi, að ég hef aldrei neytt eiturlyfja, hvað þá haft þau í fórum mínum og er fylgjandi auknu eftirliti og gæzlu. Hins vegar er óþolandi hvernig staðið tollskoðun (I iÍTLENDINGAEFTIRLITIC „Ég stórcfast um að þessar aðfarir séu með öllu lögmætar og ætti tollgæzlan að athuga sinn gang,” segir farþegi, er kom heim með flugi frá Amsterdam. DB-mynd: H.V. er að þessu. Mér finnst að einskorða mætti sig við það fólk, sem hasshundurinn sýnir einhvern áhuga, og einnig þá er reynast hafa eiturlyf í farangri sinum. Hvað á það að þýða að bjóða sakiausu fólki svona meðferð? í þessu landi á maður að heita saklaus þar til sekt sannast, en ltér er þvi lög- máli freklega snúið við og ber öll meðferðvott umþað. Sá farþegi, sem þarf að þola þessa framkomu og niðurlægingu, er samtímis stimplaður í augum þeirra, sem vitni eru að öllu saman, en fá ekki neinar skýringar fram yfir, að það eigi að fara fram eiturlyfja- skoðun — og er það nú til þess að slá hamarshöggið á verkið. Ég stórefast um að þessar aðferðir séu með öllu lögmætar og ætti tollgæzlan að athuga sinn gang. V DRUKKNIR 0G 0FST0PA- FULLIR ERU VANDMEÐFARNIR Ólafur Laufdal, forstjóri og eigandi Hollywood, svarar: „Ég vil byrja á að vísa algjörlega á bug þeirri fullyrðingu bréfritara að ógerlegt hafi verið að ná sambandi við mig síðustu daga. Helzt er ég þeirrar skoðunar að hann hafi ein- mitt síður viljað ræða við mig málið. Það sannast í dag, miðvikudag, er bréfritari afboðaði komu sina á fund til viðræðna við mig, en til þess fundar boðaði ég hann símleiðis. Hins vegar á hann auðvelt með að tjá sig um málið á lesendasíðum Dag- blaðsins. Mér er kunnugt um átökin, sem áttu sér stað sl. föstudagskvöld og málið snýst um. Ég var sjálfur á staðnum og fékk strax upplýsingar um það hvað gengi á. Það sem gerðist var það að umræddur aðili beið þess ásamt fjöl- mörgum öðrum að hleypt yrði inn í Hollywood en þá stundina var stuttur stanz gerður á móttöku gesta. Umræddur var ókyrr mjög enda vel við skál. Þegar svo verið var að hleypa út fólki eitt sinn ruddist hann á móti hópnum í þeirri viðleitni að brjóta sér leið inn. Við þetta vildu dyraverðirnir eðlilega ekki sætta sig og stöðvuðu manninn, sem leiddi til átakaþeirraámilli. Lögreglan var til.kvödd og fjar- lægði hún manninn. Hann var látinn laus síðar um kvöldið og var hann þá ekki verr á sig kominn en það að hann stormaði beint upp í Hollywood aftur og hélt áfram að gera tilraunir til að komast inn. Hafði hann úthald í þá baráttu allt fram undir að dans- leik var að ljúka klukkan þrjú — þrátt fyrir þá „áverka”, sem hann vill halda fram að hann hafi hlotið í viðureigninni fyrr um kvöldið. Alltof oft er til þess ætlazt af dyra- vörðum danshúsanna að þeir geti af- greitt ölvað og ofstopafullt fólk með bros á vör og silkihanzka á höndum. Dyraverðir eru ekki öfundsverðir af starfi sínu. Ég er ekki að segja að þeim takist ætíð að leysa sem skyldi úr þeim ósköpum sem á þeim dynja á annasömustu kvöldum vikunnar en það veit ég að þeim eru alltof oft ætlaðir verri hlutir en þeir eiga. En það er bara svo ósköp auðvelt að henda í þá ónotum í lesendadálkum dagblaðanna. Eitt af því sem alltaf vekur furðu mína í slíkum skrifum er sú undrun sem ritarar slíkra bréfa sýna á því að það skuli ekki vera viðhöfð reglan „maður á mann”. Segjast hissa á þvi að sjá tvo og jafnvel þrjá dyraverði glíma við einn gest (og oftast eru dyraverðirnir sagðir fíiefldir krafta- jötnar). En þá vil ég vekja athygli á því að einmitt þannig er helzt hægt að stöðva óróaseggi án þess að slys verði á mönnum. p-v ' “'D-'y —v k/í — Það er eins og lögreglumaður einn orðaði það: Það er nógu erfitt fyrir einn mann að lyfta fullorðnum, mátt- lausum manni, hvað þá að eiga við hann spriklandi út öllum öngum, bít- andi og berjandi. Er hægt að ætlast til þess af nokkr- um manni.dyraverði eða lögreglu- þjóni, að hann leiði einsamall slíkan mann snyrtilega af vettvangi? Hvað snertir bréfið um aldurstak- markið sem birtist fyrr í vikunni vil ég aðeins segja það að allt frá því að Hollywood opnaði hefur verið 20 ára aldurstakmark að staðnum, þó okkur sé heimilt að hleypa inn 18 og 19 ára. Fölsuð skírteini eru alltaf einhver í gangi og erfitt fyrir dyraverði að sjá ætíð við slíku þó þeir leggi sig alla fram í starfi sínu. Raddir lesenda FRANZISCA GUNNARSDÓTTIR ^^iin * * tutt og skýr bréf Enn cinu sinni minna lcscníladálkar DB alla þá. cr hynnjost scnda þtcttinunt llnu. at) láta fylgja' fullt na/n. heimiUsfang. símanámcr (efum þaó cr að rtvða) tty nafnnámcr. Þetta cr litil fyrirhöfn fyrir brtfrilara ttkkar oft til mikilla þœyindafyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir á at) hrcf ciya at) vcru stutt ttf> skýr. Askilinn crfuUur réttur til aó ' stytta hrcfttf! umorða til að spara rám oy koma cfni bctur til skila. Bréf ccttu helzt ekki að vcra lcnpri cn 200—300 orð. Simatimi lcsendadálka DB cr milli kl. 13 tifi'15 frá mánudöfium tilföstudaya. 4 •—• -i A

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.